Bush samgleðst með Mary Cheney - þó hún sé lesbísk og ólétt

Þessar íllilegu svartklæddu lesbíur vilja grafa undan fjölskyldugildum Bushstjórnarinnar.jpg

Mary Cheney, dóttir Dick Cheney, og sambýliskona hennar eiga von á barni, en það er ein skelfilegasta og andstyggilegasta synd sem fólk getur framið - að mati afturhaldssinaðra "kristinna" Bandaríkjamanna. Ástæðan er auðvitað sú að samkynhneigt fólk er haldið einhverri smitandi geðveiki sem það vill þröngva upp á börn - og það er alveg sérstaklega hræðilegt fyrir börn að alast upp með tveimur aðilum af sama kyni. Rökin eru eitthvað á þá leið að samkynhneigt fólk geti ekki fjölgað sér sjálft og þurfi því að finna nýja meðlimi með áróðri í skólum og fjölmiðlum, nú, eða með því að eitra fyrir börnum sem það ali upp.

Ég skil svosem alveg að þessi röksemdafærsla geti sannfært sumt fólk. Fólk er misjafnt, misjafnlega vel innrætt og misjafnlega greint, og ég ber fulla virðingu fyrir fjölbreytni mannflórunnar! Karl Rove og hugmyndafræðingar Repúblíkanaflokksins gera sér líka grein fyrir því að fólk sé misjafnt, og hafa lagt mikið upp úr því að höfða til þess fólk sem kaupir þessa furðulegu röksemdafærslu um smithættu samkynhneigðar.

En þegar Bush er spurður út í afstöðu sína barnseigna Mary Cheney neyðist hann til að viðurkenna það sem allir vita: það fer ekki eftir kynferði hvort fólk sé góðir foreldrar: 

"I think Mary is going to be a loving soul to her child," Bush said in an interview with People magazine. "And I'm happy for her."

Bush hefur fram til þessa staðið fastar á því en fótunum að börn eigi að ala upp af tveimur aðilum af gagnstæðu kyni.

White House press secretary Tony Snow said on Friday that Bush has not changed his mind. "But he also believes that every human life is sacred and that every child who comes into this world deserves love," Snow said. "And he believes that Mary Cheney's child will, in fact, have loving parents."

Asked if Bush believes that children who are raised by gay and lesbian parents are at a disadvantage, Snow said, "He does not make comments on that and nor will I."

Þó það hafi lítið frést af afstöðu Mary Cheney til Bush, eða Dick Cheney, eða afstöðu hennar til stefnu Bush stjórnarinnar í málefnum samkynhneigðra, hefur það verið á allra vitorði í nokkur ár að hún hefði efasemdir um hómófóbíska pólítík pabba gamla:

Mary Cheney, 37, has said that she considered quitting the Bush-Cheney re-election campaign in 2004 when the president supported a proposed constitutional amendment banning same-sex marriage. She is now an executive at Time Warner’s AOL unit.

Það er reyndar mjög merkilegt hversu þöglir hægrisinnaðir bloggarar og "kristnir" afturhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa verið um Mary Cheney. Fyrst eftir að fréttist af því að hún væri ólétt varð maður var við smá æsing - en það hefur allt dáið út. Annað hvort eru evangelistarnir allir uppteknir í "the war on christmas" eða þeir kunna ekki við að ráðast á fjölskyldu Cheney.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband