Repúblíkanar vilja eyða seinustu dögunum sem þeir sitja við völd í að æsa sig yfir kynlífi fólks

Kynlíf er BANNAÐ nema milli löglega giftra einstaklinga af gagnstæðu kyni.jpg

Það er eitthvað mjög grunsamlegt við hversu mikinn áhuga Repúblíkanar hafa á einkalífi og kynlífi fólks. Ef þeir eru ekki að æsa sig yfir því að sumt fólk sé samkynhneingt, (en þingmenn þeirra eða pólítíksir leiðtogar, eins og Mitt Romney, eða sjónvarpspredíkarar, hafa margir grunsamlega mikinn áhuga á samkynhneigð) þá eru þeir að æsa sig yfir því að gagnkynhneigt fólk stundi kynlíf. Reyndar eru repúblíkanar á því að það eigi enginn að stunda kynlíf, nema hann sé löglega giftur aðila af hinu kyninu. Og þá helst bara til að búa til börn. Og hananú!

Svo miklar áhyggjur hafa repúblíkanar af því að fólk sé að stunda kynlíf, að alríkisstjórnin ver árlega milljónum bandaríkjadala í að prómótera skirlífi! Á undanförnum árum hefur bandaríska alríkisstjórnin, undir hanldeiðslu Bush, veitt milljörðum íslenskra króna í auglýsingaherferðir meðal unglinga sem hvetja þau til þess að stunda ekki kynlíf og taka "skirlífisheit". Á sama tíma hefur verið dregið stórlega úr annarri kynfræðslu, og stjórnvöld lagst alveg sérstaklega gegn því að unglingum og ungmennum sé kennt að nota smokka eða aðrar getnaðarvarnir... enda smokkar alveg voðalega eitthvað ógeðslegir...?

Semsagt: Alríkisstjórnin vill ekki kenna unglingum að nota getnaðarvarnir, en heldur úti stórfelldum áróðri fyrir því að kynlíf sé bæði ljótt og dónalegt, og eigi alls ekki heima meðal siðaðs eða heiðarlegs fólks. Þetta eru þeir sannfærðir um að dragi úr samfélagslegri upplausn og hnignun siðgæðis. Enda vitað mál að kynlíf er ægileg siðgæðishnignun?

Það fyndnasta er að allar rannsóknir hafa sýnt að skirlífisáróður Bush stjórnarinnar hefur engin áhrif - unglingar stunda ekkert minna kynlíf þó þeir séu neyddir til að horfa á áróðursmyndbönd um skirlífi, eða ef skólasálfræðingurinn reynir að sannfæra þau um að kynlíf sé stórt no-no. Það sem verra er, unglingar sem fá enga menntun um notkun getnaðarvarna eru líklegri til að fá kynsjúkdóma en hinir. Eins og það segði sig ekki sjálft? (Reyndar hafa rannsóknir sýnt að skirlífisherferðir auki tíðni kynlífs hjá ungmennum!) En Bush stjórninni er svo mikið í mun að vernda þessi snilldarprógrömm að þeir hafa hvað eftir annað komið í veg fyrir að ríkisendurskoðun kanni fjárveitingar og stjórnsýslu tengda þessum skirlífisárðursherferðum, en skírlífisprógrömm stjórnarinnar hafa kostað skattgreiðendur 1 milljarð bandaríkjadala...

Og til þess að kóróna vitleysuna ætla repúblíkanar núna að veita milljónum bandaríkjadala í að reka áróður fyrir því að fullorðið fólk, þ.e. fólk á aldrinu 19-29 ára stundi ekki kynlíf utan hjónabands!

The government says the change is a clarification. But critics say it's a clear signal of a more directed policy targeting the sexual behavior of adults.

"They've stepped over the line of common sense," said James Wagoner, president of Advocates for Youth, a Washington, D.C.-based non-profit that supports sex education. "To be preaching abstinence when 90% of people are having sex is in essence to lose touch with reality. It's an ideological campaign. It has nothing to do with public health."

Abstinence education programs, which have focused on preteens and teens, teach that abstaining from sex is the only effective or acceptable method to prevent pregnancy or disease. They give no instruction on birth control or safe sex.

The National Center for Health Statistics says well over 90% of adults ages 20-29 have had sexual intercourse.

Þetta er auðvitað alvarlegt vandamál sem ríkið á að takast á við, og verja til þess almannafé!

For last year's state grants, Congress appropriated $50 million. A similar amount is expected for 2007, but the money has not yet been allocated, according to the Administration for Children and Families.

"I think the program should talk about the problem with out-of- wedlock childbearing — not about your sex life," Brown says. "If you use contraception effectively and consistently, you will not be in the pool of out-of-wedlock births."

En getnaðarvarnir eru auðvitað bannaðar í þeirri skríngilegu, og satt best að segja frekar scary, veröld sem Bush og hans stuðningsmenn vilja búa í. Ástæðan er auðvitað einföld: það eru ekki kynsjúkdómar, einstæðar mæður eða óskilgetin börn sem þetta fólk hefur áhyggjur af. Repúblíkanaflokkurinn virðist raunverulega hafa áhyggjur af því að fólk 90% alls fólks skuli stunda kynlíf... Það hljóta að vakna spurningar hverskonar kynferðislega óra þingmenn og pólítískir leiðtogar repúblíkanaflokksins eru með. Hvað rekur fullorðið fólk til þess að vilja leggja milljarða króna í að banna öðru fullorðnu fólki að sofa saman?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það má horfa á CSI, bera vopn, fara í stríð og drepa fólk... en það má ekki sýna standpínu, píku, eða sofa með þeim sem maður elskar...  Eg fatta þetta ekki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2006 kl. 11:52

2 Smámynd: FreedomFries

Þessi kylífsþráhyggjuhnútur sem sumir kjósendur repúblíkana virðast vera með er mjög skringilegur. Og það er eiginlega ömurlegast að menn eins og Dick Cheney - sem á samkynhneigða dóttur, eða Romney, sem studdi réttindi samkynhneigðra þar til hann ákvað að vilja verða forsetaframbjóðandi, skuli taka þátt í þessari vitleysu. Það skal nefnilega enginn segja mér að þeir haldi raunverulega að skirlífsprógrömmin skili árangri - þeri eru ekki það vitlausir! Þeim finnst bara allt í lagi að nota ríkisvaldi og peninga skattgreiðenda til að standa í intrusive og insulting brölti til þess að veiða atkvæði forpokaðra og móðursjúkra kjósenda sem halda að kynlíf sé eitthvað ægilega skelfilegt! Frekar sorglegt.

M

FreedomFries, 2.12.2006 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband