Tony Snow neitar að segja hvort Bandaríkin séu að vinna stríðið í Írak

Hvaða leiki ætli Tony Snow vilji þá leika?.jpg

Opinber lína bandaríkjastjórnar hefur verið sú að bandaríkin væru að vinna stríðið í Írak. Þegar forsetinn hefur verið spurður hvort hann telji að Bandaríkin séu að vinna hefur svarið alltaf verið afdráttarlaust "já." Aðrir hafa reynt að svara loðnar. Til dæmis lýst Robert Gates því yfir fyrir tveimur vikum þegar þingið samþykkti tilnefningu hans sem varnarmálaráðherra að bandaríkin væru ekki að vinna - þó hann legði ekki í að segja hreint út að þau væru að, eða búin að, tapa.

Asked by Sen. Carl Levin, D-Mich., if the United States was winning the war, Gates said simply, "No, sir." He returned after a break to clarify that he was referring to the broader goals in Iraq and did not mean to suggest that American soldiers were losing the military battles.

Þó margir aðrir, nú síðast Colin Powell, hafi lýst því yfir að bandaríkin væru búin að tapa stríðinu í Írak, og að það þjónaði engum tilgangi að berja höfðinu við steininn, eru það auðvitað stórfréttir að varnarmálaráðherra Bush sé þessarar skoðunar. Hvíta húsið hefur nefnilega fundið sig knúið til að hanga í þeirri sjálfsblekkingu að allt væri í himnalagi í Írak. Það vakti því athygli að Tony Snow, talsmaður forsetans, skuli neita að segja hvort forsetinn trúi því ennþá að stríðið sé að vinnast:

“I’m not playing the game any more,” Snow said at a White House briefing. “It’s one of those things where you end up … trying to summarize a complex situation with a single word or gerund or even a participle. And the fact is that what you really need to do is to take a look at the situation and understand that it is vital to win; by winning, that means to have an independent Iraq that really does stand on its own, is a democratic and free state that supports us in the war on terror.

Asked if Bush, as he said in October, continues to believe the U.S. is winning, Snow said, “I think at this point it ceases to be fruitful to jump into this.”

“What is happening is we are going to win and that we need to find better ways of dealing with the sectarian problem,” he said.

Það er tvennt merkilegt við þetta svar Snow: Í fyrsta lagi er það "leikur" að vilja fá svör frá forsetanum um hvort hann telji að stríð, sem kostar skattgreiðendur milljarða og þúsundir mannslífa, skuli vera að vinnast. Snow finnst spurningin um hvort stríðið sé tapað eða unni semsagt vera orðaleikur - svona eins og það er orðaleikur hvort það sé borgarastríð eða ekki í Írak. Í öðru lagi er að svarið er "við ætlum að vinna" - einhverntímann, þegar við erum búin að finna lausnir á "the sectarian problem". Sem er nokkurnveginn það sama og að segja: við ætlum að vinna þegar við erum búin að finna hvernig við getum unnið...

Þessi nýjasti orðaleikur Hvítahússins kemur á hælana á nýrri könnun CNN sem sýnir að stuðningur við forsetann og utanríkisstefnu hans er minni en nokkru sinni fyrr:

- stuðningur við "Bush's handling of the Iraq conflict" er nú 28% var 34% í síðustu könnun, og 70% segjast óánægð eða mjög óánægð með hvernig forsetinn hefur rekið stríðið.
- "job approval" 36%, meðan 62% eru óánægð eða mjög óánægð með frammistöðu Bush í starfi.

Miðað við hversu fáir hafa hina minnstu trú á forsetanum er ekki nema von að menn séu farnir að spyrja sig: er honum kannski algjörlega sama?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll (höfundur). Ekki það að ég sé ósammála en gersit þú ekki pínulítið sekur um sama orðhengilshátt og þú hefur (réttilega) gagnrýnt á  þessari  síðu? "er það "leikur" að vilja fá svör " Mig grunar að þetta hafi ekki verið sagt í beint þessari merkingu því þetta nokkuð algeng orðnotkun um hluti sem ekki eru leikir. Hitt er samt víst að B.N.A eru búin að skíta upp á herðar sér í íraksmálum (og jú fleiri málum líka).

Ásgeir Bergmann (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 19:07

2 Smámynd: FreedomFries

Hmmm... auðvitað er ég einhverskonar orðhengill sjálfur að vera að velta mér upp úr orðhengilshætti og útúrsnúningum annarra! Takes one to know one, eins og þar stendur... En punkturinn stendur líka, held ég: Blaðamaðurinn spurði Snow hver afstaða hans og hvíta hússins væri til ummæala Powell að stríðið væri tapað: er stríðið tapað eða erum við að vinna, er forsetinn ennþá sömu skoðunar, og Snow svaraði að hann væri hættur að "leika þann leik", þ.e. svara því hvort hann og forsetinn tryðu því að stríðið væri að vinnast.

Allt þetta Íraksstríð, allavegana eins og það er háð í bandarískum fjölmiðlum, snýst um orð og orðalag - og forsetinn hefur ákveðið að hörfa út úr raunveruleikanum og víggirða þess í stað hugtök, hugmyndir og slagorð (t.d. "stay the course") Þess vegna hafa bandarískir blaðamenn þeim mun meiri áhuga á orðanotkun forsetans og Snow. Samhengið var þetta:

Q Can I just come back to Powell one more time? Just to be clear, one of the points of disagreement, we are losing, you disagree with that?

MR. SNOW: Again, the President has said before that we are winning. Look, what Colin Powell is saying, we’re not winning, so therefore we must be losing, and then he says, all is not lost. So I’m just — I’m not going to get — what I am saying is that we will win and we have to win, and that’s the most important — that’s the most –

Q You’re not disagreeing with him?

MR. SNOW: I’m just — I’m not playing the game anymore. ...

Mér fannst fyndið að Snow skuli líta á þetta sem "leik" - því ég kannast ekki við að það sé almennt viðtekið orðalag í bandarískri stjórnmálaumræðu að alvarlegar spurningar um stríð, líf og dauða séu einhverskonar "games" sem séu "played" af blaðafulltrúum.

Takk fyrir athugasemdina - ég tók ekki eftir því að það vantaði tengil á ummæli Snow fyrr en ég las þessa athugasemd þína - ég er búinn að uppfæra færsluna núna. Og að lokum - "Höfundur" er Magnús Sveinn Helgason - eins og kemur fram til hliðar undur "um höfundinn". Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 19.12.2006 kl. 19:38

3 identicon

Blessaður Magnús,

Takk fyrir skrifin, vissulega þarf einn til að þekkja einn. Þess vegna hef ég gaman af skrifum þínum. Get víst hent mig í sama gálga stundum. Varðandi "Sæll (höfundur)" þá hafði ég á tifinningunni að penninn væri karlkyns en til að fríja mig þá titlaði ég þetta á karlyns orðið höfundur, hafði nefnileg ekki rekið augunn í tengillnn hér til hliðar heldur aðeins séð hlekkinn efst á hliðarstikunni merkt "Höfundur" og þar gat ég lítið séð um kyn né nafn höfundar : ) ( Nema á að giska Allium Cepa, en það hefði gert þig að best skrifandi rauðlauk í heimi.)

Ásgeir Bergmann (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 20:56

4 Smámynd: FreedomFries

Það eru líka franskar á myndinni - að vísu sjást þær ekki vel, en eru þarna samt. Þetta er detail úr ljósmynd af hamborgargerð. Ég valdi hana vegna þess að mér fannst þetta vera falleg ljósmynd. Bæði litirnir og formin. Og laukur er merkileg jurt.

Það gleður mig að þú skulir hafa gaman af þessu - og þú mátt endilega láta heyra í þér á kommentakerfinu!

Magnús

FreedomFries, 20.12.2006 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband