Færsluflokkur: Bush
mið. 18.10.2006
Tony Blair tekur: Should I stay or should I go og Bush: Sunday Bloody Sunday á YouTube
Bush og Blair rokka á YouTube: Blair sýngur Clash Should I stay or should I go, og Bush U2 Sunday Bloody sunday. Bush myndbandið er að vísu nokkurra gamalt, en djöfulli gott. Bæði eru eftir einhvern Rx2008 - sem hefur líka sett saman myndband af Bush að syngja "Imagine" og "walk on the wild side".
Bush | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 17.10.2006
Bush eldri skammast sín fyrir Bush yngri
Alveg síðan George W Bush varð 43 forseti Bandaríkjanna hefur það verið eitt af áhugamálum íllgjarnra manna að analýsera samband hans við pabba gamla, George H. W. Bush, 41 forseta Bandaríkjanna. Samband þeirra virðist nefnilega hafa öll element klassísks feðgaharmleiks. Sonurinn er hálf mislukkaður, drykkfelldur, og allt sem hann tekur sér fyrir hendur mistekst einhvernveginn: öll fyrirtæki sem Bush hefur stjórnað hafa tapað peningum. En svo tekur drengurinn sig á, hisjar upp um sig buxurnar og fetar í fótspor pabba og ræður sig í vinnu sem forseti Bandaríkjanna.
Fyrstu ár Bush stjórnarinnar var oft talað um að Bush yngri væri harðákveðinn í að gera engin af þeim mistökum sem pabbinn gerði: Hann lækkaði skatta, meðan pabbi hækkaði skatta, hann passaði sig á að vera vinur með "the base", þ.e. harðlínu og ofstækisöflum innan flokksins, meðan pabbann skorti skilning á "the value voters", og svo auðvitað þurfti Bush yngri að gera útaf við íllmennið Saddam, sem hafði staðið uppi í hárinu á pabba gamla.
Þetta er allt mjög heartwarming. Fljótt á litið virðist Bush yngri nefnilega vera föðurbetrungur: Hann vann tvennar kosningar, meðan pabbinn var rekinn út úr Hvíta Húsinu eftir 4 ár. Og um daginn gerði Bush sér lítið fyrir og lét skíra flugvélamóðurskip í höfuðið á pabba. Hvaða faðir vill ekki eiga svona son? Ég væri alveg sáttur við að láta skíra í höfuðið á mér svosem eina freigátu, eða bara tundurspilli, jafnvel lítið varðskip!
Samkvæmt grein í New York Daily News er pabbi hins vegar alls ekkert ánægður. Við skírnarathöfnina sagði gamli maðurinn:
"I am very proud of our President ... I support him in every single way with every fiber in my body."
En þó Bush eldri segi fallega hluti um Bush yngri á opinberum vettvangi segja íllgjarnar raddir að gamli maðurinn sé síst ánægður með frammistöðu sonarins - og aðstoðarmenn og stuðningsmenn Bush 41 hafa í vaxandi mæli tekið að gagnrýna Bush yngri:
Indeed, one of the worst-kept secrets in Bush World is the dismay, in some cases disdain, harbored by many senior aides of the former President toward the administration of his son - 41 and 43, as many call them, political shorthand that refers to their numerical places in American presidential history.
For five years, the 41s have bit their collective tongues as, they complain, the 43s ignored their counsel. But as the war in Iraq has worsened and public support for the current administration has tanked, loyalists of the elder Bush have found it impossible to suppress their disillusionment - particularly their belief that many of 43's policies are a stick in the eye of his father.
"Forty-three has now repudiated everything 41 stands for, and still he won't say a word," a key member of the elder Bush alumni said. "Personally, I think he's dying inside."
Bush eldri skammast sín svo mikið fyrir drenginn að hann er "dying inside"! Hér eigast þó ekki bara við feðgarnir, heldur hirðir þeirra líka. Aðstoðarmenn Bush eldri eru æfir yfir því hvernig hirðmenn Bush yngri hafa staðið að krossferðinni til Mesopótamíu. Hinir síðarnefndu ásaka svo aftur hina um að reyna að grafa undan Bush yngri og dreifa court-secrets til óvinanna:
While the 41s do most of the finger-pointing, aides to the current President reject the criticism as nitpicking from out-of-touch malcontents.
They also bash the 41s for going public, charging much of the damaging material in Bob Woodward's new book, "State of Denial," was provided by 41 partisans.
Og starfsmenn Bush eldri halda því fram að þeir hafi vitað allan tímann hversu ómugulegur forseti yngri Bush yrði:
Everyone knew how Rumsfeld acts," another key 41 assistant said. "Everyone knew 43 didn't have an attention span. Everyone knew Condi [Rice] wouldn't be able to stand up to Cheney and Rumsfeld. We told them all of this, and we were told we don't know what we're doing."
En ef það er svo, af hverju datt þeim ekki í hug að vara þjóðina við? Haustið 2004 hefði verið tilvalið. Bush eldri hefur hins vegar ástæðu til þess að gleðjast yfir einu: frammistaða sonarins er svo hörmuleg, og valdatíð hans svo algjert failure, að aulagangur pabbans og hálf mislukkuð forsetatíð lítur nú út eins og einhverskonar gullöld.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 16.10.2006
Hvíta Húsið vill Newt Gingrich sem forseta 2008
Samkvæmt orðróm sem er byrjaður að ganga á veraldarvefjunum vill Hvíta húsið og Bush að New Gingrich verði næsti forseti Bandaríkjanna. USNews segir að Bush telji að Gingrich myndi verða "a great president":
Gingrich thinks big, they say, and represents the old Reagan-style of smaller-government conservatism. As for his past marital infidelity, they think it's a nothing-burger, especially if he faces Sen. Hillary Rodham Clinton, whose hubby had his own problems she'd rather forget.
Ef það er einhver innan repúblíkanaflokksins virkilega að láta sig dreyma um að Gingrich verði forseti er verr komið fyrir flokknum en ég hélt. Flokkurinn getur ekki endurvakið "The pitchfork/Gingrich revolution of 1994" með því að draga Gingrich út úr pólítíska kirkjugarðinum. Auðvitað á Gingrich heilmikið fylgi innan flokksins, en það er líklega jafn líklegt að hann geti unnið meirihluta þjóðarinnar á sitt band, og að Pat Buchanan geti unnið tilnefningu Demokrataflokksins.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 15.10.2006
Jeb Bush í skápnum
Fyrir viku síðan las ég skemmtilega frétt (og hér) um að Jeb Bush fykisstjóri Flórída og bróðir forsetans, hafi þurft að fela sig í kústaskáp á neðanjarðarlestarstöð í Pittsburgh. Jeb var að heimsækja vin sinn Rick "santorum" Santorum sem var að reyna að safna peningum til stuðnings áframhaldandi setu sinni í öldungadeildinni. Þar sem hann var á leiðinni á "The Duquesne Club", sem er fínn veitingastaður, þangað sem Santorum hafði boðið einhverjum auðmennum sem hann vonaði að vildu styðja sig og flokkinn í komandi kosningum, gekk Jeb fram á hóp mótmælenda. Og þetta voru engir venjulegir "Blame-America-first loonies", háskólanemar eða hippar: Þetta var hópur af stálverkamönnum úr "United Steelworkers Union" hvorki meira né minna!
En semsagt, stálverkamennirnir gerðu hróp að Bush, sem fannst viðeigandi að gera grín að þeim á móti, sendi þeim fíngurkoss og baðaði eitthvað meira út höndunum. Við það æstust mótmælendurnir upp og gerðu aðsúg að fylkisstjóranum, sem varð hræddur og lagði á flótta ásamt lífvörðum sínum. Þeir hlupu, eins og fætur toguðu, niðrí neðanjarðarlestargöng þar sem Bush faldi sig í kústaskáp. Washington Post lýsir hetjulegu undanhaldi forsetabróðursins þanning:
Bush, accompanied by a security guard and an aide, retreated into a nearby subway station and was followed by about 50 picketers, said Bob Grove, a Port Authority spokesman. ...
As a precaution, Bush was ushered into a station supply closet and stayed there until the crowd left.
Þetta fannst vinstrimönnum alveg rosalega fyndið. Og öll vinstrisinnuð blogg í bandaríkjunum voru uppfull af gríni um "Bush í skápnum". (Sjá t.d. Daily Kos) Samkvæmt frásögn bandarískra bloggara skældi Bush eins og "lítil frönsk stelpa" þar sem hann faldi sig í skápnum og saug á sér þumalputtann...
Miðað við mörg önnur bloggupphlaup var þetta frekar fyndið. En augljóslega ekki mjög merkilegt. T.d. ekki neitt í líkingu við "Macaca-moment" George Allen, eða "Taxi-driver" komment Conrad Burns - það var mikið til bloggurum og YouTube að þakka að þau ummælin komust í almæli. Það hvarflaði því ekki að mér að það yrði einhverskonar "follow up" á þessu kústaskápamáli - þar til að skrifstofa Jeb Bush sá ástæðu til þess að halda umræðunni áfram. Repúblíkanar í Flórída hafa þessa dagana mjög miklar áhyggjur af karlmönnum sem eru í skápnum, og vildu því gera nokkrar athugasemdir við fréttaflutninginn:
1) Bush faldi sig ekki í skáp, heldur í miðstöðvarherbergi...
2) ... og væri sjálfur miklu karlmannlegri en mótmælendurnir!
"Bush said it was actually a boiler room. Bush said he had to seek safety in the boiler room when he came across the protesters, but also said he was never concerned for his safety because he was taller and "more burly" than most of the protesters who chased him.
Og það skal sko enginn fá að dreifa sögum um að Bushdrengirnir séu ekki karlar í krapinu!
M
Bush | Breytt s.d. kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 11.10.2006
Santorum finnst forsetinn ekki hafa móðgað bandamenn nógu mikið, Bandaríkin ekki hötuð nóg
Rick "santorum" Santorum hefur verið gagnrýndur fyrir að að vera of sammála forsetanum: hann hefur verið meðal háværustu stuðningsmanna Bush, jafnvel eftir að ljóst var að bandaríska þjóðin væri búin að fá sig fullsadda af þeim síðarnefnda. Með 33% fylgi er forsetinn næstumþví jafn óvinsæll og Santorum, sem hefur rétt hangið í 40% fylgi undanfarnar vikur.
En til þess að sýna að hann sé nú sinn eigin maður, og þori að gagnrýna foringjann, hefur Santorum lýst því yfir að sér finnist forsetinn ekki hafa staðið sig sem skyldi í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum, eða stríðinu gegn almennningi í Írak:
"He (Bush) is managing the public relations on this war very poorly," Santorum, the third-ranking Republican in the Senate, said during a meeting with editors and reporters of the Pittsburgh Tribune-Review"
Forsetinn hefur nefnilega ekki sagt almenningi sannleikann um stríðið: Santorum er nefnilega þeirrar skoðunar að ef forsetinn hefði sagt almenningi sannleikann um stríðið, helst strax í upphafi, myndi stuðningur við það vera mun meiri:
Bush is more concerned about "making the State Department comfortable" than providing the American people with "a clear message and a clear understanding of what we are up against," said Santorum, in his sharpest criticism of the president to date.
"I think we're facing the greatest threat this country has ever faced," he said.
Og hver er þessi ógn? Nú auðvitað Ilamofascism! (og Íran). Santorum er þeirrar skoðunar að forestinn hafi ekki þorað að segja þetta af ótta við að móðga bandamenn Bandaríkjanna í mið-austurlöndum, en Santorum er ekki nein svoeiðis gúnga:
"I don't care if we offend our allies in the Middle East."
Ég er reyndar sammála Santorum, svona upp að vissu marki. Það hefði verið mun heiðarlegra og sennilega pólítískt skynsamlegra að segja sannleikann strax í upphafi - ef það er að innrásin í írak sé liður í einhverskonar alheimsstríði gegn "íslamófasisma" - hefðum við aldrei þurft að eyða tíma í að velta okkur upp úr þessu gereyðingarvopnatali, eða hafa áhyggjur af því hvort lýðræði væri að komast í Írak. Pólítískt séð hefur innrásin í Írak verið algjört fíaskó: það er ekki hægt að selja almenningi stríð á þeim forsendum að það sé verið að hafa upp á geryðingarvopnum, skipta svo um skoðun og segjast allan tímann hafa ætlað að búa til lýðræði, og skipta svo aftur um skoðun og segjast vera að heyja einhverskonar furðulegt proxístríð gegn Íran. Kjósendum mislíkar það að láta ljúga að sér.
Það hefði verið mun hreinlegra að koma strax útúr skápnum með raunverulega ástæðuna fyrir innrásinni, og leyfa almenningi að gera upp hug sinn. Hver veit, kannski hefði bandarískur almenningur alveg verið til í að fara í einhverskonar alheimskrossferð með Rick Santorum gegn aröbaheiminum? Kannski hefði verið hægt að ræða það mál, svona eins og skynsamt fólk, kosti þess og galla?
En það er sennilega ekki vandamálið - kannski hefur Santorum haldið að hann væri að styðja krossferðaforseta, og finnst hann núna vera hálf svikinn. En ég efast stórlega um að Rumsfeld og Cheney hafi ætlað sér að fara í stríð við íslamófasista. Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um hvað þeir ætluðu sér, og ég efast reyndar um að þeir hafi haft mjög skýrar hugmyndir um það sjálfir.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í New York Daily News var um daginn skemmtileg grein um "líðan" bandaríkjaforseta, en karl greyinu finnst hann vera afskapega eitthvað einmana, yfirgefinn og almennt barasta frekar svikinn. Maður getur eiginlega ekki annað en kennt í brjósti um manninn.
...friends, aides and close political allies tell the Daily News Bush is furious with his own side for helping create a political downdraft that has blunted his momentum and endangered GOP prospects for keeping control of Congress next month.
Some of his anger is directed at former aides who helped Watergate journalist Bob Woodward paint a lurid portrait of a dysfunctional, chaotic administration in his new book, "State of Denial."
In the obsessively private Bush clan, talking out of school is the ultimate act of disloyalty, and Bush feels betrayed from within.
Það sem er athyglisvert við þetta er að Bush finnst hann vera svikinn vegna þess að samverkamenn hans hafi einhvernveginn svikið sig, og ef ekki væri fyrir þessi svik myndi allt vera í himnalagi, kosningarnar vinnast og framtíðin myndi brosa við, björt og full af möguleikum. En Bush er nefnilega mikill bjartsýnismaður:
Bush is less worried about his standing with history, telling aides that George Washington's legacy is still being debated two centuries later. But he understands that losing one chamber of Congress will cripple his lame duck-weakened final two years.
"He's remarkably optimistic," a Bush insider said. "Like Ronald Reagan, he has a gift for looking beyond the morass in front of him and sticking to his goals, even if it's not popular."
Það sem greinin segir okkur um sálarástand og þankagang forsetans er mjög merkilegt. 1) Honum finnst hann hafa verið svikinn af samverkamönnum sínum, 2) Ef ekki væri fyrir þessi svik myndu kosningarnar í haust vinnast, 3) Það er ekkert að stefnu hans í innaríkis eða utanríkismálum. Með öðrum orðum, Bush sér ekki að vandamál hans eða flokksins hafi neitt með hann eða stefnu hans að gera. Vandamál repúblíkanaflokksins undir handleiðslu Bush eru hins vegar mun alvarlegri og djúpstæðari:
In the obsessively private Bush clan, talking out of school is the ultimate act of disloyalty, and Bush feels betrayed from within.
Þetta er vandamálið. Undanfarin sex ár eða svo hefur republíkanaflokkurinn verið rekinn eftir þessu prinsippi: Allir sem einn, allir tali með einni röddu, og fylgi forsetanum, "in lock step", innan-flokks gagnrýni lýðst ekki. Og núna finnst forsetanum að flokkurinn hafi svikið sig. Vandamálið er ekki að flokkurinn sé að svíkja hann núna: vandamálið er að flokkurinn fylgdi honum í algjörri blindni þangað til núna! Leiðtogar repúblíkana í þinginu, undir handleiðslu Haestert og Tom DeLay, refsuðu öllum þingmönnum sem kusu ekki samkvæmt flokkslínunni, eða leyfðu sér að gagnrýna opingerlega stefnu forsetans. Mikilvægur þáttur "the K-street project" Tom DeLay var að pólítíkusar sem féllu í ónáð hjá flokknum gátu átt von á að fá ekki vinnu hjá lobbíistum eftir að hafa hætt í pólítík.
Ronald Brownstein fjallaði í LA Times á sunnudaginn um þennan kommúníska samstöðukúltúr Repúblíkanaflokksins, og benti á að þessi stefna gerði að verkum að flokkurinn virtist mun samstæðari og sterkari en hann raunverulega væri. Þessi samstaða gerði flokknum líka auðveldara að höfða til "the base", þ.e. mjög íhaldssamra trúaðra kjósenda.
Marginalizing internal dissent and promoting party unity have been hallmarks of the Republican governing strategy under President Bush.
Using both carrots and sticks, the White House and GOP congressional leaders have successfully encouraged Republican legislators and activists to see themselves more as part of a team and less as autonomous voices representing distinct and divergent constituencies. With only a few exceptions (education, immigration), the GOP has tried to resolve every policy choice in a manner that maximizes agreement within their coalition and minimizes the opportunity for Democratic influence.
Svona andrúmsloft elur líka á hræðslu: Ef mönnum er refsað fyrir að "talk out of school", vera með múður eða mótmæla, er ekki nema eðlilegt að menn haldi sér saman, frekar en að hætta á að kalla yfir sig reiði forystuliðsins. Fyrir vikið hefur flokkurinn verið algjörlega ófáanlegur (þar til núna) til að viðurkenna að stríðið í Írak sé tapað, og að það þurfi að endurskoða "the war on terror" frá grunni. Fyrir vikið láðist þinginu að hreyfa andmælum við augljóslega vanhugsuðum innrásaráætlunum forsetans árið 2003. Það er líka þessi samstöðukúltúr sem hefur leyft mönnum eins og Foley að stunda ólöglegt og stórhættulegt athæfi. Samvkæmt samstöðukúltúr forsetans er hver sá sem mótmælir eða gagnrýnir svikari.
Samstöðukúltúrinn gerði forsetanum og samverkamönnum hans auðveldara að hrinda fullkomlega misheppnaðri utanríkisstefnu í framkvæmd, og Foley, Ney, DeLay og Cunningham kleyft að komast upp með ólöglegt athæfi og spillingu, því það var enginn sem þorði að segja neitt. En ef flokkurinn fær nógu slæma útreið í kosningunum er von til þess að þingmenn flokksins átti sig á því að starf þeirra felst í því að þjóna kjósendum - ekki forsetanum eða flokksforystunni.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Bandaríkjaþing samdi "The Department of Homeland Security Appropriations Act of 2007" voru sett inn ákvæði um lágmarkskröfur sem gera ætti þegar ráðinn væri yfirmaður FEMA (Federal Emergency Management Agency). Hugmyndin var ábyggilega að fyrirbyggja að sagan endurtæki sig og annar vanhæfur auli á borð við Michael Brown yrði ráðinn til að stjórna stofnuninni. Myndin til hliðar er af lögunum - en þingið ákvað að það væri hægt að ætlast til þess að yfirmaður FEMA hefði einhverja stjórnunarreynslu, og kannski einverja smá vitneskju um "homeland security" og "emegency management". Þetta finnst forsetanum auðvitað hin svívirðilegasta tilætlunarsemi, og þegar hann skrifaði undir lögin bætti hann við einni af sínum frægu "signing statements" - sem eru einhverskonar yfirlýsingar forsetans um að hann telji sig ekki þurfa að fara eftir eða framkvæma lög sem þingið setur:
Section 503(c)(2) vests in the President authority to appoint the Administrator, by and with the advice and consent of the Senate, but purports to limit the qualifications of the pool of persons from whom the President may select the appointee in a manner that rules out a large portion of those persons best qualified by experience and knowledge to fill the office. The executive branch shall construe section 503(c)(2) in a manner consistent with the Appointments Clause of the Constitution.
Að krefjast þess að yfirmaður FEMA hafi einhverja reynslu af líkum störfum takmarkar augljóslega hóp umsækjenda, og útilokar augljóslega "those persons best qualified".
M
Bush | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 7.10.2006
Um "sideways" utanríkisstefnu republikanaflokksins
Það er stórskrýtið hversu litla athygli yfirlýsing John Warner, um að bandarísk utanríkisstefna og stríðsrekstur í Írak væru "moving sideways" en ekki "forward", hefur fengið. Það er enn skrýtnara í ljósi þess að fyrir fáeinum dögum kom Bill Frist fram og sagði að kannski yrðu bandaríkin að leita eftir samvinnu Talibananna við að koma á friði í Afghanistan. Frist er meðal áhrifamestu leiðtoga flokksins, og Warner er formaður The Armed Services Committee. Þegar þeir segja að ástandið sé svo slæmt að það þurfi kannski að viðurkenna ósigur er full ástæða til að taka það alvarlega!
Auðvitað er það búið að vera augljóst öllu sæmilega vitibornu fólki sem les dagblöð að Bandaríkjaher var fyrir löngu búinn að tapa stríðinu í Írak. Það er sömuleiðis augljóst að republíkanaflokkurinn getur ekki viðurkennt þessa augljósu staðreynd. Flokkurinn hefur byggt kosningastrategíu sína núna, eins og undanfarna election cycles á því að vera flokkur stríðsreksturs, "tough on terror" og allt það. En fyrr en síðar þurfa leiðtogar flokksins að taka ábyrgð á ástandinu í Írak: Það kostar peninga að heyja stríð, og það kostar atkvæði að senda menn út í opinn dauðann. Fyrr en síðar þarf að binda enda á stríð. En það er skrýtið að leiðtogar flokksins séu að viðurkenna þetta svona rétt fyrir kosningar.
Ef það væru bara Frist og Warner sem væru að tala svona væri hægt að afskrifa það sem einangrað "crazy talk". En það hafa fleiri bæst í hópinn! Susan Collins, sem er republican senator frá Maine - og formaður Homeland Security Committee, hvorki meira né minna, hefur tekið undir með Warner. Í viðtali á föstudaginn lýsti hún því yfir að það væri "growing sense of unease" meðal þingmanna flokksins - og að það "unease" hefði aukist vegna yfirlýsinga Warner.
Samkvæmt Joseph Biden, sem er hæst setti demokratinn í the Foreign Relations Committee, hafa tveir öldungadeildarþingmenn republíkana - i viðbót við Warner - komið að máli við demokrataflokkinn og lýst sig reiðubúna til þess að komast að "bi-partisan" samkomulagi um að koma á "stöðugleika" í Írak, og að þeir væru tilbúnir til að ræða "alla valmöguleika".
Nú er forvitnilegt að sjá hvað Lieberman, sem er prinsippmaður, ætlar að gera? Það væri skemmtilegt ef Lieberman og Santorum yrðu einu pólítíkusarnir sem stæðu eftir við hlið forsetans.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
New York Times birti í morgun grein þar sem fjallað er um furðulegan lið í fjárlögum þessa árs - nefnilega 20 milljón dollara sem verja á til hátíðarhalda í Washington - "for commemoration of success" í Írak og Afghanistan. Og þar sem ekki tókst að eyða peningunum í ár, hefur liðurinn verið færður til næsta árs.
The original legislation empowered the president to designate a day of celebration to commemorate the success of the armed forces in Afghanistan and Iraq, and to issue a proclamation calling on the people of the United States to observe that day with appropriate ceremonies and activities.
Þetta finnst demokrötum auðvitað mjög sérkennilegt, og benda á að ef forsetinn hefði eytt örlítið minni tíma í að planleggja "Mission Accomplished" hátíðarhöld, væri betur komið fyrir bandaríkjunum og Írökum,
If the Bush administration had spent more time planning for the postwar occupation of Iraq, and less time planning mission accomplished victory celebrations, America would be closer to finishing the job in Iraq, said Rebecca M. Kirszner, communications director for Senator Harry Reid of Nevada, the Democratic leader.
En það verður að segjast republikönum til varnar að þeir hafa verið að "hugsa utan kassans" undanfarna daga - samanber hugmyndir Bill Frist um að það sé líklega best að leyfa talíbönunum að stjórna Afghanistan.
"the people that call themselves the taliban... You need to bring them into a more transparent type of government... And if that's accomplished, we'll be successful."
Af orðum Frist að skilja myndi það að koma talíbönunum aftur til valda teljast sem "success" og þá væri væntanlega hægt að halda hátíðleg "the success of the armed forces in Afghanistan". En demokratar vilja ekki leyfa hernum að vera "successful" og hlupu upp til handa og fóta og ásökuðu Frist um að hafa gefist upp, og vera fylgjandi "cut and run" strategíu.
Phil Singer, spokesman for the Democratic Senatorial Campaign Committee, said, "Doctors are supposed to wear the white coat, not wave the white flag. Dr. Frist's proposal to surrender to the Taliban ignores the fact that they enabled the 9/11 hijackers, give safe haven to al-Qaida and remain hell-bent on destroying Western civilization."
En samkvæmt talsmanni Frist á hann alls ekkert að hafa sagt um talíbanana - hann hafi verið að tala um mikilvægi þess að "Afghan tribesmen" "often targeted by Taliban recruitment" hefðu sæti í stjórn landsins. En það er ekki það sama og "the people who call themselves the Taliban" - og það er eiginlega alveg sama hvernig Frist snýr þessum undarlegu ummælum sínum, eftir stendur að forystumenn republikanaflokksins trúa því ekki að það sé hægt að vinna stríðið í Afghanistan.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríðsrekstur og utanríkisstefna ný-íhaldsmannanna sem stjórna Bandaríkjunum verður furðulegri með hverjum deginum. Seinasta tvistið er að Bill Frist lýsti því glaðhlakkalega yfir að það þyrfti sennilega að bjóða talibönunum að taka þátt í stjórn Afghanistan. Þetta er bráðgóð hugmynd, sennilega jafn góð og hugmynd BIll O'Reilly að koma Saddam Hussein aftur til valda.
Þá væri hringurinn fullkominn - við förum í stríð til þess að dreifa lýðræði og frelsi, því við hötum harðstjóra og ólýðræðisleg stjórnvöld meira en pláguna. Svoleiðis háleit markmið krefjast þess auðvitað að við sendum þúsundir manna út í opinn dauðann (og kannski drepst eitthvað af infæddum... en "democracy is messy", eins og Rumsfeld komst svo skáldlega að orði). Og sólundum milljörðum og aftur milljörðum af almannafé í þessar vonlausu herferð, jú og köllum alla sem voga sér að efast um að þetta sé klók utanríkispólítk "svikara" og ásökum þá um að hatast við "the troops". En svo kemur í ljós að þessir vondu svikarar sem efuðust um heilindi Rumsfeld og Bush höfðu á réttu að standa, og allt fer til helvítis - og hvað gerum við þá? Gefum Frist orðið:
"You need to bring them [the Taliban] into a more transparent type of government," Frist said during a brief visit to a U.S. and Romanian military base in the southern Taliban stronghold of Qalat. "And if that's accomplished, we'll be successful."
"Approaching counterinsurgency by winning hearts and minds will ultimately be the answer," Frist said. "Military versus insurgency one-to-one doesn't sound like it can be won. It sounds to me ... that the Taliban is everywhere."
Ha? Ég sem hélt að tal væri bara fyrir einhverskonar manndómsleysur og aumingja, Bandaríkin yrðu að sýna að þau væru sterk og óhrædd og létu engan bjóða sér byrginn? Ef þetta er ekki til marks um algjört gjaldþrot utanríkisstefnu republikanaflokksins veit ég ekki hvað.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)