Hugo Chaves, Noam Chomsky og Satan

chomsky_chavez.jpg

Meðan Ahmadinejad talaði um það hversu viðkvæmt nef hann væri með og hversu vond lykt væri í höfuðstöðvum Sameinuðuþjóðanna, ("finniði það ekki? ha? Það er skrýtin lykt hérna? sniff sniff... hvað, hvað er þetta? Það lyktar svoldið eins og... eins og brennisteinn? kannski egg?") var Hugo Chavez upptekinn við að plögga bókum fyrir vin sinn Noam Chomsky.

Eftir að Chavez sást veifa bók Chomsky Hegemony and Survival: America's Quest for Global Dominance, og tala um hversu ómissandi þessi bók væri, hvernig hún útskýrði hreint allt um hversu ílla væri komið fyrir heiminum, og hversu vont bandaríska heimsveldið væri, hefur sala hennar rokið upp úr öllu valdi, og hún situr núna númer 7 á sölilista Amazon. Það getur enginn svolítið alternatíf og intellektúal Collegestudent látið sjá sig á kaffihúsum þessa dagana nema vera með eintak af Chomsky. Þetta er hið fullkomna conversationspiece - Chomsky skrifar teksta sem auðvelt er að vitna í, og nógu æsingakennt til þess að maður geti sagt "þetta er mjög áhugavert, en ég er ekki sammála öllu... við getum talað um þetta og hlustað á nýju Arcade Fire plötuna mína..." og þóst vera bæði radíkal og hógvær og up to date í sömu andrá.

En Chavez ætlaðist ekki til þess að bókin væri keypt til þess að pikka upp kvenmenn, 

I think that the first people who should read this book are our brothers and sisters in the United States, because the threat is in their own house. The Devil is right at home. The Devil, the Devil, himself, is right in the house.

Það er fyrir löngu þekkt að kynlíf og fáklæddar konur virki vel í auglýsingum, en Chavez sannar að Satan virkar jafn vel. Þetta hefur kaþólska kirkjan fyrir löngu fattað og byggt upp eitt bestlukkaða franchise allra tíma. Það var tími kominn til þess að vinstrimenn áttuðu sig á þessu.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband