Tom Coburn og Friðjón

Fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan skrifaði ég langa færslu, 'Nýtt narrative fyrir Bandaríkin', þar sem ég velti fyrir mér Republikanaflokknum og framtíð bandarískra stjórnmála. Friðjón Friðjónsson, sem ég hef miklar mætur á, allt síðan að hafa kynnst honum í Morfís fyrir næstum einum og hálfum áratug síðan, skrifaði stutta athugasemd við þessa löngu færslu mína þar sem hann velti því fyrir sér hvar Tom Coburn, öldungadeildarþingmaður frá Oklahoma, félli á bandaríska stjórnmálaskalann.

Svar mitt var að Coburn væri 'týpískur populisti', enda sýndist mér það vera hárrétt lýsing. Coburn er harður baráttumaður fyrir því sem hann ímyndar sér að séu "fjölskyldugildi", og það getur verið að djúpstæð andúð mín á þeim "fjölskyldugildum" sem Coburn skrifar upp á hafi blindað dómgreind mína þegar ég afskrifaði hann sem ómerkjung. En eins og Friðjón benti réttilega á, er Coburn ekki bara 'a culture warrior', heldur hefur hann líka barist gegn spillingu og sóun á almannafé.

En ástæða þess að ég hef ákveðið að taka Coburn í sátt er löggjöf sem hann hefur verið að berjast fyrir undanfarna daga og vikur. Sjá þessa færslu á heimasíðu Coburn, eða þessa frett í NYT. Aðalatriði málsins eru þau að Coburn hefur samið frumvarp til laga 'The Federal Funding Accountability and Transparency Act' en samkvæmt þeim skal fjármálaráðuneytið setja saman gagnagrunn, og sjá til þess að

within 30 days of awarding federal tax dollars, the government would have to post the name of the entity receiving the funds (excluding individuals receiving federal assistance), the amount of funds received by the entity in each of the past 10 years, detailed information about each of the transactions during the previous decade, the location of the entity, where the goods or services purchased with the federal dollars will be performed or purchased, and a unique identifier, such as the Dun & Bradstreet number commonly used by the private sector.  

Það sem gerir þessa hugmynd virkilega magnaða er að almenningur á að hafa aðgang að þessum gagnagrunni - og þó mikið af þeim upplýsingum sem Coburn gerir ráð fyrir að verði í honum séu nú þegar opinberar er langt frá því að þær séu mjög aðgengilegar. Fjárlagafrumvarp Bandaríkjaþings, t.d. er nánast ógerlegt að skilja - og þar er t.d. ekki hægt að finna upplýsingar um fé sem er veitt til ýmissa verktaka og undirverktaka.

Frumvarpið hefur fengið frekar kuldalegar viðtökur hjá mörgum þingmönnum republikana, þeirra á meðal Bill Frist, en gegnsæi það sem frumvarpið gerir þingmönnum miklu erfiðara að lauma inn í fjárlög bitlingum og vafasömum verkefnum. Hugveitur, bæði á hægri og vinstrivængnum, og pólítísk blogg í Bandaríkjunum eru hins vegar flest fylgjandi frumvarpinu, enda er þetta sennilega ein besta hugmynd sem ég hef séð í langan tíma! Það er varla hægt að hugsa sér betra vopn í baráttunni gegn spillingu og sóun en gagnagrunn af þessari gerð.

Eitt af því sem gerir þetta frumvarp, og forystu Coburn fyrir því, spennandi er að það gengur þvert á stefnu núverandi stjórnvalda að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að upplýsingum um athafnir ríkisvaldsins, undir því yfirskini að 'stríðið gegn hryðjuverkum' þoli ekki að almenningur viti hvað stjórnvöld aðhafast.

Vissulega er hægt að segja að barátta Coburn gegn spillingu lykti af populisma - og það er varla hægt að hugsa sér mikið popúlískara baráttumál en að upplýsa almenning um hvað verði um skattpeninga. En frumvarp Coburn gengur eiginlega of langt til þess að það sé hægt að afskrifa það sem pólítískt uppistand. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru republikanin John McCain og demokratinn Barak Obama - og republikaninn Rick Santorum. McCain og Obama eru báðir ötulir talsmenn gegn spillingu og sóun, en ég á erfiðara með að átta mig á því hvað Santorum er að gera í þessum félagsskap.

En til að gera langa sögu stutta þá held ég að Friðjón hafi haft á réttu að standa þegar hann benti mér á að það gæti verið vafasamt að flokka stjórnmálamenn vestra einvörðungu eftir því hvar þeir standa í menningarstríðunum. Við bíðum nú spenntir eftir því að sjá hvernig frumvarpi Coburn reiðir af.

M.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þessari færslu hef ég sérstaklega gaman af, hún rak mig til blogs. Þetta er ljómandi hugmynd hjá Coburn.

Ritað og innspírað á Café Amour, Akureyri.

Friðjón R. Friðjónsson, 23.7.2006 kl. 17:39

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Ég las einmitt þessa frétt hjá NYT um daginn. Þessi hlutur fréttarinnar stakk soldið í augunn. Sú spilling sem helst hefur verið gagnrýnd er einmitt vegna vafasamra samninga við ýmis fyrirtæki sem stundum heita Halliburton.

"The House unanimously passed a version of the proposal in late June, though in a form that has drawn outside criticism. The House bill creates a database that would omit contracts, which typically go to businesses, but would include about $300 billion in grants, which usually go to nonprofit groups."

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 26.7.2006 kl. 11:12

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég hef bæði verið "in the belly of the beast" og heimsótt AEI(american Enteprise Institute) og líka ATR(Americans for Taxreform) og Grover Norquist. Þótt Norquist sé langt í frá að vera dæmigerður frjálshyggjumaður þá er hann einn áhrifamesti andstæðingur "big Government". á ákveðinn hátt liggja samskeytin i gegnum hann og ATR. á meðan Cato ofl eru hugsjónasamtök eru ATR samtök sem sameina á ákveðinn hátt religious right og small Gov. með peningum og stuðningi. Norquist er tvímælalaust áhrifamesti SmallGov postulinn. Norquist og Bill Kristol ritstjóri Weekly Standard hafa líka lengi eldað grátt silfur saman og óvildin er ekki bara hugmyndafræðileg heldur líka persónuleg.

Friðjón R. Friðjónsson, 26.7.2006 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband