fim. 19.4.2007
Fjöldamorðin í Virginíu sanna að ÉG hef á réttu að standa!
Í framhaldi af skrifum mínum í gær og fyrradag um tilraunir sumra fréttaskýrenda til þess að kenna fjölmenningarlegu samfélagi Bandaríkjanna og umburðarlyndi um að hafa valdið fjöldamorðunum í Virginíu fannst mér við hæfi að endurbirta þessa grein sem ég fann á Boing Boing. Greinin var skrifuð í tilefni hryðjuverkaárásanna 2001, en á jafn vel við núna, maður þarf bara að skipta út bombing fyrir shooting og World Trade Center fyrir Virginia Tech.
Why the Bombings Mean That We Must Support My Politics
Of course the World Trade Center bombings are a uniquely tragic event, and it is vital that we never lose sight of the human tragedy involved. However, we must also consider if this is not also a lesson to us all; a lesson that my political views are correct. Although what is done can never be undone, the fact remains that if the world were organised according to my political views, this tragedy would never have happened.
Many people will use this terrible tragedy as an excuse to put through a political agenda other than my own. This tawdry abuse of human suffering for political gain sickens me to the core of my being. Those people who have different political views from me ought to be ashamed of themselves for thinking of cheap partisan point-scoring at a time like this. In any case, what this tragedy really shows us is that, so far from putting into practice political views other than my own, it is precisely my political agenda which ought to be advanced.
Not only are my political views vindicated by this terrible tragedy, but also the status of my profession. Furthermore, it is only in the context of a national and international tragedy like this that we are reminded of the very special status of my hobby, and its particular claim to legislative protection. My religious and spiritual views also have much to teach us about the appropriate reaction to these truly terrible events.
Countries which I like seem to never suffer such tragedies, while countries which, for one reason or another, I dislike, suffer them all the time. The one common factor which seems to explain this has to do with my political views, and it suggests that my political views should be implemented as a matter of urgency, even though they are, as a matter of fact, not implemented in the countries which I like.
Of course the World Trade Center attacks are a uniquely tragic event, and it is vital that we never lose sight of the human tragedy involved. But we must also not lose sight of the fact that I am right on every significant moral and political issue, and everybody ought to agree with me. Please, I ask you as fellow human beings, vote for the political party which I support, and ask your legislators to support policies endorsed by me, as a matter of urgency.
It would be a fitting memorial.
Ég veit ekki alveg hversu oft ég hef lesið variasjónir á þessa grein í gegn um tíðina, í tilefni mismunandi voðaverka, en þetta virðist vera frummynd þeirra allra. Svo las ég nýlega náskylda grein, skrifaða í tilefni dauða einhvers rithöfundar, nema inntak hennar var að deila með umheiminum, af þessu tilefni, hversu vel lesinn og svalur greinarhöfundur væri. Þetta er alveg sérstök tegund blogg og blaðaskrifa: "Nú skrifa ég grein um eitthvað merkilegt listaverk/bók/kvikmynd, en bara til að minna alla á hversu klókur ég sé." Inntakið er alltaf það sama: ég ég ég. Jæja, það er líka kominn tími til að fara að tala aftur um Alberto Gonzales. Það er ekki með nokkru móti hægt að hlusta á þessar þingyfirheyrslur, svo ég læt mér nægja að lesa um aðalatriðin einhverntímann í kvöld - vegna þess að svona yfirheyrslur taka allan helvítis daginn og Gonzales fer undan öllum spurningum í vesældarlegum flæmingi.
Og svo er fátt leiðinlegra en að hlusta á senatora "spyrja spurninga" við svona uppákomur. Inntak flestra spurninga er "ég, ég, ég - nú er ég að tala..."
M
Update: Fyrir þá sem hafa áhuga á yfirgengilegum pólítískum bloggnördisma og geta ekki beðið eftir alvöru fréttum af því hvaða afsakanir Gonzales reynir að selja þingmönnum er bent á að The Blue State er a "liveblogga" Gonzalesyfirheyrsluna - og fyrir þá sem vilja lesa aðeins vandaðari blogg er bent á TPM sem er líka að liveblogga Gonzales, með vídeóupptökum og alles!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar ég sá fréttir af því að dálkahöfundur National Review Online Derbyshire hefði ásakað fórnarlömb fjöldamorðanna við Virginíuháskóla um hugleysi var ég furðu lostinn. Bæði vegna þess að National Review er frekar virt mágagn bandarískra nýíhaldsmanna - ekki einhverskonar ómerkilegt "fringe" blogg, og svo líka vegna þess að skoðanir Derbyshire voru svo svívirðilega ógeðfelldar að ég hefði ekki getað ímyndað mér að nokkrum manni hefði dottið í að setja þær á blað. Það hefur því komið mér enn meira á óvart að uppgötva að Derbyshire er engan veginn einn um að vilja kenna fórnarlömbunum um glæpinn og halda því fram að fórnarlömbin hafi verið gungur og skort karlmennsku!
Nathaniel Blake, sem skrifar fyrir Human Events Online:
College classrooms have scads of young men who are at their physical peak, and none of them seems to have done anything beyond ducking, running, and holding doors shut. Meanwhile, an old man hurled his body at the shooter to save others.
Something is clearly wrong with the men in our culture. Among the first rules of manliness are fighting bad guys and protecting others: in a word, courage. And not a one of the healthy young fellows in the classrooms seems to have done that.
Like Derb, [Derbyshire] I dont know if I would live up to this myself, but I know that I should be heartily ashamed of myself if I didnt. Am I noble, courageous and self-sacrificing? I dont know; but I should hope to be so when necessary.
"Am I noble, corageous and self-sacrificing?" Skrifar maðurinn um leið og hann hæðir fórnarlömb fjöldamorðinga!? Nei, mr. Blake er sennilega ekki "a noble, corageous and self-sacrificing" - hver sá sem skrifar svona um sjálfan sig er sennilega sjálfumglatt, narssíssískt skítseyði!
Mark Steyn, á National Review
Virginia Tech students are] not children. The students at Virginia Tech were grown women and if youll forgive the expression men .
We do our children a disservice to raise them to entrust all to officialdoms security blanket. Geraldo-like protection is a delusion: when something goes awry whether on a September morning flight out of Logan or on a peaceful college campus the state wont be there to protect you. Youll be the fellow on the scene who has to make the decision. [ ]
Murderous misfit loners are mercifully rare. But this awful corrosive passivity is far more pervasive, and, unlike the psycho killer, is an existential threat to a functioning society.
Karlmennskuleysi karlkyns nemenda Virginia Tech er um að kenna: samfélagið hefur talið þeim trú um að þeir eigi ekki að eiga von á því að vera myrtir um hábjartan dag, og mistekist að kenna þeim að verja sig fyrir vopnuðum vitfirringum. Ergó: Ekki bara eru fórnarlömbin aumingjar - það er samfélaginu að kenna.
Michelle Malkin, sem er syndicated columnist og einn af best þekktu bloggurum repúblíkana:
Instead of teaching students to defend their beliefs, American educators shield them from vigorous intellectual debate. Instead of encouraging autonomy, our higher institutions of learning stoke passivity and conflict-avoidance. And as the erosion of intellectual self-defense goes, so goes the erosion of physical self-defense.
Enough is enough, indeed. Enough of intellectual disarmament. Enough of physical disarmament. You want a safer campus? It begins with renewing a culture of self-defense mind, spirit and body. It begins with two words: Fight back.
Rauður þráður í gegn um öll þessi skrif er að voðaverkin séu samfélaginu að kenna - ekki vegna þess að samfélagið hafi rekið fjöldamorðingjann út í ódæðisverkin, heldur vilja Malkin, Derbyshire, Steyn og Blake, sem eru öll dálkahöfundar og fréttaskýrendur á hægrivængnum, kenna samfélaginu um að hafa framleitt fórnarlömb! Aðalrökin hjá þeim öllum eru að samfélagið, með allri sinni fjölmenningu og umburðarlyndi, hafi getið af sér getulausa karlmenn sem þori ekki að afvopna vitfirrta fjöldamorðingja. Þetta er merkilegasta tilbrigðið við "kennum samfélaginu um" rökin, sem lengi vel voru einvörðungu notuð af vinstrimönnum, sem þurftu að þola stöðugt háð fyrir vikið. Nú virðast sumir bandarískir hægrimenn vera búnir að taka þessa hugmynd upp.
Það stendur líka upp úr að Derbyshire, Steyn og Blake ásaka allir karlkyns fórnarlömb og eftirlifendur fjöldamorðingjans um skort á karlmennsku - og nota tækifærið til þess að upphefja eigin hetjulund og tala fjálglega um hversu miklar hetjur þeir hefðu sjálfir reynst undir sömu kringumstæðum. Það er sannarlega mjög karlmannlegt að upphefja sjálfan sig á kostnað fórnarlamba fjöldamorðs? Maður þarf að elska sjálfan sig mjög mikið til þess að geta notað harmleik á borð við þennan (eða yfirleitt dauða nokkurs manns) sem afsökun til þess að skrifa lofræðu um sjálfan sig og kosti sína.
M
Vinstrimenn hafa auðvitað lagt til að banna vopnaburð - sem er ógerlegt, bæði vegna þess að þð er of mikið af byssum í umferð nú þegar, og vegna þess að stjórnarskráin tryggir vopnaburðarrétt almennings. En sem betur fer eru "the social conservatives" og family values hugsuðir sem geta leyst erfið félagsleg vandamál sem vinstrimenn ráða ekki við! Og hver skyldi lausnin vera? Nú, augljóslega að nota biblíuna í líffræðikennslu! Vegna þess að allt ofbeldi, öll samfélagsleg vandamál, og yfirleitt allt sem miður fer er afleiðing þess að við höfum leyft allskonar "vísindamönnum" og öðrum meðlimum "the reality based community" að vaða uppi og útskýra veröldina í stað þess að leita að öllum svörum alltaf í biblíunn...
Ken Ham, sem er hávær talsmaður þess að þróunarkenningu Darwin, svo kenna megi sköpunarsögu biblíunnar, skrifaði í gær hugleiðingar um fjöldamorðin:
We live in an era when public high schools and colleges have all but banned God from science classes. In these classrooms, students are taught that the whole universe, including plants and animals--and humans--arose by natural processes. Naturalism (in essence, atheism) has become the religion of the day and has become the foundation of the education system (and Western culture as a whole). The more such a philosophy permeates the culture, the more we would expect to see a sense of purposelessness and hopelessness that pervades people's thinking. In fact, the more a culture allows the killing of the unborn, the more we will see people treating life in general as "cheap."I'm not at all saying that the person who committed these murders at Virginia Tech was driven by a belief in millions of years or evolution. I don't know why this person did what he did, except the obvious: that it was a result of sin. However, when we see such death and violence, it is a reminder to us that without God's Word (and the literal history in Genesis 1-11), people will not understand why such things happen.
Greinin öll er vangavelta um að guð láti hluti ekki gerast að ástæðulausu - en undirliggjandi boðskapur hennar er að voðaverk eins og það sem átti sér stað í fyrradag séu skiljanleg í ljósi þess að það sé verið að kenna vísindi í skólum, og að samfélagið hafi "banned God from science classes", (nb. hann er ekki að bolsótast yfir því að guð fái ekki inni í skólum, heldur að guð sé ekki kenndur í líffræði, eðlisfræði eða efnafræði!) - og að samfélag sem leyfi fóstureyðingar kalli yfir sig hugsunarhátt sem leiði til fjöldamorða.
Eftir fjöldamorðin í Columbine kom Ham fram með nákvæmlega sömu skýringu. Hugsunin er einhvernveginn sú að þar sem þróunarkenningin segi að menn hafi þróast af öpum og dýrum, hvetji það nemendur til þess að sjá sjálfa sig sem villidýr og kasta af sér öllum böndum siðmenningar, skynsemi og siðgæðis. Til grundvallar þessari furðulegu hugmynd býr auðvitað botnalus vantrú á siðferðislegan styrk eða skynsemi annars fólks - að maðurinn sé svo breyskur og spilltur að ef hann lifi ekki í stöðugum ótta við refsiglaðan guð, og sé minntur á guð og biblíuna við hvert fótmál, hljóti hann ekki aðeins að falla í freystni, heldur leiðast til fjöldamorða!?
Þegar Ham kenndi þróunarkenningunni um fjöldamorðin í Columbine var hann þó ekki einn á báti, því enginn annar en Tom DeLay kvaddi sér hljóðs í þingsal til að lýsa því yfir að þróunarkenningin (og útivinnandi mæður, leikskólar og getnaðarvarnir) væru orsök slíkra voðaverka!
...because we place our children in day care centers where they learn their socialization skills among their peers under the law of the jungle, ... our school systems teach the children that they are nothing but glorified apes who are evolutionized [sic] out of some primordial soup.*
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að leggja út af þessum orðum DeLay, annað en að í ræðunni taldi hann upp allt sem honum finnst að í nútímasamfélagi, sjónvarpsáhorf barna, tölvuleikir (eða dungeons and dragons - það er ekki alveg ljóst hvort hann á við þegar hann talar um "virtual worlds", en þar sem þetta er 1999 held ég að hann hafi sennilega verið að tala um D&D), getnaðarvarnir, einhleypar mæður osfv.
Það sem er merkilegt við þessa vangaveltur DeLay og Ham er að þeir virðast í einlægni trúa því að Bandarískt samfélag sé að molna, m.a. vegna þess að sköpunarsaga biblíunnar sé ekki kennd í skólum. Vandamálið er augljóst: það er eitthvað að í samfélagi þar sem ungt fólk heldur að fjöldamorð séu eðlilegt svar við sálarangist. En okkur virðist greina á um hver orsökin sé. Ég leyfi mér þó að fullyrða að hún, og lausnin, finnast ekki meðan menn eins og DeLay og Ham eru ekki bara fullgildir þátttakendur í umræðunni, heldur komast til valda og áhrifa og geta mótað félagsgerðina, sett lög og stýrt samfélaginu.
M
*Fyrir þá sem trúa því ekki að DeLay hafi látið þetta út úr sér er bent á að fletta þessu upp - ég trúði þessu ekki sjálfur. Það er eitt að vitleysingar eins og Ham vogi sér að kenna kennslu í vísindum um fjöldamorð, en að einn valdamesti þingmaður Repúblíkanaflokksins finnist það eðlilegt er eiginlega of ótrúlegt. En semsagt, þessi ummæli er að finna í umræðum um CONSEQUENCES FOR JUVENILE OFFENDERS ACT OF 1999 -- (House of Representatives - June 16, 1999), blaðsíðu H4366, og það er hægt að finna þessi ummæli í þíngtíðindum neðri deildar, sem eru leitanleg.
þri. 17.4.2007
Nemendur Virginia Tech allir aumingjar og heybrækur... sérstaklega þeir sem voru myrtir?
Bandaríkjamenn eru að vonum (flest) allir harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. Allir nema John Derbyshire, sem er dálkahöfundur á National Review Online. Derbyshire hefur áður getið sér frægðar fyrir hómófóbíu og að kalla homma öllum íllum nöfnum, - fyrir að kalla alla andstæðinga innrásarinnar í Írak homma og heybrækur - fyrir að efast um hetjulund og karlmennsku breksu sjóliðanna sem var rænt af Mahmud Ahmadinejad fyrir ströndum Íran, jú, og fyrir að vera einhverskonar mjög alvarlegur pervert með nauðgunarfantasíur og annarlegar hvatir til ungra stulkna... Og nú er Derbyshire stiginn aftur fram á ritvöllinn, til þess benda á hversu miklu, miklu, hetjulegri hann sé en fórnarlömb fjöldamorða gærdagsins, og hversu ömurlegar heybrækur nemendur Virginia Tech séu:
As NROs designated chickenhawk, let me be the one to ask: Where was the spirit of self-defense here? Setting aside the ludicrous campus ban on licensed conceals, why didnt anyone rush the guy? Its not like this was Rambo, hosing the place down with automatic weapons. He had two handguns for goodness sake one of them reportedly a .22.
Því, eins og allir vita, þurfa vitfirrtir byssumenn og fjöldamorðingjar að vera vopnaðir öflugri vopnum en litlum skambyssum til þess að vera hættulegir? Og svo var þetta einhver asískur rindill en ekki vöðvastæltur sérsveitarmaður! Hah! Derbyshire hefði sko alveg tekið málin í sínar hendur.
At the very least, count the shots and jump him reloading or changing hands. Better yet, just jump him. Handguns arent very accurate, even at close range. I shoot mine all the time at the range, and I still cant hit squat. I doubt this guy was any better than I am. And even if hit, a .22 needs to find something important to do real damage your chances arent bad.
Þetta hefðu nemendur VT átt að muna: Meira að segja Derbyshire er ömurleg skytta, og þess vegna hefðu þeir getað yfirbugað byssumanninn. "your chances arent bad"... nema manni finnist súrt að vera drepinn?
Yes, yes, I know its easy to say these things: but didnt the heroes of Flight 93 teach us anything? As the cliche goes and like most cliches. Its true none of us knows what hed do in a dire situation like that. I hope, however, that if I thought I was going to die anyway, Id at least take a run at the guy.
Svona á maður að enda hugleiðingar um vðaverk og þjáningar annarra: með því að minna á að maður sé sjálfur sko alveg obboðslega hugrakkt karlmenni! Derbyshire er reyndar svo ótrúlega ósmekklegur og vitfirrtur drullusokkur að það mætti halda að hann væri karakter úr einhverju sketsi eftir Sasha Baron Cohen. Ég mæli sérstaklega með analýsu Michael Bérubé á "bókadómi" Derbyshire um Lolitu, eftir Nabokov, og augljósa aðdáun hans á Humbert Humbert. Einn stórfenglegasti partur bókardómsins (sem er einhverskonar stórskuggleg vangavelta Derbyshire um óskildustu hluti) er þegar hann færir fyrir því "rök" að það sé hægt að nota tölur um nauðganir til þess að "sanna" að unglingsstúlkur séu meira aðlaðandi en fullorðnar konur.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
þri. 17.4.2007
Samtök bandarískra íhaldsmanna vilja Gonzales burt
Þegar fjallað er um saksóknarahreinsunina og hneykslismál Alberto Gonzales vill það oft gleymast að gagnrýni á hann er ekki flokkspólítískt mál: gagnrýni á embættisfærslur hans eru ekki allar eða einvörðungu úr herbúðum "vinstrimanna" eða Demokrata. Framburður Gonzales, og allur málatilbúnaður dómsmálaráðuneytisins - svo ég tali nú ekki um fyrri árásir Gonzales á persónufrelsi og stjórnarskrárvarin réttindi almennings gagnvart ofríki ríkisins og lögregluyfirvalda - gera að verkum að allir sem hafa áhuga á lögum og rétti, réttarríkinu og frelsi, hafa ókyrrst mjög...
Seinasta sönnun þess að það eru ekki bara "vinstrimenn" sem hafa áhyggjur af lögum og rétti er bréf American Freedom Agenda - sem er félagsskapur stofnaður til framdráttar "conservative legal principles". Skv. Time, sem fjallaði í gær um bréfið og mikilvægi þess:
In what could prove an embarrassing new setback for embattled Attorney General Alberto Gonzales on the eve of his testimony before the Senate Judiciary Committee, a group of influential conservatives and longtime Bush supporters has written a letter to the White House to call for his resignation.
Bréfritarar telja upp marga glæpi Gonzales:
"Mr. Gonzales has presided over an unprecedented crippling of the Constitution's time-honored checks and balances," it declares. "He has brought rule of law into disrepute, and debased honesty as the coin of the realm." Alluding to ongoing scandal, it notes: "He has engendered the suspicion that partisan politics trumps evenhanded law enforcement in the Department of Justice."
Að þeirra viti gerir þetta allt að verkum að Gonzales geti ekki setið sem "the chief law enforcement officer" - nú, vegna þess að hann hefur grafið undan trausti almennings á lögunum, löggæsluyfirvöldum, og stjórnvöldum almennt.
The letter concludes by saying, "Attorney General Gonzales has proven an unsuitable steward of the law and should resign for the good of the country... The President should accept the resignation, and set a standard to which the wise and honest might repair in nominating a successor..."
Og bréfritarar eru allir bona-fide íhaldsmenn og harðir repúblíkanar:
It is the first public demand by a group of conservatives for Gonzales' firing. Signatories to the letter include Bruce Fein, a former senior official in the Reagan Justice Department, who has worked frequently with current Administration and the Republican National Committee to promote Bush's court nominees; David Keene, chairman of the influential American Conservative Union, one of the nation's oldest and largest grassroots conservative groups; Richard Viguerie, a well-known G.O.P. direct mail expert and fundraiser; and Bob Barr, the former Republican Congressman from Georgia and free speech advocate, as well as John Whitehead, head of the Rutherford Institute, a conservative non-profit active in fighting for what it calls religious freedoms.
Fein, speaking for the signatories, told TIME that Gonzales' planned testimony to Congress tomorrow, the text of which has been released by the Justice Department, was a "terrible disappointment" that left unanswered key questions on which his job may now depend. "Gonzales' testimony before the Judiciary Committee resorts to a truly Clintonesque defense of his own previous false statements," says Fein. "In fact," he says, "Gonzales' latest declarations really do call into question the forthrightness and honesty indispensable for America's chief law enforcement officer."
Í kosningunum 2000 hélt Bush því fram að hann ætlaði að "restore dignity to the White House". Margir, sérstaklega í röðum íhaldsmanna, trúðu þessu loforði hans. Því verður ekki neitað að margir Bandaríkjamenn höfðu á tilfinningunni að Clinton hefði einhvernveginn "brought shame on the White House" með aulalegum framhjáhaldstilburðum og "Clintónískum" útúrsnúningum. Þó ég sé persónulega þeirrar skoðunar að glæpir hans og afsakanir séu varla stórmál - í það minnsta ekki efni í þingrannsóknir á kostnað skattgreiðenda - ætla ég ekki að gera lítið úr siðferðislegu sjokki margra Bandaríkjamanna. (Það að leiðtogar Repúblíkana í þeirri siðferðiskrossferð hafi sjálfir verið ómerkilegir hræsnarar er allt annað mál).
Bush hefur hins vegar tekist að ganga mun lengra í að rýja Hvíta Húsið trausti, virðingu og tiltrú þjóðarinnar. Þegar íhaldsmenn eru farnir að lýsa málatilbúnaði ráðherra Bush sem "Clintonesque" er ljóst að stjórnin hefur sokkið heldur djúpt.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og áhorfendur Fox "News" einna verst upplýstir - samkvæmt nýrri könnun Pew á þekkingu Bandaríkjamanna á stjórmálum og fjölmiðlaneyslu. Þetta kemur svosem ekki mjög á óvart: Maður þarf að vera sæmilega vel að sér um líðandi stundu, og fylgjast nokkuð vel með fréttum til að skilja brandara Jon Stewart og Steven Colbert. New York Times bendir á að það sé nokkuð merkilegt að áhorfendur fake sjónvarpsfrétta séu betur að sér en aðrir:
But heres one big difference: the survey respondents who seemed to know the most about whats going on who were able to identify major public figures, for example were likely to be viewers of fake news programs like Jon Stewarts The Daily Show and The Colbert Report; those who knew the least watched network morning news programs, Fox News or local television news.
Það kemur reyndar ekki mjög á óvart að áhorfendur Fox skuli verr að sér en flestir aðrir. Fox "News" sjónvarpar nefnilega flestu öðru en fréttum - meðan Colbert og Stewart eru "fake" fréttaþættir eru fréttir Fox oftar en ekki "fake", sbr. fréttaflutning þeirra af Madrassavist Barry Obama. Carpetbagger report, benti á hið augljósa:
Of course those who receive their news from FNC are going to be confused and uninformed; the networks broadcasts are about marching orders and talking points. Theres hardly any reporting at all.
Fréttir af þessari könnun hafa gefið íllgjörnum vinstrimönnum tilefni til þess að rifja upp þriggja ára gamla fréttir af ranghugmyndum áhorfenda Fox, en könnun sem gerð var 2003 á hugmyndum Bandaríkjamanna um Írak og stuðnigni þeirra við innrásina, og svo hvert þetta fólk leitaði að fréttum:
An in-depth analysis of a series of polls conducted June through September found 48% incorrectly believed that evidence of links between Iraq and al Qaeda have been found, 22% that weapons of mass destruction have been found in Iraq, and 25% that world public opinion favored the US going to war with Iraq. Overall 60% had at least one of these three misperceptions.
Such misperceptions are highly related to support for the war. Among those with none of the misperceptions listed above, only 23% support the war. Among those with one of these misperceptions, 53% support the war, rising to 78% for those who have two of the misperceptions, and to 86% for those with all 3 misperceptions. Steven Kull, director of PIPA, comments, While we cannot assert that these misperceptions created the support for going to war with Iraq, it does appear likely that support for the war would be substantially lower if fewer members of the public had these misperceptions.
... The extent of Americans misperceptions vary significantly depending on their source of news. Those who receive most of their news from Fox News are more likely than average to have misperceptions. Those who receive most of their news from NPR or PBS are less likely to have misperceptions. These variations cannot simply be explained as a result of differences in the demographic characteristics of each audience, because these variations can also be found when comparing the demographic subgroups of each audience.
80% áhorfenda Fox höfðu minnst eina af þessum ranghugmyndum, meðan 77% áhorfenda PBS, "ríkissjónvarps" Bandaríkjanna höfðu enga af ranghugmyndunum.
M
(lesendum er bent á að spreyta sig á fréttakönnun Pew, og sjá hversu vel þeir koma út í samanburði við bandarískan almenning...)
Fox News | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mán. 16.4.2007
150 nemendur úr "háskóla" ofstækismannsins Pat Robertson vinna fyrir Bush stjórnina...
Síðan Monica Goodling komst í fréttirnar í tengslum við saksóknarahreinsunina hafa bandarískir fjölmiðlar töluvert fjallað um "Regent University", en Goodling er útskrifuð úr þessum "háskóla". Goodling var þriðja hæst setta manneskjan innan Dómsmálaráðuneytisins, og hafði meðal annars umsjón með brottrekstri saksóknaranna og vali á nýjum saksóknurum, og í ljósi þess að Gonzales og Goodling hafa haldið því fram að hafænismat eitt hafi ráðið ferðinni þegar menn voru reknir eða ráðnir í vinnu sem ríkissaksóknarar er ekki úr vegi að fjölmiðlar hafi áhuga á menntun og forsendum Goodling.
"Regent University" er rekinn af Pat Robertson - já, sama Pat Robertson og sagði að hryðjuverkaárásirnar í september 2001 hafi verið refsing guðs fyrir samkynhneigð og fóstureyðingar Bandaríkjamanna. Það er kannski enginn höfuðglæpur að sækja háskóla sem er rekinn af vitfirrtum jólasveini, en það er spurning hversu góða menntun slíkur skóli býður upp á.
Samkvæmt nýjustu úttekt USA News, sem metur gæði háskóla, kemst Regent ekki einu sinni á blað - hann er "unranked", líkt og bréfaskólar og sumar ómerkilegustu "diploma mills" sem veita fólki háskólagráður fyrir það eitt að að kunna að skrifa undir ávísun, jú, og eiga innistæðu á bankareikning eða aðgang að námslánum. Samkvæmt eldri úttekt þeirra, frá 2004, er lagaskóli Regent (Sem Goodling er úskrifuð frá) metinn með lélegustu lagaskólum allra Bandaríkjanna - hann er í fjórða flokki. Goodling er því ekki útskrifuð úr annars flokks háskóla, heldur fjórða flokks háskóla!
Það sem gerir þetta samt merkilegra er að þar til fyrir skemstu montaði Regent sig af því að yfir 150 starfsmenn Bush stjórnarinnar væru útskrifaðir úr skólanum! Þessi tala vakti að vonum athygli: Bush stjórnin leitar að fólki til að stjórna Bandaríkjunum í skóla, sem er svo lélegur að hann kemst varla á blað? 150 starfsmenn stjórnarinnar eru með próf úr "skóla" sem er rekinn af sjónvarpspredíkara? Öll þessi athygli hefur hins vegar farið eitthvað fyrir brjóstið á skólanum - því "About Us" síðu skólans var breytt til að fjarlægja þessa staðhæfingu. Nú spyrja menn: hvað veldur? Skammast skólinn sín fyrir að vera bendlaður við Bush stjórnina, eða skammast Bush stjórnin sín fyrir að vera bendluð við skólann? (Google geymir gamlar útgáfur af heimasíðum, sjá eldri útgáfu síðu Regent hér - og svo síðuna eins og hún er í dag).
Tengslin milli Regent University og Bush stjórnarinnar eru langt í frá lítil - því fyrrum nemendur skólans og starfsmenn virðast hafa ratað í margar mjög valdamiklar stöður innan stjórnarinnar. Kay Coles James, fyrrum rektor "Regent's Robertson School of Government" var skipaður The Director of the Office of Personnel Management, sem er yfirmaður allra ríkisstarfsmanna. DOPM er eitt mikilvægasta embætti framkvæmdavaldsins. Þess má svo geta að John Aschroft sem var dómsmálaráðherra Bush á fyrsta kjörtímabilinu er nú prófessor í Regent. Kannski getur Gonzales líka fengið vinnu hjá Regent eftir að hann segir af sér?
Það er kannski ekki skrýtið að Bush stjórnin hafi ratað í núverandi vandræði fyrst þeir reiða sig á fólk með menntun úr fjórða flokks "háskólum" sem eru reknir af sjónvarpsfígúrum?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 16.4.2007
Bush og nýstofnað "stríðskeisara" embætti Hvíta Hússins
Seinasta útspil Hvíta Hússins í ævintýralegri sigurgöngu þeirra í Írak er að stofna embætti stríðskeisara, eða "War Czar". Hugmyndin er sú að það vanti einhvern sem geti stýrt öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna í bæði Afghanistan og Írak. The Daily Show hefur sennilega gert þessu máli öllu best skil (það er hægt að horfa á upptöku af umfjöllun Jon Stewart og Jon Oliver á Raw Story:
So there you have it, folks: five years into the global war on terror, the President believes it is now time for someone to be in charge of it.
Af lestri bloggsíðna og fréttaskýringa virðist sem þessi skoðun sé nokkuð ríkjandi, og ef stríðskeisaraembættið átti að vera PR-stunt þá hefur það líklega misheppnast. En þessi frétt er mjög merkileg, fyrir nokkurra hluta sakir, og óþarfi að afskrifa þessa hugmynd alveg strax. Það er af nógu að taka: af hverju her "keisara"? og hvað varð um embættið "commander in chief"? Gerir stjórnarskráin ekki líka ráð fyrir embætti sem hefði endanlegt úrskurðarvald og gæti sætt deilur milli ráðuneyta og samræmt störf þeirra? Mig minnir að það sé meira að segja haldnar kosningar á fjögurra ára fresti til þessa embættis?
Það sem hefur þó vakið mesta athygli er að forsetanum hefur ekki tekist að finna neinn til að taka þetta starf að sér. Það er ekki á hverjum degi sem jafn háttsettar stöður eru stofnaðar og enginn vill fá heiðurinn af því fá keisaratitil. Fred Kaplan á Slate:
Let's be clear about the significance of these refusals. Generals do not become generals by being demure. They are, as a rule, confident, opinionated, and in many cases, arrogant. Retired generals like to talk with other retired generals about how they would handle one foul-up or another if they were still in command.
In other words, if some retired generals out there had a great idea about how to solve the mess in Iraq, and if the president offered them the authority to do what they wanted to do, few of them would hesitate to step up and take charge.
The fact that Bush has found no takers suggests one of three possibilities: The generals don't have any great ideas; they don't believe they'd really be given carte blanche; or, most likely, to some degree, both.
Kaplan bendir á að þessi herkeisari Bush sé ekki fyrsta keisaraembættið sem bandaríkjaforsetar hafa stofnað til að takast á við erfið vandamál. Frægastur er auðvitað eiturlyfjakeisaraembættið sem Ronald Reagan stofnaði - og það þarf sennilega ekki að segja mikið um hversu árangursríkt það embætti hefur reynst. Ef vandamálið er óleysanlegt er augljóst að það breytir engu hvort skipaður er "keisari" til að leysa það, og eins og Kaplan bendir á, þessi "czar" embætti öll hefur skort vald eða umboð til að móta stefnu - hlutverk þeirra er að samræma störf annarra stofnana svo hún samræmist betur stefnu stjórnarinnar:
...they're not given the power to set policy. If the president doesn't have a sound policy, the most efficient coordinator can't solve anything important.
Þeir herforingjar sem stjórnin hefur leitað til fram til þessa virðast allir vera þeirrar skoðunar að það sé ekkert sem þeir geti gert til að leysa ástandið í Írak. Best þekktur þeirra herforingja sem hefur hafnað tilboði forsetans er John Sheehan, en hann skrifar langa grein í Washington Post í dag. Útskýringar hans eru merkilegar m.a. vegna þess að þær veita innsýn í hvernig hæst settu og reyndustu herforingjar Bandaríkjanna upplifa stríðsrekstur þeirra Bush, Cheney og Rumsfeld.
... after thoughtful discussions with people both in and outside of this administration, I concluded that the current Washington decision-making process lacks a linkage to a broader view of the region and how the parts fit together strategically. We got it right during the early days of Afghanistan and then lost focus. We have never gotten it right in Iraq. For these reasons, I asked not to be considered for this important White House position. These huge shortcomings are not going to be resolved by the assignment of an additional individual to the White House staff. They need to be addressed before an implementation manager is brought on board.
Sheehan segir vandann liggja í því að forsetinn og stjórnin hafi enga heildstæða strategíu eða sýn varðandi Írak eða Mið-Austurlönd, og ólík markmið stjórnarinnar stönguðust á:
What I found in discussions with current and former members of this administration is that there is no agreed-upon strategic view of the Iraq problem or the region.
... Simply put, where does Iraq fit in a larger regional context? The United States has and will continue to have strategic interests in the greater Middle East well after the Iraq crisis is resolved and, as a matter of national interest, will maintain forces in the region in some form. The Iraq invasion has created a real and existential crisis for nearly all Middle Eastern countries and created divisions among our traditional European allies, making cooperation on other issues more difficult. In the case of Iran, we have allowed Tehran to develop more policy options and tools than it had a few years ago. Iran is an ideological and destabilizing threat to its neighbors and, more important, to U.S. interests.
Möo: Forsetinn hefur ekki haft heildstæða utanríkisstefnu eða strategíu í Írak, og Sheehan gagnrýnir stjórnina fyrir að hafa breitt yfir þetta með því að slá um sig með frösum og klisjum:
The day-to-day work of the White House implementation manager overseeing Iraq and Afghanistan would require a great deal of emotional and intellectual energy resolving critical resource issues in a bureaucracy that, to date, has not functioned well. Activities such as the current surge operations should fit into an overall strategic framework. There has to be linkage between short-term operations and strategic objectives that represent long-term U.S. and regional interests, such as assured access to energy resources and support for stable, Western-oriented countries. These interests will require a serious dialogue and partnership with countries that live in an increasingly dangerous neighborhood. We cannot "shorthand" this issue with concepts such as the "democratization of the region" or the constant refrain by a small but powerful group that we are going to "win," even as "victory" is not defined or is frequently redefined.
Grundvallarvandamál Bush stjórnarinnar, í þessu, líkt og öllu öðru, virðist vera að forsetinn heldur að starf sitt sé pólítík - en ekki að stjórna stóru ríki og leysa vandamál. Pólítíkusar slá um sig með frösum og slagorðum meðan þeir eru að sækjast eftir atkvæðum almennings. Það er hægt að vinna kosningar og ræðukeppnir með því að kunna að raða saman slagorðum og frösum og snúa út úr fyrir andstæðingunum. En það er ekki hægt að sigra stríð með slagorðum og útúrsnúningum - og það er ekki hægt að stjórna löndum með PR einu saman.
M
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Abstinence education" hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sumum repúblíkönum og "kristnum" Bandaríkjamönnum. Forsetinn hefur verið ötull talsmaður skirlífiskennslu, enda bendir hann á að öruggasta leiðin til þess að forðast þunganir og kynsjúkdóma sé að stunda ekkert kynlíf. Þetta er auðvitað lógík sem engin leið er að deila við. Skirlífi hentar líka vel hugmyndafræði "trúaðs" fólks sem er sannfært um að allt kynlíf sé einhvernveginn mjög ógeðfellt, nema þegar það er stundað innan hjónabands til þess að búa til börn. Samkvæmt sömu hugmyndafræði er kennsla í kynfræðslu sem kennir unglingum um notkun getnaðarvarna einhverskonar "kynlífsáróður". Nú, vegna þess að unglingar eru mun líklegri til að stunda kynlíf ef þeir kunna að passa sig á kynsjúkdómum eða þungunum?
Skirlífisfræðsla hefur enda hlotið 176 milljón dollara árlega á fjárlögum frá Bush stjórninni. Þess hefur líka krafist þess að skólar sem fá peninga frá alríkisstjórninni til að kenna kynfræðslu megi bara kenni börnum og unglingum skirlífi. Það er því eðlilegt að fólk spyrji hvort þessi skirlífisáróður virki.
Washington Post birtir í morgun frétt um niðurstöður stærstu könnunar sem gerð hefur verið á skirlífiskennslu, og niðurstaðan sýnir að skirlífiskennsla hefur akkúrat engin áhrif á hvort unglingar stundi kynlíf. Sem kemur svosem ekki á óvart.
A long-awaited national study has concluded that abstinence-only sex education, a cornerstone of the Bush administration's social agenda, does not keep teenagers from having sex. Neither does it increase or decrease the likelihood that if they do have sex, they will use a condom.
Í stuttu máli er stunda unglingar sem fá "abstinence only" kennslu nákvæmlega jafn mikið kynlíf og unglingar sem ekki fá slíka kennslu.
"There's not a lot of good news here for people who pin their hopes on abstinence-only education," said Sarah Brown, executive director of the National Campaign to Prevent Teen Pregnancy, a privately funded organization that monitors sex education programs. "This is the first study with a solid, experimental design, the first with adequate numbers and long-term follow-up, the first to measure behavior and not just intent. On every measure, the effectiveness of the programs was flat."
Stjórnin hefur samt engan hug á að hætta að fjármagna áróður sem hefur nákvæmlega ekkert gildi:
Harry Wilson, a top official in the Department of Health and Human Services, said yesterday that the administration has no intention of changing funding priorities in light of the results.
Að vísu hafa stuðningsmenn skirlífiskennslu hafa haldið því fram að þessi kennsla hafi áhrif á viðhorf unglinga til kynlífs, þeim sem sé kennt að stunda ekki kynlíf stundi minna kynlíf, þó þeir hugsanlega byrji á sama tíma og aðrir, og að lokum, að skirlífiskennsla 'bæti siðferðiskennd þeirra". Það má ábyggilega veita hundruðum milljóna árlega í að "bæta siðferðiskennd" unglinga með eitthvað effektívari hætti en að reyna að fá þá til að ignorera eðlilegan hormónabúskap sinn og innræta þeim kristilegan siðferðisboðskap aftan úr miðöldum.
En látum vera að ríkisstjórnin verji hundruðum milljóna til þess að fjármagna prógramm sem hefur engin áhrif. Það eru hinsvegar vísbendingar um að skirlífiskennsla stjórnarinnar sé beinlínis skaðleg. Athugun bandaríkjaþings frá 2004 á kennsluefni í 13 mest notuðu námskeiðunum sýndi að kennsluefnið var mjög misjafnt að gæðum:
The report concluded that two of the curricula were accurate but the 11 others, used by 69 organizations in 25 states, contain unproved claims, subjective conclusions or outright falsehoods regarding reproductive health, gender traits and when life begins.
Og hverskonar snilld er kennd í skirlífisprógrömmum á kostnað skattgreiðenda? Grein Washington Post nefndi eftirfarandi gullkorn:
- A 43-day-old fetus is a "thinking person."
- HIV, the virus that causes AIDS, can be spread via sweat and tears.
- Condoms fail to prevent HIV transmission as often as 31 percent of the time in heterosexual intercourse.
Samkvæmt tölum bandaríska heilbrigðisráðuneytisins eru smokkar öruggir í 97% tilfella, það eru engar tölur til um hlutfall samkynhneigðra unglinga með alnæmi - enda ekki vitað hversu margir unglingar eru samkynhneigðir, og þó menn geti haft ólíkar skoðanir á ágæti fóstureyðinga, og sumir vilji tala um fóstur sem "tilvonandi mannverur" held ég að það sé leitun að fólki sem trúir því að hægt sé að vísa til 43 daga fósturs sem "hugsandi mannveru".
Ef skirlífisprógrömm næðu tilætluðum árangri, og minnkuðu kynlíf meðal unglinga, gæti ég skilið að alríkisstjórnin og talsmenn fjölskyldugilda vildu halda áfram að fjármagnun þeirra, en í ljósi þess að þau eru fullkomlega gagnslaus - og dreifa röngum og skaðlegum upplýsingum - er ótrúlegt að stjórnin vilji halda þeim áfram. Carpetbagger report bloggið hafði þetta að segja:
The fiasco is a microcosm of everything thats wrong with the Bush administrations approach to public policy ignore facts, waste money, placate extremists, and hope no one notices. It would be hilarious if it werent so pathetic.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Paul Wolfowitz var seinast í fréttum þegar rannsóknarblaðamenn komust að því að hann gekk í götóttum sokkum og blettóttum jakkafötum. Sem kemur reyndar ekkert mjög á óvart. Einhvernveginn minnir hann mig alltaf á afa minn sem var sveitamaður í húð og hár, tók í nefið, og hafði litlar áhyggjur af smáblettum. Wolfowitz hefur meira að segja sama hrekklausa sveitamannsandlitið. Nema, Wolfowitz er gerspilltur stríðsæsingamaður, afi minn var heiðarlegur barnaskólakennari.
Nú eru hins vegar blikur á lofti um að Wolfowitz þurfi að segja af sér, eftir að í ljós hefur komið að hann hafi veitt kærustu sinni starfsframa, stöðuhækkanir og launauppbætur. Aðrir starfsmenn bankans, sem hafa ekki geð í sér til að sofa hjá karluglunni, eru að vonum svekktir. Og svo eru aðrir sem benda á að svonalagað heiti spilling, og sé yfirleitt ekki vel séð.
Wolfowitz hafði áður reynt að neita því að hafa gert Shaha Riza, kærustunni, nokkra greiða - allar launauppbætur sem hún hafi fengið hafi verið fullkomlega verðskuldaðar. Á fundi með starfsmönnum bankans í gær viðurkenndi hann þó að hann hefði gert "mistök" (Wolfowitz kallaði þau að vísu ekki "tæknileg", sem virðist benda til þess að hann hafi örlítið betri siðferðiskennd en sumir aðrir siðleysingjar og sveitamenn...). Frásögn Washington Post af fundinum er stórskemmtileg:
Wolfowitz attempted to address about 200 staffers gathered in the bank's central atrium but left after some began hissing, booing, and chanting "Resign. . . . Resign." He had approached the gathering after holding a news conference in which he said, "I made a mistake for which I am sorry." .... He repeated his apology and said he would abide by the board's decision, and he left as staff members began hissing and chanting. Hundreds of comments criticizing Wolfowitz, posted on the organization's internal Web site, were released by the Government Accountability Project, a whistle-blower organization.
...
Bank insiders confirmed reports from the bank's staff association that Wolfowitz directed personnel officials to give Shaha Riza, his longtime companion, an automatic "outstanding" rating and the highest possible pay raises during an indefinite posting at the State Department, as well as a promotion upon her return to the bank.
Þetta er allt hið vandræðalegasta mál, m.a. í ljósi þess að aðrir samstarfsmenn Bush hafa þurft að segja af sér vegna vanhæfni og spillingar. Wolfowitz heldur því hins vegar fram að þetta mál sé óttalegt moldviðri, og komi í veg fyrir að hann geti einbeitt sér að því að... uppræta spillingu!
Wolfowitz bemoaned that the controversy threatens to overshadow the official agenda of the bank's annual spring meeting opening here today -- including ratification of a global anti-corruption strategy and funding to reduce poverty in Africa.
Starfsmenn bankans eru þó ekki bara ergilegir yfir því að Wolfowtiz sé spilltur, heldur hafa þeir kvartað undan stjórnunarstíl hans, sem er furðulíkur stjórnunarstíl annarra Bushverja:
The flap is the latest at the World Bank since Wolfowitz became its president. Wolfowitz has alienated bank staffers with a management style that many regard as insular, surrounding himself with a handful of longtime associates and shutting out the staff he inherited.
Riza sjálf virðist ekki fullkomlega heiðarleg:
Particularly troubling to the bank's staff were reports that Riza, while working at the bank, received fees paid by a U.S. defense contractor that was doing consulting work in Iraq.
"I know that if anyone else in the bank did this, he/she will be dismissed immediately," said one comment on an internal bank website. The Government Accountability Project obtained and released 221 comments from the site.
Fréttaskýrendur halda því fram að undir "stjórn" Wolfowitz hafi bankinn misst tiltrú annarra eigenda en Bandaríkjanna. Bushverjar virðast allstaðar samir við sig, spilltir, safna um sig jámönnum og vinna sér inn óvinsældir allra annarra...
M