Bandaríkjaher neitar að gefa upp tölur um átök í Írak

Tölur ríkisendurskoðunar um fjölda árása í Írak.jpg

Þetta stöplarit er búið að birtast á nokkurnveginn annarri hverri liberal bloggsíðu í bandaríkjunum. Það sýnir opinberar tölur bandaríkjahers yfir árásir á bandaríska hermenn, írakska hermenn og óbreytta borgara síðan stríðið hófst. Áhugafólk um stöplari hefur auðvitað tekið þessu vel, enda ekkert skemmtilegra en fréttir með línuritum og stöplaritum. Fljótt á litið virðist ástandið verða stöðugt verra - aðallega virðist ofbeldið þó stöðugt beinast meira að heimamönnum. Hlutfall árása sem beinast að óbreyttum borgurum og írökskum hermönnum hefur verið að aukast í ár - en hvort forsetinn getur kallað átökin "insurgency" eða borgarastríð veltur auðvitað á því hvort vígamenn hafa meiri áhuga á að drepa bandaríska hermenn eða hvorn annan og óbreytta borgara. En ég er enginn sérfræðingur, hvorki í borgarastríðum eða stöplaritum.

Ástæða þess að liberal bloggarar hafa verið að birta þetta stöplarit er að það vantar í það tölur um fjölda árása í september, október og nóvember. Herinn hefur neitað að gafa upp tölur um fjölda árása í september, október og nóvember. Og þá spyrja menn "af hverju?" Besta skýringin er auðvitað sú að herinn eða stjórnvöld vilji ekki að almenningur í Bandaríkjunum viti hversu alvarlegt ástandið í Írak sé.

Bandaríkjastjórn hefur eiginlega alveg síðan stríðið byrjaði keppst við að lýsa því yfir að það væri búið - að kannski á morgun eða hinn myndi herinn vera búinn að vinna fullnaðarsigur á óvininum og hermennirnir gætu byrjað að koma heim. Ástandið virðist hins vegar ekki hafa batnað. Þvert á móti.

Það er af nógu að taka þegar kemur að því að skýra af hverju forsetinn hefur ekki nema 30% approval rating, og að Repúblíkanaflokkurinn hafi tapað með dramatískum hætti í kosningunum í nóvember. En ég er ekki í neinum vafa um að ein ástæðan er sú að flokkurinn og forsetinn hafa kerfisbundið logið að kjósendum. Þó flest fólk fylgist kannski ekki með fréttum kemst enginn hjá því að fatta að ef forsetinn og varaforsetinn eru sennilega að segja ósatt þegar þeir lýsa því stöðugt yfir, ár eftir ár, að þeir séu að "vinna" stríðið, en stríðið heldur áfram og fréttirnar verða verri og verr. Hinn möguleikinn er að þeir séu á kafi í sjálfsblekkingu - og hvorugt finnst fólki ákjósanlegir eiginleikar í stjórnmálamönnum: veruleikafirring eða óheiðarleiki.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband