Hvað verður nú um hjónabandið?!

Baráttumenn fyrir helgi hjónabandsins og almennu siðgæði urðu fyrir öðru áfalli í Bandaríkjunum nú um daginn. Dómari í Norður Karólínu, sem á eftir Suður Karólínu og Suður Dakóta er eitt afturhaldssinaðasta fylki Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að 201 ára gömul lög sem banna ógiftu fólki að búa saman gangi í berhögg við stjórnarskrána. Það ótrúlega við þessi lög er að þeim var raunverulega framfylgt! Ekki bara gegn samkynhneigðum, eins og maður hefði kannski haldið, heldur einnig gagnkynheigðu fólki sem lifði í synd... bæði notaði ríkið lögin sem yfirskyn til að neita fólki um félagsmálaaðstoð eða önnur réttindi, heldur gat fólk átt á hættu að sambúð þess yrði að lögreglumáli. Síðan 1997 hefur Norður Karólínuríki lögsótt 36 manns fyrir brot á þessum lögum, sem áður nefndust the fornication and adultery statute, en í þeim stendur m.a.

"If any man and woman, not being married to each other, shall lewdly and lasciviously associate, bed and cohabit together, they shall be guilty of a Class 2 misdemeanor."

Samkvæt seinasta manntali voru alls 144.000 ógift pör í sambúð í Norður Karólínu - og því ljóst að ríkisvaldið hefði þurft að leggja flest önnur verkefni á hilluna til að sjá til þess að lögunum væri framfylgt. Líkt og önnur furðuleg og forneskjuleg löggjöf um samskypti kynjanna hafa þessi lög þó aðallega ógnað réttindum samkynhneigðra, en afnám þeirra, er líkt og afnám 'the sodomy law' í Texas ekki bara sigur nútímans og skynseminnar yfir forneskju og fáránleika, heldur mikilvægt skref í réttindabáráttu samkynhneigðra.

Fréttin er öll hér.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband