Hómófóbía og vandræðagangur með kynjahlutverk

Um daginn skrifaði Richard Ford áhugaverða grein á Slate þar sem hann velti því fyrir sér hvort það væri í raun hómófóbía sem knýr áfram andstöðu bandarísks almennings gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Niðurstaða Ford var sú að Bandaríkjamenn væru almennt, hægt og bítandi, að gefa upp fordóma gegn samkynhneigðum - og nefndi því til stuðnings að viðhorf almennings til samkynhneigðra hefðu batnað mikið á undanförunum áratugum. Með einni undantekningu þó - afstaða almennings til hjónabanda samkynhneigðra hefur lítið sem ekkert breyst: almenningur er enn jafn andsnúinn því nú og fyrir tuttugu árum síðan að samkynhenigðir megi giftast.

Ford skýrir þetta með því að bandaríkjamenn eigi í mjög djúpstæðri kreppu með kynhlutverk sín, og að hjónabandið sé ein mikilvægasta stoðin undir hugmyndir um hvað geri konu að konu, og karlmann að karlmanni.

Þessi grein Ford hefur kallað á töluverð viðbrögð, og í gær tók Slate saman viðbrögð lesenda við kenningu Ford. Þessar vangaveltur allar eru mjög áhugaverðar, því þær velta upp einu af grundvallarvandamálunum við réttindi minnihlutahópa - nefnilega kröfunni um að vera viðurkenndur sem fullgildur meðlimur og þátttakandi í samfélaginu. Og ég held ennþá að Ford hafi á réttu að standa þegar hann bendir á að það sé mikilvægur munur á þeim sem berjast gegn réttindum samkynhneigðra vegna þess að þeir eru mótiveraðir af alvöru hatri, og svo þeirra sem eru mótiveraðir af djúpstæðu anxiety yfir eigin kynferði. Auðvitað er þetta allt samtengt, en það er auðveldara að lækna vandræðagang með kynjahlutverk en að lækna hómófóbíu...

Meðan bandarískir karlmenn halda að það sé hámark karlmennskunnar að liggja eins og landreknir hvalir og þamba bjór í sófanum að horfa á 200 kílóa ómenni hlaupa um í plastbrynjum með lítinn bolta, er skiljanlegt að þeir sjái að það eina sem gerir þá að meiri karlmönnum en Will í Will og Grace er að þeir eru giftir...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband