Fjöldamorðin í Virginíu sanna að ÉG hef á réttu að standa!

Í framhaldi af skrifum mínum í gær og fyrradag um tilraunir sumra fréttaskýrenda til þess að kenna fjölmenningarlegu samfélagi Bandaríkjanna og umburðarlyndi um að hafa valdið fjöldamorðunum í Virginíu fannst mér við hæfi að endurbirta þessa grein sem ég fann á Boing Boing. Greinin var skrifuð í tilefni hryðjuverkaárásanna 2001, en á jafn vel við núna, maður þarf bara að skipta út bombing fyrir shooting og World Trade Center fyrir Virginia Tech.

Why the Bombings Mean That We Must Support My Politics

Of course the World Trade Center bombings are a uniquely tragic event, and it is vital that we never lose sight of the human tragedy involved. However, we must also consider if this is not also a lesson to us all; a lesson that my political views are correct. Although what is done can never be undone, the fact remains that if the world were organised according to my political views, this tragedy would never have happened.

Many people will use this terrible tragedy as an excuse to put through a political agenda other than my own. This tawdry abuse of human suffering for political gain sickens me to the core of my being. Those people who have different political views from me ought to be ashamed of themselves for thinking of cheap partisan point-scoring at a time like this. In any case, what this tragedy really shows us is that, so far from putting into practice political views other than my own, it is precisely my political agenda which ought to be advanced.

Not only are my political views vindicated by this terrible tragedy, but also the status of my profession. Furthermore, it is only in the context of a national and international tragedy like this that we are reminded of the very special status of my hobby, and its particular claim to legislative protection. My religious and spiritual views also have much to teach us about the appropriate reaction to these truly terrible events.

Countries which I like seem to never suffer such tragedies, while countries which, for one reason or another, I dislike, suffer them all the time. The one common factor which seems to explain this has to do with my political views, and it suggests that my political views should be implemented as a matter of urgency, even though they are, as a matter of fact, not implemented in the countries which I like.

Of course the World Trade Center attacks are a uniquely tragic event, and it is vital that we never lose sight of the human tragedy involved. But we must also not lose sight of the fact that I am right on every significant moral and political issue, and everybody ought to agree with me. Please, I ask you as fellow human beings, vote for the political party which I support, and ask your legislators to support policies endorsed by me, as a matter of urgency.

It would be a fitting memorial.

Ég veit ekki alveg hversu oft ég hef lesið variasjónir á þessa grein í gegn um tíðina, í tilefni mismunandi voðaverka, en þetta virðist vera frummynd þeirra allra. Svo las ég nýlega náskylda grein, skrifaða í tilefni dauða einhvers rithöfundar, nema inntak hennar var að deila með umheiminum, af þessu tilefni, hversu vel lesinn og svalur greinarhöfundur væri. Þetta er alveg sérstök tegund blogg og blaðaskrifa: "Nú skrifa ég grein um eitthvað merkilegt listaverk/bók/kvikmynd, en bara til að minna alla á hversu klókur ég sé." Inntakið er alltaf það sama: ég ég ég. Jæja, það er líka kominn tími til að fara að tala aftur um Alberto Gonzales. Það er ekki með nokkru móti hægt að hlusta á þessar þingyfirheyrslur, svo ég læt mér nægja að lesa um aðalatriðin einhverntímann í kvöld - vegna þess að svona yfirheyrslur taka allan helvítis daginn og Gonzales fer undan öllum spurningum í vesældarlegum flæmingi.

Og svo er fátt leiðinlegra en að hlusta á senatora "spyrja spurninga" við svona uppákomur. Inntak flestra spurninga er "ég, ég, ég - nú er ég að tala..."

M

Update: Fyrir þá sem hafa áhuga á yfirgengilegum pólítískum bloggnördisma og geta ekki beðið eftir alvöru fréttum af því hvaða afsakanir Gonzales reynir að selja þingmönnum er bent á að The Blue State er a "liveblogga" Gonzalesyfirheyrsluna - og fyrir þá sem vilja lesa aðeins vandaðari blogg er bent á TPM sem er líka að liveblogga Gonzales, með vídeóupptökum og alles!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já einmitt. Þetta er bráðskýr grein.

Þrátt fyrir mikla "ræðu" hér í USA vantar algerlega UMræðu í massafjölmiðlunum. Þessi hugsanakrabbi "preacher mentality" og "9-5" mentalitet hefur komist inn á pallborð íslenskrar umræðu á undanförnum árum svo höldum í okkur andanum og sjáum hvernig málin þróast á næsta áratug, á Íslandi okkar góða.

Ólafur Þórðarson, 19.4.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 21:14

3 identicon

Þú ert frábær bloggari , M. og greinar þínar góðar og upplýsandi.

Pétrína Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband