Átökin í Írak ekki borgarastríð - bara múslimar að hegða sér eins og múslímum er vant

Og þetta er ekki maískólfur, heldur mörg ósoðin maískorn samankomin á einum kólfi.jpg

Fox News hefur ákveðið að óöldin og almennt upplausnarástand sem ríkir í Írak sé ekki borgarastríð, enda hefur orðskilgreiningrráðuneyti flokksins ekki gefið út fyrirskipun þaraðlútandi. Það sem er merkilegt við þessa ákvörðun Fox er heiðarleiki þeirra um ástæðurnar. Fox reynir nefnilega ekki að skýla sér á bak við málfræði og nákvæmin í hugtakanotkun, heldur viðurkenna þeir að ástæðan sé sú að hugtakið "borgarastríð" gefi til kynna að utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar hafi mistekist:

...some are using the term civil war to indicate failure, not inside Iraq, but on U.S. policy in Iraq. We’re unwilling to fall into that tender trap.

Ef innrásin hleypti af borgarastríði þýðir það að "operation enduring freedom" misheppnaðist: markmið allrar utanríkisstefnu ný-íhaldsmannanna sem studdu innrásina var að opna mið-austurlönd fyrir vindum lýðræðis og gera Írak að lýðræðislegu réttarríki og einhverskonar beachhead fyrir vestrænt lýðræði í þessum heimshluta. Árangurinn hefur hins vegar orðið sá að ástandið í Miðausturlöndum er ótryggara en nokkru sinni fyrr, enda hafa bandamenn Bandaríkjanna orðið miklar áhyggjur af því að óöldin í Írak breiðist út. En það er ennþá hægt að skýla áhorfendum Fox við þessum óþægilega sannleika. Það fyndnasta er að starfsmenn Fox virðast sjá sjálfa sig sem einhverskonar síðustu víglínu frelsisins og Bandaríkjanna í stríði við hryðjuverkamenn og "the surrender monkeys" sem vinna fyrir aðra fréttamiðla:

Þann 28 nóvember sagði Bill O'Reilly í útvarpsþætti sínum:

NBC News has declared that there is indeed a civil war in Iraq. Now, that's not shocking because NBC is the most aggressive anti-Bush network these days, as they have made a calculated effort to woo left-wing viewers. The question is, is NBC wrong about Iraq? The answer is, yes. Of course, the American media is not helping anyone by oversimplifying the situation and rooting for the USA to lose in Iraq. And that is what some media people are doing.

Hryðjuverkamennirnir hafa sigrað ef við köllum átökin í Írak "borgarastríð"? Joe Scarborough - sem er hægrisinnaður þáttastjórnandi á NBC benti á fáránleika þessarar röksemdafærslu:

I think that's insane, that he's suggesting there that NBC is rooting for America to lose in Iraq. Bill O'Reilly has had questions about this war from the very beginning. Bill O'Reilly knows we're engaged in a civil war over there. I'm stunned. What is going on at Fox News? Why is Bill O'Reilly claiming that my network, NBC News, is rooting for terrorists? That's truly insulting to me.

O'Reilly er hins vegar ekki af baki dottinn - því hann er með nýja skýringu á því af hverju við ættum ekki að vera kippa okkur upp við ástandið í Írak, og af hverju það sé ekki ástæða til að kalla átökin "borgarastríð", því óöld, upplausn og fjöldamorð séu óaðskiljanlegur partur af menningu Íraka og annarra múslima:

So all of those things have combined. It's not a civil war as NBC News wants you to think. It has nothing to do with that. It has to do with a lot of bad guys going into an area and seizing the opportunity to create death and mayhem. And they're all Muslims, and they're doing what they do. They're killing each other. And they're killing Americans.

Fréttaskýrendur og blaðurmaskína repúblíkana í útvarpi og sjónvarpi virðist nefnilega vera að missa þolinmæðina þegar það kemur að Írak og Írökum, og það verður æ algengara að þeir segi sem svo að það sé engin leið til að koma á friði í Írak því írakar, múslimar og arabar séu hvort sem er allir blóðþyrstir villimenn sem viti ekkert skemmtilegra en að standa í bræðravígum. Ef "harðlínumenn" eins og O'Reilly eru byrjaðir að missa trúna á að stríðið geti unnist getur varla verið langt í að forsetinn þurfi að horfast í augu við raunveruleikann.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Ég verð kominn heim fyrir næstu kosningar, en það er búið að vera stórskemmtilegt að búa hérna undir The Bush Regime. Það verður auðvitað súrt að geta ekki lengur fylgst með þessu first hand, en veraldarvefirnir ná víst alla leið til Íslands, svo ég get kannski lesið netið þó ég sé fluttur aftur í Þingholtin!

Magnús

FreedomFries, 4.12.2006 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband