Færsluflokkur: Bush

Bush og nýstofnað "stríðskeisara" embætti Hvíta Hússins

SheehanSeinasta útspil Hvíta Hússins í ævintýralegri sigurgöngu þeirra í Írak er að stofna embætti stríðskeisara, eða "War Czar". Hugmyndin er sú að það vanti einhvern sem geti stýrt öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna í bæði Afghanistan og Írak. The Daily Show hefur sennilega gert þessu máli öllu best skil (það er hægt að horfa á upptöku af umfjöllun Jon Stewart og Jon Oliver á Raw Story:

So there you have it, folks: five years into the global war on terror, the President believes it is now time for someone to be in charge of it.

Af lestri bloggsíðna og fréttaskýringa virðist sem þessi skoðun sé nokkuð ríkjandi, og ef stríðskeisaraembættið átti að vera PR-stunt þá hefur það líklega misheppnast. En þessi frétt er mjög merkileg, fyrir nokkurra hluta sakir, og óþarfi að afskrifa þessa hugmynd alveg strax. Það er af nógu að taka: af hverju her "keisara"? og hvað varð um embættið "commander in chief"? Gerir stjórnarskráin ekki líka ráð fyrir embætti sem hefði endanlegt úrskurðarvald og gæti sætt deilur milli ráðuneyta og samræmt störf þeirra? Mig minnir að það sé meira að segja haldnar kosningar á fjögurra ára fresti til þessa embættis?

Það sem hefur þó vakið mesta athygli er að forsetanum hefur ekki tekist að finna neinn til að taka þetta starf að sér. Það er ekki á hverjum degi sem jafn háttsettar stöður eru stofnaðar og enginn vill fá heiðurinn af því fá keisaratitil. Fred Kaplan á Slate:

Let's be clear about the significance of these refusals. Generals do not become generals by being demure. They are, as a rule, confident, opinionated, and in many cases, arrogant. Retired generals like to talk with other retired generals about how they would handle one foul-up or another if they were still in command.

In other words, if some retired generals out there had a great idea about how to solve the mess in Iraq, and if the president offered them the authority to do what they wanted to do, few of them would hesitate to step up and take charge.

The fact that Bush has found no takers suggests one of three possibilities: The generals don't have any great ideas; they don't believe they'd really be given carte blanche; or, most likely, to some degree, both.

Kaplan bendir á að þessi herkeisari Bush sé ekki fyrsta keisaraembættið sem bandaríkjaforsetar hafa stofnað til að takast á við erfið vandamál. Frægastur er auðvitað eiturlyfjakeisaraembættið sem Ronald Reagan stofnaði - og það þarf sennilega ekki að segja mikið um hversu árangursríkt það embætti hefur reynst. Ef vandamálið er óleysanlegt er augljóst að það breytir engu hvort skipaður er "keisari" til að leysa það, og eins og Kaplan bendir á, þessi "czar" embætti öll hefur skort vald eða umboð til að móta stefnu - hlutverk þeirra er að samræma störf annarra stofnana svo hún samræmist betur stefnu stjórnarinnar:

...they're not given the power to set policy. If the president doesn't have a sound policy, the most efficient coordinator can't solve anything important.

Þeir herforingjar sem stjórnin hefur leitað til fram til þessa virðast allir  vera þeirrar skoðunar að það sé ekkert sem þeir geti gert til að leysa ástandið í Írak. Best þekktur þeirra herforingja sem hefur hafnað tilboði forsetans er John Sheehan, en hann skrifar langa grein í Washington Post í dag. Útskýringar hans eru merkilegar m.a. vegna þess að þær veita innsýn í hvernig hæst settu og reyndustu herforingjar Bandaríkjanna upplifa stríðsrekstur þeirra Bush, Cheney og Rumsfeld.

... after thoughtful discussions with people both in and outside of this administration, I concluded that the current Washington decision-making process lacks a linkage to a broader view of the region and how the parts fit together strategically. We got it right during the early days of Afghanistan — and then lost focus. We have never gotten it right in Iraq. For these reasons, I asked not to be considered for this important White House position. These huge shortcomings are not going to be resolved by the assignment of an additional individual to the White House staff. They need to be addressed before an implementation manager is brought on board.

Sheehan segir vandann liggja í því að forsetinn og stjórnin hafi enga heildstæða strategíu eða sýn varðandi Írak eða Mið-Austurlönd, og ólík markmið stjórnarinnar stönguðust á:

What I found in discussions with current and former members of this administration is that there is no agreed-upon strategic view of the Iraq problem or the region. 

... Simply put, where does Iraq fit in a larger regional context? The United States has and will continue to have strategic interests in the greater Middle East well after the Iraq crisis is resolved and, as a matter of national interest, will maintain forces in the region in some form. The Iraq invasion has created a real and existential crisis for nearly all Middle Eastern countries and created divisions among our traditional European allies, making cooperation on other issues more difficult. In the case of Iran, we have allowed Tehran to develop more policy options and tools than it had a few years ago. Iran is an ideological and destabilizing threat to its neighbors and, more important, to U.S. interests.

Möo: Forsetinn hefur ekki haft heildstæða utanríkisstefnu eða strategíu í Írak, og Sheehan gagnrýnir stjórnina fyrir að hafa breitt yfir þetta með því að slá um sig með frösum og klisjum:

The day-to-day work of the White House implementation manager overseeing Iraq and Afghanistan would require a great deal of emotional and intellectual energy resolving critical resource issues in a bureaucracy that, to date, has not functioned well. Activities such as the current surge operations should fit into an overall strategic framework. There has to be linkage between short-term operations and strategic objectives that represent long-term U.S. and regional interests, such as assured access to energy resources and support for stable, Western-oriented countries. These interests will require a serious dialogue and partnership with countries that live in an increasingly dangerous neighborhood. We cannot "shorthand" this issue with concepts such as the "democratization of the region" or the constant refrain by a small but powerful group that we are going to "win," even as "victory" is not defined or is frequently redefined.

Grundvallarvandamál Bush stjórnarinnar, í þessu, líkt og öllu öðru, virðist vera að forsetinn heldur að starf sitt sé pólítík - en ekki að stjórna stóru ríki og leysa vandamál. Pólítíkusar slá um sig með frösum og slagorðum meðan þeir eru að sækjast eftir atkvæðum almennings. Það er hægt að vinna kosningar og ræðukeppnir með því að kunna að raða saman slagorðum og frösum og snúa út úr fyrir andstæðingunum. En það er ekki hægt að sigra stríð með slagorðum og útúrsnúningum - og það er ekki hægt að stjórna löndum með PR einu saman.

M


Innsti hringur Bush byrjar að rofna - fyrrum kosningastjóri Bush segir að John Kerry hafi haft á réttu að standa...

Matthew DowdHaustið 2000 vann George W Bush kosningarnar til forseta Bandaríkjanna ekki síst á því að geta þóst vera "a uniter, not a divider". Hann þóttist vera maður sem gæti sameinað Bandaríkjamenn í baráttu fyrir betri framtíð, hann væri "a compassioante conservative", maður sem gæti einhvernveginn dregið fram það besta í þjóðinni og sameinað bæði demokrata og repúblíkana í baráttunni fyrir sameiginlegum markmiðum. Bush lét líka líkja sér við Reagan: hann væri bjartsýnn og tryði á einstaklingsframtakið, framtíðina og hið góða í bandarískri þjóðarsál.

Síðan þá hefur Bandaríska þjóðin komist að hinu sanna: Bush er hvorki almennilegur íhaldsmaður og enginn frjálshyggjumaður (samanber stjórnlausa útþenslu ríkisvaldsins, afnám persónufrelsis og aukið lögregluvald ríkisins), hann er ekki "compassionate" og síst af öllu "a uniter". Því miður hafa Bandaríkjamenn búið seinustu sex ár, undir einhverjum allra lélegasta forseta fyrr og síðar.

Sem betur fer eru fyrrum stuðningsmenn forsetans loksins byrjaðir að viðurkenna þennan augljósa sannleika. Seinastur til að svíkja lit er Matthew Dowd, sem sagði skilið við Demokrataflokkinn í lok tíunda áratugarins og gekk til liðs við Bush, en þá fannst Dowd að Bush væri boðberi nýs og betri tíma. Fjölmiðlar og blaðafulltrúar Bush notuðu Dowd óspart sem dæmi um að Bush höfðaði jafnt til demokrata sem repúblíkana. Dowd lék mikilvægt hlutverk í kosningunum 2000, og í kosningunum 2004 var hann gerður "chief campaign strategist".

Í viðtali við New York Times í dag sagði Dowd hins vegar að hann væri búinn að segja sig úr "team Bush".  Vonbrigði hans og uppgjöf væri slík að hann gæti ekki lengur setið á sér:

Mr. Dowd said he had become so disillusioned with the war that he had considered joining street demonstrations against it, but that his continued personal affection for the president had kept him from joining protests whose anti-Bush fervor is so central.

Mr. Dowd, 45, said he hoped in part that by coming forward he would be able to get a message through to a presidential inner sanctum that he views as increasingly isolated. But, he said, he holds out no great hope. He acknowledges that he has not had a conversation with the president.

Dowd segist meira að segja hafa skrifað Op-ed grein sem hann hafi þó enn ekki sent frá sér, þar sem hann lýsi því yfir að John Kerry, en ekki Bush, hafi haft betri skilning á ástandinu í Írak. Það eru fréttir, því fyrir kosningarnar 2004 var það Dowd sem ráðlagði Bush að hamra á því að Kerry væri "a flip flopper" þegar kæmi að Írak.

Nú bendir Dowd á stríðið í Írak, Abu Ghraib, viðbrögð stjórnarinnar við fellibylnum Katarínu og algjör svik þeirra við íbúa New Orleans sem ástæður þess að hafa sagt skilið við forsetann. En það sem Dowd finnst auðsýnilega verst er að forsetinn hafi sólundað gullnu tækifæri til að sameina þjóðina eftir 9/11 - því í stað þess að reyna að leita eftir samvinnu við demokrata ákváðu repúblíkanar að reyna að mála pólítíska andstæðinga sína sem landráðamenn. Pólítískt valdatafl varð mikilvægara en hagur þjóðarinnar:

He said he thought Mr. Bush handled the immediate aftermath of the Sept. 11 attacks well but “missed a real opportunity to call the country to a shared sense of sacrifice.”...

He was dumbfounded when Mr. Bush did not fire Defense Secretary Donald H. Rumsfeld after revelations that American soldiers had tortured prisoners at Abu Ghraib. ... He describes as further cause for doubt two events in the summer of 2005: the administration’s handling of Hurricane Katrina ...

I had finally come to the conclusion that maybe all these things along do add up,” he said. “That it’s not the same, it’s not the person I thought.”

Jú, auðvitað, "it all adds up". Bush er ekki sú manngerð sem á að fá að fara fyrir mönnum. Það sem er hræðilegast er að menn eins og Dowd létu plata sig í aðdraganda kosninganna 2000, og voru svo blindir að þeir studdu forsetann 2002 og 2003 meðan verið var að ana út í stríðið í Írak og svo aftur 2004 þegar Bush fékk fjögur ár í viðbót til þess að leggja Bandaríkin og orðstír Bandaríkjanna í rúst.

M


Ferðalög - Houston - Cancun

Við ákváðum að fara með börnin og baða okkur í bláum sjó fyrir ströndum Mexico yfir Spring Break - Mér skilst að það sé þráðlaust internet í sumarhúsinu, og kapalsjónvarp, svo ég get fylgst með dauðastríði Alberto Gonzales á milli þess sem ég drekk Corona á ströndinni! Við millilentum á George Bush international airport í Houston Texas, sem er hinn snyrtilegasti flugvöllur. Nema - það er ekkert þráðlaust internet neinstaðar á helv. flugvellinum! En svo sá ég hóp af fólki sitja í hnapp með fartölvur fyrir utan "The Presidents Club", sem er einhverskonar Saga-class lounge.

Ég settist niður og spurði flugmann frá Continental, sem sagði mér að þau væru að stela þráðlausu neti frá forsetaklúbbnum, svo ég slóst í hópinn... vegna þess að mér hafði ekki hugkvæmst að skrifa niður eða prenta út bókunarnúmerið á bílaleigubílnum okkar, eða heimilisfangið á hótelinu í Playa Del Carmen þar sem við verðum fyrstu næturnar!

Hinir netþjófarnir voru allir sammála um að þetta væri "allt Bush að kenna", netleysið þ.e...

M


Hvíta Húsið styður ekki Gonzales? Bush er fullkomlega einangraður frá þingmönnum flokksins.

Þó forsetinn hafi opinberlega lýst yfir stuðningi við Gonzales virðist sem dómsmálaráðherran sé einn á báti. Samkvæmt heimildarmönnum Roll Call hefur Hvíta Húsið lítið sem ekkert gert til að sannfæra þingmenn eða senatora repúblíkana um að styðja Gonzales. Roll Call krefst áskriftar, en aðalatriði fréttarinnar eru Þessi:

Despite President Bush’s unwavering public support for Attorney General Alberto Gonzales, the White House is doing little privately to lobby Republican Senators to get behind the embattled Justice Department chief, according to senior Senate sources. In fact, Senate Republicans said Monday that the administration essentially has been absent when it comes to courting defenders for the attorney general, who has been under fire for the controversial dismissal of eight U.S. attorneys. The only outreach from the executive branch so far to save Gonzales’ job, those Senate sources said, has come from the attorney general himself.

Þetta er merkilegt, sérstaklega í ljósi þess að flestir sem fylgjast með þessu máli telja að Hvíta Húsið hafi fyrirskipað hreinsunina - það er líka alveg klárt að demokratar gera sér vonir um að geta sýnt fram á að Karl Rove sé viðriðinn þetta mál allt. Kannski telur Hvíta Húsið að það sé vonlaust að reyna að bjarga Gonzales?

Önnur skýring er að Hvíta Húsið hefur núorðið mjög lítið áhrif meðal repúblíkana í þinginu. Bob Novak, sem verður seint sakaður um að vera "vinstrimaður" skrifaði grein í Washington Post í gær þar sem hann heldur því fram að Gonzales sé búinn að vera, bæði vegna þess að hann eigi enga stuðningsmenn meðal þingmanna, og líka vegna þess að forsetinn sé orðinn algjörlega einangraður.

"Gonzales never has developed a base of support for himself up here," a House Republican leader told me. But this is less a Gonzales problem than a Bush problem. With nearly two years remaining in his presidency, George W. Bush is alone. In half a century, I have not seen a president so isolated from his own party in Congress -- not Jimmy Carter, not even Richard Nixon as he faced impeachment.

Republicans in Congress do not trust their president to protect them. That alone is sufficient reason to withhold statements of support for Gonzales, because such a gesture could be quickly followed by his resignation under pressure.

Þingmenn flokksins treysta ekki forsetanum! Ef þingmenn Repúblíkanaflokksins treysta sér ekki til að styðja forsetann eða dómsmálaráðherra hans er ekki svo skrýtið að almenningur skuli hafa misst trú á "the decider". En þetta er ekki bara spurning um traust, heldur vanhæfni. Gonzales er ósköp einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn:

But not many Republican lawmakers would speak up for Gonzales even if they were sure Bush would stick with him. He is the least popular Cabinet member on Capitol Hill, even more disliked than Rumsfeld was. The word most often used by Republicans to describe the management of the Justice Department under Gonzales is "incompetent."

Það eru tvö "I-words" sem forsetar og ráðherrar óttast mest að heyra: Incompetency og Impeachment. Það er eitt að pólítískir andstæðingar skuli tala um impeachment og incompetency í  sömu andrá og þeir nefna forsetann og ráðherra hans, en þegar repúblíkanar á borð við Chuck Hagel tala um impeachment og þingmenn flokksins nota orðið incompetency til að lýsa ráðherrum Bush er farið að fjara undna forsetanum! Bob Novak:

The I-word (incompetence) is also used by Republicans in describing the Bush administration generally. Several of them I talked to cited a trifecta of incompetence: the Walter Reed hospital scandal, the FBI's misuse of the USA Patriot Act and the U.S. attorneys firing fiasco. "We always have claimed that we were the party of better management," one House leader told me. "How can we claim that anymore?"

Þetta verður ein merkilegasta arfleið Bush stjórnarinnar. Demokratar hafa vælt um að Bush sé að rústa Bandaríkjunum, umhverfinu, millistéttinni, skólakerfinu - nú, og svo auðvitað Írak. Bob Novak bendir á að Bush er líka langt kominn með að rústa sínum eigin flokk!

M


Jeb Bush neitað um heiðursdoktorstitil

Jeb! Hljómar betur en Dubya! Menn segja líka að Jeb sé greindari en stóri bróðir. Hann er allavegana stærri.Prófessorar við Flórídaháskóla hafa þvertekið fyrir að veita Jeb litlabróður Bush heiðursdoktorstitil - þrátt fyrir að rektor skólans og Alumni félag hafi lagt hart að prófessorunum að samþykkja tilnefninguna. Opinber skýring er að Bush hafi ekki stutt háskólann nógu dyggilega.

"I really don't feel this is a person who has been a supporter of UF," Kathleen Price, associate dean of library and technology at the school's Levin College of Law, told The Gainesville Sun after the vote.

CNN og aðrir fréttamiðlar vitnuðu í frétt AP af þessu máli:

In rejecting the honor, some faculty members cited concerns about Bush's educational record in respect to the university. Some said his approval of three new medical schools has diluted resources. He also has been criticized for his "One Florida" proposal, an initiative that ended race-based admissions programs at state universities.

Annað eins ku víst aldrei áður hafa gerst í sögu háskólans:

University officials said they could not recall any precedent for the Senate rejecting the nominees put forth by the Faculty Senate's Honorary Degrees, Distinguished Alumnus Awards and Memorials Committee. The committee determines whether nominees deserve consideration according to standards that include "eminent distinction in scholarship or high distinction in public service."

Þetta kemur svosem ekki á óvart, því bandarískt háskólasamfélag er hreint ekki mjög vinveitt forsetanum og stóra bróður Jeb Bush. Hægrisinnaðir bloggarar eru líka sannfærðir um að þetta sé enn eitt dæmið um liberal bias og hatur allra háskólaprófessora á Bushfjölskyldunni. Cosmic Conservative skrifar:

You think this would have happened if G.W. Bush wasn’t President? This is clearly a case of academic Bush Derangement Syndrome being taken out on G.W.’s brother. This is also clearly an example of the complete lack of ethics and integrity of modern college academics and administrators. You can bet they all patted themselves on the back after this for having “stuck it to the Bushes” one more time.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að Cosmic Conservative hefur nokkuð til síns máls, en það er ekki rétt að það sé eitthvað "academic Bush Derangement Syndrome" sem ráði gjörðum prófessoranna. George W. Bush hefur unnið sér inn andúð háskólasamfélagsins með því að reka stríð gegn vísindamönnum og yfirleitt öllu sem stangast á við hugmyndir og hagsmuni stuðningsmanna sinna, þ.e. olíufyrirtækja og kristinna bókstafstrúarmanna

M


Aldrei fleiri Bandaríkjamenn á móti stríðinu í Írak: 67%

Seinustu blaðamannafundir hafa verið haldnir fyrir framan þessa bókahillu... bloggarar og sumir fréttaskýrendur hafa velt því fyrir sér hvað sé í þessum bókum, því þær líta óþægilega mikið út eins og uppstillingabækurnar í IkeaSamkvæmt nýjustu skoðanakönnun ABC fréttastofunnar hafa óvinsældir íraksstríðsins hafa náð nýjum hæðum - stuðningur við stríðið og utanríkisstefnu forsetans hafa aldrei verið eins lítil. Á sama tíma hafa "vinsældir" forsetans aðeins aukist - (réttara væri að segja að óvinsældir hans hafi lítillega minnkað), því nú eru heil 36% aðspurðra ánægð með frammistöðu hans, samanborið við 33% fyrir mánuði! Eins og ABC bendir á, eru óvinsældir Bush meiri og langvinnari en þekkst hefur í meira en hálfa öld. Og hvað með "the surge"? Tveir þriðju þjóðarinnar eru á móti því snjalla útspili. En það er ekki bara að bandaríkjamenn séu súrir yfir stríðinu í Írak - meirihluti þjóðarinnar treystir forsetanum einfaldlega ekki, sérstaklega ekki þegar kemur að því að taka skynsamlegar eða réttar ákvarðanir um utanríkismál! Jei fyrir Bush!

Just 36 percent approve of his job performance overall, very near his career low of 33 percent last month. Bush hasn't seen majority approval in more than two years — the longest run without majority support for any president since Harry Truman from 1950-53.

While rooted in Iraq, Bush's problems with credibility and confidence reach beyond it. Sixty-three percent of Americans don't trust the administration to convey intelligence reports on potential threats from other countries honestly and accurately. And 58 percent lack confidence, specifically, in its ability to handle current tensions with Iran.  ...

The Democrats continue to lead Bush in other areas as well, including a 52-39 percent advantage in trust to handle terrorism ... The Democrats lead by wider margins in trust to handle the economy, despite its relatively good condition; the federal budget; and health care,

Bush hefur ósköp einfaldlega misst tiltrú mikils meirihluta bandarískra kjósenda: almenningur treystir honum engan veginn lengur. Og hvað finnst almenningi nú um að hafa gert innrás í Írak? Góð eða slæm hugmynd? Yfrignæfandi meirihluti fólks telur sér, eins og er, að innrásin var djöfulsins glapræði:

Sixty-four percent now say the war in Iraq was not worth fighting, up six points from last month to a new numerical high. (It was 63 percent in October.) A majority hasn't said the war was worth fighting since April 2004, and it's been even longer since a majority has approved of how Bush is handling it. Sixty-seven percent now disapprove; 55 percent disapprove strongly.

In a fundamental change, 56 percent now say U.S. forces should be withdrawn at some point even if civil order has not been restored in Iraq.

Saksóknarahneykslið þarf að skoða í þessu ljósi: Þjóðin hefur misst trú á getu forsetans til að reka helsta stefnumál repúblíkana seinustu sex árin, nefnilega stríðið gegn hryðjuverkum. Almenningur hefur líka séð, réttilega, að hann hefur klúðrað stríðinu í Írak. Þegar Gonzales verður tvísaga um saksóknarabrottreksturinn, og hvíta húsið kemur fram með hverja útskýringuna á fætur annarri á því hvað hafi ráðið brottrekstrinum er ekki skrítið að bandarískur almenningur sé efins, því forsetinn og ríkisstjórn hans hafa glatað trausti meirihluta þjóðarinnar. Og það er því ekki skrítið að fjölmiðlar, sem fyrir fáeinum árum þorðu ekki að spyrja óþægilegra spurninga um ímynduð gereyðingarvopn Saddam, þori nú að sauma að honum og Gonzales.

M


Bush, Nixon og stjórnsýsluhefðir Hvíta Hússins

Nixon og pabbi BushBush hefur haldið því fram að það sé einhver "hefð" fyrir því að starfsmenn Hvíta Hússins þurfi ekki að mæta fyrir þingnefndir. Til þess að finna þessa "hefð" þarf hins vegar að leita allt aftur til Nixon, og Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi þess utan 1974 að forsetinn hefði ekki slíkt vald!

Bush hefur hafnað þremur beiðnum um að starfsmenn sínir mæti fyrir þingið, sem hefur ekki gerst Nixon var forseti! (samkvæmt skýrslu þingsins frá 2004). Til dæmis mættu 31 af starfsmönnum Clinton í yfirheyrslur. Ef "hefðin" sem Tony Snow og Bush vísa til er valdatíð Nixon verður að segjast að þeir eru komnir út á hálan ís!

Nixon reyndi sömu rök og Bush - "executive privilige", en hæstiréttur landsins hafnaði þeirri röksemdafærslu: US vs Nixon 1974:

The President's need for complete candor and objectivity from advisers calls for great deference from the court. However, when the privilege depends solely on the broad, undifferentiated claim of public interest in the confidentiality of such conversations, a confrontation with other values arises. Absent a claim of need to protect military, diplomatic, or sensitive national security secrets, we find it difficult to accept the argument that even the very important interest in confidentiality of Presidential communications is significantly diminished by production of such material for in camera inspection with all the protection that a district court will be obliged to provide.

Þetta sýnist mér liggja nokkuð ljóst fyrir? 

M


Tilraunir Bush til að komast undan eftirliti þingsins án fordæmis

Snow og BushÞað merkilegasta sem kom út úr blaðamannafundi forsetans í gær var að Hvíta Húsið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að Karl Rove, Harriet Meiers eða aðrir háttsettir starfsmenn forsetans þurfi að svara spurningum þingmanna undir eið. Tilboð forsetans (sem hann sagði hvað eftir annað að væri "a good proposal") gengur út á að starfsmenn Hvíta Hússins "svari spurningum" þingmanna, bak við luktar dyr - án þess að sverja eið, og það merkilegasta: það má ekki skrifa upp svör þeirra!

Demokratar hafa auðvitað hafnað þessu skrípatilboði, því aðdragandi þess að ríkissaksóknararnir voru reknir er einfaldlega of grunsamlegur til þess að það sé hægt að "svara spurningum" á einhverskonar óformlegum spjallfundum. Þess utan er akkúrat ekkert sem tryggir að starfsmenn Bush segi sannleikann - þeir þurfa ekki að sverja eið að því að segja satt, og það má ekki skrifa upp það sem þeir segja, og fundirnir eiga að vera lokaðir - þannig að það er engin leið til þess að herma upp á þá útskýringarnar seinna.

Bush og Tony Snow, blaðafulltrúi forsetans, hafa varið þessa afstöðu með því að vísa til stjórnarskránnar (þeir halda því fram að þrískipting ríkisvaldsins komi í veg fyrir að þingið megi hafa eftirlit með embættisfærslu forsetans...), og halda því fram að það sé hefð fyrir því að forsetinn geti meinað starfsmönnum sínum að bera vitni. Snow sagði í seinustu viku:

Well, as you know, Ed, it has been traditional in all White Houses not to have staffers testify on Capitol Hill

En það er kannski rétt að rifja upp hver afstaða Repúblíkana og Tony Snow til valds þingsins til þess að kalla starfsmenn forsetans í yfirheyrslur var í valdatíð Clinton. Árið var 1998, og Newt Gingrich leiddi ofsóknir repúblíkana gegn Clinton sem hafði haldið framhjá konunni sinni. Clinton mótmælti því að starfsmenn sínir þyrftu að mæta í yfirheyrslur um þetta mál. Þá skrifaði Tony Snow blaðagrein (Salon endurprentar greinina) þar sem hann hélt því fram að með því að hafna beiðni þingsins væri Clinton að grafa undan bandarískri stjórnskipan, hvorki meira né minna:

Evidently, Mr. Clinton wants to shield virtually any communications that take place within the White House compound on the theory that all such talk contributes in some way, shape or form to the continuing success and harmony of an administration. Taken to its logical extreme, that position would make it impossible for citizens to hold a chief executive accountable for anything. He would have a constitutional right to cover up.

Chances are that the courts will hurl such a claim out, but it will take time.

One gets the impression that Team Clinton values its survival more than most people want justice and thus will delay without qualm. But as the clock ticks, the public’s faith in Mr. Clinton will ebb away for a simple reason: Most of us want no part of a president who is cynical enough to use the majesty of his office to evade the one thing he is sworn to uphold — the rule of law.

Clinton lét að lokum undan. En eftir stendur að Tony Snow er núna helsti talsmaður hátternis sem honum fannst fyrir neðan allar hellur meðan Clinton var við völd. Auðvitað á forsetinn að leyfa starfsmönnum sínum að bera vitni. Og ef Tony Snow fannst grunur um framhjáhald forsetans vera nógu alvarlegt mál til þess að kalla starfsmenn Hvíta hússins í yfirheyrslur frammi fyrir myndavélum hlýtur núverandi skandall að vera nógu alvarlegur? Ekki nema hlutverk þingsins sé að hafa strangara eftirlit með kynlífi forsetans en því að forsetinn brjóti ekki lög eða grafi undan réttarríkinu?

M


Meira af haldlausu "Clinton gerði það líka" afsökun Repúblíkana

Clinton og Bush. Annar þeirra bar ekki virðingu fyrir hjónabandinu og hafði slæman smekk á konum, hinn ber ekki virðingu fyrir stjórnarskránni, þrískiptingu ríkisvaldsins, bandarísku þjóðinni eða lífi og limum bandarískra hermanna... hvort ætli sé verra?Helsta vörn repúblíkana og Fox "news" fyrir því að Bush hafi mátt reka saksóknara sem honum líkaði einhverra hluta ekki við hefur verið að forsetinn hafi fullan lagalegan rétt til þess að reka þá akkúrat eins og honum sýndist. Og máli sínu til sönnunar hafa þeir bent á að Clinton hafi rekið alla ríkissaksóknarana þegar hann tók við völdum.

Þetta er rétt: Clinton rak alla saksóknara þegar hann tók við Hvíta Húsinu, eftir 12 ára valdatíð Repúblíkana. En þar var Clinton að fylgja fordæmi. Forsetar skipta út ríkissaksóknurum þegar þeir taka við völdum. Bush gerði það sama þegar hann tók við völdum 2001. Það hefur heldur enginn demokrati haldið því fram að forsetinn megi ekki skipta út saksóknurum sem forveri hans skipaði - þetta eru því engan veginn sambærileg mál.

En það er annað merkilegt við þessa vörn Bushverja, því þegar Clinton rak saksóknarana 1993 fóru þeir allir í hnút - sömu menn sem halda því núna fram að forsetinn megi reka alla ríkissaksókanara sem honum mislíkar héldu því fram 1993 að hefðbundin skipti Clinton á saksóknurum væru einhverskonar skelfilega hreinsanir! Eðlileg stjórnsýsla er grunsamleg, ef ekki glæpir þegar demokratar eru við völd, en vafasamar embættisfærslur og hugsanlegir glæpir eru eðlileg stjórnsýsla þegar Repúblíkanar eru við völd? Svona lógík er hreint snilld - og hræsni þessara manna er hreint ótrúleg. Salon fjallar um þetta mál.

Republicans sought in 1993 to depict the routine and standard replacement of U.S. attorneys by the Clinton administration as some sort of grave scandal which threatened prosecutorial independence and was deeply corrupt. Yet now, people like The Wall St. Journal's Paul Gigot -- one of the most vocal critics of the 1993 U.S. attorneys replacement -- insist that the President has the absolute right to fire any U.S. attorneys at any time and for any reason.

Það er reyndar merkilegt að Bush sé svo ílla staddur að Hvíta Húsið og stuðningsmenn þess séu farnir að reyna að réttlæta hann með því að vísa í Bill Clinton.

M


Bara tímaspursmál hvenær Gonzales segir af sér

chertoff og bushSamkvæmt fréttum í gærkvöld er Hvíta Húsið byrjað að leita að arftaka Alberto Gonzales. Politico.com greinir frá því að Hvíta Húsið sé að athuga afstöðu repúblíkana til nokkurra hugsanlegra kandídata - Þeirra á meðal Michael Chertoff:

Among the names floated Monday by administration officials were Homeland Security Secretary Michael Chertoff and White House anti-terrorism coordinator Frances Townsend. Former Deputy Attorney General Larry Thompson is a White House prospect. So is former solicitor general Theodore B. Olson, but sources were unsure whether he would want the job. 

On Monday night, Republican officials said two other figures who are being seriously considered are Securities and Exchange Committee Chairman Chris Cox, who is former chairman of the House Homeland Security Committee and is popular with conservatives; and former Attorney General William P. Barr, who served under President George H.W. Bush from 1991 to 1993 and is now general counsel of Verizon Communications.

Perino Tuesday denied that the White House is searching for possible successors to Gonzales. "Those rumors are untrue," she said.

Sömu heimildir herma að Deputy Attorney General (Yfir-alríkissaksóknari) Paul J McNulty muni segja af sér á næstu dögum.

Keith Olberman á MSNBC benti á það í gær að ein ástæða þess að Bush vill reyna að þrauka þetta mál allt er að venjulegt fólk, sem ekki fylgist með fréttum eða fjölmiðlum, tekur eftir því þegar háttsettir ráðherrar segja af sér. Fólk sem ekki fylgist með fjölmiðlum heldur nefnilega enn margt að Bush stjórnin sé "ekki svo slæm" og að allar ásakanir á þeirra hendur séu bara "politics as usual". Afsögn Gonzales myndi jafngilda sektarviðurkenningu í hugum þessa fólks.

Bush gæti viljað reka Gonzales í von um að koma í veg fyrir að hneykslismálin umhverfis hann sökkvi ekki allri stjórninni - en ástandið er orðið það alvarlegt að margir eru farnir að efast um að stjórnin geti lifað þetta mál af:

In a sign of Republican despair, GOP political strategists on Capitol Hill said that it is too late for Gonzales' departure to head off a full-scale Democratic investigation into the motives and timing behind the firing of eight U.S. attorneys.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband