Falwell meinað inngöngu í himnaríki, enda rasískur mannhatari

Falwell... hvað er hægt að segja um þennan mann?Það er satt best að segja fyrir neðan allar hellur að minnast Jerry Falwell fyrir nokkuð annað en verk hans: Falwell var einn andstyggilegasti talsmaður mannhaturs, kvenfyrirlitningar, hómófóbíu og rasisma í Bandaríkjunum. Það sem gerði fyrirlitlegar skoðanir hans enn viðurstyggilegri var að hann veifaði stöðugt nafni drottins yfir þeim - því eins og allir vita hataði Jesú þá sem voru minnimáttar, fyrirleit konur, hafði andúð á hommum og fannst negrar eiga að halda kjafti og leyfa almennilegu hvítu fólki að stjórna.

Falwell hafði nefnilega ekki bara fyrirltlegar skoðanir, heldur var hann líka guðlastari og trúníðingur. Falwell var ekki "trúarleiðtogi" og hann var ekki kristinn. Hann var boðberi fordóma og mannhaturs.

Afrek Falwell eru of mörg til að rifja upp hér. Það er þó full ástæða til að minnast  hans og margra ummæla hans á þessari stundu:

Á seinustu árum varð Falwell frægastur fyrir að kenna kvenréttindahreyfingunni og baráttu svertingja fyrir mannréttindum:

I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'

Falwell baðst síðar afsökunar á þessari athugasemd. Á sínum tíma varði Falwell Apartheid stefnu Suður Afríku, og barðist gegn því að Nelson Mandela væri leystur úr fangelsi. Það kemur ekki á óvart, því Falwell var á sínum tíma andstæðingur þess að aðskilnaður kynþáttanna væri afnuminn í Suðurríkjum Bandaríkjanna, og hafði íllan bifur á Martin Luther King. Falwell barðist líka gegn the Teletubbies, sem áttu að vera hommar, og hélt því fram að alnæmi sent af guð til að refsa samkynhneigðum karlmönnum: "AIDS is the wrath of a just God against homosexuals."

Framlag Falwell til mannkynssögunnar mun helst hafa verið að ljá fordómum "móralska" afsökun og veita fordómafullum bandaríkjamönnum (og svosem öðru fordómafullu fólki annarstaðar í heiminum) afsökun fyrir því að halda fordómum sínum fram. Með því að sannfæra marga bandaríkjamenn um að það að vera kristinn þýddi að maður ætti að hata alla sem ekki væru eins og maður sjálfur hefur Falwell gert meira en flestir aðrir til þess að gera heiminn að verri stað. Ef ekki hefðu komið til menn eins og Falwell og Pat Robertson og öll "moral majority" hreyfing níunda áratugarins væri bandarísk stjórnmálaumræða í dag mun heilbrigðari.

M


mbl.is Jerry Falwell látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Húrra fyrir því, ég vona að hann rotni í því versta helvíti sem hann gat sjálfur hugsað sér, mannandskotinn.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 15.5.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"...hann [Falwell] var ekki kristinn."

Hvers vegna segirðu það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.5.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: FreedomFries

Nú, ég neita að viðurkenna að hann, Pat Robertson, og aðrir sem boða mannhatur og fordóma séu kristnir. Falwell var líka það andstyggilegur að hann hefur sennilega verið satanisti!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 15.5.2007 kl. 23:10

4 identicon

Ekki að það sé neitt aðalatriði, en Jerry Falwell var óumdeilanlega kristinn. Fólk þarf að átta sig á því að það getur farið saman að vera trúaður og að vera siðblindur drullusokkur, rétt eins og hægt er að vera trúaður og besta skinn. Þetta er sama rökvillan og Jónína Ben var með eitt sinn í grein í Mogganum, sem var í hnotskurn:

"Allt trúað fólk er gott." - En fjölmargt trúað fólk hefur gert hræðilega hluti. - "Nei, þá var það ekki trúað."

Trú og siðferði er einfaldlega ekki sami hluturinn.

Magnús (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 00:33

5 Smámynd: FreedomFries

Kæri nafni! Mér finnst bara að við ættum að beita þessari hugsunarvillu fyrir okkur. Það er hárrét að það megi lesa rökvillu í þetta, og Falwell hefur ábyggilega sjálfur trúað því að hann væri að reka erindi guðs og jesú. Mér finnst hins vegar að við hin, sem sjáum hverskonar drullusokkur hann var, og sjáum hræsnina og mannhatrið í orðum og verkum annarra sjálfskipaðra kristinna trúarleiðtoga eigum að vera óhrædd við að draga trú þeirra í efa: þeir leyfa sér að efast um trú eða siðgæði okkar - af hverju ættum við ekki að mega segja á móti: þú ert ekki kristinn, ég er kristnari en þú, enda ert þú mannhaturspadda, ekki ég.

Eftir að hafa búið hér úti, og hlustað á Falwell, og mun minni spámenn, úttala sig í fjölmiðlum um allt milli himins og jarðar, og alltaf á þeim forsendum að þeir hafi einhverskonar sérstakt umboð frá almættinu vegna þess að þeir séu "kristnir" er ég kominn á þá skoðun að það sé fyrir löngu tímabært að skynsamt og sæmilega vel innrætt fólk endurheimti þetta hugtak. Ekki til þess að hvítþvo glæpi miðaldakirkjunnar eða gleyma þeim glæpum sem hafa verið framdir í nafni trúar, heldur til þess að koma í veg fyrir að þessir menn séu einir um "the moral high ground", og neyða þá til þess að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir: sem fordómafullir kvenhatarar og hómófóbísk smámenni!

Markmið okkar er að skapa betra mannsamfélag, ekki að útrýma trú, því það er fullt af vel meinandi góðu fólki sem er trúað.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 16.5.2007 kl. 00:45

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Nú, ég neita að viðurkenna að hann, Pat Robertson, og aðrir sem boða mannhatur og fordóma séu kristnir. "

Já, nú skil ég ekki. Getur fólk sem boðar "mannhatur og fordóma" ekki verið kristið?

En mér sýnist þú fallst á að þetta sé vitleysa hjá þér (kallar þetta "hugsunarvillu") , en reynir af afsaka þetta með því að Falwell sjálfur hafi efast um trú sumra. Það er nú ansi slöpp afsökun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.5.2007 kl. 01:48

7 Smámynd: FreedomFries

? Þetta er nú ekki mjög flókið, og ég skil ekki hvað þér finnst athugavert við þessa hugsun.

Til þess að brjóta þessa hugsun enn frekar niður:

  1. Falwell boðar mannhatur (mér - og augljóslega þér líka - er ílla við Falwell og boðskap hans)
  2. Falwell segist vera kristinn - og trúir því sennilega sjálfur
  3. Fyrir vikið fá mannhatur og fordómar hans ákveðin virðuleikastimpil, og hann getur falið eigin fordóma á bak við biblíuna og Jesú. - þetta finnst okkur hið versta mál.

Nú getum við gert annað af tvennu: Fordæmt alla sjónvarpspredíkara og kristna trú, því skíthælar feli sig á bak við hana - eða svipt skíthælana leyfi til að kalla sig kristna.

Þetta er ekki slöpp afsökun eða hugsunarvilla - ég held að þetta sé besta leiðin fyrir liberals og demokrata (og skynsamt og hófsamt fólk allstaðar) til að slá vopnin úr höndunum á ofstækismönnum og skíthælum eins og Falwell: Frekar en að úthrópa kristni og biblíunni, og þusa yfir glæpum miðaldakirkjunnar ættum við að halla okkur aftur og segja: þú hefur ekkert leyfi til að tala fyrir hönd "kristins fólks". Þar með hrekjum við þá í vörn - hingað til hafa liberals og vinstrimenn verið í stöðugri vörn, sérstaklega hér í BNA, í "menningarstríðnunum" svokölluðu.

M

FreedomFries, 16.5.2007 kl. 02:08

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Nú getum við gert annað af tvennu: Fordæmt alla sjónvarpspredíkara og kristna trú, því skíthælar feli sig á bak við hana - eða svipt skíthælana leyfi til að kalla sig kristna."

Til að byrja með væri rétt að fordæma alla sjónvarpspredikara og kristna trú ef þessi skilningur Falwells ("mannahtur og fordómar") eru rökrétt niðurstaða kristinnar trúar.

En aðalatriðið er að þetta er fölsk valþröng hjá þér. Það eru aðrir möguleikar 
í stöðunni heldur en að fordæma kristna trú og halda því fram að Falwell sé ekki
kristinn. Til dæmis benda á hvers vegna þessar skoðanir leiða ekki endilega af
kristinni trú og séu ef til vill ekki í góðu samræmi við sumt í kristinni trú.

Mig langar samt aðallega að vita hvort þú teljir í raun og veru að Falwell hafi ekki verið kristinn eða hvort þetta sé bara taktík (og þá óheiðarleg að mínu mati).

"Frekar en að úthrópa kristni og biblíunni, og þusa yfir glæpum miðaldakirkjunnar ættum við að halla okkur aftur og segja: þú hefur ekkert leyfi til að tala fyrir hönd "kristins fólks"."

Til að byrja með þarftu ekki að úthrópa kristni og biblíunni til þess að gagnrýna málflutning Falwells. Síðan var ég ekki að gagnrýna það að benda á að Falwell tali
ekki ftrir hönd kristins fólks. Ég var að gagnrýna það að þú afneitaðir því að hann
var kristinn.

þarftu ekki að halda því fram að Falwell sé ekki kristinn til þess að segja að hann tali ekki fyrir hönd kristins fólks.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.5.2007 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband