110 löggjafarþing Bandaríkjanna það fjölbreytilegasta fyrr og síðar

Buddistar trúa ekki heldur á baby jesus, og svo virðast þeir líka vera öðruvísi á litinn en Virgil Goode... þarf ekki að setja lög til að stoppa þetta búddistaflóð allt?!.jpg

Keith Ellison hefur sætt mikilli gagnrýni frá sumum íhaldssömum repúblíkönum sem finnst alls ekki nógu gott mál að hann skuli ekki vera kristinn, eins og þeir sjálfir. En í æsingi sínum yfir trúvillu Ellison hefur þeim yfirsést að það eru fleiri þingmenn Demokrata sem hata Jesú. Því um daginn rakst ég á bloggfærslu sem benti á að það hefur næstum enginn tekið eftir því, eða séð ástæðu til að gera veður út af því að tveir þingmenn 110 þingsins verði Búddistar!

Mazie K. Hirono, og Hank Johnson. Hiromo er þingmaður demokrata fyrir Hawai, og Johnson er þingmaður demokrata fyrir Georgíu. En þetta er ekki allt - því það er líka fullt af heiðingjum á þingi: Hawai á tvo þingmenn á Bandaríkjaþingi, (báðir eru demokratar) Hiromo og Neil Abercrombie. Abercrombie gefur upp að hann sé ekki meðlimur í neinu trúfélagi (þó wikipedia segi hann "protestant") - svo hvorugur þingmanna Hawai er kristinn. (Senatorar Hawaii eru að vísu kristnir).

Samkvæmt úttekt "Americans for Religious Liberty" á trúfélögum þingmanna 110 bandaríkjaþings eru fimm aðrir þingmenn gefa upp að þeir séu ekki í neinu trúfélagi:

Demokratar hafa semsagt fyllt þingið af allskonar trúleysingjum og heiðingjum, og ljóst að Ellison er bara toppurinn á ísjakanum!

Þessi listi yfir trúfélög þingmanna er reyndar nokkuð forvitnilegur - t.d. kom mér á óvart hversu margir mormónar eru á þingi. En það meikar auðvitað fullkominn sens að allir þingmenn Utah séu mormónar. Listinn skýrir sig sjálfur, nema það eru nokkrar skamstafanir sem kannski eru ókunnuglegar, og Americans for Religious Liberty hafa ekki haft fyrir því að skýra þær:

  • LDS: Latter Day Saints (Mormónar)
  • AME: African Methodist Episcopal
  • UCC: United Church of Christ
  • SDA: Seventh Day Adventist

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera mikið mál úr engu. Hafa menn ekkert annað að tala um sem er  merkilegra í USA.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband