Áhorfendur Steven Colbert og Jon Stewart best upplýstir um bandarísk stjórnmál!

Americone Dream - nýjasti ísinn frá Ben & Jerry'sOg áhorfendur Fox "News" einna verst upplýstir - samkvæmt nýrri könnun Pew á þekkingu Bandaríkjamanna á stjórmálum og fjölmiðlaneyslu. Þetta kemur svosem ekki mjög á óvart: Maður þarf að vera sæmilega vel að sér um líðandi stundu, og fylgjast nokkuð vel með fréttum til að skilja brandara Jon Stewart og Steven Colbert. New York Times bendir á að það sé nokkuð merkilegt að áhorfendur fake sjónvarpsfrétta séu betur að sér en aðrir:

But here’s one big difference: the survey respondents who seemed to know the most about what’s going on — who were able to identify major public figures, for example — were likely to be viewers of fake news programs like Jon Stewart’s “The Daily Show” and “The Colbert Report”; those who knew the least watched network morning news programs, Fox News or local television news.

Það kemur reyndar ekki mjög á óvart að áhorfendur Fox skuli verr að sér en flestir aðrir. Fox "News" sjónvarpar nefnilega flestu öðru en fréttum - meðan Colbert og Stewart eru "fake" fréttaþættir eru fréttir Fox oftar en ekki "fake", sbr. fréttaflutning þeirra af Madrassavist Barry Obama. Carpetbagger report, benti á hið augljósa:

Of course those who receive their news from FNC are going to be confused and uninformed; the network’s broadcasts are about marching orders and talking points. There’s hardly any “reporting” at all. 

Fréttir af þessari könnun hafa gefið íllgjörnum vinstrimönnum tilefni til þess að rifja upp þriggja ára gamla fréttir af ranghugmyndum áhorfenda Fox, en könnun sem gerð var 2003 á hugmyndum Bandaríkjamanna um Írak og stuðnigni þeirra við innrásina, og svo hvert þetta fólk leitaði að fréttum:

An in-depth analysis of a series of polls conducted June through September found 48% incorrectly believed that evidence of links between Iraq and al Qaeda have been found, 22% that weapons of mass destruction have been found in Iraq, and 25% that world public opinion favored the US going to war with Iraq. Overall 60% had at least one of these three misperceptions.

Such misperceptions are highly related to support for the war. Among those with none of the misperceptions listed above, only 23% support the war. Among those with one of these misperceptions, 53% support the war, rising to 78% for those who have two of the misperceptions, and to 86% for those with all 3 misperceptions. Steven Kull, director of PIPA, comments, “While we cannot assert that these misperceptions created the support for going to war with Iraq, it does appear likely that support for the war would be substantially lower if fewer members of the public had these misperceptions.

... The extent of Americans’ misperceptions vary significantly depending on their source of news. Those who receive most of their news from Fox News are more likely than average to have misperceptions. Those who receive most of their news from NPR or PBS are less likely to have misperceptions. These variations cannot simply be explained as a result of differences in the demographic characteristics of each audience, because these variations can also be found when comparing the demographic subgroups of each audience.

80% áhorfenda Fox höfðu minnst eina af þessum ranghugmyndum, meðan 77% áhorfenda PBS, "ríkissjónvarps" Bandaríkjanna höfðu enga af ranghugmyndunum.

Table%201

M

(lesendum er bent á að spreyta sig á fréttakönnun Pew, og sjá hversu vel þeir koma út í samanburði við bandarískan almenning...)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Undarlegt...

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 17.4.2007 kl. 04:11

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Kannski það sé meira spunnið í okkur áhorfendur Colberts og Stewarts en Bill O´Reilly vill viðurkenna    Samkvæmt honum eru það nefnilega eintómir "stoner slackers" sem horfa á The Daily Show. 

Og jú...ace-aði quizið...ekki svo slæmt fyrir "stoner slacker"    En frekar dapurlegt að 94% þáttakenda í könnuninni voru ekki alveg jafn vel með á nótunum...þó þeir hafi horft á Fox "news" og mætt í messu.

Róbert Björnsson, 17.4.2007 kl. 06:08

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta finnst mér góðar fréttir!

Vil benda á grein sem ég skrifaði í síðustu viku um Jon Stewart á Crossfire:

Skylduáhorf fyrir kjósendur: Jon Stewart á Crossfire (2004)

Hrannar Baldursson, 17.4.2007 kl. 09:21

4 Smámynd: FreedomFries

Sælir!

Crossfireþátturinn er ótrúlega góður - Jon tekur spjátrunginn Tucker í nefið, og Tucker molnar undir gagnrýninni! "I thought you were going to be funny?: ... Im not going to be your monkey!" og aumingja Tucker "do you lecture people like this?"

Á quizzinu náði ég sjálfur 91% líka - ég gataði líka á lágmarkslauanspurningunni. Nú langar mig til þess að prófa könnunina sjálfa, en ég hef ekki geta fundið hana í formati sem er hægt að copy-paste. Kannski ég skrifi hana bara upp úr PDF skjalinu? Svo getum við skemmt okkur við að koma betur út úr henni en meðalbandaríkjamaðurinn! ;)

Það er raunverulega skelfilegt hversu ílla að sér margir bandaríkjamenn eru - því eins og þessi 2003 könnun sýndi byggðist stuðningur við stríðið mikið til á fólki með ranghugmyndir: Ef almenningur hefði vitað staðreyndir málsins hefði fólk ekki stutt forsetann!

Bestu Kveðjur! Magnús

FreedomFries, 17.4.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband