Borat heldur blaðamannafund, staðhæfir að auglýsingar Kasakstan séu lygar, svívirða

borat.jpg

Áhugamenn um utanríkismál fyrrum Mið-Asíulýðvelda Sovétríkjanna hafa undanfarna daga verið að fylgjast með samskiptum blaðamannsins Borat og Föðurlandsástarráðuneytis Kasakstan. Og nú rétt í þessu bárust okkur fréttir um veraldarvefina að Borat hafi haldið blaðamannafund í Washington, fyrir utan sendiráð Kasakstan, þar sem hann hélt því fram að Kasakar hafi misskilið þetta allt:

According to Borat, it turns out the Kazakh government loves “Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.”

Borat heldur því fram að auglýsingar í New York times séu lygar, "disgusting fabrication",  sérstaklega staðhæfingar um að Kasakar komi vel fram við konur, og virði öll trúarbrögð. Þetta eru auðvitað lygar, og partur af

propaganda campaign against our country by evil nitwits, Usbekistan, who as we all know are evil wicked people with a bone in the middle of their brain

Utanríkismálaráðherra Kasakstan sé þess utan Usbekskur flugumaður, og Borat lofaði því að réttmæt stjórnvöld Kasakstan hefðu ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn vondu hálfvitunum í Usbekistan. Það er hægt að sjá vídeóupptöku af þessum blaðamannafundi á YouTube. Part I, Part II.

Að blaðamannafundinum loknum hélt Borat til Hvíta hússins, krafðist þess að hitta forsetann, en var vísað á brott af leyniþjónustunni. Bush ætlar hins vegar að hitta Nursultan A. Nazarbayev á morgun.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband