Sómalskir leigubílstjórar neita að keyra fólk með duty-free vín frá Minneapolis-St Paul flugvellinum...

I 94.jpg

Þetta er ein af þessum local fréttum sem eru ekki bara fyndnar, heldur líka stórmerkilegar. Semsagt: í Kóraninum, sem er víst einhverskonar helgirit fyrir sómalska innflytjendur í Minnesota, segir m.a. að áfengi sé stórt no-no. Og furðulega hátt hlutfall sómölsku innflytjendanna í Minneapolis og St Paul hefur fundið sér vinnu við að keyra leigubíla. Að vísu er hægt að finna leigubílstjóra af öðru þjóðerni, og flestir þeirra eru tilbúnir til þess að eiga í löngum samræðum um hversu ómugulegir leibubílstjórar sómalirnir séu. Vegna þess að þeir kunna ekki ensku, kunna ekki á umferðarreglurnar, eða vita ekki hvar neitt sé, og kunni ekki á hraðbrautirnar. Þetta síðasta er að vísu rétt: Ég hef sjálfur þurft að útskýra fyrir leigubílstjóra hvernig hann eigi að finna I 94 - sem er á eftir I 35 mikilvægasta hraðbraut the Twin Cities. I 94 liggur þvert í gegn um bæði St Paul og Minneapolis, og þaðan eins og leið liggur alla leið til Seattle með viðkomu í Fargo.

En það er ekki þetta sem hefur verið að angra farþega á alþjóðaflugvellinum, heldur hitt, að sómölsku leigubílstjórarnir hafa tekið upp á því að horfa eftir því hvort farþegar séu með duty free poka, vínflöskur og spyrja fólk hvort það væri með áfengi. Og ferðamenn sem eru með vín, eða játa í eifeldni sinni að hafa keypt sér viskípela í fríhöfninni þurfa að bíða eftir næsta leigubíl takk fyrir!

Þessi frétt var búinn að birtast í nokkrum lókal blöðum þegar Washington Post fjallaði um ástandið:

Over the past few years, a growing number of Somali taxi drivers in the Twin Cities have been interpreting Koranic prohibitions on carrying alcohol to include ferrying passengers with alcohol in their bags.

"If you are a cabdriver and a practicing Muslim, you can't carry alcohol," said Idris Mohamed, an adjunct professor of strategic management at Metropolitan State University in St. Paul.  

"Some people have been refused by driver after driver after driver," said Pat Hogan, a spokesman for the Metropolitan Airports Commission.

Last month, the airports commission proposed putting colored lights on top of cabs to indicate which ones will carry alcohol, a compromise worked out in discussions ongoing since May with the Muslim American Society of Minnesota. But the commission got about 2,000 e-mails opposing the idea and announced this month that it had scuttled the plan.

"Opposition came from both sides politically," Hogan said. "There are people who say, 'If they don't like the job, they should go back to Somalia.' And on the other side people are saying, 'We support diversity, but the Christian right is trying to tell us what to do, and now we're getting it from Muslims, too.' People were saying they wouldn't take a cab at all. . . . There was concern the industry as a whole would suffer."

Það merkilega er að þetta áfengisbann í leigubílum er alls ekki í kóraninum - og múslimskir leigubílstjórar frá öðrum löndum en Sómalíu eru ekki í neinum vandræðum með að flytja áfengi í aftursætinu:

"This is a Somali issue more than a Muslim issue," said Hogan, noting that Muslim drivers from other countries tend not to interpret the Koran the same way.

Eftir að hafa glímt við þetta trúar- eða menningarárekstrarvandamál í dálítinn tíma komust flugvallaryfirvöld að því að leigubílstjórar sem neituðu að flytja farþega, hvort sem þeir þættust hafa trúarlegar ástæður til þess eða ekki, þyrftu að fara aftast í leigubílaröðina. Sómalir í Minneapolis eru þó þeirrar skoðunar að trúbræður þeirra í fólksflutningaiðnaðinum eigi að hafa rétt til þess að neita hverjum sem er um þjónustu:

Somalis interviewed at several late-night coffee shops on a strip of Somali grocery stores, cafes and money-transfer outlets in downtown Minneapolis all thought Muslim drivers should have the right to refuse passengers visibly carrying alcohol.

Í fólksflutningaiðnaðinum má líka finna dæmi um kristna heimsku og fordóma: Strætisvagnabílstjóri í Minneapolis neitaði að keyra vagn sem var með auglýsingu frá gay tímariti.  Og hvað með "kristna" lyfsala sem hafa neitað að selja ógiftum konum getnaðarvarnir, eða hafa neitað að selja konum plan B eða daginn eftir pilluna? Þeir vísa í "trúarsannfæringu" sína til þess að réttlæta að þeir geti mismunað viðskiptavinum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband