Færsluflokkur: Bush
Áhugamenn um utanríkismál fyrrum Mið-Asíulýðvelda Sovétríkjanna hafa undanfarna daga verið að fylgjast með samskiptum blaðamannsins Borat og Föðurlandsástarráðuneytis Kasakstan. Og nú rétt í þessu bárust okkur fréttir um veraldarvefina að Borat hafi haldið blaðamannafund í Washington, fyrir utan sendiráð Kasakstan, þar sem hann hélt því fram að Kasakar hafi misskilið þetta allt:
According to Borat, it turns out the Kazakh government loves Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.
Borat heldur því fram að auglýsingar í New York times séu lygar, "disgusting fabrication", sérstaklega staðhæfingar um að Kasakar komi vel fram við konur, og virði öll trúarbrögð. Þetta eru auðvitað lygar, og partur af
propaganda campaign against our country by evil nitwits, Usbekistan, who as we all know are evil wicked people with a bone in the middle of their brain
Utanríkismálaráðherra Kasakstan sé þess utan Usbekskur flugumaður, og Borat lofaði því að réttmæt stjórnvöld Kasakstan hefðu ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn vondu hálfvitunum í Usbekistan. Það er hægt að sjá vídeóupptöku af þessum blaðamannafundi á YouTube. Part I, Part II.
Að blaðamannafundinum loknum hélt Borat til Hvíta hússins, krafðist þess að hitta forsetann, en var vísað á brott af leyniþjónustunni. Bush ætlar hins vegar að hitta Nursultan A. Nazarbayev á morgun.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir vafasamar skoðanir Mel Gibson á heimsmálum, kynþáttum og trúarbröðgum, hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Alveg síðan ég sá Mad Max. Gibson hefur einhvern mjög óvenjulegan skilning á eðli siðmenningar, réttlæti og því hvað það er að vera góður maður. Karakterarnir sem hann hefur leikið eiga það allir sameiginlegt að vera í einhverskonar prívat krossferð fyrir því sem þeir telja réttlæti - þeir eru allir einhverskonar hræðileg ofurmenni, blindaðir af réttlætiskennd og bræði. Og í leit sinni að réttlæti og hefnd drepa þessir karakterar allt sem á vegi þeirra verður. Boðskapurinn held ég að sé sá að réttlætið sigri að lokum, en réttlætið útheimti blóð og er útdeilt af blindri bræði.
Nátengt þema í mörgum kvikmyndum Gibson er hingnun siðmenningar - hrun menningar andspænis einhverju sem þykist vera menning. Nýjasta mynd hans, Apocalyptico, sem ég held ég ætli að borga mig inná, ólíkt the Passion, fjallar einmitt um þetta þema. Og núna um daginn var Gibson að tala um myndina á kvikmyndahátíð í Texas.
In describing its portrait of a civilization in decline, Gibson said, "The precursors to a civilization that's going under are the same, time and time again," drawing parallels between the Mayan civilization on the brink of collapse and America's present situation. "What's human sacrifice," he asked, "if not sending guys off to Iraq for no reason?"
Því þótt Gibson sé sadisti, og hafi augljóslega djúpstæða velþóknun á ofbeldi og morðum, er einn grundvallarmunur á honum og þeim mönnum sem eru við völd í Bandaríkjunum: Í kvikmyndum Gibson hefur slátrunin alltaf einhvern æðri tilgang - menn þurfa að deyja til þess að ná fram réttlæti. Gibson er líka kristinn - og frelsarinn var kvalinn og pyntaður og svo drepinn á hroðalegan hátt (samaber the Passion!) til þess að ná fram einhverju æðra réttlæti. En hér eru Gibson og Rumsfeld, og restin af "The New American Century" liðinu ósammála. Rumsfeld og ný-íhaldsmennirnir í kringum hann trúa því nefnilega að siðmenning sé það sama og ríkisvald, og að ríkisvald sé veikt ef það sýni ekki öllum hversu ægilegt það sé, hversu ógurleg reiði þess sé þegar því sé misboðið. Eins og ofbeldisfullur faðir þarf ríkisvaldið að berja alla til hlýðni, annars sé úti um tilvist þess. Í þessari heimspeki er það fullkomlega lógískt að halda úti gagnslausri og counter-productive hersetu í óvinveittu landi, jafnvel þó hún kosti þúsundir mannslífa: tilgangurinn er nefnilega enginn annar en að sýna öllum að bandaríska ríkið, og hernaðarmaskína þess gefist ekki upp. Það er líka hin raunverulega ástæða fyrir því að stuðningsmenn stríðsins hafa hlaupið frá einni réttlætingunni til annarrar: Það var aldrei nein önnur ástæða fyrir þessu stríði en sú að það einfaldlega þurfti að heyja það.
Vandamálið, eins og Gibson sér það, er því ekki að menn séu drepnir og að utanríkisstefna Bandaríkjanna leiði til þess að fólk deyi. Vandamálið er að það er engin ásættanleg réttlæting fyrir þessum fórnum. En við hverju er að búast þegar allir helstu stuðningsmenn þessarar utanríkispólítíkur eru gamalmenni, eiginhagsmunapotarar og vindbelgir á borð við Lieberman, Allen, Frist og Santorum?
M
Bush | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins og flestir vita uppnefndi Hugo Chavez, sem er að mati fréttaskýrenda íllilegasti populisti Suður-Ameríku, Bush Bandaríkjaforseta "Satan" á fundi bókaklúbbs nokkurs í New York nú um daginn. En síðan þá hefur komið í ljós að Bush sé líklega ekki satan [sjá færslu hér að neðan]- og bandarískir pólítíkusar af báðum flokkum keppst um að lýsa yfir vanþóknun sinni á munnsöfnuði Chavez. Og Chavez virðist hafa skammast sín, eða í það minnsta fundist hann þurfa að fara að afsaka sig. Í viðtali við Time fer Chavez allur í hnút, og reynir að afsaka ásakanirnar:
Bush has called me worse things tyrant, populist dictator, drug trafficker, to name a few," Chavez said. "I'm not attacking Bush; I'm simply counterattacking. Bush has been attacking the world, and not just with words with bombs. I think the bombs he's unleashed on Baghdad or Lebanon do a lot more harm than any words spoken in the United Nations.
Þetta finnst mér alls ekki sæmandi manni á borð við Chavez. Ekki færi Ahmadinejad að reyna að afsaka stórkarlalegar blammeringar, vænisýki og samsæriskenningar sínar um hinn stóra satan og zionistana? Og samt er Chavez minnstakosti tvisvar sinnum stærri en Ahmadinejad!
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hah! Samkvæmt sölutölum er Chomsky núna mest seldi höfundurinn á Amazon! Og allt Chavez að þakka. Hver segir ekki að vinstrimenn kunni ekki skammarlausa markaðssetningu og auglýsingaskrum? Villandi auglýsingar og vörufölsun? Það kunna vinstrimenn líka! Sala bókarinnar er nefnilega mikið til því að þakka að Chavez veifaði henni á milli þess sem hann úthrópaði Bush fyrir að vera andkristur endurborinn. Áræðanlegar heimildir herma hins vegar að svo sé ekki.
Ted Haggard, sem er forseti Landssamtaka Bandarískra Evangelista, (National Association of Evangelicals), lét nefnilega fræðimenn á vegum samtakanna fara ofaní kjölinn á yfirlýsingum Chavez. Samkvæmt fréttatilkynningu frá NAE er Bush alls ekki andkristur:
NAE theologians and scholars have conducted a thorough exegetical study of the biblical texts concerning the person, disposition, and earthy manifestations of Satan (Beelzebub, Lucifer, Prince of Darkness). They have incontrovertible concluded that, contrary to the assertion of Hugo Chavez, President Bush is not the Devil.
Það er þó gott að það sé á hreinu...
M
Bush | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 22.9.2006
Hugo Chaves, Noam Chomsky og Satan
Meðan Ahmadinejad talaði um það hversu viðkvæmt nef hann væri með og hversu vond lykt væri í höfuðstöðvum Sameinuðuþjóðanna, ("finniði það ekki? ha? Það er skrýtin lykt hérna? sniff sniff... hvað, hvað er þetta? Það lyktar svoldið eins og... eins og brennisteinn? kannski egg?") var Hugo Chavez upptekinn við að plögga bókum fyrir vin sinn Noam Chomsky.
Eftir að Chavez sást veifa bók Chomsky Hegemony and Survival: America's Quest for Global Dominance, og tala um hversu ómissandi þessi bók væri, hvernig hún útskýrði hreint allt um hversu ílla væri komið fyrir heiminum, og hversu vont bandaríska heimsveldið væri, hefur sala hennar rokið upp úr öllu valdi, og hún situr núna númer 7 á sölilista Amazon. Það getur enginn svolítið alternatíf og intellektúal Collegestudent látið sjá sig á kaffihúsum þessa dagana nema vera með eintak af Chomsky. Þetta er hið fullkomna conversationspiece - Chomsky skrifar teksta sem auðvelt er að vitna í, og nógu æsingakennt til þess að maður geti sagt "þetta er mjög áhugavert, en ég er ekki sammála öllu... við getum talað um þetta og hlustað á nýju Arcade Fire plötuna mína..." og þóst vera bæði radíkal og hógvær og up to date í sömu andrá.
En Chavez ætlaðist ekki til þess að bókin væri keypt til þess að pikka upp kvenmenn,
I think that the first people who should read this book are our brothers and sisters in the United States, because the threat is in their own house. The Devil is right at home. The Devil, the Devil, himself, is right in the house.
Það er fyrir löngu þekkt að kynlíf og fáklæddar konur virki vel í auglýsingum, en Chavez sannar að Satan virkar jafn vel. Þetta hefur kaþólska kirkjan fyrir löngu fattað og byggt upp eitt bestlukkaða franchise allra tíma. Það var tími kominn til þess að vinstrimenn áttuðu sig á þessu.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 18.9.2006
Bush vill bara skrifa með tússpennum!
Samkvæmt "frétt" US News neitar Bush Bandaríkjaforseti að skrifa með öðru en tússpennum, sem hann hefur látið framleiða sérstaklega fyrir sig - allir tússpennarnir hans eru semsagt sérstaklega merktir "Bush" og "Hvita Húsið"...
He asks for them by name," says a Bush insider, "and if someone hands him something else, he barks, 'Where's the Sharpie?'" How come? "They're so easy to use" ...
Sharpie boss Howard Heckes, president of Sanford Brands North America, says lots of celebs-like tennis star Maria Sharapova-have personalized pens, but "it's pretty cool" to supply the prez. "Sharpies are good for the president of the United States or the president of the PTA [foreldrafélög í barnaskólum]."
Þetta eru sennliega elskulegustu fréttir sem mér hafa borist af forsetanum, og það er sannarlega róandi að hugsa um hann, sitjandi við skrifborðið, að tússa. Karlinum þykir svo vænt um tússpennana sína að hann er alveg handviss um að aðrir elski tússpennan líka, en Bush hefur lært að deila með öðrum. Bandarískir foreldrar eru alltaf að segja börnunum sínum að þau þurfi að "share" "Please George, you have to _share_ with the other kids."
Og það gerir Bush. US News segir að allir gestir í hvíta húsinu fái fína tússpenna að gjöf. Þetta þykir mér mjög fallegt að heyra.
Bush | Breytt 21.9.2006 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 15.9.2006
Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat
Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!
En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.
Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:
- ABC news: Kasakstan þverneitar að hafa farið fram á leynilegar aðgerðir gegn Borat.
- Entertainment news: Orðrómar um að Borat sé í vandræðum ganga um veraldarvefina
- DailyMail: Borat veldur diplómatísku hneyksli
- Svo er það auðvitað heimasíða Borat, þar sem er hægt að horfa á trailer af nýju Borat kvikmyndinni.
- Og loks "Stop Borat dot com" þar sem maður getur keypt allskonar skemmtilegt StopBorat merchandize.
Lengi lifi Sasha Baron Cohen!
M
Bush | Breytt 28.9.2006 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 9.8.2006
Leiberman ætlar ekki að skíttapa... bara tapa!
Samkvæmt nýjustu frettum virðist Lieberman ætla að tapa fyrir Ned Lamont, ABC news er með tölur eftir að 6% kjörstaða í prófkjöri Demokrata í Connecticut - og skv þeim er Lieberman með 43% atkvæða og Lamont 57%! Daily Kos, sem hefur sérstakt dálæti á kjánagangi Lieberman og kossaflangsi hans og Bush, er hins vegar með nýrri tölur. (ekki veit ég hvaðan þeir hafa þær - en bloggar eru reyndar oft betri fyrir svona fréttir en stóru fjölmiðlarnir!)
Þegar ca 77% atkvæða eru talin hefur Lieberman ca 48%, Lamont ca 52%. utankjörfundaratkvæði eru talin vera Lamont í hag.
Það hljóta allir andstæðingar stríðsins í Írak, eða bara undirlægjuháttar, að gleðjast yfir því að Lieberman falli af þingi! Ég hef áður skrifað um Lieberman og Lamont, sjá: Baráttan um forsetakosningarnar...), en fattaði að ég gleymdi að lýsa formlega yfir stuðningi við Lamont (það er alltaf gaman þegar fullkomlega insiginifcant bloggarar eru að gefa út formlegar stuningsyfirlýsingar við pólitíkusa;) - svo eg ætla að drífa mig í að gera það núna, ekki seinna vænna!
Já, og myndin er af Bush og Lieberman að kela. Bloggaranir á Orðið á götunni voru með færslu um þetta 'koss dauðans' fyrir þá sem hafa áhuga.
M
Bush | Breytt 21.9.2006 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mán. 15.5.2006
Herinn á landamærin
Það er töluvert veður búið að vera í Bandaríkjunum í allan dag útaf yfirlýsing sem forsetinn mun flytja í kvöld - allir búast við að hann muni lýsa því yfir að þjóðvarðliðið muni sent á landamæri Mexiko til að stoppa ólöglega innflytjendur. (sjá t.d. þessa frétt í Washington Post: http://letters.washingtonpost.com/W4RT03DC5912987EDCC703252D9E80)
Þó mér finnist reyndar að lönd hljóti mega halda uppi landamæragæslu, er eitt og annað um þetta að segja.
1) Bandaríkjaher hefur ekki yfir að ráða mannafla til þess að skjóta á vesæla íraka og nú líka vesæla mexikana
2) Þetta er útspil til þess að gleðja 'the base' - sérstaklega fólk á borð við 'the minutemen', sem eru hópar vopnarðra óbreyttra borgara, hvítir miðaldra menn með byssur á pikkupptrukkum, sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að halda vörð við landamærin.
3) Þetta er tilraun til þess að snúa athyglinni frá njósnabissness Cheney (það var nefnilega Cheney sem virðist hafa staðið á bak við stórfelldar njósnir NSA - hvern hefði grunað?! sjá: http://www.nytimes.com/2006/05/14/washington/14nsa.html?_r=1&oref=slogin)
En hvað sem öllu þessu líður verð ég að segja að það hljómar betur að hafa herinn á landamærunum en 'the minutemen'. Og - þetta er eiginlega best - herinn á bara að vera á landamærunum þar til ríkið hefur ráðið nógu marga 'civilian contractors' til þess að aðstoða landamæraeftirlitið... 'civilian contractors' til að annast landamæragæslu? Það voru líka 'civilian contractors' sem sáu um yfirheyrslur og fangelsisgæslu í Írak. 'Civilian contractors' eru fínt orð yfir málaliða, og ég held að það hljóti allir að vera sammála að það sé slæmt mál að láta málaliðasveitir annast landamæragæslu. Af tvennu íllu held ég að herinn sé betri.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 13.5.2006
Um umræðuhefð, Iran og Bandaríkin
Þar sem ég, likt og Múrverjar, hef mikinn áhuga á umræðuhefðum fannst mér ástæða til að segja fáein orð um nýlegan póst á Múrnum (http://www.murinn.is/) 'Tilbúningur verður að veruleika'. Í fyrsta lagi held ég reyndar að Rooter sprellið sem Múrverjar leggja út af segi akkúrat ekkert um umræðuhefðir á vesturlöndum - (fyrir þá sem ekki þekkja til, snýst málið um grein sem nokkrir MIT nemar sömdu með hjálp forrits sem raðaði saman stórum og akademískum orðum í sæmilega skiljanlegar setningar. Úr þessu varð 'grein' sem var samþykkt til flutnings á akademískri ráðstefnu - nokkuð sem háskólamönnum, og fólki sem finnst gaman að gera grín að háskólamönnum finnst skiljanlega mjög fyndið.) Nú vita allir sem þekkja til þess hvernig akademískar ráðstefnur ganga fyrir sig,að ráðstefnuhaldarar hafa oft ekki fyrir því að lesa greinar eða jafnvel tillögur að greinum sem sendar eru inn. Hugsunin er oft sú, að vilji menn koma og gera sig að fífli með annars eða þriðja flokks fræðigreinum er þeim það frjálst.
Enda var það þetta sem MIT nemarnir vildu benda á - Rooter greinin var hugsuð af þeim sem frekar óvísindaleg tilraun - markmiðið var ekki Orwellísk ádeila á newspeak eða firringu stórveldanna, en það er þannig sem Múrverjar nota Rooter-greinina... En það er auðvitað hernaðarhyggja og Íran sem Múrverjar höfðu raunverulega áhuga á þegar þeir lögðu út af Rooter-greininni, ekki praktískir brandarar doktorsnema í tölvunarfræði. Fyrir Múrverja var Rootergreinin var því ekki annað en klókur inngangur í vangaveltur um fáránleika hótana Bandaríkjanna gegn Íran. Og þar sem ég hef mikinn áhuga á bæði hernaðarhyggju og Íran finnst mér því kjörið að halda áfram að vitna í Múrverja. Ég er sammála þeim að það væri ótrúlegt glapræði af Bandaríkjunum að ráðast á Íran - ekki vegna þess að ég sé með einhverjar grillur um að fanatíkerarnir og andsemítistarnir sem þar eru við völd séu einhverjir friðar-, lýðræðis- eða mann-vinir - heldur vegna þess að árás á Íran væri hernaðarlega og pólitískt enn heimskulegri en árásin á Írak var, og ég held að það sjái það hver heilvita maður. Það er þess vegna sem eg held ekki að það sé mikil hætta á að Bandaríkin láti nokkuð verða úr hótunum sínum. Og um það er grein þeirra MIT manna og hótanir Bush-stjórnarinnar um Íran svipaðar: MIT nemarnir hafa líklega aldrei ætlað sér að mæta með umrædda grein á neina ráðstefnu, þó að þeir hafi getað unnið sér inn stig á kaffihúsum Cambridge. Bush, getur notað Írans-ógnina til þess að gefa út stórkarlalegar yfirlýsingar, og vinna sér kannski inn einhver stig, eða koma í veg fyrir að tapa fleirum. Með því að minna regluleg á að Bandaríkin standi frammi fyrir alvöru hættulegum óvinum, getur hann betur réttlætt innanlandspólitík sína, en öll ímynd hans byggir á því að hann sé 'stríðsforseti'.
Það sem dálkahöfundar í Bandaríkjunum óttast helst er að forsetinn láti verða af því að ráðast á Íran til þess að bæta úr slöku fylgi sínu. Það sem dregur hins vegar úr þessari hættu er að meirihluti Bandaríkjamanna hafa undanfarna nokkra mánuði verið þeirrar skoðunar að innrásin í Írak hafi verið röng - og Republíkanar eiga á brattann að sækja í kosningunum nú í haust, og líklega aftur í kosningunum 2008 - en við þær aðstæður væri glapræði að fara að afhenda andstæðingunum jafn frábært áróðursvopn. (Að því ógleymdu að Bandaríkjaher hefur ekki yfir að ráða mannafla til að ráðast á Íran.) Nú snýst öll pólitik forsetans um 'damage control', og þó sókn sé oft besta vörnin eru Íranir einfaldlega of raunverulegur óvinur til þess að jafnvel glórulausir stríðsæsingamenn, sem Múrverjar telja Bandaríkjastjórn vera, fari að gera alvöru úr hótunum sínum.
Það er svo annað mál, að Ahmadinejad, sem er sannarlega veruleikafirrtur (eða spilar sig slíkan, til að höfða til lókal ofstækisafla - það er oft erfitt að greina á milli) og hefur hótað nágrönnum sínum (Ísrael) gereyðingu, er trúandi til næstum alls. Það vill nefnilega oft gleymast að það eru til stríðsæsingamenn í öðrum löndum en Bandaríkjunum...
M
Bush | Breytt 14.5.2006 kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)