Holsinger ekki bara á móti hommum - er líka ílla við sjúklinga

ekki bara hómófóbískt gamalmenni - líka vanhæfur drullusokkurÍ einhverri óskiljanlegri tilraun til að gleðja biblíubankandi hómófóbíska mannhatara hefur Bush bandaríkjaforseti tilnefnt James Holsinger næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger virðist hins vegar svo hörmulega vondur kostur að það er næstum útilokað að hann fái staðfestingu þingsins, því fyrir utan að hafa sérkennilegar skoðanir á kynferði og kynlífi virðist Holsinger vanhæfur sem læknir.

Meðan pabbi Bush var forseti var Holsinger nefnilega yfirlæknir heilbrigðiskerfis fyrrverandi hermana, Veterans Health Administration, og undir hans "stjórn" var boðið upp á svo vonda heilbrigðisþjónustu að annað eins hefur víst ekki sést, fyrr eða síðar.

Sjá New York Times, frá því í nóvember 1991:

A Congressional investigator has told a House subcommittee that she found shoddy care at veterans hospitals, including several cases in which incompetence and neglect led to the deaths of patients.

Dr. James Holsinger Jr., chief medical director of the department, told the subcommittee on Wednesday that he had begun management changes intended to improve quality since he took the job last year. 'Obviously Not Perfect'

Fyrr um árið hafði Holsinger viðurkennt að stofnunin bæri ábyrgð á dauða sex sjúklinga:

After an extensive review of 15 deaths between June 1989 and March 1990, the agency acknowledged blame in six, said Dr. James Holsinger Jr., the agency's chief medical officer.

Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðanda frá 1991 (Sjá Think Progress):

– There were multiple cases of “pure inattention.” In “one case a man lost a leg because he wasn’t checked regularly, in another, a bladder-cancer victim died because he went untreated for 45 days.”

– The GAO investigator “found serious problems at every one of six VA hospitals she visited, and that a broader examination of records found 30 VA hospitals had high numbers of patient complications and other indicators of substandard care.”

– The investigator “testified that the most serious problem found at the six medical centers was the lack of supervision of residents and interns, a problem she said had ’severe consequences for patients.’”

Óstjórnin var slík að fjöldi sjúklinga lést á spítölum VA - ekki vegna "læknamistaka", heldur vegna þess að þeir voru látnir bíða vikum saman eftir einföldum læknisaðgerðum.

En Holsinger hefur unnið sér fleira til frægðar en að hata homma, skrifa heimskulegar skýrslur og drepa sjúklinga - fyrrverandi hermenn, n.b.. Hann hefur einnig afrekað að keyra heilbrigðiskerfi Kentucky út í skurð. Eftir að Holsinger hafði stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky var það talið eitt það langlélegasta í öllum Bandaríkjunum!

LOUISVILLE, Ky. -- Kentucky ranks among the unhealthiest states - a plight that's largely self-inflicted due to smoking, eating fatty foods and not exercising enough, The Courier-Journal reported in a special section published Sunday.

Chronic poor health threatens lives and hits all Kentuckians in the pocketbook through taxes and insurance premiums, according to the Louisville newspaper's special report.

On almost every health measure, Kentuckians fare poorly - second worst nationally for cancer deaths, fifth worst for cardiovascular deaths and seventh worst for obesity, according to the paper, which published a special eight-page section on the state's poor health.

Kentuckians die at a rate of 18 percent above the national average, the newspaper reported. Its report said residents of all income levels are disabled and killed by cardiovascular disease, cancer and diabetes _ chronic illnesses that are linked to smoking, poor eating habits and sedentary lifestyles.

Það er rétt að rifja upp að þessi Holsinger karakter á, samkvæmt fréttatilkynningu forsetans, að einbeita sér að því að berjast gegn offitu og slæmu mataræði...

Þessi ömurlegi árangur Holsinger kostaði Bandaríska skattgreiðendur og alríkið hundruð milljóna:

Each of the state's major chronic diseases costs the Medicaid program hundreds of millions of taxpayer dollars. In the fiscal year ending June 2003, Medicaid spent $611 million for diabetes, $422 million for cancer, $372 million for coronary artery disease and $728 million for chronic obstructive pulmonary disease. The state and federal program provides health insurance for the poor, disabled and those in nursing homes.

En Holsinger lætur sér ekki nægja að sólunda fé skattgreiðenda. Meþodistakirkjan hefur ásakað hann um að hafa orkestrerað einhverskonar fjársvikamyllu, þar sem hann virðist hafa sölsað undir sig um 20 milljónir bandaríkjadali sem kirkjan gerir tilkall til...

Það kemur svosem ekki á óvart að svona snillingar skuli tilnefndir til mikilvægra embætta í ríkisstjórn George W. Bush.

M


Meira af veruleikafirringu Dr. Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni Bandaríkjanna

Holsinger lítur út eins og jólasveinn, sem er við hæfiUm daginn skrifaði ég færslu um James Holsinger, sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger er víst læknir og hefur m.a. stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky og kennt læknisfræði í læknaskólum. Svo er hann líka með afalegt grátt skegg og greindarlegt augnatillit. Akkúrat eins og bandarískir landlæknar eiga að líta út. En Holsinger er ekki bara læknir, því hann hefur líka brennandi áhuga á samkynhneigð.

Holsinger rekur líka kirkju sem boðar fagnaðarerindi afhommunar og hefur beitt sér fyrir því að kynvillingum sé ekki hleypt í Meþodistakirkjuna. Og það er svosem ekkert um það að segja annað en að við getum varla verið að amast við því að menn séu að boða hómófóbískt þvaður í sínum prívatkirkjum. Vandamálið er hins vegar að sem landlæknir mun Holsinger vera í aðstöðu til að þröngva forneskjulegum hugmyndum sínum upp á alla þjóðina.

Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að Holsinger virðist hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um mannslíkamann og kynlíf. Fyrir einum og hálfum áratug síðan skrifaði Holsinger nefnilega einhverskonar rannsókn um samkynhneigð fyrir Meþodistakirkjuna. Rök Holsinger eru hreinasta snilld... Skv. ABC news:

Holsinger’s paper argued that male and female genitalia are complementary — so much so “that it has entered our vocabulary in the form of naming pipe fittings either the male fitting or the female fitting depending upon which one interlocks within the other.” Body parts used for gay sex are not complementary, he wrote. “When the complementarity [sic] of the sexes is breached, injuries and diseases may occur.”

Holsinger wrote that “[a]natomically the vagina is designed to receive the peniswhile the anus and rectum — which “contain no natural lubricating function” — are not. “The rectum is incapable of mechanical protection against abrasion and severe damage … can result if objects that are large, sharp or pointed are inserted into the rectum,” Holsinger wrote.

Nú jæja. Þetta skrifar virtur læknir í skýrslu og finnst hann aldeilis hafa sannað mál sitt. Niðurstaða hans er að "anal eroticism," leiði til slysa og jafnvel dauða. Sérstaklega ef "stórir og beittir" hlutir eru með í spilunum? Svo heldur hann áfram, og reynir fyrir sér í skatólógíu sem er fyrir neðan virðingu flestra sem hafa útskrifast með barnaskólapróf:

The surgeon general nominee wrote that "even primitive cultures understand the nature of waste elimination, sexual intercourse and the birth of children. Indeed our own children appear to 'intuitively' understand these facts."

Whada? Rökin eru semsagt: 1) Kynfæri karlmanna passa ekki saman, og 2) Afturendinn er til þess að losa úrgang en ekki til "erótískra athafna"? Ég á erfitt með að skilja hvernig menntaður fullorðinn maður getur látið sér detta í hug að þetta séu einhverskonar "rök". En Holsinger og talsmenn heilbrigðisráðuneytisins eru hreint ekki sömu skoðunar. Holly Babin, talsmaður ráðuneytisins heldur því fram að þessi merkilega skýrsla Holsinger sé merkileg vísindaleg grein:

"That paper was a survey of scientific peer-reviewed studies that he was asked to compile by the United Methodist Church, it's not that he was saying 'this is what I believe,'" Babin said. "It's a reflection of the available scientific data from the 1980s."

Ég held að það sé nær að segja að þessar skoðanir samræmist níunda áratug nítjándu aldar en níunda áratug þeirrar tuttugustu. Alvöru læknar sem hafa litið á "skýrslu" Holsinger hafa enda varla átt orð til að lýsa undrun sinni.

Professor Eli Coleman, Director of the Program in Human Sexuality at the University of Minnesota Medical School said that the paper seems to have a pre-1970s view of human sexuality. "I an't imagine that any scientific journal would be able to publish this material because of its very narrow views of homosexuality," he said.

In fact, if one of his students handed the paper in, Coleman would give it a failing grade, he said. ... "It's a totally faulty paper. The man doesn't know anything about human sexuality," said June M. Reinisch, Ph.D., director emeritus of the Kinsey Institute for Research in Sex, Gender & Reproduction. "There's clearly a political agenda in this paper. This is not a scientific paper."

Paragraph by paragraph, Reinisch said Holsinger presents faulty arguments. Many homosexuals do not engage in the sexual act he criticizes; 40 percent of heterosexuals do"... Reinisch, who was director of the Kinsey Institute when Holsinger wrote this paper, said that if Holsinger "is going to come up with this position in 2007 I think I can clearly say that he is not qualified to be surgeon general."

Vandamálið er að ef menn geta kallað sig "dr" geta þeir ljáð greinum eins og þessari "vísindalegt" yfirbragð, og það er alltaf nóg af einfeldningum sem nægir ekki að dylja fordóma sína í trúarrugli, heldur þurfa líka að fela þá á bak við "vísindi".

M

Update: Það lítur fyrir að Holsinger sé eina fréttin í blogospherinu hér í Ameríku, því ég get ekki betur séð en allir liberal bloggarar séu búnir að skrifa um hann í dag. Sem er svosem ekkert skrýtið því undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar lítið spennandi. FBI er ennþá að rannsaka Ted "Bridge to nowhere" Stevens, frambjóðendur repúblíkana áttust við í kappræðum og kepptust um að lýsa frati í Bush, jú, og svo mallar saksóknarahreinsunarskandallin (sem héðan í frá heitir "Gonzalesgate") áfram. Ekkert af þessu neitt sérstaklega krassandi. Á stundum eins og þessari vantar okkur einhvern eins og Rick Santorum, einhvern sem við getum treyst á að gefi út jólasveinalegar yfirlýsingar minnst vikulega!


Lewis Scooter Libby, Plamegate og hefndir

ScooterWashington stórstjarnan og Neocon luminary, Scooter, stundum líka kallaður "Lewis Libby" var dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar (samkvæmt lögum mátti dæma Scooter í 30-37 mánaða fangelsi fyrir þann glæp) og svo fékk hann líka 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg önnur brot - en hann afplánar báða dómana samtímis, svo fangelsisvistin verður bara rétt innan við tvö og hálft ár...

Þetta eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla áhugamenn um Scooter "Libby" - því nú hefst áfrýjunarferlið, og það er enganveginn ljóst hvort "Libby" fái að ganga frjáls meðan hann bíður niðurstöðu. Samkvæmt AP sér dómarinn hins vegar "enga ástæðu" til að leyfa Scooter að ganga lausum meðan fjallað er um áfrýjunina:

People who occupy these types of positions, where they have the welfare and security of nation in their hands, have a special obligation to not do anything that might create a problem.

Þegar "Lewis Libby" var fundinn sekur í mars síðastliðnum þóttust margir áhugamenn um Washington og bandarísks tjórnmál sannfærðir um að Bush myndi náða Scooter - ég skrifaði þá færslu um að forsetinn myndi líklega ekki geta náðað sinn mann, án þess að brjóta eigin reglur í það minnsta (sjá hér) og nú virðist sem forsetinn ætli að standa við þessar reglur sínar: (skv. Reuters)

White House spokeswoman Dana Perino, travelling with Bush in Europe for the Group of Eight summit, said Bush felt sorry for the family of Lewis "Scooter" Libby, who was sentenced to 30 months in prison for lying and obstructing an investigation related to the Bush administration's handling of the Iraq war.

"The president said that he felt terrible for the family, especially his wife and his kids," Perino said.

But she noted that the appeals process, which could prove lengthy, was just getting under way.

"Given that and in keeping with what we have said in the past, the president has not intervened so far in any other criminal matter and he is going to decline to do so now," Perino said.

Þetta þykja ritstjórum National Review sennilega vondar fréttir, því þeir hafa krafist þess að Scooter verði umsvifalaust náðaður - enda hreinasta svívirða að jafn merkilegur maður verði látinn sitja í fangelsi. Rök NR eru að enginn "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - en sú staðhæfing byggist á þeirri firru að Valerie Plame hafi ekki verið "covert agent", og að Hvíta Húsið hafi ekki svipt leynd af henni til að sverta nafn eiginmanns hennar - Joseph Wilson - sem hafði svipt hulunni af lygum Hvíta Hússins varðandi ímyndaða kjarnorkuáætlun Saddam Hussein - en samkvæmt þeirri sögu átti Saddam að hafa reynt að kaupa "yellow cake" úran frá Afríku.

Það hefur hins vegar verið sýnt og sannað að Plame var "covert" - og það hafi því verið glæpur, reyndar enginn venjulegur glæpur, heldur landráð, að opinbera nafn og starf hennar. Auðvitað snérist þetta mál ekki um Libby, heldur Cheney, en það er ekki hlaupið að því að hremma "vara" forsetann í svona máli, og því var Libby "a fall guy".

Og það er ekki gaman að vera "a fall guy" fyrir menn eins og Cheney - og þó Scooter hafi sýnt aðdáunarvert rólyndi og yfirvegun meðan á réttarhöldunum stóð, að þeim loknum, og svo aftur nú, þegar lengd dómsins var tilkynnt, var eiginkona hans ekki eins róleg. Þegar dómur var kveðinn upp yfir "Libby" í mars var hún hreint ekki ánægð. Dana Milbank á Washington Post lýsti viðbrögðum þeirra hjóna þannig:

Just after noon in the sixth-floor courtroom, when the jury forewoman read the first guilty verdict, Libby briefly closed his eyes. While she read the other counts -- he was guilty on four of five -- Libby looked at his lawyer Ted Wells, who rubbed his chin. Libby's other lawyer, Bill Jeffress, exhaled deeply.

Libby's wife, Harriet Grant, was not as composed. In the first row of spectators, she hunched over and shook. A young member of Libby's defense team put his arm around her shoulders. After judge and jury left, Grant went over to hug her husband with a furious look on her face. Three reporters heard her say what sounded like, "We're gonna [expletive] 'em."

Það þóttust allir vita hverjir þessir "them" voru sem hún ætlaði að [expletive] - Cheney, Karl Rove og yfirmenn Scooter í Hvíta Húsinu. Síðan þá hefur hins vegar ekkert heyrst af hefnd Harriet Grant, en sagan kennir okkur konur eiga það til að sitja á svona hefndum.

M


mbl.is Lewis Libby dæmdur í 30 mánaða fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi yfirmaður Bandaríkjahers í Írak: stríðið er tapað

Bush og Sanchez, sem íranirnir halda að sé aðstoðarkeisari í BandaríkjunumLt. Gen. Ricardo Sanchez, sem stýrði bandaríkjaher í Írak fyrsta árið eftir fall Baghdad lét þessi ummæli í viðtali við dagblaðið San Antonio Express News í Texas að stríðið í Írak væri svo gott sem tapað, og að það besta sem Bandaríkjamenn gætu gert sér vonir um núna væri að "stave off defeat"

I think if we do the right things politically and economically with the right Iraqi leadership we could still salvage at least a stalemate, if you will — not a stalemate but at least stave off defeat,” Sanchez told the San Antonio Express-News. “It’s also kind of important for us to answer the question, ‘What is victory?’, and at this point I’m not sure America really knows what victory is.” ...

Sanchez, in his first interview since his career ended last year, is the highest-ranking former military leader yet to suggest the Bush administration fell short in Iraq. Retired Army Maj. Gen. John Batiste, who led the 1st Infantry Division in Iraq, appeared in a TV spot accusing the president of pursuing "a failed strategy that is breaking our great Army."

Sanchez, 56, who retired to San Antonio after his stint as commander of U.S. and coalition troops in Iraq, demurred when he was asked about blame.

"I'm not going to answer that question," he said. "That's something I am still struggling with and it's not about blame because there's nobody out there that is intentionally trying to screw things up for our country.  ....

En þó herforinginn telji kannski ekki að leiðtogar hersins eða þjóðarinnar séu viljandi að reyna að tapa stríðinu er hann ekki í nokkrum vafa um að leiðtogalið þjóðarinnar hafi brugðist:

"I am absolutely convinced that America has a crisis in leadership at this time and we've got to do whatever we can to help the next generation of leaders do better than we have done over the past five years," Sanchez said, "better than what this cohort of political and military leaders have done."

Síðan þá hefur AFP fréttastofan einnig flutt þessa frétt, en enn sem komð er hafa engar af stóru fréttastofunum hér vestra pikkað fréttina upp. En ein fyrsta fréttastofan til að taka eftir þessari frétt var Alalam í Íran, sem gladdist auðvitað yfir þessum fréttum, og lýsti því yfir að "Stríðskeisari Hins Mikla Satan hefði gefist upp":

US War Czar: Victory Impossible

...The man who led occupation forces in Iraq during the first year of the invasion says the US can forget about winning the war.

Og svo talaði frétt Alalam um Abu Ghraib. Það er vissulega rétt að hryllingurinn í Abu Ghraib átti sér stað meðan Sanchez stýrði Bandaríska hernum í Írak - og hann ber því ábyrgð á þeirri viðurstyggð, en seinast þegar ég athugaði var hann ekki "keisari". Herkeisari Bandaríkjanna er Douglas Lute. Það er skemmtilegt að hugsa til þess hversu mikið utanríkisstefna Bush og innrásin í Írak hafa gert til að vinna að framgangi lýðræðis í Mið Austurlöndum, nú, og bæta ímynd Bandaríkjanna. Stuðningsmenn stríðsins geta áræðanlega sannfært sjálfa sig um að yfirlýsingar Sanchez séu vatn á myllu Írana og annarra ólýðræðislegra ríkisstjórna Mið Austurlanda - en raunverulegu sökudólgarnir eru auðvitað þeir menn sem, gegn ráðgjöf allra sem eitthvað vissu, ákváðu engu að síður að steypa Bandaríkjunum út í þetta fáviskulega stríð.

Í skyldum fréttum: New York Times greindi fra því í morgun að samkvæmt mati yfirmanna bandaríkjahers í Baghdad hafi "the surge" ekki náð tilætluðum árangri - bandaríkjaher ráði varla við ástandið í einum þriðja borgarinnar! Herinn reynir ekki einu sinni að stilla til friðar tveimur þriðju hlutum Baghdad... Ég held að það geti varla talist annað en algjör ósigur.

M

Update:

Ég er búinn að vera að fylgjast með fjölmiðlum í dag, en hef ekki getað séð að það hafi neinn fjallað um þessa frétt. Það getur verið að mér hafi yfirsést eitthvað, en mér finnst skrýtið að engir af stóru amerísku fjölmiðlunum hafi séð ástæðu til þess að nefna að fyrrverandi æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak - sem stýrði hernum fyrsta ár hernámsins, sem er um leið hæst setti herforingi sem hefur gagnrýnt stríðsreksturinn til þessa - skuli koma og segja að stríðið sé tapað! Einhvernveginn fannst mér þetta nú samt fréttnæmt.

Eini blaðamaðurinn sem ég get séð að hafi nefnt þetta (fyrir utan bloggara) er Keith Olberman á MSNBC sem fjallaði um ummæli Sanchez í þætti sínum Countdown í gærkvöld. Aðalatriðið er að Bush og Hvíta Húsið geta varla haldið mikið lengur áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann: þetta djöfulsins stríð þeirra er tapað - og það er engum nema þeim, og skorti þeirra á forsjá og leiðtogahæfileikum að kenna.


Bush fellur í verði

Hvað ætli Bono hafi verið rukkaður?Á vef Newsweek er bráðfyndin smáfrétt um gengisfall George "the commander guy" Bush:

Yesterday, Bush headlined a fundraiser for the New Jersey state GOP, where donors could pay $5,000 to pose for a photo with the Commander in Chief. Expensive photo op, right? Well, that's actually cheaper that what donors paid just a year ago for a grip and grin with Bush. Last summer, GOP officials around the country charged at least $10,000 a pop for presidential photo op, a bargain compared to the $25,000-a-flash Bush commanded during some Republican National Committee fund-raisers back in 2000 and 2004.

Samkvæmt þessu er Bush rétt 20% af því sem hann var fyrir tæpum þremur árum. Samkvæmt sömu frétt kostar það 5.000 dollara að fá af sér mynd með pabba Bush eða Dick Cheney. Bush er samt ennþá metinn á við fimm Karl Rove, því það kostar bara 1.000 dollara að sitja fyrir á mynd með honum.

M


Giuliani er langsamlega versti kostur Repúblíkanaflokksins...

Giuliani og KerikÞað kemur ekki á óvart að stuðningur við Rudolph Giuliani meðal Repúblíkana sé að dala. Giuliani hefur verið líkt við Eisenhower, hann "eigi" 9/11 og sé einhvernveginn frá náttúrunnar hendi best til þess fallinn að berjast við hryðjuverk, og sé "America's Mayor". Munurinn á Giuliani og Eisenhower er þó sá að Eisenhower leiddi heri Bandamanna til sigurs í heimsstyrjöld, meðan Giuliani gerði ekkert annað en að vera borgarstjóri, og frekar ílla liðinn sem slíkur, í borg sem ráðist var á. Þegar kemur að hryðjuverkum hefur Giuliani ennfremur sýnt, með fyrra framferði, að hann tekur þau ekki alvarlega, og er algjörlega vanhæfur þegar kemur að því að skipuleggja viðbrögð við hryðjuverkaárásum.

Afrekaskrá Giuliani er ömurleg. Eftir að gerð var tilraun til að sprengja upp World Trade Center 1993 var Giuliani ráðlagt að staðsetja "The emergency command center" í neðanjarðarbyrgi í Brooklyn. Giuliani ákvað hins vegar að langasamlega besti staðurinn væri... í The World Trade Center! Sú ákvörðun ein ber vitni um ótrúlegt dómgreindarleysi og ætti að gera að verkum að Giuliani sé ekki treystandi til að leiða Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkum. Giuliani hefur að vísu kennt undirmönnum sínum um þá ákvörðun. Jerome Hauer, fyrrum "emergency management director" New York, fyrrverandi vinur Giuliani, sem sinnti því starfi meðan hann var borgarstjóri hefur hafnað þessari afsökun Giuliani, og gagnrýnt fyrrum yfirmann sinn harðlega.

Sem borgarstjóri hafði Giuliani einnig mistekist að koma á samstarfi lögreglu og slökkviliðs borgarinnar - þrátt fyrir að hafa margsinnis verið varaður við því að treysta þyrfti samstarf lögreglu og slökkviliðs, og útvega þeim nýjan búnað, m.a. nýjar talstöðvar. Giuliani gerði hvorugt, enda nýtur hann hvorki stuðnings lögreglu né slökkviliðsmanna í New York...

Í bréfi sem verkalýðsfélag slökkviliðsmanna í New York segir um Giuliani:

"Many people consider Rudy Giuliani 'America's Mayor,' and many of our members who don't yet know the real story, may also have a positive view of him. This letter is intended to make all of our members aware of the egregious acts Mayor Giuliani committed against our members, our fallen on 9/11, and our New York City union officers following that horrific day. ... The fundamental lack of respect that Giuliani showed our FDNY members is unforgivable - ... Our disdain for him is not about issues or a disputed contract, it is about a visceral, personal affront to the fallen, to our union and, indeed, to every one of us who has ever risked our lives by going into a burning building to save lives and property."

Ástæðan í þessu tilfelli var að Giuliani hafði ekki sinnt beiðnum slökkviliðsmanna um að ganga hart fram í að leita að leifum látinna slökkviliðsmanna í rústum á "Ground Zero". Þetta smáatriði með talstöðvarnar hefur svosem ekki heldur aflað honum neinna sérstakra vinsælda meðal slökkviliðsmanna eða eftirlifenda "first responders" sem fórust í september 2001:

The intensity of their feelings can be heard in the voice of Rosaleen Tallon. A stay-at-home mom who supports right-to-life candidates and lives in the unglamorous New York suburb of Yonkers, Tallon lost her brother Sean, a former Marine who became a probationary New York City firefighter, on 9/11. Six years later she is still enraged that Sean never heard the Fire Department's radioed "mayday" order to evacuate the twin towers before they fell. If he had, she says, he would have heeded the directions of his superiors and gotten out.

As Rosaleen will tell anyone willing to listen, the vintage radios that Sean and 342 other city firefighters carried at their deaths on 9/11 were known to be defective. The faulty radios were the target of years of scathing internal assessments, bureaucratic wrangling, and accusations of bidding favoritism, and still the Giuliani administration had never replaced them.

Þar á ofan hefur verið bent á að Giuliani hafi óþægilega náin tengsl við Bernard Kerik (sem er á myndinni hér að ofan) sem á mjög vafasaman feril. (sjá grein Newsweek um Kerik, og grein NYT).

En nóg um það. Þó Giuliani sé vanhæfur sem leiðtogi, og fyrirlitinn af lögreglu og slökkviliðsmönnum - sem eru raunverulega "The heroes of 9/11" getur verið að hann höfði til "the base" - kannski getur hann fylgt íhaldssömum stuðningsmönnum flokksins um "fjölskyldugildi"?

Giuliani er margfráskilinn, hefur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi, samband hans við börn sín af fyrri hjónaböndum eru "strained", það er til fjöldinn allur af myndum af honum í kvenmannsfötum (og meira að segja myndbandsupptökur) - hann hefur verið ötull talsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga, og eftir einn af hjónaskilnöðum sínum deildi hann íbúð með samkynhneigðum kunningjum sínum. 

Til þess að bæta gráu oná svart er Giuliani varla með neitt karisma. Í seinasta Rolling Stone var löng grein um Giuliani er honum lýst þannig:

Giuliani has good stage presence, but his physical appearance is problematic -- virtually neckless, all shoulders and forehead and overbite, with a hunched-over, Draculoid posture that recalls, oddly enough, George W. Bush...

Eftir að hafa horft á Giuliani í kappræðum repúblíkanaflokksins get ég ekki annað en tekið undir með þessari lýsingu - þegar Giuliani stendur við hliðina á Mitt Romney er persónuleikaskortur hans sláandi. 

Ég hef ekki með nokkru móti getað skilið af hverju Giuliani nýtur stuðnings Repúlbíkana í könnunum, og eina skýringin er að kjósendur flokksins þekki ekki neitt til hans. Leiðtogar íhaldssamra repúblíkana hafa enda fordæmt "America's Mayor": James Dobson, formaður "Focus on the Family" hefur lýst því yfir að hann muni frekar sitja heima en að kjósa Giuliani:

In a piece published on the conservative Web site WorldNetDaily, Dobson wrote that Giuliani's support for abortion rights and civil unions for homosexuals, as well as the former mayor's two divorces, were a deal-breaker for him.

"I cannot, and will not, vote for Rudy Giuliani in 2008. It is an irrevocable decision," he wrote.

"Is Rudy Giuliani presidential timber? I think not," Dobson wrote. "Can we really trust a chief executive who waffles and feigns support for policies that run contrary to his alleged beliefs? Of greater concern is how he would function in office. Will we learn after it is too late just what the former mayor really thinks? What we know about him already is troubling enough."

Ástæðan er stuðningur Giuliani við fóstureyðingar, og líklegt er að aðrir íhaldssamir repúblíkanar muni fara að dæmi Dobson, sérstaklega þegar fjölmiðlar fara að sýna ljósmyndir af honum í kjól og fjalla um stuðning hans við réttindi samkynhneigðra. Meðan hann var borgarstjóri New York sagði Giuliani m.a. í viðtali við CNN:

“I’m pro-choice. I’m pro-gay rights,”

Auðvitað kann ég að meta virðingu Giuliani við réttindum kvenna og samkynhneigðra. Og honum til tekna verður að taka fram að hann hefur ekki hlaupið í felur með þessa fyrri afstöðu sína, t.d. eins og Mitt Romney, sem hefur átt í stökustu vandræðum með að útskýra af hverju hann var pro-choice áður en hann var pro-life.

Ástæða þess hversu ílla mér líkar við Giuliani er að hann er tuddi - og frekar ógeðfelldur tuddi. Þetta andstyggðarinnræti hans braust fram með mjög skýrum hætti í seinustu kappræðum repúblíkana, þar sem hann snappaði á Ron Paul, eina frjálshyggjumanninn sem er eftir í Repúblíkanaflokknum. Rolling Stone lýsir samskiptum þeirra:

Yes, Rudy is smarter than Bush. But his political strength -- and he knows it -- comes from America's unrelenting passion for never bothering to take that extra step to figure shit out. If you think you know it all already, Rudy agrees with you. And if anyone tries to tell you differently, they're probably traitors, and Rudy, well, he'll keep an eye on 'em for you. Just like Bush, Rudy appeals to the couch-bound bully in all of us, and part of the allure of his campaign is the promise to put the Pentagon and the power of the White House at that bully's disposal.

Rudy's attack against Ron Paul in the debate was a classic example of that kind of politics, a Rovian masterstroke. The wizened Paul, a grandfather seventeen times over who is running for the Republican nomination at least 100 years too late, was making a simple isolationist argument, suggesting that our lengthy involvement in Middle Eastern affairs -- in particular our bombing of Iraq in the 1990s -- was part of the terrorists' rationale in attacking us.

Though a controversial statement for a Republican politician to make, it was hardly refutable from a factual standpoint -- after all, Osama bin Laden himself cited America's treatment of Iraq in his 1996 declaration of war. Giuliani surely knew this, but he jumped all over Paul anyway, demanding that Paul take his comment back. "I don't think I've ever heard that before," he hissed, "and I've heard some pretty absurd explanations for September 11th."

It was like the new convict who comes into prison the first day and punches the weakest guy in the cafeteria in the teeth, and the Southern crowd exploded in raucous applause. ...

The Paul incident went to the very heart of who Giuliani is as a politician. To the extent that conservatism in the Bush years has morphed into a celebration of mindless patriotism and the paranoid witch-hunting of liberals and other dissenters, Rudy seems the most anxious of any Republican candidate to take up that mantle. Like Bush, Rudy has repeatedly shown that he has no problem lumping his enemies in with "the terrorists" if that's what it takes to get over. When the 9/11 Commission raised criticisms of his fire department, for instance, Giuliani put the bipartisan panel in its place for daring to question his leadership. "Our anger," he declared, "should clearly be directed at one source and one source alone -- the terrorists who killed our loved ones."

Go-Go-GOPAf öllum frambjóðendum Repúblíkana er Rudy Giuliani líklegastur til að framlengja "arfleið" Bush áranna. Af öllum frambjóðendunum er hann líklega versti kosturinn fyrir bæði Bandaríkin og heimsfrið, og af öllum frambjóðendum flokksins er hann líka furðulegasti valkosturinn. Hver myndi trúa því að Repúblíkanar myndu íhuga að velja þennan mann sem frambjóðanda flokksins fyrir næstu kosningar:

M

 


mbl.is Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush tilnefnir landlækni sem trúir á afhommun

Dr James HolsingerBush hefur tilkynnt um tilnefningu sína á næsta landlækni Bandaríkjanna - og fyrir valinu varð maður að nafni Joseph Holsinger. Samvæmt tilkynningu Hvíta Hússins er Holsinger 

an accomplished physician who has led one of our Nation's largest healthcare systems, the State of Kentucky's healthcare system, and the University of Kentucky's medical center.

Hlutverk landlæknisins er fyrst og fremst að leiða umræðu um heilbrigðismál, sérstaklega forvarnir, og vera nokkurskonar opinber fulltrúi læknastéttarinnar.

As America's chief health educator, he will be charged with providing the best scientific information available on how Americans can make smart choices that improve their health and reduce their risk of illness and injury.

Þetta er allt gott og blessað - nema að þessi Holsinger hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt sér opinberlega gegn samkynhneigðu fólki, og fyrir að reka kirkju (maðurinn er nefnilega ekki bara læknir, heldur líka biblíu-entrepreneur) sem boðar afhommun. (Skv. Kentucky Lexington Herald-Leader):

[Holsinger] founded Hope Springs Community Church in a warehouse at 1109 Versailles Road. Calhoun called it a socially diverse congregation with a "very vital recovery ministry." It serves the homeless and those with addictions to drugs, alcohol and sex; and it has a Spanish-language Hispanic congregation with its own pastor.  [...]

Hope Springs also ministers to people who no longer wish to be gay or lesbian, Calhoun said.

"We see that as an issue not of orientation but of lifestyle," he said. "We have people who seek to walk out of that lifestyle."

Nú er það auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir - og ef menn vilja trúa því að guð hafi bannað samkynhneigð er það þeirra einkamál. Þetta sama fólk má svo iðka sinn frjálsa vilja og fara eftir þessari trú sinni. Það hefur hins vegar aldrei verið sýnt fram á (vísindalega) 1) að samkynhneigð sé skaðleg, þeim sem stunda hana eða þeim sem ungangast þá, og 2) að það sé hægt að "lækna" hana. Auðvitað eru til læknar, eins og annað fólk, sem er haldið hómófóbíu eða telur að guð hafi bannað samkynhneigð, og Holsinger virðist falla í þennan flokk.

Það er því eðlilegt að liberal bloggarar og baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra sé fullt efasemda um ágæti þessarar tilnefningar.

"Dr. James Holsinger has demonstrated in the past that he harbors religious-based prejudice towards homosexuals," said Jamie McDaniel, coordinator of Soulforce Lexington, the local chapter of a national organization that opposes the use of religion to oppress lesbian, gay, bisexual and transgender people. "As a gay American, I am deeply concerned over any surgeon general nominee not being healed of such personal prejudice."

"We can only hope that ... Dr. Holsinger would rely on scientific data and not church doctrine," Joel Ginsberg, executive director of the Gay and Lesbian Medical Association, said in a statement. "The Senate should take a hard look to make sure he isn't another in a long line of ideologically driven Bush administration nominees."

Það er reyndar merkilegt að Bush skuli reyna að tilnefna Holsinger, í ljósi þess hversu umdeildur hann getur orðið, því Holsinger þarf samþykki öldungadeildarinnar til að hljóta tilnefningu, og áður en hann fer fyrir öldungadeildina mun hann þurfa að mæta fyrir heilbrigðismálanefndina:

A date has not been announced for confirmation hearings for Holsinger's appointment. He will go before the U.S. Senate Committee on Health, Education, Labor and Pensions, chaired by Sen. Edward M. Kennedy, D-Mass. Three Democrats on the committee are presidential candidates: Sen. Hillary Rodham Clinton of New York, Sen. Barack Obama of Illinois and Sen. Christopher Dodd of Connecticut, a graduate of the University of Louisville law school. The GOP members include Sen. Lamar Alexander of Tennessee and Sen. Orrin Hatch of Utah. Kentucky's senators, Republicans Mitch McConnell and Jim Bunning, are not on the committee.

Holsinger þarf því að svara spurningum Hillary Clinton OG Barack Obama - sem eru bæði að sækjast eftir tilnefningu demokrataflokksins. (Og Chris Dodd, en hann telst varla með). Það er útilokað að Clinton eða Obama geti hleypt Holsinger í gegn, þ.e. eftir að grasrótarsamtök Demokrata hafa móbílíserað sitt fólk - og ef annað hvort Obama eða Clinton standa sig ekki í að grilla Holsinger er fyriséð að "the net-roots" verði trítílótt. Og það er jafn ólíklegt að Holsinger geti fengið samþykki allrar öldungadeildarinnar.

Eina skýringin á því að Bush sé að tilnefna Holsinger er því að hann vilji hleypa upp hasar í kringum hommaógnina sem er eitt helsta áhugamál "the base", þ.e. "socially conservative" repúblíkana. Og ekki veitir af, ef marka má fréttir af gremju íhaldssamra flokksmanna yfir stefnumálum forsetans.

M


Grasrótarstuðningur Repúblíkanaflokksins horfinn: flokkurinn mun héðan í frá alfarið fjármagnaður af milljarðamæringum?

Sjálfboðaliðar að hringja í grasrótarstuðningsmenn Rick SantorumFyrst þegar ég sá þessa frétt trúði ég henni eiginlega ekki, en þegar ég var búinn að lesa hana í Washington Times sannfærðist ég um að þetta væri satt og rétt. Semsagt: Repúblíkanaflokkurinn hefur rekið alla starfsmenn sem sáu um fjáröflun frá "venjulegum" kjósendum:

RNC fires phone solicitors 

The Republican National Committee, hit by a grass-roots donors' rebellion over President Bush's immigration policy, has fired all 65 of its telephone solicitors, Ralph Z. Hallow will report Friday in The Washington Times.

Faced with an estimated 40 percent fall-off in small-donor contributions and aging phone-bank equipment that the RNC said would cost too much to update, Anne Hathaway, the committee's chief of staff, summoned the solicitations staff last week and told them they were out of work, effective immediately, the fired staffers told The Times.

Það eru fréttir að annar af stóru stjórnmálaflokkunum skuli ekki geta safnað fé frá venjulegum kjósendum - og hafi ákveðið að gefa slíka fjáröflun algjörlega upp á bátinn! Að vísu neita talsmenn flokksins því að þetta hafi nokkuð með "a grass-roots donors' rebellion" - því leiðtogar repúblíkana halda áfram að neita að kjósendur séu á einhvern hátt ósáttir við flokkinn eða forsetann.

The national committee yesterday confirmed the firings that took place more than a week ago, but denied that the move was motivated by declining donor response to phone solicitations. 

"The phone-bank employees were terminated," RNC spokeswoman Tracey Schmitt wrote by e-mail in response to questions sent by The Times. "This was not an easy decision. The first and primary motivating factor was the state of the phone bank technology, which was outdated and difficult to maintain. The RNC was advised that we would soon need an entire new system to remain viable."

Brottreknu starfsmennirnir höfðu þó aðrar skýringar:

Fired employees acknowledged that the committee's phone equipment was outdated, but said a sharp drop-off in donations "probably" hastened the end of the RNC's in-house phone-bank operation. "Last year, my solicitations totaled $164,000, and this year the way they were running for the first four months, they would total $100,000 by the end of 2007," said one fired phone bank solicitor who asked not to be identified.

Flokkurinn hefur nefnilega verið duglegur við að espa upp útlendingahatur og fordóma meðal kjósenda sinna, og nú, þegar forsetinn og demokratar eru að leita leiða til að koma innflytjendamálum í skynsamlegt lag, eru þessir kjósendur foxvondir:

There has been a sharp decline in contributions from RNC phone solicitations, another fired staffer said, reporting that many former donors flatly refuse to give more money to the national party if Mr. Bush and the Senate Republicans insist on supporting what these angry contributors call "amnesty" for illegal aliens. "Everyone donor in 50 states we reached has been angry, especially in the last month and a half, and for 99 percent of them immigration is the No. 1 issue," said the former employee. 

Þessir símabankar flokksins og fjáröflun frá "the grass roots" voru ein mikilvægasta ástæða velgengni repúblíkana undanfarna áratugi: Repúblíkönum gekk betur en demokrötum að móbílísera grasrótarhreyfingu flokksins. Þessi starfsemi átti uppruna sinn á áttunda áratugnum, og skilaði flokknum sigri í forsetakosningum á níunda áratugnum og sigri í þingkosningunum 1994. Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég líka færslu um pólítískt uppeldi Karl Rove - en þegar hann var ungur og luralegur drengstauli vann hann í kjallaranum hjá Richard Nixon við að rækta þessar sömu grasrætur.

Flokkurinn er samt ekki í neinum fjárkröggum:

he RNC spokeswoman denied that the committee has seen any drop-off in contributions. "Any assertion that overall donations have gone down is patently false," Miss Schmitt said. "We continue to out raise our Democrat counterpart by a substantive amount (nearly double)."

Þessi staðhæfing er að vísu röng - repúblíkönum gengur ágætlega að safna fjárframlögum, en allar fréttir benda til þess að demokratar standi betur að vígi í fjáröfluninni en frambjóðendur Repúblíkana. Samtals hafa frambjóðendur demokrata safnað 78 miljónum bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins, meðan frambjóðendur repúblíkana hafa einvörðungu safnað 53.6 milljónum. (sjá úttekt Eric Kleefeld á Talking Points Memo) Sömu sögu er að segja af fjársöfnun fyrir næstu þingkosningar. Skv. Roll Call:

The Democratic Congressional Campaign Committee raised $19 million in the first three months of the year and ended March with more than a $7 million cash-on-hand advantage over its Republican counterpart, fundraising reports due to be filed on Friday will show...

The National Republican Congressional Committee raised $15.8 million in the quarter, a significantly smaller haul than the committee had in the first quarter of both 2005 and 2003, when the GOP still held the House majority.

Þessir yfirburðir eru kannski mikilvægari vegna þess að Demokrötum virðist ganga betur en Repúblíkönum að virkja nútímatækni og ná til "grasrótanna". Washington Times benti fyrir nokkrum vikum t.d. á að demokrötum gangi mun betur en repúblíkönum að safna fé á netinu, og Washington Post birti fyrir rétt viku síðan grein um yfirburði demokrataflokksins á internetinu.

Þessar fréttir, þegar þær eru teknar saman, boða ekki gott fyrir repúblíkanaflokkinn í næstu kosningum.

M


Bill O'Reilly og John McCain ræða feðraveldið

Stundum er engin leið að þekkja Bill O'Reilly og karakter Steven Colbert, á "the Colbert Report" í sundur. Í gærkvöld fékk Bill-O John McCain í heimsókn (sjá YouTube upptöku hér að neðan), til að ræða um málefni líðandi stundar. Undir lok viðtalsins vildi O'Reilly svo fá álit McCain á feðraveldinu, því O'Reilly hefur víst miklar áhyggjur af því að "the white, Christian, male power structure" standi frammi fyrir árásum frá "the far left": (frá Demokrataflokknum)

O’REILLY: But do you understand what the New York Times wants, and the far-left want? They want to break down the white, Christian, male power structure, which you’re a part, and so am I, and they want to bring in millions of foreign nationals to basically break down the structure that we have. In that regard, Pat Buchanan is right. So I say you’ve got to cap with a number.

Þessi orðaskipti leiddust þvínæst út í umræðu um þessa innflytjendur, og að lokum játaði McCain að hann deildi þessum áhyggjum O'Reilly af feðraveldinu: 

MCCAIN: In America today we’ve got a very strong economy and low unemployment, so we need addition farm workers, including by the way agriculture, but there may come a time where we have an economic downturn, and we don’t need so many.

O’REILLY: But in this bill, you guys have got to cap it. Because estimation is 12 million, there may be 20 [million]. You don’t know, I don’t know. We’ve got to cap it.

MCCAIN: We do, we do. I agree with you.

Ég hélt að það hefði verið tekin ákvörðun um það, einhverntímann upp úr miðri 20 öld, að við ætluðum að viðurkenna að það gæti fleira fólk en hvítir kristnir karlmenn stýrt samfélaginu, og að bæði konur og minnihlutahópar ættu að hafa aðgang að völdum og áhrifum? En í kokkabókum Bill O'Reilly er slíkur jafnréttis og lýðræðisboðskapur einhverskonar "öfgavinstrimennska"?

M


Pyntingar bandaríkjahers og CIA ‘Outmoded, amateurish and unreliable’ skv. sérfræðingum

Pyntingar hafa verið mikið í umræðunni í Bandaríkjunum. Pyntingar og íll meðferð á föngum virðist t.d. hafa orðið eitt mikilvægasta prinsippmál repúblíkanaflokksins. Í kappræðum forsetaframbjóðenda flokksins fyrir tveimur vikum kepptust frambjóðendurnir nefnilega við að yfirbjóða hvorn annan þegar þeir voru spurðir hvað þeir myndu vera tilbúnir að ganga langt í að kreista upplýsingar út úr grunuðum hryðjuverkamönnum. Mitt Romney bauðst t.d. til að tvöfalda tvöfalda Guantanamo. Eftirfarandi upptaka af kappræðunum segir sennilega allt sem segja þarf:

Hvað það er sem veldur þessari pyntingaást flokksins er mér eiginlega hulin ráðgáta, og segir líklega meira um andlegt ástand "the base", þ.e. hörðustu stuðningsmanna flokksins, kjósenda sem ráða því hverjir sigra prófkjör. Þetta pyntingarugl er eitt mikilvægasta framlag Bush stjórnarinnar til pólítískrar umræðu í Bandaríkjunum, því stjórnin hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir því að pyntingar verði viðurkenndar sem hluti af "eðlilegum" vinnubrögðum hersins og leyniþjónustunnar - og Fox news og aðrir meðlimir blaðurmaskínunnar hafa svo gripið fánann á lofti og talað fjálglega um Jack Bauer, og sjónvarpsseríuna 24, sannfærðir um að það sé ekki hægt að sigra "stríðið gegn hryðjuverkum" nema Bandaríkjamenn leggist enn lægra en Al-Qaeda.

Það sem gerir þetta pyntingamál fáránlegra er að síðan fréttir af Abu Ghraib bárust fyrst, og jafnvel enn fyrr, hafa yfirheyrslusérfræðingar varað við því opinberlega að pyntingar séu nánast gangslausar! New York Times flutti svo í gær frétt af nýrri skýrslu sem samin var fyrir stjórnina af öllum helstu sérfræðingum í yfirheyrslum:

As the Bush administration completes secret new rules governing interrogations, a group of experts advising the intelligence agencies are arguing that the harsh techniques used since the 2001 terrorist attacks are outmoded, amateurish and unreliable.

The psychologists and other specialists, commissioned by the Intelligence Science Board, make the case that more than five years after the Sept. 11 attacks, the Bush administration has yet to create an elite corps of interrogators trained to glean secrets from terrorism suspects.

Frekar en að þjálfa menn í að yfirheyra fanga, t.d. með því að halda í og ráða menn sem kunna arabísku, eða leita að yfirheyrsluaðferðum sem raunverulea virka, hefur stjórnin barist fyrir því að rýmka lagaheimildir fyrir pyntingum:

Robert F. Coulam, a research professor and attorney at Simmons College and a study participant, said that the government’s most vigorous work on interrogation to date has been in seeking legal justifications for harsh tactics. Even today, he said, “there’s nothing like the mobilization of effort and political energy that was put into relaxing the rules” governing interrogation.

Skýrsluhöfundar benda á að í seinni heimsstyrjöldinni hafi Bandaríkjaher haft mun áræðanlegri yfirheyrsluaðferðir, sem hafi ekki byggst á ofbeldi og villimennsku:

...some of the experts involved in the interrogation review, called “Educing Information,” say that during World War II, German and Japanese prisoners were effectively questioned without coercion.

It far outclassed what we’ve done,” said Steven M. Kleinman, a former Air Force interrogator and trainer, who has studied the World War II program of interrogating Germans. The questioners at Fort Hunt, Va., “had graduate degrees in law and philosophy, spoke the language flawlessly,” and prepared for four to six hours for each hour of questioning, said Mr. Kleinman, who wrote two chapters for the December report.

Mr. Kleinman, who worked as an interrogator in Iraq in 2003, called the post-Sept. 11 efforts “amateurish” by comparison to the World War II program, with inexperienced interrogators who worked through interpreters and had little familiarity with the prisoners’ culture.

En svoleiðis skipulag, undirbúning og fagmennska höfðar ekki til drulluháleista sem halda að ofbeldi og tuddaskapur séu til marks um karlmennsku, smádrengja sem eru búnir að horfa of mikið á sjónvarp og langar til að sparka í annað fólk.

President Bush has insisted that those secret “enhanced” techniques are crucial, and he is far from alone. The notion that turning up pressure and pain on a prisoner will produce valuable intelligence is a staple of popular culture from the television series “24” to the recent Republican presidential debate, where some candidates tried to outdo one another in vowing to get tough on captured terrorists.

M

Update: ég fann lengra myndskeið af þessari pyntingarumræðu - það er mun betra en fyrra myndskeiðið, því þeir fara ekki almennilega á flug fyrr en svolítið er liðið á svörin!

Bestu partarnir eru Romney, c.a. 3:20 markinu, þegar hann talar um að það þurfi að tvöfalda Guantano, því Guantanamo sé frábært vegna þess að þar hafi hryðjuverkamennirnir ekki aðgang að lögfræðingum...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband