Fanglsisiðnaðurinn og innflytjendur

dreifing fangabúða

Í hávaðanum í kringum kröfur um að harðar verði tekið á ólöglegum innflytjendur, hefur lítið verið fjallað um kostnað þess að fangelsa ólöglega innflytjendur. Gagnrýnendur harðari innflytjendalöggjafar hafa auðvitað bent á að kerfið ráði einfaldlega ekki við að stórfjölga handtökum.

Stuðningsmenn harðari innflytjendapólitíkur njóta hins vegar stuðnings frá stórfyrirtækjum sem bera vinaleg nöfn á borð við The Corrections Corporation of America - Fangelsisiðnaðinum, sem að öllum öðrum vafasömum iðnaði eða sérhagsmuna hópum ólöstuðum, er líklega einna vafasamasti þrýstihópurinn í bandarískum stjórnmálum. Þannig hefur fangelsisiðnaðurinn þrýst á stjörnvöld að gefa ekkert eftir í 'stríðinu gegn fíkniefnum', og barist harkalega gegn því að eiturlyfjaneytendur séu sendir í meðferð frekar en fangelsi.

Í landi þar sem nærri 1% fullorðinna eru í fangelsi er augljóst að það að byggja, eiga og reka fangelsi getur verið góður bissness. En eins og allir bissnessmenn þurfa þeir sem reka fangelsi að finna viðskiptavini, en þar sem fæstir sækjast eftir að gista fangelsi ótilneyddir þarf fangelsisiðnaðurinn að sjá til þess að ríkisvaldið sjái þeim fyrir stöðugum straum kúnna.

Samkvæmt grein í NYT í dag eru um 27.500 ólöglegir innflytjendur í haldi á hverjum degi og nóttin kostar að meðaltali 95$. Einkafyrirtækjum á borð við Corrections Corporation of America hefur hins vegar ekki tekist að ná nema 20% af þessum markaði. Afgangurinn er hýstur af alríkinu eða smærri fangelsis fyrirtækjum - alríkisstjórnin hyggur hins vegar ekki á að byggja fleiri fangabúðir til að hýsa ólöglega innflytjendur, og því er augljóst að ef ólöglegum innflytjendum í haldi fjölgar mun það þýða að stóru fangelsisfyrirtækin geta aukið markaðshlutdeild sína... þetta hafa fjármálamarkaðirnir gert sér ljóst, og hlutabréf í fangelsisiðnaðinum hafa hækkað um 27-68% síðan forsetinn lýsti því yfir að hann hygðist taka harðar á innflytjenda vandamálinu.

Ástæðurnar fyrir því að fangelsisfyrirtkin hafa áhuga á ólöglegum innflytjendum eru margar. Í fyrsta lagi græða þau meira á að hýsa ólöglega innflytjendur en venjulega glæpamenn - hinir síðarnefndu eru nefnilega flestir ríkisborgarar, og það þarf að bjóða þeim upp á betri aðstöðu en útlendingunum. En önnur ástæða er sú að dregið hefur úr vaxtarhraða 'the prison population' - á síðari hluta tíunda áratugarins fjölgaði föngum um 4.3% á ári (töluvert umfram fjölgun íbúafjöldans), en á seinustu fimm árum hefur þeim aðeins fjölgað um 1.4%. Fyrir vikið hafa fyrirtækin töluvert svigrúm til að taka við ólöglegum innflytjendum. Því er hins vegar spáð að ólöglegum innflytjendum á bak við lás og slá muni fjölga 20% á næstu þremur mánuðum. Og á sama tíma benda áætlanir til þess að ólöglegum innflytjendum hafi raunverulega fækkað.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband