Færsluflokkur: Bush
Opinber lína bandaríkjastjórnar hefur verið sú að bandaríkin væru að vinna stríðið í Írak. Þegar forsetinn hefur verið spurður hvort hann telji að Bandaríkin séu að vinna hefur svarið alltaf verið afdráttarlaust "já." Aðrir hafa reynt að svara loðnar. Til dæmis lýst Robert Gates því yfir fyrir tveimur vikum þegar þingið samþykkti tilnefningu hans sem varnarmálaráðherra að bandaríkin væru ekki að vinna - þó hann legði ekki í að segja hreint út að þau væru að, eða búin að, tapa.
Asked by Sen. Carl Levin, D-Mich., if the United States was winning the war, Gates said simply, "No, sir." He returned after a break to clarify that he was referring to the broader goals in Iraq and did not mean to suggest that American soldiers were losing the military battles.
Þó margir aðrir, nú síðast Colin Powell, hafi lýst því yfir að bandaríkin væru búin að tapa stríðinu í Írak, og að það þjónaði engum tilgangi að berja höfðinu við steininn, eru það auðvitað stórfréttir að varnarmálaráðherra Bush sé þessarar skoðunar. Hvíta húsið hefur nefnilega fundið sig knúið til að hanga í þeirri sjálfsblekkingu að allt væri í himnalagi í Írak. Það vakti því athygli að Tony Snow, talsmaður forsetans, skuli neita að segja hvort forsetinn trúi því ennþá að stríðið sé að vinnast:
Im not playing the game any more, Snow said at a White House briefing. Its one of those things where you end up trying to summarize a complex situation with a single word or gerund or even a participle. And the fact is that what you really need to do is to take a look at the situation and understand that it is vital to win; by winning, that means to have an independent Iraq that really does stand on its own, is a democratic and free state that supports us in the war on terror.
Asked if Bush, as he said in October, continues to believe the U.S. is winning, Snow said, I think at this point it ceases to be fruitful to jump into this.
What is happening is we are going to win and that we need to find better ways of dealing with the sectarian problem, he said.
Það er tvennt merkilegt við þetta svar Snow: Í fyrsta lagi er það "leikur" að vilja fá svör frá forsetanum um hvort hann telji að stríð, sem kostar skattgreiðendur milljarða og þúsundir mannslífa, skuli vera að vinnast. Snow finnst spurningin um hvort stríðið sé tapað eða unni semsagt vera orðaleikur - svona eins og það er orðaleikur hvort það sé borgarastríð eða ekki í Írak. Í öðru lagi er að svarið er "við ætlum að vinna" - einhverntímann, þegar við erum búin að finna lausnir á "the sectarian problem". Sem er nokkurnveginn það sama og að segja: við ætlum að vinna þegar við erum búin að finna hvernig við getum unnið...
Þessi nýjasti orðaleikur Hvítahússins kemur á hælana á nýrri könnun CNN sem sýnir að stuðningur við forsetann og utanríkisstefnu hans er minni en nokkru sinni fyrr:
- stuðningur við "Bush's handling of the Iraq conflict" er nú 28% var 34% í síðustu könnun, og 70% segjast óánægð eða mjög óánægð með hvernig forsetinn hefur rekið stríðið.
- "job approval" 36%, meðan 62% eru óánægð eða mjög óánægð með frammistöðu Bush í starfi.
Miðað við hversu fáir hafa hina minnstu trú á forsetanum er ekki nema von að menn séu farnir að spyrja sig: er honum kannski algjörlega sama?
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir nokkrum vikum bárust fréttir af stórkostlegu projecti George W Bush, 43 forseata Bandaríkjanna: Hann hugðist safna 500 milljónum bandaríkjadala frá vinum sínum og kunningjum til að byggja forsetabókasafn sitt. Það eru ekki margir sem eiga svoleiðis peninga á lausu, svo Bush hefur leitað til vina sinna, m.a. í Sádí Arabíu:
Bush sources with direct knowledge of library plans told the Daily News that SMU [Southern Methodist University] and Bush fund-raisers hope to get half of the half billion from what they call "megadonations" of $10 million to $20 million a pop.
Bush loyalists have already identified wealthy heiresses, Arab nations and captains of industry as potential "mega" donors and are pressing for a formal site announcement - now expected early in the new year.
Fimm hundruð milljónir er sæmilega há upphæð - til samanburðar kostaði bókasafn Clinton innan við 165 milljón dollara. Það er svosem ekkert sérstaklega athugavert við að prívataðilar skuli vera tilbúnir til að gefa peninga til þess að byggja bókasöfn, eða til þess að fjármagna stofnanir sem halda úti ákveðinni hugmyndafræði, því tilgangur Bush bókasafnsins átti ekki bara að vera að varðveita pappíra og bækur forsetans:
The half-billion target is double what Bush raised for his 2004 reelection and dwarfs the funding of other presidential libraries. But Bush partisans are determined to have a massive pile of endowment cash to spread the gospel of a presidency that for now gets poor marks from many scholars and a majority of Americans.
The legacy-polishing centerpiece is an institute, which several Bush insiders called the Institute for Democracy. Patterned after Stanford University's Hoover Institution, Bush's institute will hire conservative scholars and "give them money to write papers and books favorable to the President's policies," one Bush insider said.
Eins og ég segi, það er ekkert að því að menn gefi peningana sína til þess að fjármagna svona verkefni. En það segir samt meira en flest annað að forsetinn, sem hefur oft talað um að sagan muni dæma sig, og að aðeins í fyllingu tímans verði ljóst hversu frábær forseti hann hafi verið, skuli telja sig þurfa hundruði milljarða dollara til að tryggja að sagnfræðingar framtíðarinnar skrifi fallega hluti um sig. Ef maðurinn hefði ekki reynst einn lélegasti forseti fyrr og síðar þyrfti hann kannski ekki 500.000.000$ til að tryggja jákvæðan dóm sögunnar?
Forsetabókasafn Bush átti að vera við Southern Methodist University, þar sem Laura Bush fór í skóla. Þegar á reynir hefur hópur prófessora við SMU hins vegar krafist þess við skólayfirvöld að þau afþakki forsetabókasafn Bush:
We count ourselves among those who would regret to see SMU enshrine attitudes and actions widely deemed as ethically egregious: degradation of habeas corpus, outright denial of global warming, flagrant disregard for international treaties, alienation of long-term U.S. allies, environmental predation, shameful disrespect for gay persons and their rights, a pre-emptive war based on false and misleading premises, and a host of other erosions of respect for the global human community and for this good Earth on which our flourishing depends.
Þessi mótmæli sanna að það þarf minnst 500 milljón bandaríkjadali til að eiga í "the liberal academic elite" sem er augljóslega uppfullt af einhverju óskiljanlegu hatri á forsetanum og allri pólítík hans...
M
Bush | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 17.12.2006
Bush samgleðst með Mary Cheney - þó hún sé lesbísk og ólétt
Mary Cheney, dóttir Dick Cheney, og sambýliskona hennar eiga von á barni, en það er ein skelfilegasta og andstyggilegasta synd sem fólk getur framið - að mati afturhaldssinaðra "kristinna" Bandaríkjamanna. Ástæðan er auðvitað sú að samkynhneigt fólk er haldið einhverri smitandi geðveiki sem það vill þröngva upp á börn - og það er alveg sérstaklega hræðilegt fyrir börn að alast upp með tveimur aðilum af sama kyni. Rökin eru eitthvað á þá leið að samkynhneigt fólk geti ekki fjölgað sér sjálft og þurfi því að finna nýja meðlimi með áróðri í skólum og fjölmiðlum, nú, eða með því að eitra fyrir börnum sem það ali upp.
Ég skil svosem alveg að þessi röksemdafærsla geti sannfært sumt fólk. Fólk er misjafnt, misjafnlega vel innrætt og misjafnlega greint, og ég ber fulla virðingu fyrir fjölbreytni mannflórunnar! Karl Rove og hugmyndafræðingar Repúblíkanaflokksins gera sér líka grein fyrir því að fólk sé misjafnt, og hafa lagt mikið upp úr því að höfða til þess fólk sem kaupir þessa furðulegu röksemdafærslu um smithættu samkynhneigðar.
En þegar Bush er spurður út í afstöðu sína barnseigna Mary Cheney neyðist hann til að viðurkenna það sem allir vita: það fer ekki eftir kynferði hvort fólk sé góðir foreldrar:
"I think Mary is going to be a loving soul to her child," Bush said in an interview with People magazine. "And I'm happy for her."
Bush hefur fram til þessa staðið fastar á því en fótunum að börn eigi að ala upp af tveimur aðilum af gagnstæðu kyni.
White House press secretary Tony Snow said on Friday that Bush has not changed his mind. "But he also believes that every human life is sacred and that every child who comes into this world deserves love," Snow said. "And he believes that Mary Cheney's child will, in fact, have loving parents."
Asked if Bush believes that children who are raised by gay and lesbian parents are at a disadvantage, Snow said, "He does not make comments on that and nor will I."
Þó það hafi lítið frést af afstöðu Mary Cheney til Bush, eða Dick Cheney, eða afstöðu hennar til stefnu Bush stjórnarinnar í málefnum samkynhneigðra, hefur það verið á allra vitorði í nokkur ár að hún hefði efasemdir um hómófóbíska pólítík pabba gamla:
Mary Cheney, 37, has said that she considered quitting the Bush-Cheney re-election campaign in 2004 when the president supported a proposed constitutional amendment banning same-sex marriage. She is now an executive at Time Warners AOL unit.
Það er reyndar mjög merkilegt hversu þöglir hægrisinnaðir bloggarar og "kristnir" afturhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa verið um Mary Cheney. Fyrst eftir að fréttist af því að hún væri ólétt varð maður var við smá æsing - en það hefur allt dáið út. Annað hvort eru evangelistarnir allir uppteknir í "the war on christmas" eða þeir kunna ekki við að ráðast á fjölskyldu Cheney.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 16.12.2006
Truthiness og Macaca orð ársins
Fyrir nokkrum dögum var "Truthiness" kosið orð ársins af Websters. Truthniness er skilgreint sem sannleikur sem hefur ekki verið íþyngt með staðreyndum, eða sannleikur sem kemur frá "the gut", en ekki úr bókum.
"I think there's a serious issue lurking behind the popularity of the word truthiness," said John Morse, President and Publisher of Merriam-Webster Inc. "What is it exactly that constitutes truth today? This isn't just a political question-it's relevant to a broad spectrum of social issues where our ideas on the nature of authority are being challenged. Adopting the word truthiness is a playful way to deal with this important question."
Global Language Monitor, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með orðanotkun hefur svo ákveðið að lýsa macaca "the politically incorrect word of the year"
"The word might have changed the political balance of the U.S. Senate, since Allen's utterance (an offensive slang term for Indians from the Sub-continent) surely impacted his election bid," said the group's head, Paul JJ Payack.
Ég held að 2006 hljóti að hafa verið ár orðsins í bandarískum stjórnmálum - því orð réðu útkomu kosninganna - og utanríkisstefna forsetans snýst núorðið alfarið um merkingu orða, og til þess að lýsa stjórnmálafílósófíu Bush þurfti að finna upp alveg splúnkunýtt orð: truthiness: truth from the gut, unencumbered by facts.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 9.12.2006
Barney - hundur Bush forseta í nýju jólamyndbandi!
Myndbandið er heilar níu mínútur að lengd, og allar stórstjörnur Hvíta Hússins mæta til leiks! Forsetinn í hlutverki "the decider", Karl Rove, Laura Bush, Tony Snow, og svo meira að segja Dolly Parton! Jú, og tveir ráðherrar úr ríkisstjórn forsetans sem höfðu ekkert betra að gera en að leika í myndbandi um hund að hlaupa í hringi: Henry Paulson, fármálaráðherra, Margaret Spelling menntamálaráðherra. Hreinasta snilld! Forsetinn og frú, og hundurinn Barney eru svo jólaleg að maður næstum fyllist eldheitri ást á forsetaembættinu og Hvíta Húsinu! Og jólagleði!
Myndbandið er hér, og heimasíða hundsins Barney, og hans "Holiday Extravaganza" er hér.
Framlag forsetans til Barneycam;
Barney, its time for BarneyCam. Are you ready for it this year? Say, whats the plot about? (Close-up of Barney, blank look.) I can see from the look on your face, Barney, that you havent even thought about the plot. Hey Barney, you better get started and you better run along right now!
Og svona í tilefni hátíðanna hefur bandaríska þjóðin ákveðið að missa aðeins meira álit á forsetanum: Samkvæmt nýjustu könnun Zogby er "approval rating" forsetans nú 30%, sem er lægra en það hefur nokkurntímann verið.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 04:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta Bush-Jim Webb mál virðist ekki ætla að hverfa af bandarískum bloggsíðum eða úr hefðbundnari fjölmiðlum. Og þetta er samt með einfaldari málum: Forsetinn spurði Webb (sem er nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demokrata frá Virginíu) hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak - Webb svaraði "Id like to get them out of Iraq, Mr. President" - sem forsetanum fannst ekki nógu kurteislegt, eða nákvæmt svar við mjög svo einfaldri spurningu, svo hann svaraði um hæl: "That's not what I asked you: How's your boy?" Webb var misboðið, og samkvæmt fréttum þurfti hann að taka á sér öllum til að hjóla ekki í "the decider". Ég fjallaði um þetta stórskemmtilega mál í síðustu viku. Sjá hér.
Stuðningsmenn Repúblíkanaflokssins hafa gert mikið mál úr "dónaskap" Webb - enda finnst þeim að Bush megi koma fram við foreldra hermanna, sem eru að heyja tilgangslaust stríð í fjarlægu landi, af fullkominn óvirðingu, krefja þau um svör og gerast snúðugur þegar fólk fellur ekki í stafi frammi fyrir foringjanum. Seinasta skoffínið til að tjá sig um dónaskap Webb var Bill O'Reilly, sem sagði í gær að Webb hafi sýnt forsetanum "óvenjulega óvirðingu", í ljósi þess að Bush hafi "bara verið að reyna að vera kurteis". Mannasiðakennarar repúblíkanaflokksins hafa látið í veðri vaka að Webb hafi sett alla uppákomuna á svið til þess að fá tækifæri til að lenda í einhverskonar konfrontasjón við forsetann.
Nýjasta uppljóstrunin í þessu undarlega máli er samt sú að Bush vissi að sonur Webb hafði nýlega sloppið naumlega við að vera drepinn: Stuttu áður en Webb og Bush ræddust við í kokteilboði Hvíta Hússins var bíll sem var að keyra við hliðina á Webb yngri sprengdur í loft upp, og í þeim bíl þrír landgönguliðar. Webb eldri hafði fengið fréttirnar, og var auðvitað hrærður. Það besta er þó að forsetinn hafði verið varaður við því að vera "extra sensitive" þegar hann talaði við Webb! Jim Moran (D-Va) segir að Bush hafi verið beðinn um að sýna Webb sérstaka aðgát:
Not only did Bush know about it, he was specifically briefed on the incident before meeting with Webb, and was cautioned to be extra sensitive in speaking with Webb about his son.
Og hvernig ákvað forsetinn að sýna föður hermanns sem hafði rétt í þessu horft upp á félaga sína sprengda í loft upp, og sjálfur rétt sloppið við að vera drepin? Nú með því að heimta skýr og greinargóð svör, þegar Webb lét í ljós ósk sína um að sonur hans og aðrir hermenn kæmust heim sem fyrst! "Thats not what I asked you"...
M
Bush | Breytt 6.12.2006 kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.12.2006
Jólagjöfin í ár: GOP dagatalið
Íllgjarnir liberal bloggarar í Bandaríkjunum hafa varla getað hamið gleði sína yfir þessu frábæra dgagatali Repúblíkanaflokksins. Sérstaka gleði vekur herra águst - glæsilegur og karlmannlegur, með tíugallona-hattinn! "The decider" sem herra mars er líka viðeigandi - Mars, guð stríðs og hernaðar; forsetinn situr íhugull að naga gleraugun, ábyggilega að tala við þjóðarleiðtoga og stjórnspekinga í símann, meðan hann horfir út í fjarskann, hugurinn reikar til Írak, áhyggjurnar og samúðin skín úr augunum, og reyndar barasta hverjum einasta andlistsdrætti.
Dagatalið kostar skitna 25 dollara, og samkvæmt heimasíðu repúblíkanaflokksins er dagatalið tilvalið til að sýna öllum, vinum og kunningjum, hversu mikið þú elskir forsetann.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 3.12.2006
Átökin í Írak ekki borgarastríð - bara múslimar að hegða sér eins og múslímum er vant
Fox News hefur ákveðið að óöldin og almennt upplausnarástand sem ríkir í Írak sé ekki borgarastríð, enda hefur orðskilgreiningrráðuneyti flokksins ekki gefið út fyrirskipun þaraðlútandi. Það sem er merkilegt við þessa ákvörðun Fox er heiðarleiki þeirra um ástæðurnar. Fox reynir nefnilega ekki að skýla sér á bak við málfræði og nákvæmin í hugtakanotkun, heldur viðurkenna þeir að ástæðan sé sú að hugtakið "borgarastríð" gefi til kynna að utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar hafi mistekist:
...some are using the term civil war to indicate failure, not inside Iraq, but on U.S. policy in Iraq. Were unwilling to fall into that tender trap.
Ef innrásin hleypti af borgarastríði þýðir það að "operation enduring freedom" misheppnaðist: markmið allrar utanríkisstefnu ný-íhaldsmannanna sem studdu innrásina var að opna mið-austurlönd fyrir vindum lýðræðis og gera Írak að lýðræðislegu réttarríki og einhverskonar beachhead fyrir vestrænt lýðræði í þessum heimshluta. Árangurinn hefur hins vegar orðið sá að ástandið í Miðausturlöndum er ótryggara en nokkru sinni fyrr, enda hafa bandamenn Bandaríkjanna orðið miklar áhyggjur af því að óöldin í Írak breiðist út. En það er ennþá hægt að skýla áhorfendum Fox við þessum óþægilega sannleika. Það fyndnasta er að starfsmenn Fox virðast sjá sjálfa sig sem einhverskonar síðustu víglínu frelsisins og Bandaríkjanna í stríði við hryðjuverkamenn og "the surrender monkeys" sem vinna fyrir aðra fréttamiðla:
Þann 28 nóvember sagði Bill O'Reilly í útvarpsþætti sínum:
NBC News has declared that there is indeed a civil war in Iraq. Now, that's not shocking because NBC is the most aggressive anti-Bush network these days, as they have made a calculated effort to woo left-wing viewers. The question is, is NBC wrong about Iraq? The answer is, yes. Of course, the American media is not helping anyone by oversimplifying the situation and rooting for the USA to lose in Iraq. And that is what some media people are doing.
Hryðjuverkamennirnir hafa sigrað ef við köllum átökin í Írak "borgarastríð"? Joe Scarborough - sem er hægrisinnaður þáttastjórnandi á NBC benti á fáránleika þessarar röksemdafærslu:
I think that's insane, that he's suggesting there that NBC is rooting for America to lose in Iraq. Bill O'Reilly has had questions about this war from the very beginning. Bill O'Reilly knows we're engaged in a civil war over there. I'm stunned. What is going on at Fox News? Why is Bill O'Reilly claiming that my network, NBC News, is rooting for terrorists? That's truly insulting to me.
O'Reilly er hins vegar ekki af baki dottinn - því hann er með nýja skýringu á því af hverju við ættum ekki að vera kippa okkur upp við ástandið í Írak, og af hverju það sé ekki ástæða til að kalla átökin "borgarastríð", því óöld, upplausn og fjöldamorð séu óaðskiljanlegur partur af menningu Íraka og annarra múslima:
So all of those things have combined. It's not a civil war as NBC News wants you to think. It has nothing to do with that. It has to do with a lot of bad guys going into an area and seizing the opportunity to create death and mayhem. And they're all Muslims, and they're doing what they do. They're killing each other. And they're killing Americans.
Fréttaskýrendur og blaðurmaskína repúblíkana í útvarpi og sjónvarpi virðist nefnilega vera að missa þolinmæðina þegar það kemur að Írak og Írökum, og það verður æ algengara að þeir segi sem svo að það sé engin leið til að koma á friði í Írak því írakar, múslimar og arabar séu hvort sem er allir blóðþyrstir villimenn sem viti ekkert skemmtilegra en að standa í bræðravígum. Ef "harðlínumenn" eins og O'Reilly eru byrjaðir að missa trúna á að stríðið geti unnist getur varla verið langt í að forsetinn þurfi að horfast í augu við raunveruleikann.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eftirfarandi er minnisblað Rumsfeld til Bush, dagsett 6. nóvember. New York Times birti minnisblaðið í heild sinni í morgun, og fylgir því eftir með umfjöllun. Minnisblaðið sýnir að Rumsfeld var búinn að gera sér grein fyrir því að stríðið væri svo gott sem tapað, og að það væri komið að því að forsetinn horfðist í augu við hversu ömurlegt ástandið væri. Það er sérstaklega athyglisvert að Rumsfeld telur það með verstu kostum í stöðunni að "stay the course" (Reyndar segir Rumsfeld "Continue on the current path", og orðhenglar repúblíkanaflokksins eru ábyggilega tilbúnir til þess að halda því fram að þar með hafi Rumsfeld ekki verið að gera lítið úr "stay the course" stefnu forsetans)
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Rumsfeld, en mér sýnist hugmyndir hans flestar benda í rétta átt. (Jú, að vísu hef ég alltaf dáðst að því hvernig Rumsfeld setur saman furðulegar opinberar yfirlýsingar um hluti eins og "the known unknowns, and the unknown unknwonws", en yfirlýsingum Rumsfeld hefur veirð líkt við existensíalískan skáldskap. Eftirfarandi eitt af betri ljóðum Rumsfeld, performerað 12 febrúar 2002, á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins:
- Reports that say, that something hasn't happened
- are always interesting to me,
- because as we know, there are known knowns;
- there are things we know we know.
- We also know there are known unknowns;
- that is to say, we know there are some things we do not know.
- But,
- there are also unknown unknowns the ones we don't know...
- we don't know.
Minnismiðinn er ekki alveg stórkostlegur skáldskapur, en sem sæmilega raunsannt og skynsamt mat á stöðu mála er hann hreint ekki svo slæmur! Rumsfeld vill ekki fjölga hermönnum (eins og McCain og forsetinn hafa viljað), heldur vill hann byrja að draga niður herstyrk Bandaríkjanna. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum repúblíkana við minnisblaði Rumsfeld. Það sama má segja um Lieberman - sem er einhverskonar repúblíkani, en hann sagði að minnisblaðið hefði verið "in many ways surprising", og er mjög undrandi á að Rumsfeld vilji ekki fjölga hermönnum í Írak.
I must say, that the one thing he doesnt raise as a possibility is to increase the number of our troops there even though theres very broad criticism of Rumsfeld for having had too few American troops in Iraq after Saddam Hussein was overthrown. That may well be a critical part of the problems that weve been having lately.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stuðningsmenn stríðsins snúa sig út úr því að Rumsfeld sé fylgjandi einhverskonar "cut and run-and/or-redeploy" stefnu.
Nov. 6, 2006
SUBJECT: Iraq Illustrative New Courses of Action
The situation in Iraq has been evolving, and U.S. forces have adjusted, over time, from major combat operations to counterterrorism, to counterinsurgency, to dealing with death squads and sectarian violence. In my view it is time for a major adjustment. Clearly, what U.S. forces are currently doing in Iraq is not working well enough or fast enough. Following is a range of options:
ILLUSTRATIVE OPTIONS
Above the Line: (Many of these options could and, in a number of cases, should be done in combination with others)
¶Publicly announce a set of benchmarks agreed to by the Iraqi Government and the U.S. political, economic and security goals to chart a path ahead for the Iraqi government and Iraqi people (to get them moving) and for the U.S. public (to reassure them that progress can and is being made).
¶Significantly increase U.S. trainers and embeds, and transfer more U.S. equipment to Iraqi Security forces (ISF), to further accelerate their capabilities by refocusing the assignment of some significant portion of the U.S. troops currently in Iraq.
¶Initiate a reverse embeds program, like the Korean Katusas, by putting one or more Iraqi soldiers with every U.S. and possibly Coalition squad, to improve our units language capabilities and cultural awareness and to give the Iraqis experience and training with professional U.S. troops.
¶Aggressively beef up the Iraqi MOD and MOI, and other Iraqi ministries critical to the success of the ISF the Iraqi Ministries of Finance, Planning, Health, Criminal Justice, Prisons, etc. by reaching out to U.S. military retirees and Reserve/National Guard volunteers (i.e., give up on trying to get other USG Departments to do it.)
¶Conduct an accelerated draw-down of U.S. bases. We have already reduced from 110 to 55 bases. Plan to get down to 10 to 15 bases by April 2007, and to 5 bases by July 2007.
¶Retain high-end SOF capability and necessary support structure to target Al Qaeda, death squads, and Iranians in Iraq, while drawing down all other Coalition forces, except those necessary to provide certain key enablers for the ISF.
¶Initiate an approach where U.S. forces provide security only for those provinces or cities that openly request U.S. help and that actively cooperate, with the stipulation being that unless they cooperate fully, U.S. forces would leave their province.
¶Stop rewarding bad behavior, as was done in Fallujah when they pushed in reconstruction funds, and start rewarding good behavior. Put our reconstruction efforts in those parts of Iraq that are behaving, and invest and create havens of opportunity to reward them for their good behavior. As the old saying goes, If you want more of something, reward it; if you want less of something, penalize it. No more reconstruction assistance in areas where there is violence.
¶Position substantial U.S. forces near the Iranian and Syrian borders to reduce infiltration and, importantly, reduce Iranian influence on the Iraqi Government.
¶Withdraw U.S. forces from vulnerable positions cities, patrolling, etc. and move U.S. forces to a Quick Reaction Force (QRF) status, operating from within Iraq and Kuwait, to be available when Iraqi security forces need assistance.
¶Begin modest withdrawals of U.S. and Coalition forces (start taking our hand off the bicycle seat), so Iraqis know they have to pull up their socks, step up and take responsibility for their country.
¶Provide money to key political and religious leaders (as Saddam Hussein did), to get them to help us get through this difficult period.
¶Initiate a massive program for unemployed youth. It would have to be run by U.S. forces, since no other organization could do it.
¶Announce that whatever new approach the U.S. decides on, the U.S. is doing so on a trial basis. This will give us the ability to readjust and move to another course, if necessary, and therefore not lose.
¶Recast the U.S. military mission and the U.S. goals (how we talk about them) go minimalist.
Below the Line (less attractive options):
¶Continue on the current path.
¶Move a large fraction of all U.S. Forces into Baghdad to attempt to control it.
¶Increase Brigade Combat Teams and U.S. forces in Iraq substantially.
¶Set a firm withdrawal date to leave. Declare that with Saddam gone and Iraq a sovereign nation, the Iraqi people can govern themselves. Tell Iran and Syria to stay out.
¶Assist in accelerating an aggressive federalism plan, moving towards three separate states Sunni, Shia, and Kurd.
¶Try a Dayton-like process
![]() |
Rumsfeld sendi forsetanum minnisblað um breytta stefnu gagnvart Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bush | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 2.12.2006
Repúblíkanar vilja eyða seinustu dögunum sem þeir sitja við völd í að æsa sig yfir kynlífi fólks
Það er eitthvað mjög grunsamlegt við hversu mikinn áhuga Repúblíkanar hafa á einkalífi og kynlífi fólks. Ef þeir eru ekki að æsa sig yfir því að sumt fólk sé samkynhneingt, (en þingmenn þeirra eða pólítíksir leiðtogar, eins og Mitt Romney, eða sjónvarpspredíkarar, hafa margir grunsamlega mikinn áhuga á samkynhneigð) þá eru þeir að æsa sig yfir því að gagnkynhneigt fólk stundi kynlíf. Reyndar eru repúblíkanar á því að það eigi enginn að stunda kynlíf, nema hann sé löglega giftur aðila af hinu kyninu. Og þá helst bara til að búa til börn. Og hananú!
Svo miklar áhyggjur hafa repúblíkanar af því að fólk sé að stunda kynlíf, að alríkisstjórnin ver árlega milljónum bandaríkjadala í að prómótera skirlífi! Á undanförnum árum hefur bandaríska alríkisstjórnin, undir hanldeiðslu Bush, veitt milljörðum íslenskra króna í auglýsingaherferðir meðal unglinga sem hvetja þau til þess að stunda ekki kynlíf og taka "skirlífisheit". Á sama tíma hefur verið dregið stórlega úr annarri kynfræðslu, og stjórnvöld lagst alveg sérstaklega gegn því að unglingum og ungmennum sé kennt að nota smokka eða aðrar getnaðarvarnir... enda smokkar alveg voðalega eitthvað ógeðslegir...?
Semsagt: Alríkisstjórnin vill ekki kenna unglingum að nota getnaðarvarnir, en heldur úti stórfelldum áróðri fyrir því að kynlíf sé bæði ljótt og dónalegt, og eigi alls ekki heima meðal siðaðs eða heiðarlegs fólks. Þetta eru þeir sannfærðir um að dragi úr samfélagslegri upplausn og hnignun siðgæðis. Enda vitað mál að kynlíf er ægileg siðgæðishnignun?
Það fyndnasta er að allar rannsóknir hafa sýnt að skirlífisáróður Bush stjórnarinnar hefur engin áhrif - unglingar stunda ekkert minna kynlíf þó þeir séu neyddir til að horfa á áróðursmyndbönd um skirlífi, eða ef skólasálfræðingurinn reynir að sannfæra þau um að kynlíf sé stórt no-no. Það sem verra er, unglingar sem fá enga menntun um notkun getnaðarvarna eru líklegri til að fá kynsjúkdóma en hinir. Eins og það segði sig ekki sjálft? (Reyndar hafa rannsóknir sýnt að skirlífisherferðir auki tíðni kynlífs hjá ungmennum!) En Bush stjórninni er svo mikið í mun að vernda þessi snilldarprógrömm að þeir hafa hvað eftir annað komið í veg fyrir að ríkisendurskoðun kanni fjárveitingar og stjórnsýslu tengda þessum skirlífisárðursherferðum, en skírlífisprógrömm stjórnarinnar hafa kostað skattgreiðendur 1 milljarð bandaríkjadala...
Og til þess að kóróna vitleysuna ætla repúblíkanar núna að veita milljónum bandaríkjadala í að reka áróður fyrir því að fullorðið fólk, þ.e. fólk á aldrinu 19-29 ára stundi ekki kynlíf utan hjónabands!
The government says the change is a clarification. But critics say it's a clear signal of a more directed policy targeting the sexual behavior of adults.
"They've stepped over the line of common sense," said James Wagoner, president of Advocates for Youth, a Washington, D.C.-based non-profit that supports sex education. "To be preaching abstinence when 90% of people are having sex is in essence to lose touch with reality. It's an ideological campaign. It has nothing to do with public health."
Abstinence education programs, which have focused on preteens and teens, teach that abstaining from sex is the only effective or acceptable method to prevent pregnancy or disease. They give no instruction on birth control or safe sex.
The National Center for Health Statistics says well over 90% of adults ages 20-29 have had sexual intercourse.
Þetta er auðvitað alvarlegt vandamál sem ríkið á að takast á við, og verja til þess almannafé!
For last year's state grants, Congress appropriated $50 million. A similar amount is expected for 2007, but the money has not yet been allocated, according to the Administration for Children and Families.
"I think the program should talk about the problem with out-of- wedlock childbearing not about your sex life," Brown says. "If you use contraception effectively and consistently, you will not be in the pool of out-of-wedlock births."
En getnaðarvarnir eru auðvitað bannaðar í þeirri skríngilegu, og satt best að segja frekar scary, veröld sem Bush og hans stuðningsmenn vilja búa í. Ástæðan er auðvitað einföld: það eru ekki kynsjúkdómar, einstæðar mæður eða óskilgetin börn sem þetta fólk hefur áhyggjur af. Repúblíkanaflokkurinn virðist raunverulega hafa áhyggjur af því að fólk 90% alls fólks skuli stunda kynlíf... Það hljóta að vakna spurningar hverskonar kynferðislega óra þingmenn og pólítískir leiðtogar repúblíkanaflokksins eru með. Hvað rekur fullorðið fólk til þess að vilja leggja milljarða króna í að banna öðru fullorðnu fólki að sofa saman?
M
Bush | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)