Meira af utanríkispólitík og republikönum

Washington post hefur undanfarna daga verið að flytja fréttir af vaxandi óánægju innan Republikanaflokksins með utanríkisstefnu forsetans. Í gær birti blaðið langa grein um gagnrýni frá hægri væng flokksins - hugmyndasmiðum og þeirri merkilegu stétt fólks sem heitir 'commentators' - á það sem þessu fólki finnst vera fálmkennd og of varkár viðbrögð við Íran og Norður Kóreu, og nú síðast aðgerðaleysi forsetans í nýjasta stríði Ísrael við nágranna sína.

Í dag birti blaðið svo grein um að þingmenn flokksins séu núorðið svartsýnni á gang mála í Írak, og að bjartsýnismantra forsetans njóti minni stuðnings í þingliðinu.

Það sem er athyglisvert við þessar fréttir er að þær virðast benda til þess að innan flokksins séu öfl sem togi í sitt hvora áttina - annarsvegar þingmenn og hins vegar hugmyndasmiðirnir. Margir þeirra þingmanna sem Washington Post telur upp eru í Norð-Austurríkjunum eða Miðvesturríkjunum, fylkjum sem eru yfirleitt nær miðju eða frekar til vinstri - en Demokratar hafa einmitt sett mark sitt á að fella republikana sem standa tæpt í þessum fylkjum. Það er því skiljanlegt að þeir séu núna að reyna að sýn að það sé munur á þeim og harðlínustefnu forsetans.

Hugmyndasmiðirnir, sem augljóslega þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna í næstu kosningum, geta hins vegar haft efni á að halda í harðlínuhugmyndir sínar, hvað svo sem staðreyndunum líður.

En það er eiginlega þetta sem er mikilvægast: Nú eru jafnvel þingmenn republikana farnir að leyfa sér að tala um það opinberlega að Bandaríkjamenn séu í ógöngum í Írak. Meðan flokkurinn stóð sem einn maður að baki forsetans, og endurtók í sífellu sama sönginn um hversu vel allt gengi, hvernig bandaríkjamenn væru alltaf fimm skrefum frá því að vinna endanlegan sigur á uppreisnaröflunum, var hægt að halda því fram að allar fréttir um að stríðið gengi ílla, og öll gagnrýni á stríðsreksturinn, væri pólítískt skítkast á forsetann - mótíverað af einhverju óskiljanlegu hatri á honum sem manni. Það var standardsvar republikana við allri gagnrýni - hún væri 'partisan' árásir á forsetann, runnin frá hatri allra vinstrimanna og róttæklinga á Bandríkjunum. Nú, og ef fréttirnar voru allar slæmar var það líka vegna þess að allir fréttamennirnir væru vondir vinstrimenn.

Meðan republikanaflokkurinn stóð þétt saman var hægt að viðhalda þessari skýringu - en um leið og hópar hógværari þingmanna flokksins eru farnir að leyfa sér að gagnrýna forsetann og stríðið er þessi skýring dauð. Það er ekki lengur hægt að afskrifa gagnrýni sem flokkspóltískt mótiveraða. Það er því smá von til þess að það geti orðið einhverjar skynsamar umræður um stríðið fyrir kosningarnar í haust.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband