Fleiri fjölmiðlamenn ásaka nemendur fórnarlömb fjöldamorðanna í Virginíu um hugleysi

Mark SteynÞegar ég sá fréttir af því að dálkahöfundur National Review Online Derbyshire hefði ásakað fórnarlömb fjöldamorðanna við Virginíuháskóla um hugleysi var ég furðu lostinn. Bæði vegna þess að National Review er frekar virt mágagn bandarískra nýíhaldsmanna - ekki einhverskonar ómerkilegt "fringe" blogg, og svo líka vegna þess að skoðanir Derbyshire voru svo svívirðilega ógeðfelldar að ég hefði ekki getað ímyndað mér að nokkrum  manni hefði dottið í að setja þær á blað. Það hefur því komið mér enn meira á óvart að uppgötva að Derbyshire er engan veginn einn um að vilja kenna fórnarlömbunum um glæpinn og halda því fram að fórnarlömbin hafi verið gungur og skort karlmennsku!

Nathaniel Blake, sem skrifar fyrir Human Events Online:

College classrooms have scads of young men who are at their physical peak, and none of them seems to have done anything beyond ducking, running, and holding doors shut. Meanwhile, an old man hurled his body at the shooter to save others.

Something is clearly wrong with the men in our culture. Among the first rules of manliness are fighting bad guys and protecting others: in a word, courage. And not a one of the healthy young fellows in the classrooms seems to have done that. …

Like Derb, [Derbyshire] I don’t know if I would live up to this myself, but I know that I should be heartily ashamed of myself if I didn’t. Am I noble, courageous and self-sacrificing? I don’t know; but I should hope to be so when necessary.

"Am I noble, corageous and self-sacrificing?" Skrifar maðurinn um leið og hann hæðir fórnarlömb fjöldamorðinga!? Nei, mr. Blake er sennilega ekki "a noble, corageous and self-sacrificing" - hver sá sem skrifar svona um sjálfan sig er sennilega sjálfumglatt, narssíssískt skítseyði!

Mark Steyn, á National Review

Virginia Tech students are] not “children.” The students at Virginia Tech were grown women and — if you’ll forgive the expression — men….

We do our children a disservice to raise them to entrust all to officialdom’s security blanket. Geraldo-like “protection” is a delusion: when something goes awry — whether on a September morning flight out of Logan or on a peaceful college campus — the state won’t be there to protect you. You’ll be the fellow on the scene who has to make the decision. […]

Murderous misfit loners are mercifully rare. But this awful corrosive passivity is far more pervasive, and, unlike the psycho killer, is an existential threat to a functioning society.

Karlmennskuleysi karlkyns nemenda Virginia Tech er um að kenna: samfélagið hefur talið þeim trú um að þeir eigi ekki að eiga von á því að vera myrtir um hábjartan dag, og mistekist að kenna þeim að verja sig fyrir vopnuðum vitfirringum. Ergó: Ekki bara eru fórnarlömbin aumingjar - það er samfélaginu að kenna.

Michelle Malkin, sem er syndicated columnist og einn af best þekktu bloggurum repúblíkana:

Instead of teaching students to defend their beliefs, American educators shield them from vigorous intellectual debate. Instead of encouraging autonomy, our higher institutions of learning stoke passivity and conflict-avoidance. And as the erosion of intellectual self-defense goes, so goes the erosion of physical self-defense.

Enough is enough, indeed. Enough of intellectual disarmament. Enough of physical disarmament. You want a safer campus? It begins with renewing a culture of self-defense — mind, spirit and body. It begins with two words: Fight back

Rauður þráður í gegn um öll þessi skrif er að voðaverkin séu samfélaginu að kenna - ekki vegna þess að samfélagið hafi rekið fjöldamorðingjann út í ódæðisverkin, heldur vilja Malkin, Derbyshire, Steyn og Blake, sem eru öll dálkahöfundar og fréttaskýrendur á hægrivængnum, kenna samfélaginu um að hafa framleitt fórnarlömb! Aðalrökin hjá þeim öllum eru að samfélagið, með allri sinni fjölmenningu og umburðarlyndi, hafi getið af sér getulausa karlmenn sem þori ekki að afvopna vitfirrta fjöldamorðingja. Þetta er merkilegasta tilbrigðið við "kennum samfélaginu um" rökin, sem lengi vel voru einvörðungu notuð af vinstrimönnum, sem þurftu að þola stöðugt háð fyrir vikið. Nú virðast sumir bandarískir hægrimenn vera búnir að taka þessa hugmynd upp.

Það stendur líka upp úr að Derbyshire, Steyn og Blake ásaka allir karlkyns fórnarlömb og eftirlifendur fjöldamorðingjans um skort á karlmennsku - og nota tækifærið til þess að upphefja eigin hetjulund og tala fjálglega um hversu miklar hetjur þeir hefðu sjálfir reynst undir sömu kringumstæðum. Það er sannarlega mjög karlmannlegt að upphefja sjálfan sig á kostnað fórnarlamba fjöldamorðs? Maður þarf að elska sjálfan sig mjög mikið til þess að geta notað harmleik á borð við þennan (eða yfirleitt dauða nokkurs manns) sem afsökun til þess að skrifa lofræðu um sjálfan sig og kosti sína.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þvílík fyrring! Ég hef ekki geð í mér að eyða orðum á svona.  Einmitt, svolítill paradox í því að upphefja karlmennsku sína með þessum hætti.  Ekki verður heigulshætti betur lýst.  Þessir menn dæma sig sjálfir.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 04:04

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Öfgar í Ameríku.  Næstu skrif þeirra koma líklega til með að fjalla um það að hver einasti nemandi hafi rétt til að bera skotvopn í skólanum, og rökstyðja það með þeim rökum að þá geti menn nú varið sig.

Maður veit hreinlega ekki hvað brýst um í kollium á svona fólki.....

Eiður Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 09:55

3 Smámynd: Ár & síð

Það er álíka mikil skynsemi í þessum ásökunum hægrimanna í Bandaríkjunum og að segja að Helförin hafi verið gyðingunum sjálfum að kenna vegna þess að þeir snerust ekki til varnar.
Þetta er einhver ógeðslegasta smjörklípa sem nokkru sinni hefur verið kastað fram opinberlega.  

Ár & síð, 19.4.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Svo eru þessir menn hissa á að aðrir jarðarbúar líki ekki við þá.

Hlynur Jón Michelsen, 19.4.2007 kl. 13:30

5 identicon

Ja, karlmennska? Afhverju er ekki líka ráðist á kvennkyns fórnalömb þessa harmleiks? Það þarf að vera jafnrétti í þessu eins og öðru. En, nóg komið af kaldhæðni, ég er nokkuð viss um að einhverjir hafi reynt að gera eitthvað "karlmannlegt" til að stoppa árásina. Við fáum hinsvegar líklega aldrei að heyra þeirra sögur því þeir voru drepnir með köldu blóði.

En það sorglega er, það að fórnarlambinu sé kennt um glæpinn gerist alltof oft. Aðalega þó þegar nauðganir eiga í hlut, ekki áður heyrt um að fólki sé kennt um að hafa verið drepið. 

Anna 

Anna (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 15:34

6 Smámynd: FreedomFries

Það voru líka hetjur - t.d. 76 ára gamall verkfræðiprófessor sem hélt hurðinni inn í kennslustofuna svo morðinginn kæmist ekki inn meðan nemendur stukku út um glugga til að bjarga lífi sínu. Prófessorinn var drepinn. (sjá NYT):

''My father blocked the doorway with his body and asked the students to flee,'' Librescu's son, Joe Librescu, said Tuesday in a telephone interview from his home outside Tel Aviv. ''Students started opening windows and jumping out.''

Prófessorinn var frá Ísrael, morðinginn frá Suður Kóreu, og sex eða sjö fórnarlambanna voru útlendingar. Þetta er fjölþjóðlegur harmleikur, sem kannski skýrir þörf sumra afturhaldsmanna, sem hata fjölmenningu, til að frussa og froðufella í bræði?

Svo er þetta ekki í fyrsta skipti sem fórnarlömbum fjöldamorða er kennt um örlög sín, þó þetta sé óvenjulega bienskeitt. Pat Robertson sagði að 9/11 væri refsing guðs fyrir fóstureyðingar og femínisma, (samfélaginu um að kenna) og Ward Churchill, prófessor í sagnfræði, sem hélt því fram að fórnarlömbin hefðu verið "little Eichmanns" og árásin því réttlát refsing fyrir heimsvaldastefnu Bush stjórnarinnar (Bush um að kenna). Ég held ekki að þeir Robertson og Churchill hafi vaxið í virðingu eftir þessi ummæli, og vonandi fer eins fyrir Derbyshire og félögum.

Bestu kveðjur!

FreedomFries, 19.4.2007 kl. 16:27

7 identicon

Guð minn góður hvað þetta fólk er skemmt, að láta sér detta í hug að skrifa svona! Svo ekki sé minnst á úreltar hugmyndir um karlmennsku og bara hreina mannvonsku. Manni fallast bara hendur.

SJ (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband