Ást repúblíkana og íhaldsmanna á orðaleikjum og merkingu orða

Glamúrshot af spjátrungnum George Will í teinóttum jakkafötum... Hann veit sko hvað orð þýða og þolir ekki ónákvæmni vinstrimanna í hugtakanotkun.jpg

Það er til merkis um algjört rökþrot þegar menn fara að rífast um merkingu orða. Og ef það er eitthvað að marka orðhengilshátt bandaríkjaforseta í Íraksmálum - en öll utanríkisstefna forsetans virðist nú snúast um hvað eigi að kalla stríðið í Írak, þ.e. að það sé ekki "borgarastríð", heldur eittvað allt allt annað. En það er ekki bara forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans sem þykjast vera betur máli farnir en aðrir, og vita betur hvað eigi að kalla hlutina. Repúblíkanaflokkurinn virðist fullur af kverúlöntum og litlum merkikertum í snyrtilegum jakkafötum sem halda að það sé legitimate rökræðutækni að skilgreina hugtök upp á nýtt og gagrýna andstæðinga sína fyrir að kunna ekki rétt mál, eða kalla ekki hlutina sínum "réttu nöfnum"...

Og nú beina íhaldsmenn spjótum sínum að rauðliðanum Webb: Um daginn lenti Jim Webb, nýkjörnum öldungadeildarþingmanni Virginíu, saman við George W. Bush, fertugasta og þriðja forseta Bandaríkjanna. Bush, sem ber ábyrgð á því að þúsundir bandarískra hermanna hafa fallið í misheppnaðri hernaðaraðgerð sem kom af stað "innanríkisátökum og upplausn" í Írak, spurði Webb "How's your Boy" - en sonur Webb er í Írak. Webb svaraði: "I'd like to get them out of Iraq, Mr. President", þ.e. Webb vill fá son sinn til baka frá Írak. En frekar en að segja eitthvað eins og "let us hope they can all return soon", eða "We must do everything we can to make sure that they succeed in their mission, and can return home soon", eða bara eitthvað kurteislegt, eitthvað sem sýndi að hann skildi að Webb ætti son sem væri í lífshættu, ákvað foresetinn að hreyta út úr sér: "That's not what I asked you, How's your boy?" Og þessu svaraði Webb: "That's between me and my boy, Mr. President" (sjá færslu mína um þessi samskifti þeirra hér.)

Það ætti að vera öllum ljóst hvor aðilinn sýndi hinum dónaskap, hvor kom fram af hroka og hvor ætlaðist til þess að embættisstaða sín kallaði fram undirlægjuhátt og smjaður... Ef ég ætti börn sem væru föst í tilangslausu borgarastríði einhverstaðar í eyðimörk hinum megin á hnettinum myndi ég líka vilja fá þau aftur, og ég skil mjög vel að Webb skuli hafa vogað sér að láta þá skoðun í ljós, þó forsetinn væri valdamikill og auðugur maður.

En bandarískir hægrimenn og fréttaskýrendur hafa aðrar skoðanir á þessum samskiftum. George F. Will á Washington Post skrifaði langa grein um "dónaskap" Webb gagnvart forsetanum. Samkvæmt Will er Webb nefnilega "a boor". Í frásögn Will urðu samskifti þeirra tveggja þannig:

When Bush asked Webb, whose son is a Marine in Iraq, "How's your boy?" Webb replied, "I'd like to get them [sic] out of Iraq." When the president again asked "How's your boy?" Webb replied, "That's between me and my boy." ... Webb certainly has conveyed what he is: a boor. Never mind the patent disrespect for the presidency. Webb's more gross offense was calculated rudeness toward another human being -- one who, disregarding many hard things Webb had said about him during the campaign, asked a civil and caring question, as one parent to another.

Til þess að ná fram réttum áhrifum sleppir Will snúðugu svari forsetans, og sleppir því að Webb ávarpaði forsetann "mr. President". Hvað sem því líður þykist Will vera búinn að sanna að Webb sé dóni, sem ekki þurfi að taka alvarlega. Hér birtist hugmynd margra afturhalds-íhaldsmanna um kurteisi og helgi stofnana og nauðsyn þess að menn bukti sig og beygi frammi fyrir sér hærra settum embættismönnum. Bændadurgar eins og Webb eiga að sýna sýslumanninum virðingu, jafnvel þó sýslumaðurinn sé getulaus auli sem hafi sólundað sveitasjóðinum, steypt sveitinni í skuldir, sendi börn bænda út í opinn dauðann og neiti að viðurkenna að hann hafi gert nein mistök?

En þessi ímyndaða ókurteisi er ekki alvarlegasti glæpur Webb. Nei. Helsti glæpur hans er nefnilega að "[he] has become a pompous poseur and an abuser of the English language before actually becoming a senator", og máli sínu til stuðnings vitnar Will í grein sem Webb skrifaði í Wall Street Journal (sjá fyrri færslu mína um þá grein hér).

Umfjöllun Will um Webb er áhugaverð, því í henni birtast nokkur af uppáhalds rökræðutækjum margra repúblíkana og íhaldsmanna. Útúrsnúningar eru auðvitað eftstir á lista, enda byrjar Will grein sína á að þeim. Þvínæst er orðhengilsháttur. Will vitnar í grein Webb. Webb hafði skrifað:

"The most important -- and unfortunately the least debated -- issue in politics today is our society's steady drift toward a class-based system, the likes of which we have not seen since the 19th century. America's top tier has grown infinitely richer and more removed over the past 25 years. It is not unfair to say that they are literally living in a different country."

Þessu svarar Will þannig:

Never mind Webb's careless and absurd assertion that the nation's incessantly discussed wealth gap is "the least debated" issue in American politics.

In his novels and his political commentary, Webb has been a writer of genuine distinction, using language with care and precision. But just days after winning an election, he was turning out slapdash prose that would be rejected by a reasonably demanding high school teacher.

Það er semsagt prósinn sem er ekki nógu góður? Og hvað er það sem Will mislíkar? Notkun Webb á orðinu "literally". Webb segir að hinir ríkustu lifi "bókstaflega" á annarri öld en almenningur. Það er vissulega rétt að Webb hefði átt að segja "figuratively" eða eitthvað álíka, en raunveruleikinn er engu að síður hinn sami, og Webb lýsir hlutunum eins og þeir birtast almenningi, þ.e. venjulegu fólki sem þarf að hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum en hvort forsetinn hafi verið ávarpaður af tilhlýðlegri virðingu og hvort þingmenn séu nógu vel máli farnir og noti réttar myndlíkingar. Það sama gildir um stríðsátökin í Írak. 68% allra Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að það sé borgarastríð í Írak, og allir fréttaskýrendur eru sömu skoðunar, þó sumir noti enn orðalag stjórnarinnar, af "virðingu við forsetaembættið", eða eitthvað álíka gáfulegt. Það getur varla skift miklu að íbúum Írak og öllum fræðimönnum sem fjalla um Mið Austurlönd eða borgarastríð séu þeirrar skoðunar að átökin séu borgarastríð?

Eftir að þeir töpuðu kosningunum virðast repúblíkanar ekki treysta sér til annars en að rífast um orð og orðanotkun... En það er rétt að rifja það upp að Jim Webb sigraði frambjóðanda repúblíkana George "Macaca" Allen, eftir að sá síðarnefndi kom upp um hverskonar orðaforða hann hefði. Allen reyndi líka að snúa sig út úr því vandamáli með því að reyna að endurskilgreina og búa til ný orð.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband