Færsluflokkur: Bush
Það er til merkis um algjört rökþrot þegar menn fara að rífast um merkingu orða. Og ef það er eitthvað að marka orðhengilshátt bandaríkjaforseta í Íraksmálum - en öll utanríkisstefna forsetans virðist nú snúast um hvað eigi að kalla stríðið í Írak, þ.e. að það sé ekki "borgarastríð", heldur eittvað allt allt annað. En það er ekki bara forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans sem þykjast vera betur máli farnir en aðrir, og vita betur hvað eigi að kalla hlutina. Repúblíkanaflokkurinn virðist fullur af kverúlöntum og litlum merkikertum í snyrtilegum jakkafötum sem halda að það sé legitimate rökræðutækni að skilgreina hugtök upp á nýtt og gagrýna andstæðinga sína fyrir að kunna ekki rétt mál, eða kalla ekki hlutina sínum "réttu nöfnum"...
Og nú beina íhaldsmenn spjótum sínum að rauðliðanum Webb: Um daginn lenti Jim Webb, nýkjörnum öldungadeildarþingmanni Virginíu, saman við George W. Bush, fertugasta og þriðja forseta Bandaríkjanna. Bush, sem ber ábyrgð á því að þúsundir bandarískra hermanna hafa fallið í misheppnaðri hernaðaraðgerð sem kom af stað "innanríkisátökum og upplausn" í Írak, spurði Webb "How's your Boy" - en sonur Webb er í Írak. Webb svaraði: "I'd like to get them out of Iraq, Mr. President", þ.e. Webb vill fá son sinn til baka frá Írak. En frekar en að segja eitthvað eins og "let us hope they can all return soon", eða "We must do everything we can to make sure that they succeed in their mission, and can return home soon", eða bara eitthvað kurteislegt, eitthvað sem sýndi að hann skildi að Webb ætti son sem væri í lífshættu, ákvað foresetinn að hreyta út úr sér: "That's not what I asked you, How's your boy?" Og þessu svaraði Webb: "That's between me and my boy, Mr. President" (sjá færslu mína um þessi samskifti þeirra hér.)
Það ætti að vera öllum ljóst hvor aðilinn sýndi hinum dónaskap, hvor kom fram af hroka og hvor ætlaðist til þess að embættisstaða sín kallaði fram undirlægjuhátt og smjaður... Ef ég ætti börn sem væru föst í tilangslausu borgarastríði einhverstaðar í eyðimörk hinum megin á hnettinum myndi ég líka vilja fá þau aftur, og ég skil mjög vel að Webb skuli hafa vogað sér að láta þá skoðun í ljós, þó forsetinn væri valdamikill og auðugur maður.
En bandarískir hægrimenn og fréttaskýrendur hafa aðrar skoðanir á þessum samskiftum. George F. Will á Washington Post skrifaði langa grein um "dónaskap" Webb gagnvart forsetanum. Samkvæmt Will er Webb nefnilega "a boor". Í frásögn Will urðu samskifti þeirra tveggja þannig:
When Bush asked Webb, whose son is a Marine in Iraq, "How's your boy?" Webb replied, "I'd like to get them [sic] out of Iraq." When the president again asked "How's your boy?" Webb replied, "That's between me and my boy." ... Webb certainly has conveyed what he is: a boor. Never mind the patent disrespect for the presidency. Webb's more gross offense was calculated rudeness toward another human being -- one who, disregarding many hard things Webb had said about him during the campaign, asked a civil and caring question, as one parent to another.
Til þess að ná fram réttum áhrifum sleppir Will snúðugu svari forsetans, og sleppir því að Webb ávarpaði forsetann "mr. President". Hvað sem því líður þykist Will vera búinn að sanna að Webb sé dóni, sem ekki þurfi að taka alvarlega. Hér birtist hugmynd margra afturhalds-íhaldsmanna um kurteisi og helgi stofnana og nauðsyn þess að menn bukti sig og beygi frammi fyrir sér hærra settum embættismönnum. Bændadurgar eins og Webb eiga að sýna sýslumanninum virðingu, jafnvel þó sýslumaðurinn sé getulaus auli sem hafi sólundað sveitasjóðinum, steypt sveitinni í skuldir, sendi börn bænda út í opinn dauðann og neiti að viðurkenna að hann hafi gert nein mistök?
En þessi ímyndaða ókurteisi er ekki alvarlegasti glæpur Webb. Nei. Helsti glæpur hans er nefnilega að "[he] has become a pompous poseur and an abuser of the English language before actually becoming a senator", og máli sínu til stuðnings vitnar Will í grein sem Webb skrifaði í Wall Street Journal (sjá fyrri færslu mína um þá grein hér).
Umfjöllun Will um Webb er áhugaverð, því í henni birtast nokkur af uppáhalds rökræðutækjum margra repúblíkana og íhaldsmanna. Útúrsnúningar eru auðvitað eftstir á lista, enda byrjar Will grein sína á að þeim. Þvínæst er orðhengilsháttur. Will vitnar í grein Webb. Webb hafði skrifað:
"The most important -- and unfortunately the least debated -- issue in politics today is our society's steady drift toward a class-based system, the likes of which we have not seen since the 19th century. America's top tier has grown infinitely richer and more removed over the past 25 years. It is not unfair to say that they are literally living in a different country."
Þessu svarar Will þannig:
Never mind Webb's careless and absurd assertion that the nation's incessantly discussed wealth gap is "the least debated" issue in American politics.
In his novels and his political commentary, Webb has been a writer of genuine distinction, using language with care and precision. But just days after winning an election, he was turning out slapdash prose that would be rejected by a reasonably demanding high school teacher.
Það er semsagt prósinn sem er ekki nógu góður? Og hvað er það sem Will mislíkar? Notkun Webb á orðinu "literally". Webb segir að hinir ríkustu lifi "bókstaflega" á annarri öld en almenningur. Það er vissulega rétt að Webb hefði átt að segja "figuratively" eða eitthvað álíka, en raunveruleikinn er engu að síður hinn sami, og Webb lýsir hlutunum eins og þeir birtast almenningi, þ.e. venjulegu fólki sem þarf að hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum en hvort forsetinn hafi verið ávarpaður af tilhlýðlegri virðingu og hvort þingmenn séu nógu vel máli farnir og noti réttar myndlíkingar. Það sama gildir um stríðsátökin í Írak. 68% allra Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að það sé borgarastríð í Írak, og allir fréttaskýrendur eru sömu skoðunar, þó sumir noti enn orðalag stjórnarinnar, af "virðingu við forsetaembættið", eða eitthvað álíka gáfulegt. Það getur varla skift miklu að íbúum Írak og öllum fræðimönnum sem fjalla um Mið Austurlönd eða borgarastríð séu þeirrar skoðunar að átökin séu borgarastríð?
Eftir að þeir töpuðu kosningunum virðast repúblíkanar ekki treysta sér til annars en að rífast um orð og orðanotkun... En það er rétt að rifja það upp að Jim Webb sigraði frambjóðanda repúblíkana George "Macaca" Allen, eftir að sá síðarnefndi kom upp um hverskonar orðaforða hann hefði. Allen reyndi líka að snúa sig út úr því vandamáli með því að reyna að endurskilgreina og búa til ný orð.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 30.11.2006
Kjósendur Bush líklegri til að þjást af geðröskunum og ranghugmyndum, líka verr upplýstir, samkvæmt nýrri rannsókn
Þetta gæti skýrt margt... Margir vinstrimenn hafa reyndar haldið fram svipuðum kenningum undanfarin ár, en því miður er erfitt að sýna fram á svonalagað með vísindalegum hætti. Þartil einhverjum uppátækjasömum MA nema við ríkisháskóla Connecticut (þ.e. Southern Connecticut State University) datt í hug að gera könnun á skoðunum geðsjúklinga í kosningunum 2004. Þá kom í ljós að því verri ranghugmyndir og geðröskunin var, því líklegri var sjúklingurinn til að kjósa Bush...
Lohses study, backed by SCSU Psychology professor Jaak Rakfeldt and statistician Misty Ginacola, found a correlation between the severity of a persons psychosis and their preferences for president: The more psychotic the voter, the more likely they were to vote for Bush.
Our study shows that psychotic patients prefer an authoritative leader, Lohse says. If your world is very mixed up, theres something very comforting about someone telling you, This is how its going to be.
Samkvæmt könnuninni voru geðsjúklingar sem kusu Bush líka verr upplýstir en geðsjúklingar sem kusu Kerry:
Bush supporters had significantly less knowledge about current issues, government and politics than those who supported Kerry, the study says.
Samskonar niðurstöður hafa fengist í eldri könnunum - t.d. voru kjósendur sem þjáðust af órum og ranghugmyndum hrifnari af Nixon í kosningunum 1972, en í því tilfelli er sennilega rétt að segja að líkur sæki líkan heim?
Ég hef heyrt af rannsóknum á því hversu vel upplýstir áhorfendur Fox, og stuðningsmann forsetans eru, og þær kannanir hafa allar komist að sömu niðurstöðu: Því verr upplýst fólk er, og því minna sem það veit um gang heimsmálanna, þeim mun líklegra er það til að vera sannfært um að Bush hafi staðið sig vel í starfi. Þetta með tengslin milli geðröskunar og stuðnings við forsetann eru hins vegar nýjar fréttir - en eftir að hafa hlustað á AM Talk radio, og þó sérstaklega Michael Savage í nokkur ár, held ég að það geti vel staðist, því ég er ekki viss um að ég myndi þora að vera í sama herbergi og helmingurinn af þeim vitfirringum sem hringja í "the Savage nation".
M
Bush | Breytt s.d. kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 29.11.2006
Bush sleppur naumlega við að fá kjaftshögg frá Jim Webb!
Jim Webb er uppáhalds öldungadeildarþingmaður minn! Eftir kosningarnar var Webb útnefndur af fréttaskýrendum "íhaldssamur" demokrati, og átti að vera helsta sönnun þess að demokrataflokkurinn hefði unnið kosningarnar með því að tefla fram íhaldssömum frambjóðendum. Svo kom Webb út úr skápnum í Wall Street Journal með því að skrifa grein undir titlinum "Stéttabarátta" þar sem hann kallaði bandaríska alþýðu, verkamenn og bændur, til vopna í baráttunni gegn óréttlátri skiptingu auðæfa.
En Webb er ekki bara einhverskonar varhugaverður rauðliði - hann er líka það skapstór að hann þarf að taka á sér öllum til að lenda ekki i slagsmálum við forsetann!!
Forsaga málsins er sú að Bush bauð öllum nýjum þingmönnum í hátíðlega móttöku í Hvíta húsinu, og af einskærri kurteisi spurði forsetinn Webb hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak. Webb er fyrrverandi landgönguliði og sonur hans er líka í landgönguliðinu og er Írak að reyna að komast hjá því að vera sprengdur í loft upp í borgarastríði Íraka, nei, ég meina "The ongoing scuffle between sectarian groups". Webb líkaði ekki tónninn í rödd forsetans, og forsetinn varð snúðugur:
Bush asked Webb how his son, a Marine lance corporal serving in Iraq, was doing.
Webb responded that he really wanted to see his son brought back home, said a person who heard about the exchange from Webb.
I didnt ask you that, I asked how hes doing, Bush retorted, according to the source.
Webb confessed that he was so angered by this that he was tempted to slug the commander-in-chief, reported the source, but of course didnt. Its safe to say, however, that Bush and Webb wont be taking any overseas trips together anytime soon.
Jim did have a conversation with Bush at that dinner, said Webbs spokeswoman Kristian Denny Todd. Basically, he asked about Jims son, Jim expressed the fact that he wanted to have him home. Todd did not want to escalate matters by commenting on Bushs response, saying, It was a private conversation.
A White House spokeswoman declined to give Bushs version of the conversation.
Þessi frásögn er úr The Hill - sem yfirliett er með langsamlega skemmtilegustu lýsingarnar á bandarísku þínglífi. The Washington Post er með nánast sömu útgáfu af samskiptum þeirra Bush og Webb, sleppir því að Webb hafi viljað kýla Bush, en staðfestir að forsetinn virðist hafa fyrrst við þegar Webb lét í ljós áhyggjur af lífi og limum sonar síns! Meðan dætur Bush eru í Argentínu, í svo miklu partýstuði að sendiráð Bandaríkjanna í Buenos Aires hefur beðið þær vinsamlegast að róa sig niður, er sonur Webb í Írak. Washington Post bætir við að Webb neiti að láta taka ljósmyndir af sér og forsetanum saman:
How's your boy?" Bush asked, referring to Webb's son, a Marine serving in Iraq.
"I'd like to get them out of Iraq, Mr. President," Webb responded, echoing a campaign theme.
"That's not what I asked you," Bush said. "How's your boy?"
"That's between me and my boy, Mr. President," Webb said coldly, ending the conversation on the State Floor of the East Wing of the White House...
"I'm not particularly interested in having a picture of me and George W. Bush on my wall," Webb said in an interview yesterday in which he confirmed the exchange between him and Bush. "No offense to the institution of the presidency." ...
In the days after the election, Webb's Democratic colleagues on Capitol Hill went out of their way to make nice with Bush and be seen by his side. ... Not Webb, who said he tried to avoid a confrontation with Bush at the White House reception but did not shy away from one when the president approached.
The White House declined to discuss the encounter.
Webb er nefnilega alvöru karlmenni - ekki þykjustukúreki eins og Macaca Allen og George W. Bush, fertugasti og þriðji forseti Bandaríkjanna...
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fram til þessa hafa bandaríksir fjölmiðlar verið ófáanlegir til að kalla ástandið í Írak "borgarastríð". Ástæðan er auðvitað sú að það hefur verið opinber lína Hvíta hússins og forsetans að ástandið í Írak sé stöðugt að batna, að ástandið sé alls ekki svo slæmt, og að Bandaríkjaher sé "making progress". Einverra hluta vegna virðast margir bandarískir hægirmenn nefnilega hafa bitið það í sig að ef þeir viðurkenna að ílla undirbúin innrás bandaríkjahers hafi hleypt af stað borgarastríði þá sé "operation enduring freedom (or chaos and mayhem)" tapað spil... Grundvallaratriði "faith based" utanríkispólítík forsetans og stuðningsmanna hans virðist nefnliega vera að afneita raunveruleikanum.
Fjölmiðlar hafa verið tilbúnir til að fylgja þessari línu fram til þessa, og fyrir vikið hefur öll umræða um stríðið í Írak og bandaríska utanríkispólítík verið hálf marklaus - það gefur auga leið að það er ekki hægt að ræða hluti af neinu viti nema þeir séu kallaðir sínum réttu nöfnum. Það er þess vegna stórmerkilegt að bæði MSNBC og NBC skuli hafa ákveðið að kalla ástandið í Írak "borgarastríð":
The news from Iraq is becoming grimmer every day. Over the long holiday weekend bombings killed more than 200 people in a Shiite neighborhood in Baghdad. And six Sunni men were doused with kerosene and burned alive. Shiite muslims are the majority, but Sunnis like Saddam Hussein ruled that country until the war. Now, the battle between Shiites and Sunnis has created a civil war in Iraq. Beginning this morning, MSNBC will refer to the fighting in Iraq as a civil war a phrase the White House continues to resist. But after careful thought, MSNBC and NBC News decided over the weekend, the terminology is appropriate, as armed militarized factions fight for their own political agendas. Well have a lots more on the situation in Iraq and the decision to use the phrase, civil war.
Bandarísk dagblöð hafa gælt við hugtakið borgarastríð í nokkurn tíma - en um helgina fjallaði LA Times um "Iraq's Civil War" frekar en að tala um að ástandið "stefndi í að verða" eða "líktist" eða eitthvað álíka loðið. Í New York Times í morgun var frábær grein um pólítískan vandræðaganginn í kringum hugtakið borgarastríð, en þar kom fram að nánast allir sérfræðingar í málefnum mið-austurlanda, fræðimenn sem hafa fjallað um borgarastríð og sérfræðingar i utanríkismálum hafi fyrir löngu verið búnir að sannfærast um að það væri borgarastríð í Írak.
Ég skil reyndar ekki af hverju Bush og Repúblíkanaflokkurinn tekur því ekki fegins hendi að bandaríkjaher í Írak sé að fást við borgarastrið - frekar en einhverskonar "insurgency" eða "sectarian violence". Það hlýtur að vera auðveldara að halda því fram að upplausnarástandið sé írökum sjálfum að kenna - þeir séu jú uppteknir við sitt eigið borgarastríð, sem komi veru Bandaríkjahers í sjálfu sér lítið við. Ef bandaríkjaher er hins vegar að berjast við "insurgents" og "foreign fighters", "elements of Al-Qaeda" eða allra handa íslamófasista í Írak er upplausnarástandið augljóslega að miklu leyti á ábyrgð Bandaríkjahers, því í slíku stríði er bandaríkjaher annar aðal deiluaðilinn. Í borgarastríði er Bandaríkjaher hins vegar frekar áhorfandi - því borgarastríð er jú, samkvæmt skilgreiningu, stríð milli borgara sama ríkis.
Með því að skilgreina stríðið í Írak sem borgarastríð er líka auðveldara fyrir repúblíkana að styðja brottflutning hersins frá Írak án þess að viðurkenna uppgjöf - meðan stríðið í Írak er fyrst og fremst barátta við "insurgents" og terrorista myndi brottflutningur bandaríkjahers auðvitað vera uppgjöf. En ef stríðið í írak er borgarastríð er brottflutning bandaríkjahers "tactical redeployment".
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhverra hluta vegna halda margir hægrimenn að þeir þurfi að vera fullir fyrirlitningar á umhverfisvernd, eins og það sé einhverskonar marxísk geðröskun að hafa áhyggjur af því að mengun geti haft alvarleg áhrif á lífríkið. Ég hef alltaf skilið þetta hatur hægrimanna á umhverfisverndarsinnum sem eitt ömurlegt dæmi "ég þarf að vera á móti öllu sem pólítískir andstæðingar mínir segja" heilkenninu. Ef vinstrimenn segja að umhverfisvernd sé mikilvæg þarf ég að hatast við umhverfisvernd. Ef vinstrimenn segja að stríðið í Írak sé fásinna þarf ég að vera eldheitur stuðningsmaður stríðsins.
Spurningin um gróðurhúsaáhrifin er mjög einföld - ef gróðurhúsaáhrifin eru raunveruleg, og jörðinni stafar raunveruleg hætta af útblæstri gróðurhúsaloftegunda þarf að grípa í taumana, og þá skiptir litlu hvort löggöf og reglur kosti athafnalífið eitthvað, eða hvort hagvöxtur verði örlítið minni. Ef gróðurhúsaáhrifin eru hins vegar bara "kenning" og alls óvíst hvort þau eitthvað raunverulegt vandamál sem við þurfum að takast á við er engin ástæða til þess að vera að hlaupa upp til handa og fóta í móðursýki og setja lög og reglur sem kosta peninga, minnka hagvöxt og skerða lífsgæði okkar. Þetta er mjög einfalt. Fram til þessa hafa menn eins og Inhofe og aðrir sem berjast gegn umhverfisvernd haldið því fram að það sé ennþá allsendis óvíst hvort gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg - og Inhofe hefur í því haft dygga bandamenn: orkufyrirtækin. (reyndar snýr það samband hinsegin). Meðan olíu- og orkufyrirtækin eru tilbúin til að berjast gegn umhverfisvernd er ólíklegt að það sé hægt að gera mikið til þess að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrifin.
En hægrimenn á borð við Inhofe þurfa bráðum að fara að heyja baráttu sína gegn umhverfiselskandi hippum og vinstrimönnum einir - því samkvæmt The Washington Post eru stjórnendur olíufyrirtækjanna búnir að átta sig á því að þeir þurfi kannski að taka ábyrgð á umhverfinu:
While the political debate over global warming continues, top executives at many of the nations largest energy companies have accepted the scientific consensus about climate change and see federal regulation to cut greenhouse gas emissions as inevitable.
The Democratic takeover of Congress makes it more likely that the federal government will attempt to regulate emissions. The companies have been hiring new lobbyists who they hope can help fashion a national approach that would avert a patchwork of state plans now in the works. They are also working to change some company practices in anticipation of the regulation.We have to deal with greenhouse gases, John Hofmeister, president of Shell Oil Co., said in a recent speech at the National Press Club. From Shells point of view, the debate is over. When 98 percent of scientists agree, who is Shell to say, Lets debate the science?
Þegar bæði forstjórar olíufyrirtækja og "98%" allra vísindamanna eru sammála um að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg - og raunverulegt vandamál - er kominn tími til að hætta að taka efamsemdarmenn eins og Inhofe alvarlega.
Þó það séu góðar fréttir að olíufyrirtækin hafi lært af reynslu tóbaksfyrirtækja - að það sé ekki hægt til lengdar að ljúga því að þeir séu að framleiða skaðlausar vörur - hafa andstæðingar umhverfisverndar fleiri spil á hendi. Það er nefnilega erfitt að "debate the science" ef ríkið kemur í veg fyrir að almenningur hafi aðgang að "the science". Ríkisstjórn Bush hefur nefnilega ákveðið að loka aðgangi að öllum gögnum EPA, The Environmental Protection Agency. Ástæðan er sú að repúblíkanar eru á móti ofvexti ríkisbáknsins og eru að reyna að draga úr ríkisútgjöldum! Samtals sparast 2 milljónir á því að loka aðgangi almennings og vísindamanna að einhverju mikilvægasta safni gagna um mengun og umhverfisáhrif mengunar.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 23.11.2006
Gleðilegan kalkúnadag!
Í dag er Thanksgiving, og á þeim degi er bannað að flytja slæmar fréttir í Bandaríkjunum, allar sjónvarpsstöðvar flytja eingöngu feel-good people fréttir eða sýna upptökur af The Holiday Parade í New York. Ég missti af snúbba, en sá risavaxinn Scooby Doo, The Energizer Bunny, Dora the Explorer, og nokkrar aðrar blöðrur.
Mikilvægasta frétt dagsins er hins vegar alltaf kalkúnanáðun forsetans: Á hverju ári "náðar" Bandaríkjaforseti nefnilega einn kalkún, sem þannig kemst undan því að vera étinn. Hefðin byrjaði 1947 þegar kalkúna-iðnaðurinn og forsetaembættið bundust böndum um að tryggja að allir forsetar frá og með þeim degi myndu fá minnsta kosti eitt feel-good photo op á hverju ári - og að kalkúnaiðnaðurinn fengi ókeypis auglýsingu. Kalkúnninn var þar með líka orðinn presidentially-approved thanksgiving dinner. Ef ekki hefði verið fyrir Harry Truman og þetta kalkúna-conspiracy hefðu Bandaríkjamenn kannski farið að borða allskonar annarskonar mat á thanksgiving?
Við hátíðlega athöfn í gær náðaði George W Bush, 43 forseti bandaríkjanna, tvo kalkúna - og tilkynnti að kalkúnarnir myndu báðir fá að fara til Disneylands, þar sem þeir verða einhverskonar honorary marshalls í thanksgiving parade, sem er auðvitað draumur allra kalkúna? Það er hægt að horfa á upptöku af þessu kalkúnamómenti forsetans á Washington Post. Ég ætla að eyða afganginum af deginum í að bíða eftir að borða free range og organíska kalkúninn okkar í kvöld. Sá kalkúnn fékk allavegana að lifa gleðilegu free-range organísku lífi áður en hann varð kvöldmatur...
M
Bush | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 18.11.2006
Karl Rove að yfirgefa Bush?
Fyrst var það Rumsfeld, og nú er það Rove! Samkvæmt orðrómi á pólítískum bloggsíðum í Bandaríkjunum ætlar Bush að losa sig við Karl Rove, sem hefur verið uppnefndur "pólítískur snillingur" og "heili Bush". Ástæðan á víst að vera sú að Rove stendur í vegi þess að foresetinn geti þóst vera "bipartisan" og unnið með demokrataflokknum, svona fyrst þeir demokratarnir hafa náð völdum í báðum deildum þingsins. Samkvæmt The White House Bulletin, (sem krefst áskriftar):
The rumors that chief White House political architect Karl Rove will leave sometime next year are being bolstered with new insider reports that his partisan style is a hurdle to President Bushs new push for bipartisanship. Karl represents the old style and hes got to go if the Democrats are going to believe Bushs talk of getting along, said a key Bush advisor.
Other elements are also at play: The election yesterday of Sen. Trent Lott to the number two GOP leadership position in the Senate is also a threat to the White House and Rove, who worked against him when he battled to save his majority leaders job after his insensitive remarks about Sen. Strom Thurmond.
And insiders report that Bush counsel Harriet Miers isnt a fan, believing that Rove didnt do enough to help her failed Supreme Court nomination among conservatives. In fact, one top West Wing advisor said that the unexpected ouster of Rove aide Susan Ralston over ethics questions was orchestrated by Miers as a signal to Rove to leave. The advisor said that Rove is aware of the situation and that a departure might come in weeks, not months. A Rove ally, however, noted that he has a record of out-witting his critics.
Ergileg ummæli forsetans eftir kosningarnar þess efnis að hann hefði augljóslega lagt harðar að sér en Rove í kosningabaráttunni komu sumum á óvart - því forsetinn er ekki vanur að láta styggðarorð falla um "arkítektinn". Það virðist þó eitthvað málum blandið hvort Rove sé á förum, því fyrir Insightmag flutti fyrir stuttu fréttir þess efnis að Bush myndi halda í Rove "til loka kjörtímabilsins". Insightmag er lokað öðrum en áskrifendum, og þar sem ég hef ekki efni á að kaupa mig inná hægrisinnuð veftímarit, þurfti ég að treysta á endursögn Free Market News Network:
President Bush has decided to keep White House Deputy Chief of Staff Karl Rove on his team for the remainder of his administration despite disappointment over the recent election outcome, according to InsightMag.com.
A source told InsightMag.com that the president was especially concerned that Rove might write a memoir about his White House experience. Unlike other reports on the White House under the current administration, a negative "tell-all" by Rove - President's Bush's closest political confidante - would be difficult to shrug off or deny.
The administration has been hit by a wave of defections, with more administration staffers reportedly planning to leave as Bush seeks some level of cooperation with the Democratic-led Congress. So far, Rove appears to be an exception, despite bearing the brunt of criticism for the Republicans' loss of power.
Nú er rétt að hafa í huga að fyrir kosningar lofaði Bush líka að Rumsfeld myndi vera kyrr til "loka kjörtímabilsins" - og það er aldrei að vita nema "til loka kjörtímabilsins" sé einhverskonar reúblíkanískt dulmál, og þýði að viðkomandi verði rekinn einhverntímann í næstu viku. Mér finnst líka mjög ólíklegt að Rove myndi fara að skrifa "tell all" bók um störf sín fyrir Hvíta Húsið. En eitt er víst: Ef Rover fer er smá séns að forsetinn geti unnið með demokrötunum, því það er sennilega ekki neinn maður sem demokrataflokkurinn hefur meiri ímigust á en Karl Rove.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 17.11.2006
Shelley Sekula-Gibbs: nógu íllgjörn til þess að græta fyrrverandi starfsmenn Tom DeLay
Shelley Sekula-Gibbs tók við sæti Tom DeLay, sem gerði "tæknileg mistök" (það heitir það þegar þingmenn þiggja mútur, brjóta lög og stela peningum skattgreiðenda) og þurfti að segja af sér þingmennsku. Í kosningunum fyrir viku kusu íbúar Sugar-Land og 22 kjördæmis Texas Sekula-Gibbs til þess að taka við sæti DeLay í þær sjö vikur sem eftir eru af þessu þingi, en í almennu kosningunum, þ.e. þar sem kosið var um hver skyldi fulltrúi kjördæmisins næsta kjörtímabil, tapaði Sekula-Gibbs fyrir demókratanum Nick Lampson.
En Sekula-Gibbs ætlar ekki að sitja auðum höndum þær fáeinu vikur sem hún fær að þykjast vera þingmaður í Washington. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að lækka skatta, herða á innflytjendalöggjöfinni, reisa girðingu meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og almennt gera allsherjar skurk... Það var samt ekki djörf frammistaða hennar í baráttunni gegn sköttum eða útlendingum sem hefur vakið mesta athygli, því Sekula-Gibbs virðist vera jafn galin og Katherine Harris og íllgjörn og Jean Schmidt. Sekula-Gibbs var svo vond og andstyggileg að allir starfsmennirnir á þingskrifstofu hennar gengu út á þriðjudaginn!
Sekula-Gibbs erfði nefnilega skrifstofu Tom DeLay og með henni alla fyrrverandi starfsmenn hans. Þetta er semsagt fólk sem hefur unnið undir stjórn harðjaxls sem lét kalla sig "the hammer" - og er því öllu vant. En eftir að hafa unnið fyrir Sekula-Gibbs í fáeina daga var þetta fólk búið að fá nóg! Starfsmannastjóri skrifstofunnar hafði þetta að segja:
Never has any member of Congress treated us with as much disrespect and unprofessionalism as we witnessed during those five days, he said. He declined to detail specific behavior.
Ástæður uppþotsins eru eitthvað óljósar - það hefur enginn viljað segja hvað Sekula-Gibbs á að hafa gert eða sagt. Hún þarf að vera reglulega mikið ílla innrætt til þess að starfsmenn Tom DeLay gangi út. Samkvæmt orðrómum á internetinu hefur uppreisnin eitthvað með það að gera að Sekula-Gibbs trompaðist þegar Bush bandaríkjaforseti og Dick Cheney mættu ekki í einhverskonar opið hús sem hún hélt á mánudaginn. En það er ekki allt búið - því Sekula-Gibbs hefur heimtað opinbera rannsókn á dónaskapnum í starfsmönnum DeLay:
The turmoil in newly elected Rep. Shelley Sekula-Gibbs office deepened Thursday with the Houston Republican demanding a congressional investigation of aides who quit in a mass walkout earlier this week.
Sekula-Gibbs said the staffers, holdovers from her predecessor Tom DeLay, deleted records from the offices computers Monday, the day before seven of them resigned in apparent protest of their treatment.
Ástæða þess að starfsmennirnir eyddu gögnum af tölvunum eru að vísu þeir voru að fara eftir reglum þingsins, sem segja að öllum tölvugögnum skuli eytt áður en nýjir þingmenn taka við skrifstofum. Sekula-Gibbs er læknir, og bæjarstjórafulltrúi í Huston, og þrígift. Tveir fyrstu eiginmenn hennar létust báðir óvænt... Konan er allavegana nógu scary útlítandi til þess að geta átt piparkökuhús útí skógi.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er engin leið að segja hvort sem það séu einhver tengsl á milli þess að Bill Maher hafi í viðtali við Larry King á CNN haldið því fram að Kenneth Mehlman, RNC chairman, sé gay og svo yfirlýsingar þess síðarnefnda að hann myndi láta af störfum í janúar. Ummæli Maher komust í loftið í beinni útsendingu, en voru svo klippt út af CNN þegar viðtalið var endurflutt. Óklippta útgáfan lítur þannig út:
Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...Larry King:You will Friday night?Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...Larry King: You will name them?Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first. Ken Mehlman. Ok, there's one I think people have talked about. I don't think he's denied it when he's been, people have suggested, he doesn't say...Larry King: I never heard that. I'm walking around in a fog. I never...Ken Mehlman? I never heard that. But the question is...Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.
Þegar viðtalið var endurflutt var búið að klippa athugasemdina um Mehlman út - og viðtalið er nú orðið nánast óskiljanlegt.
Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...Larry King:You will Friday night?Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...Larry King: You will name them?Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first.Larry King: But the question is...Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.
Það er hægt að sjá báðar upptökurnar hér. CNN hefur reynt að fá YouTube til þess að stöðva sýningar á óklipptu útgáfunni, en hver einasta vinstrisinnaða bloggsíða í Bandaríkjunum er búin að birta viðtalið.
Maher, sem er skemmtikraftur og stjórnmálaskýrandi, er þekktur fyrir libertarian skoðanir - og þó hann sé bæði umhverfissinni og dýravinur er ekki með nokkru móti hægt að segja að hann sé einhverskonar vinstrimaður. Ekki nema við notum skilgreiningarfræði sumra bandarískra íhaldsmanna að hver sá sem ekki marserar "lock step" með forsetanum sé hættulegur kommúnisti. Jú, og svo eru Maher og Ann Coulter bestu vinir. Maher gæti alveg eins verið að vekja athygli á sjálfum sér með ummælum sínum um Mehlman, eða að sparka á hetjulegan hátt í liggjandi fórnarlamb. Repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, liggur þessa dagana steinrotaður í gólfinu, eftir að hafa eytt seinustu sex árum í skipulagslaust fyllerí á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálaskýrendur eru ekki búnir að átta sig á því hvort það hafi verið Howard Dean, formaður DNC og Rahm Emanuel, formaður DCCC (kosningaskrifstofu demokrataflokksins) sem hafi rotað repúblíkanaflokkinn, eða hvort repúblíkönunum hafi bara skrikað fótur í the santorum...
Eftir að ljóst var að Repúblíkanaflokkurinn myndi tapa í kosningunum tóku hinar aðskiljanlegustu blokkir hægrimanna, sem höfðu setið sæmilega sáttar saman í "the big tent" að rífast innbyrðis - og kenna hvor öðrum um ósigurinn. Þetta rifrildi hefur ekki batnað síðan á þriðjudaginn. Sumir kenna nýíhaldsmönnunum um, nýíhaldsmennirnir benda á Bush - aðrir halda því fram að "the religious right" hafi of mikil áhrif, og efir að upp komst um Mark Foley hefur trúarofstækisarmurinn reynt að halda því fram að það sé einhverskonar "hommasamsæri" innan flokksins, og það væri þessum kynvillingum að kenna hversu ílla væri komið.
En hvað sem því líður hefur Mehlman sagt af sér. Það er alveg jafn líklegt að hann sé að taka ábyrgð á því að hafa stýrt flokknum inn í stórkostlegasta skipbrot bandarísks stjórnmálaflokks síðan á fyrrihluta tíunda áratugarins. Heimildarmenn innan flokksins gera samt allt sem þeir geta til þess að afstýra því að nokkur komist að þeirri niðurstöðu:
Two sources, speaking on condition of anonymity, said Mehlman has made clear to close associates for some time he was likely to leave after the 2006 elections -- and that there is no dissatisfaction with his performance in the midterm cycle. A third source confirmed Mehlman's leaving is a good possibility but said a final decision has not been made. "It would be wrong to call it a done deal," this source said.
Ég skil ekki af hverju Mehlman getur ekki sýnt þá karlmennsku að viðurkenna að flokkurinn hafi beðið algjört skipbrot meðan hann var við stjórnvölin, og þó hann tæki ekki á sig alla ábyrgð, því forsetinn ber auðvitað mikið af ábyrgðinni, finnst mér að hann ætti að viðurkenna að flokkurinn sé "off course". En Repúblíkanaflokkurinn virðist ekki virka eins og venjulegur ábyrgur stjórnmálaflokkur, heldur frekar eins og einhverskonar hræðileg dysfunctional fjölskylda, með allskonar fjölsylduvandamál og harmleiki falda í skápunum.
Afsögn Rumsfeld og Mehlman, ásamt brottfalli margra af spilltustu og gölnustu þingmanna flokksins er fyrsta skrefið í að hreinsa til í flokknum, en þeir eiga enn langt í land.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það þýðir ekkert að vera að blogga um kosningaúrslitin alveg strax. Sérstaklega meðan Macaca Allen neitar að viðurkenna að hafa tapað. Ef Allen væri hégómlegur og athyglissjúkur maður, myndi honum ábyggilega finnast mjög þægilegt að vita að augu allra fréttaskýrenda og bloggara hvildu á honum. Ok, Allen er hégómlegur, tilgerðarlegur og athyglissjúkur maður, ég veit samt ekki hvort hann sé trallandi kátur akkúrat núna... Af virðingu við Macacawitz ætla ég semsagt ekki að sega eitt aukatekið orð um hversu verðskuldaða rasskellingu Repúblíkanaflokkurinn hafi fengið í gær.
Fyrir kosningarnar hélt Bush því fram að ef demokratarnir myndu vinna meirihluta jafngilti það því að hryðjuverkamennirnir hefðu unnið, og gleði mín yfir stórtapi repúblíkanaflokksins þýðir því, samkvæmt þessari lógík, að ég sé að gleðjast yfir sigri terroristanna, enda hlýtur andúð mín á óstjórn, getuleysi og ólýðræðislegum vinnubrögðum Bush stjórnarinnar að stafa af einhverskonar ást á íslamskri bókstafsstrú. En á blaðamannafundi fyrr í dag varaði Bush okkur við því að gleðjast of mikið, því nú heldur hann því fram að sigur demokrataflokksins hafi ekkert með sigur eða ósigur Al Qaeda að gera! Kosningarnar hafi barasta snúist um eitthvað "working of our democracy"... hvað sem það nú er:
To our enemies, do not be joyful. Do not confuse the workings of our democracies with a lack of will. Our nation is committed to bringing you to justice. Liberty and democracy are the source of Americas strength and liberty and democracy will lift up the hopes and desires of those you are trying to destroy.
Nú er mér sagt að lýðræði og frelsi væru "the source of America's strength"! Hvað er næst? Að mannréttindi, málfrelsi eða the virðing fyrir lögum og rétti séu líka góð bandarísk gildi, sem eigi að halda í heiðri? Ég hélt að það þyrfti að afnema allt einstaklingsfrelsi til þess að eiga séns í að sigra "the war on terror". Þetta hljómar allt eins og Bush sé orðinn "soft on terror". Og það virðist líka vera raunin, því hann segist ætla að reka Rumsfeld! Fyrir örfáum dögum sagði Bush að Rumsfeld myndi fylgja sér út kjörtímabilið. Nú kemur í ljós að það var bara einhverskonar plat:
Last week, President Bush unequivocally told a group of reporters that Defense Secretary Rumsfeld and Vice President Cheney would remain with him until the end of his presidency, extending a job guarantee to two of the most-vilified members of his administration. Bush said, Both those men are doing fantastic jobs and I strongly support them.
Today, he announced Rumsfeld is resigning and being replaced by former CIA Director Robert Gates. At the press conference, Bush said that the only way to answer that question, and get it on to another question, was to give you [the reporters] that answer. Bush admitted that he had talked to Rumsfeld about resigning and was actively searching for his replacement at the time.
Hvað kemur næst?
M
![]() |
Bush: Réttur tími til að skipta um forustu í Pentagon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)