Lygar, sóun á skattpeningum og 'the right to life'

Af föstum liðum á stefnuskrá Republikanaflokksins er sóun á almannafé efst á lista, á eftir baráttunni fyrir 'réttindum ófæddra' kjósenda - stjórnarskrárbundi réttindi lifandi kjósenda virðast skipta minna máli. Og sannleikurinn virðist skipta minnstu máli - sérstaklega ef hann stangast á við önnur mikilvæg stefnumál...

Nýjasta dæmið er frétt í Washington Post í gær, en ríkið hefur veitt yfir 30 milljónum dala til að styrkja 'pregnancy resource centers', sem eiga að veita konum ráð um meðgöngu og fóstureyðingu - en þeim peningum hefur verið varið til að fjármagna starfsemi sem segir konum að fóstureyðingar stórauki líkur á brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini og dreifir fleiri ósannindum og ýkjum um áhættuna sem fóstureyðingar feli í sér. Þá hafa 'pregnancy resource centers' dreift upplýsingaritum þar sem því er haldið fram að pillan auki líkur á að smitast af AIDS og auki líkur á ófrjósemi. Markhópurinn eru viðkvæmar ungar konur og unglingsstúlkur, sem í mörgum tilfellum vita ekki betur, og er því hægt að kúga með hræðslu til þess að skipta um skoðun...

Nú er það þannig að í frjálsu samfélagi hlýtur fólk að hafa fullan rétt á því að hafa allar þær heimskulegu og mannfjandsamlegu skoðanir sem því sýnist, og jafnvel opna upplýsingaksrifstofur til þess að dreifa þessum skoðunum sínum. Það er því hægt að unna afturhaldsöflunum að reka áróður gegn fóstureyðingum - það er hins vegar fullkomlega óeðlilegt að skattpeningum almennings sé varið til þessa. Með hjálp almannafjár og mórölskum stuðningi ríkisvaldsins hefur 'the right to life' öflunum hins vegar tekist að komast upp með að dreifa upplognum sögum um áhættuna sem fylgi fóstureyðingum, getnaðarvörnum og nú síðast plan-B getnaðarvörninni. Í siðmenntuðu nútímasamfélagi hlýtur það að vera hlutverk ríkisins að hjálpa þegnunum að taka réttar og skynsamar ákvarðanir.

Ef það eru skiptar skoðanir um hvort fóstureyðingar séu móralskt réttar eða rangar - og ef fólk trúir því að almættinu sé það sérstaklega að skapi að einstæðar unglingsstúlkur eignist börn sem þær ekki geta séð fyrir, er þessu sama fólki fullkomlega frjálst að halda þessu rugli fram opinberlega. En það að nota almannafé til að fjármagna lygamaskínu þessa fólks er fyrir neðan allar hellur.

M

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

pplognar sagnir um skaðsemi fóstureyðinga? Gættu að þér, skriffinnur. Langmest fjármagnið hefur verið í höndum lyfjafyrirtækja og fóstureyðingarstofa, m.a. þeirra sem eru á vegum hinna voldugu samtaka Planned Parenthood. Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir þessa aðila að ekki komist upp um það heilsutjón sem margar konur verða fyrir vegna fósturdeyðingar.

Þetta er nánast algerlega vanrækt svið meðal okkar Íslendinga (hvar eru allir rannsóknarblaðamennirnir?), en það mætti t.d. benda hér á greinina 8 læknasamtök viðurkenna samband á milli fóstureyðinga og brjóstakrabbameins eftir Jón Rafn Jóhannsson eða aðra grein, Fóstureyðingar hafa geðræn vandamál í för með sér, eftir sama mann. -- Án tillits til þess að sá nafnlausi gestgjafi okkar hér, sem kallar sig FreedomFries, verður naumast sannfærður um eitt né neitt sem hnekkir efnishyggjulegu viðhorfi hans til mannlegs lífs í móðurkviði, get ég ég þó a.m.k. bent öðrum á fleiri ágætar greinar eftir Jón Rafn (sjá yfirlit) sem koma inn á fósturvernd, rök hennar og nauðsyn.

Jón Valur Jensson, 22.7.2006 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband