... og "the real Macaca" er maður ársins, skv. Salon.com

"The mysterious Macaca" og "The real Macaca" - hvor er "sannari" Virginíubúi?.jpg

Salon.com hefur útnefnt Shekar R. Sirdath mann ársins. Einn örlagaríkan ágústdag var Sirdath á kosningafundi hjá George Allen í Virginíu þegar Allen, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, ákvað að benda á Sirdath - sem er hörundsdökkur - og bjóða hann "velkominn" með eftifarandi orðum:

Let's give a welcome to macaca here. Welcome to America and the real world of Virginia.

Sirdath þurfti ekki Allen til að bjóða sig velkominn, hvorki til Virginíu né Ameríku. Sirdath hefur búið alla sína ævi í Virginíu. Ólíkt Allen, sem ólst upp í Kaliforníu. Að vísu voru foreldrar Sirdath frá Indlandi, en fjölskylda Allen er líka innflutt - frá Norður Afríku. Allen átti síðan í mestu vandræðum með að útskýra hvað hann hafði eiginlega verið að segja: fyrst reyndi hann að halda því fram að "macaca" þýddi "caca-mohawk", (eins og það sé kurteislegt að uppnefna fólk kúka-haus, því Sirdath var ekki með hanakamb...?) Þvínæst þóttist hann hafa fundið orðið upp. En svo rifjaðist það upp fyrir gömlum vinum Allen að hann hefði kallað fólk af öðrum kynþáttum ljótari nöfnum. Til að gera langa sögu stutta tapaði Allen fyrir Jim Webb, og tryggði þannig demokrötum meirihluta í öldungadeildinni. Í sumar var Allen að velta fyrir sér forsetaframboði 2008... Sjá fyrri færslur mínar um "the mysterious macaca" hér.

Salon lýkur umfjöllun sinni um Shekar Sirdath með þessum orðum:

Jim Webb eked out a statewide victory on the basis of massive margins in the booming suburbs of northern Virginia. Macaca and all the missteps that followed helped convince voters in these affluent, well-educated and increasingly diverse zip codes outside Washington that they had grown tired of George Allen. But the same voters may also have recognized Sidarth, born and raised in northern Virginia, a straight-A student at a state college and a member of the local Hindu temple, as their neighbor. Allen was just a California transplant with dip and cowboy boots who had glommed on to the ancient racial quirks of his adopted home. Sidarth was the kid next door. He, not Allen, was the real Virginian. He was proof that every hour his native commonwealth drifts further from the orbit of the GOP's solid South and toward a day when Allen's act will be a tacky antique. Allen was the past, Sidarth is the wired, diverse future -- of Virginia, the political process and the country.

Það er nefnilega ekki Allen, eða þingmenn sem fá að ákveða hvað er "the real world". 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband