Jeb Bush í skápnum

Jeb og George Bush.jpg

Fyrir viku síðan las ég skemmtilega frétt (og hér) um að Jeb Bush fykisstjóri Flórída og bróðir forsetans, hafi þurft að fela sig í kústaskáp á neðanjarðarlestarstöð í Pittsburgh. Jeb var að heimsækja vin sinn Rick "santorum" Santorum sem var að reyna að safna peningum til stuðnings áframhaldandi setu sinni í öldungadeildinni. Þar sem hann var á leiðinni á "The Duquesne Club", sem er fínn veitingastaður, þangað sem Santorum hafði boðið einhverjum auðmennum sem hann vonaði að vildu styðja sig og flokkinn í komandi kosningum, gekk Jeb fram á hóp mótmælenda. Og þetta voru engir venjulegir "Blame-America-first loonies", háskólanemar eða hippar: Þetta var hópur af stálverkamönnum úr "United Steelworkers Union" hvorki meira né minna!

En semsagt, stálverkamennirnir gerðu hróp að Bush, sem fannst viðeigandi að gera grín að þeim á móti, sendi þeim fíngurkoss og baðaði eitthvað meira út höndunum. Við það æstust mótmælendurnir upp og gerðu aðsúg að fylkisstjóranum, sem varð hræddur og lagði á flótta ásamt lífvörðum sínum. Þeir hlupu, eins og fætur toguðu, niðrí neðanjarðarlestargöng þar sem Bush faldi sig í kústaskáp. Washington Post lýsir hetjulegu undanhaldi forsetabróðursins þanning:

Bush, accompanied by a security guard and an aide, retreated into a nearby subway station and was followed by about 50 picketers, said Bob Grove, a Port Authority spokesman. ...

As a precaution, Bush was ushered into a station supply closet and stayed there until the crowd left.

Þetta fannst vinstrimönnum alveg rosalega fyndið. Og öll vinstrisinnuð blogg í bandaríkjunum voru uppfull af gríni um "Bush í skápnum". (Sjá t.d. Daily Kos) Samkvæmt frásögn bandarískra bloggara skældi Bush eins og "lítil frönsk stelpa" þar sem hann faldi sig í skápnum og saug á sér þumalputtann...

Miðað við mörg önnur bloggupphlaup var þetta frekar fyndið. En augljóslega ekki mjög merkilegt. T.d. ekki neitt í líkingu við "Macaca-moment" George Allen, eða "Taxi-driver" komment Conrad Burns - það var mikið til bloggurum og YouTube að þakka að þau ummælin komust í almæli. Það hvarflaði því ekki að mér að það yrði einhverskonar "follow up" á þessu kústaskápamáli - þar til að skrifstofa Jeb Bush sá ástæðu til þess að halda umræðunni áfram. Repúblíkanar í Flórída hafa þessa dagana mjög miklar áhyggjur af karlmönnum sem eru í skápnum, og vildu því gera nokkrar athugasemdir við fréttaflutninginn:

1) Bush faldi sig ekki í skáp, heldur í miðstöðvarherbergi...

2) ... og væri sjálfur miklu karlmannlegri en mótmælendurnir!

"Bush said it was actually a boiler room. Bush said he had to seek safety in the boiler room when he came across the protesters, but also said he was never concerned for his safety because he was taller and "more burly" than most of the protesters who chased him.

Og það skal sko enginn fá að dreifa sögum um að Bushdrengirnir séu ekki karlar í krapinu!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband