Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Borat boðið í opinbera heimsókn til Kasakstan

borat_poster.jpg

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur kasakstanska utanríkisráðuneytið boðið Borat í opinbera heimsókn til Kasakstan. Fram til þessa hafa kasakstönsk stjórnvöld einbeitt sér að því að reyna að sannfæra lesendur New York Times um að Kasakstan sé fallegt og nútímalegt land. Utanríkisráðuneyti Kasakstan virðist nú hafa ákveðið að það væri auðveldara að reyna að sannfæra Borat um fegurð og ágæti Kasakstan:

"His trip could yield a lot of discoveries -- that women not only travel inside buses but also drive their own cars, that we make wine from grapes, that Jews can freely attend synagogues and so on," Aliyev told local news agency Kazakhstan Today late on Wednesday.

Eftir langa nefndarsetu og skýrsluskrif komst Utanríkisráðuneyti Kasakstan að því að það væri mikilvægt að hafa "a sense of humor" og að bera virðingu fyrir "other people's freedom of creativity", og að það væri fullkomlega gagnslaust að reyna að móðga eða lögsækja "listamenn". 

Aliyev said he understands why Kazakhs are unhappy about Cohen's character, Borat Sagdiyev. "But we must have a sense of humor and respect other people's freedom of creativity," Aliyev told Kazakhstan Today

"It's useless to offend an artist and threaten to sue him," Aliyev said. "It will only further damage the country's reputation and make Borat even more popular."

Það var kominn tími til þess að Kasakstanir gerðu sér grein fyrir því að Borat væri ekki alvarleg ógnun við orðstír Kasakstan!

M


Tony Blair tekur: Should I stay or should I go og Bush: Sunday Bloody Sunday á YouTube

bush rocks.jpg

Bush og Blair rokka  á YouTube: Blair sýngur Clash Should I stay or should I go, og Bush U2 Sunday Bloody sunday. Bush myndbandið er að vísu nokkurra gamalt, en djöfulli gott. Bæði eru eftir einhvern Rx2008 - sem hefur líka sett saman myndband af Bush að syngja "Imagine" og "walk on the wild side".

M


Sígaunar í Þýskalandi fara í mál við Borat

kazakhstanis_against_borat.jpg

Þýskir sígaunar hafa farið í mál við til þess að koma í veg fyrir að kvikmynd kasakstanska fréttamannsins Borat verði sýnd í Þýskalandi. Leiðtogi félagsskapar sem berst gegn sígaunahatri, Marko Knudsen segir að Borat hvetji til sígaunahaturs... En hatursboðskapur Borat, ef einhver er, er alls ekkert einskorðaður við sígauna! Borat hatar líka gyðinga, annað litað fólk, homma, og konur.

"We are accusing him of defamation and inciting violence against Sinti and Roma (gypsies)"

Knudsen's group has asked for an injunction to stop the film from being shown in Germany. "We called the distributors, but they laughed at us," he said.

Þeir hafa sennilega líka verið sígaunahatarar? Að vísu virðist Borat hafa einbeitt sér að sígaunagríni í Þýskalandi - sennilega vegna þess að gyðingagrínið gæti misskilist. 

Baron Cohen, in his Borat guise, won the best international comedian prize at the sixth annual German Comedy Awards on Friday in Cologne.

"I will put this prize next to the only other one I won," Baron Cohen said. "From Central Asian Olympic Committee. For hitting gypsy with rock at 50 meters."

M


Rick Santorum vill að allir viti að hann hafi séð Lord of the Rings

Santorum og Gollum.jpg

Hvað gerir maður þegar maður er að tapa kosningum, finnst allir vera vondir og maður hvergi eiga heima? (Pennsylvaníu? Virginíu?: Það fer eftir því hvort spurt er hvar Santorum sofi á kvöldin, og hvar hann þiggi niðugreidda skólaþjónustu handa börnunum...)

Mér hefur alltaf verið sagt að við þessar aðstæður eigi maður að tala við vini sína, og svo leggjast í heitt bað. En Rick Santorum liggur í sófanum og horfir á vídeó. Hvernig annars ætti að skýra nýfundinn áhuga hans á hringadróttinssögu? Ég neita að trúa því að hann hafi lesið öll þrjú bindin, og hann lítur ekki út fyrir að vera þesskonar role-playing nerd sem bara veit allt um hobbita, háálfa og Uruk-hai.

Meðan Santorum var að troða í sig poppkorni núna um helgina fattaði hann nefnilega að það væri alveg augljós hliðstæða milli stríðsins í Írak og baráttu íbua Miðgarðs gegn Sauron og öflum hins ílla, og svo fór hann til að deila þessu stórkostlega innsæi með bandarískum kjósendum. Salon skýrir frá því að í viðtali við Bucks County Courier Times hafi Santorum sagt að

the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.

"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."

Oooh the eye, the eye, the evil eye! Hverjir eru þessir Hobbitar? Og hvað eru þeir að gera? Ég skil hvernig Santorum getur í sínum skrýtna haus séð bandaríska herinn sem Riddarar Róhans, og Bush sem Aragorn. En hvar koma Hobbitarnir inn? Og hver er Sauron? Hvaða hlutverk er Cheney að spila? Og ég vil vita hver er með hringinn!

Vanalega þegar talsmenn the religious right, en Santorum er helsti talsmaður þeirra í þinginu, tala um Írak eða mið-austurlönd nota þeir lýmskulegar tilvísanir í biblíuna og "rapture-talk", um endalok heimsins og endurkomu frelsarans. Bush hefur oft verið staðinn að því að nota rapture-referensa í ræðum sínum. En hér hefur Santorum stígið inn á alveg flúnkunýja braut. Til hverra hann er að reyna að höfða?

M


10 vitlausustu meðlimir Bandaríkjaþings, skv Radar

congress.jpg

Netritið Radar hefur tekið saman stórskemmtilegan lista yfir vitlausustu þingmenn Bandaríkjanna. Lesendur Freedomfries kannast auðvitað við Conrad Burns (R-MT) og Katherine Harris (R-FL). Harris kemst verðskuldað í fyrsta sæti á lista Radar, en það eru nokkrir aðrir þingmenn sem áhugamenn um heimskuleg stjórnmál þurfa alveg nauðsynlega að kynna sér. Ég mæli sérstaklega með "Mean" Jean Schmidt (R-OH), en hún hefur vakið athygli fyrir að kalla John Murtha (decorated marine corps veteran) heybrók, og fyrir að birta undir eigin nafni "op-ed" blaðagreinar sem hún stal orð fyrir orð, í heilu lagi, frá öðrum repúblíkönum. Svo er það Jim Bunning (R-KY), sem hefur ítrekað talað um hryðjuverkaárásirnar 11 nóvember 2001: Bunning hefur oft þótt hegða sér svo einkennilega, að fyrir kosningarnar 2004 neyddist hann til þess að sýna læknisvottorð um að hann þjáðist ekki af alzheimer...

Listi Radar:

  1. Representative Katherine Harris (R-FL)
  2. Representative Donald Young (R-AK)
  3. Senator James Inhofe (R-OK)
  4. Representative J.D. Hayworth (R-AZ)
  5. Senator Barbara Boxer (D-CA)
  6. Representative Jean Schmidt (R-OH)
  7. Representative Cynthia McKinney (D-GA)
  8. Senator Conrad Burns (R-MT)
  9. Representative Patrick Kennedy (D-RI)
  10. Senator Jim Bunning (R-KY)


Bush eldri skammast sín fyrir Bush yngri

faðir og sonur.jpg

Alveg síðan George W Bush varð 43 forseti Bandaríkjanna hefur það verið eitt af áhugamálum íllgjarnra manna að analýsera samband hans við pabba gamla, George H. W. Bush, 41 forseta Bandaríkjanna. Samband þeirra virðist nefnilega hafa öll element klassísks feðgaharmleiks. Sonurinn er hálf mislukkaður, drykkfelldur, og allt sem hann tekur sér fyrir hendur mistekst einhvernveginn: öll fyrirtæki sem Bush hefur stjórnað hafa tapað peningum. En svo tekur drengurinn sig á, hisjar upp um sig buxurnar og fetar í fótspor pabba og ræður sig í vinnu sem forseti Bandaríkjanna.

Fyrstu ár Bush stjórnarinnar var oft talað um að Bush yngri væri harðákveðinn í að gera engin af þeim mistökum sem pabbinn gerði: Hann lækkaði skatta, meðan pabbi hækkaði skatta, hann passaði sig á að vera vinur með "the base", þ.e. harðlínu og ofstækisöflum innan flokksins, meðan pabbann skorti skilning á "the value voters", og svo auðvitað þurfti Bush yngri að gera útaf við íllmennið Saddam, sem hafði staðið uppi í hárinu á pabba gamla.

Þetta er allt mjög heartwarming. Fljótt á litið virðist Bush yngri nefnilega vera föðurbetrungur: Hann vann tvennar kosningar, meðan pabbinn var rekinn út úr Hvíta Húsinu eftir 4 ár. Og um daginn gerði Bush sér lítið fyrir og lét skíra flugvélamóðurskip í höfuðið á pabba. Hvaða faðir vill ekki eiga svona son? Ég væri alveg sáttur við að láta skíra í höfuðið á mér svosem eina freigátu, eða bara tundurspilli, jafnvel lítið varðskip!

Samkvæmt grein í New York Daily News er pabbi hins vegar alls ekkert ánægður. Við skírnarathöfnina sagði gamli maðurinn:

"I am very proud of our President ... I support him in every single way with every fiber in my body."

En þó Bush eldri segi fallega hluti um Bush yngri á opinberum vettvangi segja íllgjarnar raddir að gamli maðurinn sé síst ánægður með frammistöðu sonarins - og aðstoðarmenn og stuðningsmenn Bush 41 hafa í vaxandi mæli tekið að gagnrýna Bush yngri:

Indeed, one of the worst-kept secrets in Bush World is the dismay, in some cases disdain, harbored by many senior aides of the former President toward the administration of his son - 41 and 43, as many call them, political shorthand that refers to their numerical places in American presidential history.

For five years, the 41s have bit their collective tongues as, they complain, the 43s ignored their counsel. But as the war in Iraq has worsened and public support for the current administration has tanked, loyalists of the elder Bush have found it impossible to suppress their disillusionment - particularly their belief that many of 43's policies are a stick in the eye of his father.

"Forty-three has now repudiated everything 41 stands for, and still he won't say a word," a key member of the elder Bush alumni said. "Personally, I think he's dying inside."

Bush eldri skammast sín svo mikið fyrir drenginn að hann er "dying inside"! Hér eigast þó ekki bara við feðgarnir, heldur hirðir þeirra líka. Aðstoðarmenn Bush eldri eru æfir yfir því hvernig hirðmenn Bush yngri hafa staðið að krossferðinni til Mesopótamíu. Hinir síðarnefndu ásaka svo aftur hina um að reyna að grafa undan Bush yngri og dreifa court-secrets til óvinanna:

While the 41s do most of the finger-pointing, aides to the current President reject the criticism as nitpicking from out-of-touch malcontents.

They also bash the 41s for going public, charging much of the damaging material in Bob Woodward's new book, "State of Denial," was provided by 41 partisans.

Og starfsmenn Bush eldri halda því fram að þeir hafi vitað allan tímann hversu ómugulegur forseti yngri Bush yrði:

Everyone knew how Rumsfeld acts," another key 41 assistant said. "Everyone knew 43 didn't have an attention span. Everyone knew Condi [Rice] wouldn't be able to stand up to Cheney and Rumsfeld. We told them all of this, and we were told we don't know what we're doing."

En ef það er svo, af hverju datt þeim ekki í hug að vara þjóðina við? Haustið 2004 hefði verið tilvalið. Bush eldri hefur hins vegar ástæðu til þess að gleðjast yfir einu: frammistaða sonarins er svo hörmuleg, og valdatíð hans svo algjert failure, að aulagangur pabbans og hálf mislukkuð forsetatíð lítur nú út eins og einhverskonar gullöld.

M


Rick "crazy in the head" Santorum er líka crazy on TV.

casey_santorum_debate.jpg

Um daginn áttust Rick Santorum, Republíkani og öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu og Jim Webb, frambjóðandi demokrata, við í sjónvarpssal. Og Santorum fór á kostum í geðsýkinni! Það liggur við að maður kenni í brjósti um hann! Hann iðaði allur, tvísteig, og rauk upp í æsingi hvað eftir annað, hótaði að þiggja enga almannaþjónustu í Pennsylvaníu, ásakaði andstæðinginn um að mæta ekki í vinnuna, og svo fór hann að baða út höndunum, froðufelldi og gólaði!

Look at the camera, Mr. Casey. Look at the camera. Look at the camera and answer the question. Look at the camera! JUST LOOK AT THE CAMERA!!

Þetta endurtók Santorum nokkrum sinnum og veifaði vísifingrinum í andlitið á Casey og sjónvarpsmyndavélunum! Casey stóð hins vegar sallarólegur og reyndi að koma inn orði - þegar það varð smá hlé á æsingnum í Santorum sagði hann: "you are getting really desperate!", og endurtók svo ásökun demokrata að Santorum hafi svikið tugþúsundir dollara út úr almenningsskólakerfi Pennsylvaníu, og bað hann að endurgreiða þá peninga, en við það fór Santorum aftur úr límingunni. Ástandið var orðið þannig að stjórnandi umræðunnar og meðlimir sérfræðingapanels sem átti að spyrja frambjóðendurna spurninga, voru farnir að hlæja. Það er hægt að sjá alla umræðurnar hér, og styttri útgáfu hér.

M


Hvíta Húsið vill Newt Gingrich sem forseta 2008

Newt Gingrich.jpg

Samkvæmt orðróm sem er byrjaður að ganga á veraldarvefjunum vill Hvíta húsið og Bush að New Gingrich verði næsti forseti Bandaríkjanna. USNews segir að Bush telji að Gingrich myndi verða "a great president":

Gingrich thinks big, they say, and represents the old Reagan-style of smaller-government conservatism. As for his past marital infidelity, they think it's a nothing-burger, especially if he faces Sen. Hillary Rodham Clinton, whose hubby had his own problems she'd rather forget.

Ef það er einhver innan repúblíkanaflokksins virkilega að láta sig dreyma um að Gingrich verði forseti er verr komið fyrir flokknum en ég hélt. Flokkurinn getur ekki endurvakið "The pitchfork/Gingrich revolution of 1994" með því að draga Gingrich út úr pólítíska kirkjugarðinum. Auðvitað á Gingrich heilmikið fylgi innan flokksins, en það er líklega jafn líklegt að hann geti unnið meirihluta þjóðarinnar á sitt band, og að Pat Buchanan geti unnið tilnefningu Demokrataflokksins.


Jeb Bush í skápnum

Jeb og George Bush.jpg

Fyrir viku síðan las ég skemmtilega frétt (og hér) um að Jeb Bush fykisstjóri Flórída og bróðir forsetans, hafi þurft að fela sig í kústaskáp á neðanjarðarlestarstöð í Pittsburgh. Jeb var að heimsækja vin sinn Rick "santorum" Santorum sem var að reyna að safna peningum til stuðnings áframhaldandi setu sinni í öldungadeildinni. Þar sem hann var á leiðinni á "The Duquesne Club", sem er fínn veitingastaður, þangað sem Santorum hafði boðið einhverjum auðmennum sem hann vonaði að vildu styðja sig og flokkinn í komandi kosningum, gekk Jeb fram á hóp mótmælenda. Og þetta voru engir venjulegir "Blame-America-first loonies", háskólanemar eða hippar: Þetta var hópur af stálverkamönnum úr "United Steelworkers Union" hvorki meira né minna!

En semsagt, stálverkamennirnir gerðu hróp að Bush, sem fannst viðeigandi að gera grín að þeim á móti, sendi þeim fíngurkoss og baðaði eitthvað meira út höndunum. Við það æstust mótmælendurnir upp og gerðu aðsúg að fylkisstjóranum, sem varð hræddur og lagði á flótta ásamt lífvörðum sínum. Þeir hlupu, eins og fætur toguðu, niðrí neðanjarðarlestargöng þar sem Bush faldi sig í kústaskáp. Washington Post lýsir hetjulegu undanhaldi forsetabróðursins þanning:

Bush, accompanied by a security guard and an aide, retreated into a nearby subway station and was followed by about 50 picketers, said Bob Grove, a Port Authority spokesman. ...

As a precaution, Bush was ushered into a station supply closet and stayed there until the crowd left.

Þetta fannst vinstrimönnum alveg rosalega fyndið. Og öll vinstrisinnuð blogg í bandaríkjunum voru uppfull af gríni um "Bush í skápnum". (Sjá t.d. Daily Kos) Samkvæmt frásögn bandarískra bloggara skældi Bush eins og "lítil frönsk stelpa" þar sem hann faldi sig í skápnum og saug á sér þumalputtann...

Miðað við mörg önnur bloggupphlaup var þetta frekar fyndið. En augljóslega ekki mjög merkilegt. T.d. ekki neitt í líkingu við "Macaca-moment" George Allen, eða "Taxi-driver" komment Conrad Burns - það var mikið til bloggurum og YouTube að þakka að þau ummælin komust í almæli. Það hvarflaði því ekki að mér að það yrði einhverskonar "follow up" á þessu kústaskápamáli - þar til að skrifstofa Jeb Bush sá ástæðu til þess að halda umræðunni áfram. Repúblíkanar í Flórída hafa þessa dagana mjög miklar áhyggjur af karlmönnum sem eru í skápnum, og vildu því gera nokkrar athugasemdir við fréttaflutninginn:

1) Bush faldi sig ekki í skáp, heldur í miðstöðvarherbergi...

2) ... og væri sjálfur miklu karlmannlegri en mótmælendurnir!

"Bush said it was actually a boiler room. Bush said he had to seek safety in the boiler room when he came across the protesters, but also said he was never concerned for his safety because he was taller and "more burly" than most of the protesters who chased him.

Og það skal sko enginn fá að dreifa sögum um að Bushdrengirnir séu ekki karlar í krapinu!

M


Þriggja metra háir kannabisskógar valda herjum bandamanna í Afghanistan vandræðum

Canadians patrolling the weed.jpg

Rakst á þessa frétt hjá Reuters: "Troops battle 10-foot marijuana plants". Samkvæmt fréttinni eru kanadískar hersveitir í Afghanistan í mestu vandræðum með talíbana sem fela sig inní kannabísskógum. Skógarnir eru svo þykkir að kanadamennirnir þora ekki inn í þá af ótta við að verða fyrir launsátri. Rick Miller, yfirmaður kanadíska hersins í Afghanistan, segir farir sínar ekki sléttar:

"We tried burning [the forests] with white phosphorous -- it didn't work. We tried burning them with diesel -- it didn't work. The plants are so full of water right now ... that we simply couldn't burn them," he said.

Even successful incineration had its drawbacks.

"A couple of brown plants on the edges of some of those (forests) did catch on fire. But a section of soldiers that was downwind from that had some ill effects and decided that was probably not the right course of action," Hillier said dryly.

Nú auðvitað hefur það "some ill effects" að standa undan vindi þegar brenndir eru 3 metra háir kannabisskógar!

M

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband