Bush eldri skammast sín fyrir Bush yngri

faðir og sonur.jpg

Alveg síðan George W Bush varð 43 forseti Bandaríkjanna hefur það verið eitt af áhugamálum íllgjarnra manna að analýsera samband hans við pabba gamla, George H. W. Bush, 41 forseta Bandaríkjanna. Samband þeirra virðist nefnilega hafa öll element klassísks feðgaharmleiks. Sonurinn er hálf mislukkaður, drykkfelldur, og allt sem hann tekur sér fyrir hendur mistekst einhvernveginn: öll fyrirtæki sem Bush hefur stjórnað hafa tapað peningum. En svo tekur drengurinn sig á, hisjar upp um sig buxurnar og fetar í fótspor pabba og ræður sig í vinnu sem forseti Bandaríkjanna.

Fyrstu ár Bush stjórnarinnar var oft talað um að Bush yngri væri harðákveðinn í að gera engin af þeim mistökum sem pabbinn gerði: Hann lækkaði skatta, meðan pabbi hækkaði skatta, hann passaði sig á að vera vinur með "the base", þ.e. harðlínu og ofstækisöflum innan flokksins, meðan pabbann skorti skilning á "the value voters", og svo auðvitað þurfti Bush yngri að gera útaf við íllmennið Saddam, sem hafði staðið uppi í hárinu á pabba gamla.

Þetta er allt mjög heartwarming. Fljótt á litið virðist Bush yngri nefnilega vera föðurbetrungur: Hann vann tvennar kosningar, meðan pabbinn var rekinn út úr Hvíta Húsinu eftir 4 ár. Og um daginn gerði Bush sér lítið fyrir og lét skíra flugvélamóðurskip í höfuðið á pabba. Hvaða faðir vill ekki eiga svona son? Ég væri alveg sáttur við að láta skíra í höfuðið á mér svosem eina freigátu, eða bara tundurspilli, jafnvel lítið varðskip!

Samkvæmt grein í New York Daily News er pabbi hins vegar alls ekkert ánægður. Við skírnarathöfnina sagði gamli maðurinn:

"I am very proud of our President ... I support him in every single way with every fiber in my body."

En þó Bush eldri segi fallega hluti um Bush yngri á opinberum vettvangi segja íllgjarnar raddir að gamli maðurinn sé síst ánægður með frammistöðu sonarins - og aðstoðarmenn og stuðningsmenn Bush 41 hafa í vaxandi mæli tekið að gagnrýna Bush yngri:

Indeed, one of the worst-kept secrets in Bush World is the dismay, in some cases disdain, harbored by many senior aides of the former President toward the administration of his son - 41 and 43, as many call them, political shorthand that refers to their numerical places in American presidential history.

For five years, the 41s have bit their collective tongues as, they complain, the 43s ignored their counsel. But as the war in Iraq has worsened and public support for the current administration has tanked, loyalists of the elder Bush have found it impossible to suppress their disillusionment - particularly their belief that many of 43's policies are a stick in the eye of his father.

"Forty-three has now repudiated everything 41 stands for, and still he won't say a word," a key member of the elder Bush alumni said. "Personally, I think he's dying inside."

Bush eldri skammast sín svo mikið fyrir drenginn að hann er "dying inside"! Hér eigast þó ekki bara við feðgarnir, heldur hirðir þeirra líka. Aðstoðarmenn Bush eldri eru æfir yfir því hvernig hirðmenn Bush yngri hafa staðið að krossferðinni til Mesopótamíu. Hinir síðarnefndu ásaka svo aftur hina um að reyna að grafa undan Bush yngri og dreifa court-secrets til óvinanna:

While the 41s do most of the finger-pointing, aides to the current President reject the criticism as nitpicking from out-of-touch malcontents.

They also bash the 41s for going public, charging much of the damaging material in Bob Woodward's new book, "State of Denial," was provided by 41 partisans.

Og starfsmenn Bush eldri halda því fram að þeir hafi vitað allan tímann hversu ómugulegur forseti yngri Bush yrði:

Everyone knew how Rumsfeld acts," another key 41 assistant said. "Everyone knew 43 didn't have an attention span. Everyone knew Condi [Rice] wouldn't be able to stand up to Cheney and Rumsfeld. We told them all of this, and we were told we don't know what we're doing."

En ef það er svo, af hverju datt þeim ekki í hug að vara þjóðina við? Haustið 2004 hefði verið tilvalið. Bush eldri hefur hins vegar ástæðu til þess að gleðjast yfir einu: frammistaða sonarins er svo hörmuleg, og valdatíð hans svo algjert failure, að aulagangur pabbans og hálf mislukkuð forsetatíð lítur nú út eins og einhverskonar gullöld.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband