Rasísk gamalmenni, Karl Rove týnir tölvupóstinum sínum, Gonzales er þó enn við völd...

ImusÞað er búið að taka svolítinn tíma að komast aftur inn í daglegan ryþma, vinnu, heimilishald og svo auðvitað blogg og fréttalestur. Seinustu dagar virðast þó hafa verið sæmilega atburðaríkir, svo ég ákvað að skrifa eina langa langa bloggfærslu um þær fréttir sem mér finnst að hafi staðið upp úr:

A War Czar

Bush reyndi að skipa "a war czar" - einhverskonar allsherjar yfirmann alls stríðsreksturs í Írak og Afghanistan, (því stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir slíkum yfirmanni alls stríðsreksturs... the founding fathers gleymdu alveg að gera ráð fyrir einhverskonar "cheif of commanders...", svo nú þarf að búa til flúnkunýtt embætti, ekki "chief", heldur "Czar") Þessi maður gæti mjög hentuglega tekið á sig ábyrgð á því að tapa báðum stríðunum í einu - en eins og Washington Post skýrði frá hefur enginn háttsettur maður innan hersins áhuga á þessu starfi. John J. Sheehan, fyrrverandi herforingi úr landgönguliðinu, og dyggur stuðningsmaður forsetans (fram til þessa, í það minnsta) sagðist ekki geta tekið að sér starf sem þetta meðan Dick Cheney og aðrir óraunsæir jólasveinar væru enn við völd:

There’s the residue of the Cheney view — ‘We’re going to win, al-Qaeda’s there’ — that justifies anything we did. And then there’s the pragmatist view — how the hell do we get out of Dodge and survive? Unfortunately, the people with the former view are still in the positions of most influence.”

Hver vill ekki fá að taka við valdalausu embætti, sem hefur óraunsæa starfslýsingu, til þess eins að vera fall guy fyrir vanhæfa aula?

Swift Boat Veterans

Swfit Boat Veterans for the making up nonsensical accusations and the Smearing of Democrats voru líka í fréttunum, bæði vegna þess að yfirmaður þessa félagsskapar, Sam Fox, sem er hefur ekki unnið sér neitt annað til frægðar en að hafa fjármagnað Swift Boat Veterans, sem stóðu fyrir auglýsingum sem köstuðu rýrð á þjóðernishollustu John Kerry fyrir seinustu kosningar - og héldu því fram að hann hefði verið einhverskonar heigull eða landráðamaður í Vietnamstríðinu - var skipaður sendiherra til Belgíu, og það þrátt fyrir að öldungadeildin væri búin að lýsa því yfir að Fox væri allsendis óhæfur sem sendiherra. Sam Fox var einnig formaður "the Republican Jewish Coalition", sem hefur staðið fyrir auglýsingum sem halda því fram að heimsókn Nancy Pelosi til Sýrlands séu landráð. Þessi samtök hafa kosið að segja ekkert um heimsókn fimm repúblíkana til Sýrlands á sama tíma... Aðallega vegna þess að repúblíkanar geta ekki framið landráð - bara demokratar og vinstrimenn. Repúblíkanar myndu, eins og við vitum ALDREI fara að styðja hryðjuverkamenn. Nei, annars...

Seníl Gamalmenni og Rasismi

Fjölmiðlar eru nokkurnveginn sammála um að John McCain hafi ekki vaxið í vinsældum eða virðingu eftir að hafa farið til Írak. Það virðist líka vera samdóma álit allra að McCain eigi núna hvorki séns í að vinna forsetakosningarnar 2008, eða tilnefningu Repúblíkanaflokksins.

En McCain virðist ekki hafa verið eina gamalmennið sem var í fréttunum seinustu daga: Don Imus, sem er (var) útvarps og sjónvarpsmaður kom sjálfum sér í fréttirnar með því að kalla kvennakörfuboltalið Rutgersháskóla "Nappy headed hos" - sem átti að vera einhverskonar brandari. Hahaha! Því það er alveg ótrúlega fyndið að kalla konur hórur! Bregst aldrei. Sennilega jafn fyndinn brandari og að kalla menn homma? Nei? Ekki það?

Reyndar þurfti ég að fletta því upp hvað "nappy headed" þýðir - því ég er ekki jafn vel að mér og Imus í rasísku málfari. Nappy headed er víst tilvísun til hárs þessara kvenna:

Meaning tight, curly hair.  Generally associated with persons of color, particularly those of black or African descent

Nappy er víst ekki mjög móðgandi, eitt út af fyrir sig, en er eitt af þessum orðum sem hvítt fólk má ekki nota um svarta, þó svartir megi nota það um hvorn annan. En Imus, sem er 98 ára gamall hvítur karlfauskur er einn af þessum mönnum sem kunna ekki grundvallarmannasiði. Bandarískum almenningi var engan veginn skemmt, og Imus reyndi að biðjast afsökunar, en var samt að lokum rekinn, bæði frá MSNBC, þar sem þætti hans var sjónvarpað, og CBS, þar sem honum var útvarpað, við mikinn fögnuð siðaðs fólks. Imus var samt ekki rekinn fyrr en John McCain og Rudy Giuliani voru búnir að lýsa yfir stuðningi við skítlegan munnsöfnuð hans. Það að Imus hafi verið rekinn er reyndar nokkuð merkilegt, því fram til þessa hefur allskonar kvenfyrirlitning og rasismi (að ég tali nú ekki um hómófóbíu) verið daglegt brauð í útvarpi og hjá mörgum þáttastjórnendum kapalstöðvanna - eins og Glenn Beck og Bill O'Reilly. Umræðan um Imus hefur enda velt upp spurningum um þessa kollega hans, og nafn Rush Limbaugh er búið að koma oft upp í því sambandi, enda hefur Limbaugh öðrum fremur byggt vinsældir sínar á því að höfða til manna sem finnst fyndið eða viðeigandi tala niðrandi um konur og minnihlutahópa.

Auðvitað snýst þetta Imus mál um rasisma og kvenhatur - en það snýst þó engu síður um að bandarískir fjölmiðlar hafa leyft sér að hafa í vinnu menn sem eiga ekkert erindi í fjölmiðla: menn sem halda að það að spúa dónaskap og vera með munnsöfnuð sé "entertainment" eða "political analysis". Þegar bent hefur verið á dónaskapinn í Limbaugh, O'Reilly, Coulter, Beck, svo ég tali nú ekki um Michael Savage, hafa stjórnmálamenn og fréttaskýrendur repúblíkana því miður yfirleitt risið upp þeim til varnar, og haldið því fram að þetta sé "pólítiskt" ofstæki og að gagnrýni á O'Reilly eða Limbaugh sé einhverskonar pólítískur réttrúnaður. Í mínum huga snýst þetta engan veginn um pólítik, hægri eða vinstri, heldur um að fjölmiðlar beri ábyrgð: þeir eiga að hvetja til málefnalegrar umræðu. Ég hef ekkert á móti því að sjónvarpað sé skemmtiefni eða gríni, auglýsingum og afþreyingu. Það er jafnvel allt í lagi að flytja heimskulegar fréttir af íkornum og köttum. En það er ekki allt í lagi að sjónvarpa og útvarpa "fréttaskýringum" "stjórnmálaumræðu" sem felst fyrst og fremst í dónaskap og klósetttali. Því miður er margt fólk ekki nógu greint til að gera greinarmun á því sem er umræða og því sem er skítkast. Með því að hafa fólk eins og Limbaugh, Glenn Beck, O'Reilly og aðra í vinnu hafa Fox News, CNN og AM Talk Radio útvarpsstðvar dregið bandaríska stjórnmálaumræðu niður á mjög ömurlegt plan. Og ekki bætir úr skák að menn eins og McCain skuli reyna að halda uppi vörnum fyrir Imus og hans kóna.

Týndur Tölvupóstur

En þó Imus hafi verið aðalfréttin undanfarna daga hefur ríkissaksóknarahreinsunin þó verið ein aðalfréttin í öllum fréttatímum undanfarna daga. Gonzales situr enn í embætti, þó það virðist stöðugt fjara undan honum. Helstu fréttirnar eru Monica Goodling einn hæstsetti aðstoðarmaður Gonzales sagði af sér undir mjög grunsamlegum kringumstæðum, og þverneitar að bera vitni fyrir þinginu. Fréttaskýrendur benda á að neitun hennar eigi sér ekkert fordæmi í allri sögu Bandaríkjanna. Neitun Goodling er sérstaklega merkileg, því hún virðist hafa haft umsjón með flestum fundum sem haldnir voru um hvaða saksóknara ætti að reka og hvenær. Það hefur líka vakið athygli að Goodling er útskrifuð úr lagaskóla Pat Robertson... Og hún virðist ekki vera eini starfsmaður Hvíta Hússins sem er "menntaður" í "háskóla" Pat Robertson, því Bush stjórnin hefur talið að í þeirri mætu menntastofnun sé að finna greindasta og hæfasta fólkið sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða.

Merkilegasta fréttin af saksóknarahreinsuninni er samt að starfsmenn Hvíta Hússins hafa notað tölvupóstföng frá Repúblíkanaflokknum í opinberum embættisfærslum, og sérstaklega í undirbúningi saksóknarahreinsunarinnar. Þetta er auðvitað bráðsnjöll hugmynd: Að fella saman ríkið og flokkinn. Mörg bestreknu og bestlukkuðu stórveldi tuttugustu aldarinnar kusu einmitt að gera þetta sama, fella ríkið og flokkinn saman. Sovétríkin og Kína t.d. Og Norður Kórea... Tilgangurinn virðist þó hafa verið mun einfaldari, því Repúblíkanaflokkurinn hefur mjög hentuglega eytt öllum þessum tölvupóstsendingum, þannig að þingið getur ekki fengið aðgang að gögnum og skjölum sem gætu varpað ljósi á hvaða umærður eða ráðagerðir fóru fram í aðdraganda saksóknarahreinsunarinnar. Áætlað hefur verið að Hvíta Húsið og Repúblíkanaflokkurinn hafi eytt um FIMM MILLJÓN tölvupóstum frá starfsmönnum Hvíta Hússins. Þó sumir þeirra hafi verið þessir venjulegu framsendu brandarar eða annað tölvupóstrusl, er ljóst að þetta tölvupóstahvarf er mjög grunsamlegt. Sérstaklega þar sem allar tölvupóstsendingar Karl Rove frá 2000-2005 eru horfnar... Og hver er afsökun Hvíta Hússins? "We screwed up" sagði Dana Perino, blaðafulltrúi Hvíta Hússins.

Miðað við hversu mikinn áhuga þessi ríkisstjórn hefur á því að hafa aðgang að tölvupóstsendingum, símtölum, og öðrum persónulegum einkagögnum óbreyttra borgara virðist hún hafa lítinn áhuga á að varðveita mikilvæg opinber skjöl - því öll skjöl sem Hvíta Húsið, og starfsmenn þess framleiða meðan þeir eru í vinnunni á að varðveita, lögum samkvæmt. En þessi ríkisstjórn hefur reyndar fyrir langa löngu gert ljóst að hún gefur skít í

M


Komin til baka úr sólinni í Mexico í snjóinn í Minnesota

Solla og Magga eftir að hafa gengið bæði upp, og niður, öll 113 þrepin, sem allar guidebooks segja að séu að vísu 120... Okkur tókst samt ekki að telja fleiri en 113. Kannski eru mismörg þrep eftir því hver telur?Eftir nærri tveggja vikna ferðalag komum við aftur til Minnesota. Eftir sumar og sól á Yucatanskaga beið okkar snjókoma og kuldi í Minnesota. Og svo hafði öryggið farið af í eldhúsinu, svo ísskápurinn náði að mygla. Hálfgerður antíklímax.

Seinustu dögunum eyddum við í Cancun, á einhverskonar "all included resort". Eftir að hafa verið í Playa del Carmen og í sumarhúsi fjarri túristavitfirringunni get ég ekki mælt með Cancun við nokkurn mann - nema bara til að keyra í gegn um "Zona Hoteleria" sem er um það bil 17 kílómetra langur vegur eftir einhverskonar mjórri eyju, eða eyði, sem er þéttsetið risavöxnum hótelbyggingum, verslunarmiðstöðvum og Amerískum keðjuveitingahúsum. Börnin skemmtu sér að vísu vel - sonur minn skemmti sér konunglega í öldunum á ströndinni meðan dóttir mín svamlaði í hótelsundlaugunum. Seinasta kvöldið var ég svo að keyra með dóttur minni, en gleymdi að kveikja á ljósunum og var stoppaður af lögreglumanni sem talaði enga ensku, en gerði mér þó ljóst að ég væri í mjög alvarlegum málum - hefði brotið allskonar umferðarlög, og gæti gleymt því að fljúga heim daginn eftir ef ég borgaði sér ekki 350 pesos, í "sekt" á staðnum. Sem hann svo breytti í 200 eftir að hann var búinn að sjá að ég var ekki með meira í veskinu... Mér fannst það vel sloppið.

Konan mín fékk líka einhverja matarsýkingu á hótelinu - eftir að hafa borðað á allskonar lókal veitingastöðum suður eftir ströndinni, sem sannar að maður á bara "eat what the locals eat - not what they feed the turists" regluna. Sem betur fer vorum við búin að gera flest allt sem við ætluðum okkur að gera: Meðal annars að klífa hæsta Mayapíramída Mexico, Nohoch Mul, sem þýðist víst sem "stóri hóllinn" eða eitthvað álíka.

Það sem mér fannst merkilegast við Coba, þar sem þessi píramídi er, og reyndar alla staði sem við komum á aðra en Cancun, var hversu lítið "túristavæddir" þeir voru - þó Cancun sé engan veginn frábrugðin túristastöðum í Ameríku, t.d. sundlaugagarðaborginni Wisconsin Dells í Wisconsin (sem við höfum heimsótt þrisvar með krakkana), er afgangurinn af Yucatan frekar lítið snortinn af öllum bandarísku ferðamönnunum. Sem betur fer.

M


Innsti hringur Bush byrjar að rofna - fyrrum kosningastjóri Bush segir að John Kerry hafi haft á réttu að standa...

Matthew DowdHaustið 2000 vann George W Bush kosningarnar til forseta Bandaríkjanna ekki síst á því að geta þóst vera "a uniter, not a divider". Hann þóttist vera maður sem gæti sameinað Bandaríkjamenn í baráttu fyrir betri framtíð, hann væri "a compassioante conservative", maður sem gæti einhvernveginn dregið fram það besta í þjóðinni og sameinað bæði demokrata og repúblíkana í baráttunni fyrir sameiginlegum markmiðum. Bush lét líka líkja sér við Reagan: hann væri bjartsýnn og tryði á einstaklingsframtakið, framtíðina og hið góða í bandarískri þjóðarsál.

Síðan þá hefur Bandaríska þjóðin komist að hinu sanna: Bush er hvorki almennilegur íhaldsmaður og enginn frjálshyggjumaður (samanber stjórnlausa útþenslu ríkisvaldsins, afnám persónufrelsis og aukið lögregluvald ríkisins), hann er ekki "compassionate" og síst af öllu "a uniter". Því miður hafa Bandaríkjamenn búið seinustu sex ár, undir einhverjum allra lélegasta forseta fyrr og síðar.

Sem betur fer eru fyrrum stuðningsmenn forsetans loksins byrjaðir að viðurkenna þennan augljósa sannleika. Seinastur til að svíkja lit er Matthew Dowd, sem sagði skilið við Demokrataflokkinn í lok tíunda áratugarins og gekk til liðs við Bush, en þá fannst Dowd að Bush væri boðberi nýs og betri tíma. Fjölmiðlar og blaðafulltrúar Bush notuðu Dowd óspart sem dæmi um að Bush höfðaði jafnt til demokrata sem repúblíkana. Dowd lék mikilvægt hlutverk í kosningunum 2000, og í kosningunum 2004 var hann gerður "chief campaign strategist".

Í viðtali við New York Times í dag sagði Dowd hins vegar að hann væri búinn að segja sig úr "team Bush".  Vonbrigði hans og uppgjöf væri slík að hann gæti ekki lengur setið á sér:

Mr. Dowd said he had become so disillusioned with the war that he had considered joining street demonstrations against it, but that his continued personal affection for the president had kept him from joining protests whose anti-Bush fervor is so central.

Mr. Dowd, 45, said he hoped in part that by coming forward he would be able to get a message through to a presidential inner sanctum that he views as increasingly isolated. But, he said, he holds out no great hope. He acknowledges that he has not had a conversation with the president.

Dowd segist meira að segja hafa skrifað Op-ed grein sem hann hafi þó enn ekki sent frá sér, þar sem hann lýsi því yfir að John Kerry, en ekki Bush, hafi haft betri skilning á ástandinu í Írak. Það eru fréttir, því fyrir kosningarnar 2004 var það Dowd sem ráðlagði Bush að hamra á því að Kerry væri "a flip flopper" þegar kæmi að Írak.

Nú bendir Dowd á stríðið í Írak, Abu Ghraib, viðbrögð stjórnarinnar við fellibylnum Katarínu og algjör svik þeirra við íbúa New Orleans sem ástæður þess að hafa sagt skilið við forsetann. En það sem Dowd finnst auðsýnilega verst er að forsetinn hafi sólundað gullnu tækifæri til að sameina þjóðina eftir 9/11 - því í stað þess að reyna að leita eftir samvinnu við demokrata ákváðu repúblíkanar að reyna að mála pólítíska andstæðinga sína sem landráðamenn. Pólítískt valdatafl varð mikilvægara en hagur þjóðarinnar:

He said he thought Mr. Bush handled the immediate aftermath of the Sept. 11 attacks well but “missed a real opportunity to call the country to a shared sense of sacrifice.”...

He was dumbfounded when Mr. Bush did not fire Defense Secretary Donald H. Rumsfeld after revelations that American soldiers had tortured prisoners at Abu Ghraib. ... He describes as further cause for doubt two events in the summer of 2005: the administration’s handling of Hurricane Katrina ...

I had finally come to the conclusion that maybe all these things along do add up,” he said. “That it’s not the same, it’s not the person I thought.”

Jú, auðvitað, "it all adds up". Bush er ekki sú manngerð sem á að fá að fara fyrir mönnum. Það sem er hræðilegast er að menn eins og Dowd létu plata sig í aðdraganda kosninganna 2000, og voru svo blindir að þeir studdu forsetann 2002 og 2003 meðan verið var að ana út í stríðið í Írak og svo aftur 2004 þegar Bush fékk fjögur ár í viðbót til þess að leggja Bandaríkin og orðstír Bandaríkjanna í rúst.

M


Sandkastalar

Afsakið blogglesið undanfarna daga! Ég eyddi deginum í gær í að byggja sandkastala og sigla með börnunum á kajak. Mig hefur alltaf dreymt um að byggja sandkastala úr alvöru skeljasandi við Karíbahafið. Við byggðum nokkur risavaxin Maya musteri, virkisveggi og turna. Netsambandið virðist hins vegar bara virka á kvöldin - ekki daginn, sem er auðvitað allt í lagi, því ég hef annað að gera meðan sólin skín!

Sem betur fer virðist stjórnmálaveröldin í Washington hafa farið í sumarfrí á sama tíma og ég, því það virðist ekkert mjög marktækt hafa gerst undanfarna daga.

Alberto Gonzales er enn dómsmálaráherra - þó fleiri þingmenn repúblíkana hafi lýst því yfir að hann verði að segja af sér (Terry Lee, þingmaður repúblíkana frá Omaha sagði reyndar að Bush ætti að reka Gonzales)

McCain haldi áframhafa sig að fífli og mála sjálfan sig sem marklaust og elliært gamalmenni, (McCain hélt því fram að það væru "neighborhoods in Baghdad where you and I could walk through those neighborhoods, today" - og til að sanna mál sitt fór karlinn í hemsókn til Bagdad og labbaði, í heilan klukkutíma, í fylgd: 100 vopnaðra hermanna úr landher bandaríkjanna, þremur fullbúnum Black Hawk þyrlum hersins og tveimur Apache árásarþyrlum... og til þess að tryggja að þessi göngutúr væri nógu "safe" ákvað McCain að vera í skotheldu vesti... Ég veit ekki með ykkur, en ég myndi ekki treysta mér til að labba um í íbúðarhverfi þar sem ég þyrfti á slíkum viðbúnaði að halda til að geta talist öruggur.

M


Playa del Carmen - Riviera Maya

Helgason family spring break get-away!Það er eitthvað mjög fullnægjandi við að sjá Mexíkana gera annað en að skúra gólf eða vinna garðvinnu. Það er líka eitthvað mjög fullnægjandi við að vera sloppinn úr yfirsiðmenningu Minnesota - hér ríkir mátulegt anarkí í umferðarmenningunni, það má ganga með bjór úti á gangstétt, fólk leyfir sér að reykja á veitingastöðum og það eru ekki allir komnir í háttinn klukkan átta... Playa del Carmen þar sem við eyddum fystu tveimur nóttunum er stórkostlegur bær - þar sitja hlið við hlið fancy hótel og kofahreysi úr grjóti og bárujárnsplötum. Við hliðina á hótelinu sem við gistum á (Casa de la Flores - sem ég mæli eindregið með, nóttin kostaði 65$ fyrir rúmgott herbergi) var ein slík kofabyggð - börnin héldu því fram að það væri "þorp" - íbúarnir héldu allanvegana heilmikið af dýrum. við vöknuðum báðar næturnar við hanagal klukkan 3:00.

Síðan keyrðum við til Tulum, og ætlum að eyða næstu viku í strandhúsi með vinafólki okkar - ég sit akkúrat núna með blátt karíbahafið fyrir framan mig og drekk "greyhound", sem er vodka með greipsafa. Eftir að hafa flett í gegn um kapalsjónvarpið sem var búið að lofa mér komst ég að því að það var allt á spænsku, svo ég verð að láta mér nægja að fylgjast með heimssfréttunum á netinu. Í ljósi þess að ég hef ekki heimsótt eina einustu bloggsíðu, opnað dagblað eða horft á sjónvarp undanfarna þrjá daga er ég samt sannfærður um að það sé ekkert markvert búið að gerast!

M


Ferðalög - Houston - Cancun

Við ákváðum að fara með börnin og baða okkur í bláum sjó fyrir ströndum Mexico yfir Spring Break - Mér skilst að það sé þráðlaust internet í sumarhúsinu, og kapalsjónvarp, svo ég get fylgst með dauðastríði Alberto Gonzales á milli þess sem ég drekk Corona á ströndinni! Við millilentum á George Bush international airport í Houston Texas, sem er hinn snyrtilegasti flugvöllur. Nema - það er ekkert þráðlaust internet neinstaðar á helv. flugvellinum! En svo sá ég hóp af fólki sitja í hnapp með fartölvur fyrir utan "The Presidents Club", sem er einhverskonar Saga-class lounge.

Ég settist niður og spurði flugmann frá Continental, sem sagði mér að þau væru að stela þráðlausu neti frá forsetaklúbbnum, svo ég slóst í hópinn... vegna þess að mér hafði ekki hugkvæmst að skrifa niður eða prenta út bókunarnúmerið á bílaleigubílnum okkar, eða heimilisfangið á hótelinu í Playa Del Carmen þar sem við verðum fyrstu næturnar!

Hinir netþjófarnir voru allir sammála um að þetta væri "allt Bush að kenna", netleysið þ.e...

M


Hvíta Húsið styður ekki Gonzales? Bush er fullkomlega einangraður frá þingmönnum flokksins.

Þó forsetinn hafi opinberlega lýst yfir stuðningi við Gonzales virðist sem dómsmálaráðherran sé einn á báti. Samkvæmt heimildarmönnum Roll Call hefur Hvíta Húsið lítið sem ekkert gert til að sannfæra þingmenn eða senatora repúblíkana um að styðja Gonzales. Roll Call krefst áskriftar, en aðalatriði fréttarinnar eru Þessi:

Despite President Bush’s unwavering public support for Attorney General Alberto Gonzales, the White House is doing little privately to lobby Republican Senators to get behind the embattled Justice Department chief, according to senior Senate sources. In fact, Senate Republicans said Monday that the administration essentially has been absent when it comes to courting defenders for the attorney general, who has been under fire for the controversial dismissal of eight U.S. attorneys. The only outreach from the executive branch so far to save Gonzales’ job, those Senate sources said, has come from the attorney general himself.

Þetta er merkilegt, sérstaklega í ljósi þess að flestir sem fylgjast með þessu máli telja að Hvíta Húsið hafi fyrirskipað hreinsunina - það er líka alveg klárt að demokratar gera sér vonir um að geta sýnt fram á að Karl Rove sé viðriðinn þetta mál allt. Kannski telur Hvíta Húsið að það sé vonlaust að reyna að bjarga Gonzales?

Önnur skýring er að Hvíta Húsið hefur núorðið mjög lítið áhrif meðal repúblíkana í þinginu. Bob Novak, sem verður seint sakaður um að vera "vinstrimaður" skrifaði grein í Washington Post í gær þar sem hann heldur því fram að Gonzales sé búinn að vera, bæði vegna þess að hann eigi enga stuðningsmenn meðal þingmanna, og líka vegna þess að forsetinn sé orðinn algjörlega einangraður.

"Gonzales never has developed a base of support for himself up here," a House Republican leader told me. But this is less a Gonzales problem than a Bush problem. With nearly two years remaining in his presidency, George W. Bush is alone. In half a century, I have not seen a president so isolated from his own party in Congress -- not Jimmy Carter, not even Richard Nixon as he faced impeachment.

Republicans in Congress do not trust their president to protect them. That alone is sufficient reason to withhold statements of support for Gonzales, because such a gesture could be quickly followed by his resignation under pressure.

Þingmenn flokksins treysta ekki forsetanum! Ef þingmenn Repúblíkanaflokksins treysta sér ekki til að styðja forsetann eða dómsmálaráðherra hans er ekki svo skrýtið að almenningur skuli hafa misst trú á "the decider". En þetta er ekki bara spurning um traust, heldur vanhæfni. Gonzales er ósköp einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn:

But not many Republican lawmakers would speak up for Gonzales even if they were sure Bush would stick with him. He is the least popular Cabinet member on Capitol Hill, even more disliked than Rumsfeld was. The word most often used by Republicans to describe the management of the Justice Department under Gonzales is "incompetent."

Það eru tvö "I-words" sem forsetar og ráðherrar óttast mest að heyra: Incompetency og Impeachment. Það er eitt að pólítískir andstæðingar skuli tala um impeachment og incompetency í  sömu andrá og þeir nefna forsetann og ráðherra hans, en þegar repúblíkanar á borð við Chuck Hagel tala um impeachment og þingmenn flokksins nota orðið incompetency til að lýsa ráðherrum Bush er farið að fjara undna forsetanum! Bob Novak:

The I-word (incompetence) is also used by Republicans in describing the Bush administration generally. Several of them I talked to cited a trifecta of incompetence: the Walter Reed hospital scandal, the FBI's misuse of the USA Patriot Act and the U.S. attorneys firing fiasco. "We always have claimed that we were the party of better management," one House leader told me. "How can we claim that anymore?"

Þetta verður ein merkilegasta arfleið Bush stjórnarinnar. Demokratar hafa vælt um að Bush sé að rústa Bandaríkjunum, umhverfinu, millistéttinni, skólakerfinu - nú, og svo auðvitað Írak. Bob Novak bendir á að Bush er líka langt kominn með að rústa sínum eigin flokk!

M


72% Bandaríkjamanna styðja þingrannsókn á saksóknaraskandalnum

Samkvæmt nýrri könnun USA Today styður mikill meirihluti Bandaríkjamanna tilraunir þingsins til að komast til botns í saksóknarahreinsun Alberto Gonzales. Sama könnun sýnir að yfirgnæfandi meirihluti telur að saksóknararnir hafi verið reknir af pólítískum ástæðum, en ekki vegna þess að þeir hafi ekki staðið sig í starfi:

Based on what you have heard or read about the case, do you think the U.S. attorneys were dismissed primarily for political reasons (or) primarily because they were not doing their jobs well?

                Political reasons Not doing job well No opinion
 53 26 21

If Congress investigates these dismissals, in your view, should President Bush and his aides invoke "executive privilege" to protect the White House decision making process (or should they) drop the claim of executive privilege and answer all questions being investigated?

                Invoke executive privilege   Answer all questions   No opinion
 26 68 6

In this matter, do you think Congress should or should not issue subpoenas to force White House officials to testify under oath about this matter?

                Yes, should No, should not No opinion
 68 24 7

Það er líka athyglisvert að fólk styður rannsókn þingsins, þrátt fyrir að meirihluti almennings telji að áhugi demokrata á þessu máli sé pólítískur, frekar en brennandi ást á réttlætinu. Það mun því verða mjög erfitt fyrir hvíta húsið að snúa almenningi gegn demokrötum í þessu máli! Bæði er stuðningur við rannsóknir er það mikill að það þarf eitthvað mjög dramatískt að gerast til að fólk snúist gegn þinginu, og svo mun Gonzales ekki græða neitt á því að mála demokrata sem "self serving partisans": Almenningur hefur engar gruflur um pólítískar mótvasjónir domokrata, en styður þá samt!

Eftir síðustu kosningar tóku margir fréttaskýrendur að halda því fram að Demokratar myndu ekki græða neitt á því að rannsaka stjórnina - almenningur væri andsnúinn slíkum rannsóknum, og líti á þær sem pólítískar nornaveiðar. Þessar tölur benda þó til þess að Bandarískur almeningur vilji að demokratar rannsaki embættisfærslur stjórnarinnar. Það kemur þó ekkert á óvart, því almenningur hefur takmarkaða þolinmæði gagnvart spilltum pólítíkusum, og hefur fullan skilning á því að þingið þurfi að veita framkvæmdavaldinu aðhald.

Glenn Greenwald á Salon.com rifjar upp eldri kannanir á afstöðu Bandaríkjamanna til þingrannsókna: Fyrir kosningarnar í fyrra gerði CNN könnun á afstöðu almennings til þingrannsókna demokrata:

Do you think it would be good for the country or bad for the country if the Democrats in Congress were able to conduct official investigations into what the Bush Administration has done in the past six years?"

  • Good:57%
  • Bad: 41%
  • Unsure: 2%

Síðan þá hefur eitt breyst: Demokratar eru komnir til valda og eru byrjaðir að kalla til vitni. Frekar en að snúast gegn demokrötum hefur stuðningur almennings aukist. Ef þessar tölur breytast ekki má búast við því að næstu tvö ár verði nokkuð spennandi!

M


Jeb Bush neitað um heiðursdoktorstitil

Jeb! Hljómar betur en Dubya! Menn segja líka að Jeb sé greindari en stóri bróðir. Hann er allavegana stærri.Prófessorar við Flórídaháskóla hafa þvertekið fyrir að veita Jeb litlabróður Bush heiðursdoktorstitil - þrátt fyrir að rektor skólans og Alumni félag hafi lagt hart að prófessorunum að samþykkja tilnefninguna. Opinber skýring er að Bush hafi ekki stutt háskólann nógu dyggilega.

"I really don't feel this is a person who has been a supporter of UF," Kathleen Price, associate dean of library and technology at the school's Levin College of Law, told The Gainesville Sun after the vote.

CNN og aðrir fréttamiðlar vitnuðu í frétt AP af þessu máli:

In rejecting the honor, some faculty members cited concerns about Bush's educational record in respect to the university. Some said his approval of three new medical schools has diluted resources. He also has been criticized for his "One Florida" proposal, an initiative that ended race-based admissions programs at state universities.

Annað eins ku víst aldrei áður hafa gerst í sögu háskólans:

University officials said they could not recall any precedent for the Senate rejecting the nominees put forth by the Faculty Senate's Honorary Degrees, Distinguished Alumnus Awards and Memorials Committee. The committee determines whether nominees deserve consideration according to standards that include "eminent distinction in scholarship or high distinction in public service."

Þetta kemur svosem ekki á óvart, því bandarískt háskólasamfélag er hreint ekki mjög vinveitt forsetanum og stóra bróður Jeb Bush. Hægrisinnaðir bloggarar eru líka sannfærðir um að þetta sé enn eitt dæmið um liberal bias og hatur allra háskólaprófessora á Bushfjölskyldunni. Cosmic Conservative skrifar:

You think this would have happened if G.W. Bush wasn’t President? This is clearly a case of academic Bush Derangement Syndrome being taken out on G.W.’s brother. This is also clearly an example of the complete lack of ethics and integrity of modern college academics and administrators. You can bet they all patted themselves on the back after this for having “stuck it to the Bushes” one more time.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að Cosmic Conservative hefur nokkuð til síns máls, en það er ekki rétt að það sé eitthvað "academic Bush Derangement Syndrome" sem ráði gjörðum prófessoranna. George W. Bush hefur unnið sér inn andúð háskólasamfélagsins með því að reka stríð gegn vísindamönnum og yfirleitt öllu sem stangast á við hugmyndir og hagsmuni stuðningsmanna sinna, þ.e. olíufyrirtækja og kristinna bókstafstrúarmanna

M


Eru Tom DeLay, Bush íhaldsmenn?

the gipper, the hammerUndanfarið hef ég tekið eftir því að repúblíkanar og bandarískir hægrimenn séu að velta því fyrir sér hvort leiðtogalið flokksins seinustu árin séu raunverulegir íhaldsmenn, eða kannski eitthvað allt annað. Þessi tilfinning sprettur auðvitað að hluta til af gremju margra yfir þvi hvernig Bush hefur tekist að reyta fylgi af flokknum með utanríkisstefnu sinni, og því sem virðist nærri botnlausu getuleysi þegar kemur að innanríkismálum. Það bætir ekki úr skák að menn eins og "the hammer", Tom DeLay, sem stýrði þingliði flokksins með harðri hendi, virðast hafa staðið fyrir nokkuð kerfisbundinni spillingu, þar sem lobbýistar á borð við Abramoff og þingmenn á borð við Duke Cunningham og Bob Ney versluðu með atkvæði og fjárframlög hins opinbera. Það er skiljanlegt að óbreyttir og heiðarlegir flokksmenn vilji sverja af sér þessa aula og skúrka.

En það býr annað og meira að baki þessu ergelsi. Bush og Tom DeLay hafa nefnilega ekki bara staðið sig illa í starfi eða gerst sekir um spillingu - þeir hafa nefnilega líka svikið margar grundvallarkennisetningar bandarískrar íhaldsmennsku. Bandarískir íhaldsmenn trúa nefnilega á fleira en helgi fánans eða jesú krist, öflugan her og "hefðbundin fjölskyldugildi", málefni sem er auðvelt að sjóða niður í "bumper stickers" og slagorð eins og "support the troops".

Bandarískir íhaldsmenn trúa t.d. á að takmarka eigi vöxt eða útþenslu ríkisins, og að ríkið - sérstaklega alríkið - eigi ekki að vera að vasast í lífi borgaranna. Bush hefur hins vegar aukið völd ríkisins, sérstaklega völd alríkisins, meira en nokkur forseti í seinni tíð. Íhaldsmenn trúa því líka að það eigi að takmarka ríkisútgjöld - ekki bara skattheimtu, heldur líka útgjöld. Bush hefur hins vegar aukið útgjöld meira en nokkur forseti í seinni tíð, ekki bara til hernaðar, heldur aðra fjárlagaliði. Á sama tíma hefur hann að dregið mjög úr skattheimtu, með þeim árangri einum að skuldir ríkisins hafa margfaldast. Þesskonar óráðsía er síst að skapi "fiscal conservatives".

Þessi gremja kom skýrt fram þegar David Keene, formaður American Conservative Union, skipaði Tom DeLay í stjórn félagsins. Keene sem er sjálfur vel þekktur K-Street lobbýisti hélt því fram að "kontaktar" DeLay myndu nýtast félaginu:

"When I introduced him (to ACU members) I said that, like a number of Republicans, Tom had done some work on the dark side," Keene recalled. "Now, he wants to harness his abilities for our agenda."

Keene said he has no second thoughts about keeping DeLay on the 33-member board, which receives no pay.

"Who can you think of better than Tom DeLay to be sitting in the room when you are setting priorities with Congress?" he asked.

Öðrum meðlimum stjórnarinnar fannst þetta hins vegar ekki alveg eins góð hugmynd, m.a. fyrrverandi formaður Repúblíkanaflokksins í Texas, Tom Pauken, sem sagði sig úr stjórninni í mótmælaskyni:

"I just think we need to break loose from what was happening with the Republican Party in the post-Reagan era," said Pauken, citing a number of concerns including the scandal involving lobbyist Jack Abramoff

Þrír aðrir stjórnarmenn sögðu af sér:

He was part of a congressional leadership that oversaw a massive expansion of the government, which conservatives opposed," said Robert Luddy, a North Carolina businessman among the board members who resigned. "It is one thing to call yourself a conservative, but you have to act on it."

The sentiment was echoed by political strategist Marc Rotterman, another board defector.

"Conservatives looked to Tom DeLay to cut government not grow it. He was complicit in the largest expansion of government in recent times."

Þetta er auðvitað ekkert meiriháttar upphlaup, og menn eru alltaf að segja sig úr félögum í mótmælum við hitt og þetta. Það sem er merkilegt er að Tom DeLay kom fram sem andlit flokksins, og hélt uppi járnaga í þingliði hans. DeLay hefur líka ræktað þá hugmynd að hann sé einhverskonar erkiíhaldsmaður, talsmaður og sérlegur verndari "íhaldsvængs" flokksins.

Það eru ekki bara stjórnarmenn American Conservative Union sem eru farnir að hafa efasemdir um að forystumenn flokksins séu raunverulega trúir hugmyndafræði flokksins. David Boaz, sem bloggar fyrir cato-at-liberty (sem er með betri stjórnálabloggsíðum hér vestra), skrifaði á föstudaginn grein um "hugmyndafræði" búshverja, þ.e. the "loyal bushies":

But there are few if any ideologues in this administration. What would their ideology be? Certainly not any previously known variant of conservatism. “Compassionate conversatism”?! Right...

The famous email about which U.S. attorneys should be fired said they would keep the “loyal Bushies,” not “the conservatives.” I don’t think “loyal Bushies” are loyal to compassionate conservatism or country-club Republicanism; they’re personally loyal to George W. Bush, for some reason that passeth my understanding.

Consider a similar term: “Reaganite.” ... When someone says he’s a Reaganite, he means that he adheres to the principles of lower taxes, less regulation, traditional values, and a strong national defense. When a Justice Department staffer asks if someone is a “loyal Bushie,” he means something entirely different.

Þó við getum haft ólíkar skoðanir á ágæti ríkisstjórnar Ronald Reagan er þó hægt að viðurkenna að Reagan hafði hugsjónir, og hugmyndir um hvernig ætti að stjórna Bandaríkjunum, og hverskonar þjóð Bandaríkjamenn væru og ættu að vera. Sú hugmyndafræði var kannski stundum frekar þunn, en hún var þó nógu sterk til þess að sameina Repúblíkanaflokkinn og leggja grunninn að 12 ára setu í Hvíta Húsinu og svo valdatöku flokksins í þinginu 1994. Bush og DeLay tókst hins vegar að tapa þingmeirihluta, og ef fram fer sem horfir, einnig Hvíta Húsinu. Boaz og aðrir sem líta til valdatíðar Reagan sem gullaldar Repúblíkanaflokksins sjá sem er: Bush er langt kominn með að drepa arfleið Reagan.

Ástæðan er sú að Bush og stuðningsmenn hans hafa akkúrat enga hugmyndafræði. Þeir eru ekki að vinna að einhverri hugsjón: Þeirra hugsjón eru völd. Og það eru akkúrat þannig menn sem hægrimenn og libertarians benda á þegar þeir vara við ofvexti ríkisins. Boaz lýkur pistli sínum með þessum orðum:

Ideology gets a bad name sometimes. But a commitment to a set of political principles is more deserving of respect than a regime of pure politics.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband