Skirlífiskennsla hefur engin áhrif á hvort unglingar stundi kynlíf

Abstinence is for virgins"Abstinence education" hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sumum repúblíkönum og "kristnum" Bandaríkjamönnum. Forsetinn hefur verið ötull talsmaður skirlífiskennslu, enda bendir hann á að öruggasta leiðin til þess að forðast þunganir og kynsjúkdóma sé að stunda ekkert kynlíf. Þetta er auðvitað lógík sem engin leið er að deila við. Skirlífi hentar líka vel hugmyndafræði "trúaðs" fólks sem er sannfært um að allt kynlíf sé einhvernveginn mjög ógeðfellt, nema þegar það er stundað innan hjónabands til þess að búa til börn. Samkvæmt sömu hugmyndafræði er kennsla í kynfræðslu sem kennir unglingum um notkun getnaðarvarna einhverskonar "kynlífsáróður". Nú, vegna þess að unglingar eru mun líklegri til að stunda kynlíf ef þeir kunna að passa sig á kynsjúkdómum eða þungunum?

Skirlífisfræðsla hefur enda hlotið 176 milljón dollara árlega á fjárlögum frá Bush stjórninni. Þess hefur líka krafist þess að skólar sem fá peninga frá alríkisstjórninni til að kenna kynfræðslu megi bara kenni börnum og unglingum skirlífi. Það er því eðlilegt að fólk spyrji hvort þessi skirlífisáróður virki.

Washington Post birtir í morgun frétt um niðurstöður stærstu könnunar sem gerð hefur verið á skirlífiskennslu, og niðurstaðan sýnir að skirlífiskennsla hefur akkúrat engin áhrif á hvort unglingar stundi kynlíf. Sem kemur svosem ekki á óvart.

A long-awaited national study has concluded that abstinence-only sex education, a cornerstone of the Bush administration's social agenda, does not keep teenagers from having sex. Neither does it increase or decrease the likelihood that if they do have sex, they will use a condom.

Í stuttu máli er stunda unglingar sem fá "abstinence only" kennslu nákvæmlega jafn mikið kynlíf og unglingar sem ekki fá slíka kennslu.

"There's not a lot of good news here for people who pin their hopes on abstinence-only education," said Sarah Brown, executive director of the National Campaign to Prevent Teen Pregnancy, a privately funded organization that monitors sex education programs. "This is the first study with a solid, experimental design, the first with adequate numbers and long-term follow-up, the first to measure behavior and not just intent. On every measure, the effectiveness of the programs was flat."

Stjórnin hefur samt engan hug á að hætta að fjármagna áróður sem hefur nákvæmlega ekkert gildi:

Harry Wilson, a top official in the Department of Health and Human Services, said yesterday that the administration has no intention of changing funding priorities in light of the results.

Að vísu hafa stuðningsmenn skirlífiskennslu hafa haldið því fram að þessi kennsla hafi áhrif á viðhorf unglinga til kynlífs, þeim sem sé kennt að stunda ekki kynlíf stundi minna kynlíf, þó þeir hugsanlega byrji á sama tíma og aðrir, og að lokum, að skirlífiskennsla 'bæti siðferðiskennd þeirra". Það má ábyggilega veita hundruðum milljóna árlega í að "bæta siðferðiskennd" unglinga með eitthvað effektívari hætti en að reyna að fá þá til að ignorera eðlilegan hormónabúskap sinn og innræta þeim kristilegan siðferðisboðskap aftan úr miðöldum.

En látum vera að ríkisstjórnin verji hundruðum milljóna til þess að fjármagna prógramm sem hefur engin áhrif. Það eru hinsvegar vísbendingar um að skirlífiskennsla stjórnarinnar sé beinlínis skaðleg. Athugun bandaríkjaþings frá 2004 á kennsluefni í 13 mest notuðu námskeiðunum sýndi að kennsluefnið var mjög misjafnt að gæðum:

The report concluded that two of the curricula were accurate but the 11 others, used by 69 organizations in 25 states, contain unproved claims, subjective conclusions or outright falsehoods regarding reproductive health, gender traits and when life begins.

Og hverskonar snilld er kennd í skirlífisprógrömmum á kostnað skattgreiðenda? Grein Washington Post nefndi eftirfarandi gullkorn:

  • A 43-day-old fetus is a "thinking person."
  • HIV, the virus that causes AIDS, can be spread via sweat and tears.
  • Condoms fail to prevent HIV transmission as often as 31 percent of the time in heterosexual intercourse.

Samkvæmt tölum bandaríska heilbrigðisráðuneytisins eru smokkar öruggir í 97% tilfella, það eru engar tölur til um hlutfall samkynhneigðra unglinga með alnæmi - enda ekki vitað hversu margir unglingar eru samkynhneigðir, og þó menn geti haft ólíkar skoðanir á ágæti fóstureyðinga, og sumir vilji tala um fóstur sem "tilvonandi mannverur" held ég að það sé leitun að fólki sem trúir því að hægt sé að vísa til 43 daga fósturs sem "hugsandi mannveru".

Ef skirlífisprógrömm næðu tilætluðum árangri, og minnkuðu kynlíf meðal unglinga, gæti ég skilið að alríkisstjórnin og talsmenn fjölskyldugilda vildu halda áfram að fjármagnun þeirra, en í ljósi þess að þau eru fullkomlega gagnslaus - og dreifa röngum og skaðlegum upplýsingum - er ótrúlegt að stjórnin vilji halda þeim áfram. Carpetbagger report bloggið hafði þetta að segja:

The fiasco is a microcosm of everything that’s wrong with the Bush administration’s approach to public policy — ignore facts, waste money, placate extremists, and hope no one notices. It would be hilarious if it weren’t so pathetic.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fóstur er mannvera, ekki "tilvonandi mannvera". Ég held líka eins og þú, "að það sé leitun að fólki sem trúir því að hægt sé að vísa til 43 daga fósturs sem "hugsandi mannveru"," og ég er ekki í þeim hópi, en þarf mannvera að vera hugsandi til að eiga lífsrétt? -- t.d. ef einhver verður fyrir stórslysi og fellur í dá. Og alltjent eru heilabylgjur (ECG) farnar að berast frá fóstri, þegar þarna er komið sögu, enda heilinn eitt mikilvægasta þróunarfyrirbærið á framanverðu (frum)-fósturskeiðinu. -- En beztu skírlífisfræðsluna hygg ég þá, sem fólgin er í því að kenna börnum kristna trú, ást á Guði og vilja til að varðveita hans boð.

Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 03:07

2 identicon

Aðskilja ríki og skóla rétt eins og ríki og kirkju.  Leyfa skólum að hafa frjálsar stefnur. Þá getur öfgatrúarfólk eins og Jón Valur farið í skóla sérstaklega ætluðu slíku fólki, á meðan meirihlutinn kýs eitthvað annað.

Þó losnar maður við það að foreldrar, stjórnmálamenn og aðrir séu að rífast um hvaða einstefnu eigi að kenna börnunum.

Geiri (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 06:10

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það eru greinilega ekki allar ferðir farnar til fjár.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.4.2007 kl. 07:25

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geiri á létt með að kalla mig öfgatrúarmann, af því að hann leggur ekkert á sig til að rökstyðja það. Svo er alltaf auðvelt að tala ábyrgðarlaust, þegar menn gera það ekki undir nafni.

Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kynhvötin er rauður sportbíll.  Þegar maður fær einn slíkann gratís, þá eyðir maður ekki kröftum og angist í að standast það að keyra hann. 

Víst getur orðið slys ef maður ekur ekki varlega. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 00:03

6 identicon

Jón Valur: Allir þeir sem vilja að landslög þvingi alla til þess að fara eftir kristnum  gildum eru öfgatrúarmenn í mínum augum. Sama hvort við séum að ræða um að þvinga öll börn í kristnifræði eða takmarka réttindi samkynhneigða.

Ef þú vilt hafa þinn lífsstíl í friði þá skaltu drullast til þess að virða rétt annarra til þess. 

Geiri (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:20

7 Smámynd: Þarfagreinir

Ég skil reyndar mjög vel afstöðu kristinna manna gegn fóstureyðingum - ef maður trúir á sál sem Guð gefur fólki er auðvitað allt líf heilagt, strax frá því að það kviknar. Ég get því fallist á gagnrýni Jóns Vals á þetta atriði, sem er það eina sem hann hefur tjáð sig um hér þó að aðrir sem hér hafa tjáð sig virðast gera honum upp fleira.

Að þröngva kynferðislegum púrítanisma inn í skóla er hins vegar allt annað mál og fáránlegra. Þetta eru hlutir sem fólk á að fá að taka afstöðu til sjálft, alveg sama hversu mikið einhverjum öðrum kann að blöskra. Svona viðhorf eiga kirkjur og foreldrar að kenna, hafi þessir aðilar áhuga á því á annað borð. Þetta á ekkert erindi í skóla.

Þarfagreinir, 16.4.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband