Færsluflokkur: Bush

Saksóknarar reknir til að stöðva rannsókn á spillingu innan CIA

Kyle Dusty Foggo, fyrrv. þriðji hæst setti maður CIA, á leið frá dómshúsi San Diego þar sem honum var birt ákæra fyrir mútur og spillinguEinn af saksóknurun sem voru reknir af Alberto Gonzales var að rannsaka háttsetta menn innan CIA vegna viðamikils spillingarmáls, þegar hún fékk bréf þess efnis að hún yrði rekin. Carol Lam var alríkissaksóknari í San Diego, og daginn eftir að hún tilkynnti dómsmálaráðuneytinu gefa út húsleitarheimildir hjá háttsettum stjórnendum hjá CIA, fór stafsmannastjóri Gonzales að þrýsta á um að hún yrði rekin! Úr Kansas City Star (sem er eina dagblaðið sem hefur enn sem komið er fjallað um þennan vinkil málsins):

Fired San Diego U.S. attorney Carol Lam notified the Justice Department that she intended to execute search warrants on a high-ranking CIA official as part of a corruption probe the day before a Justice Department official sent an e-mail that said Lam needed to be fired ... 

Feinstein said Lam notified the Justice Department on May 10, 2006, that she planned to serve search warrants on Kyle Dustin "Dusty" Foggo, who'd resigned two days earlier as the No. 3 official at the CIA.

On May 11, 2006, Kyle Sampson, then Gonzales' chief of staff, sent an e-mail to deputy White House counsel William Kelley, asking Kelley to call to discuss "the real problem we have right now with Carol Lam that leads me to conclude that we should have someone ready to be nominated on 11/18, the day her 4-year term expires."

Stjórnin heldur því fram að Lam hafi verið rekin vegna þess að hún hafi ekki viljað einbeita sér að innflytjendamálum, sem stjórnin segir að hafi átt að vera helsta viðfangsefni hennar. Það má vel vera, en það er vægast sagt grunsamlegt að rjúka til og reka ríkissaksóknara sem er rétt í þann mund að svipta hulunni af spillingu innan CIA... Þetta Foggo mál var töluvert í fjölmiðlum í fyrra vor, en hvarf svo úr fjölmiðlum, en FBI er enn að rannsaka Foggo. Honum var birt ákæra fyrir rétt tæpum mánuði síðan.

Foggo málið var angi af rannsókn Lam á spillingarvef Randy "Duke" Cunningham, en hann endaði í fangelsi í fyrra eftir að hafa þegið mútur (m.a. teppi, skútu, antíkvasa og auðvitað hórur...) fyrir að flytja lagafrumvörp og stýra opinberum fjárveitingum til hinna og þessara - aðallega einhverskonar "military contractors" sem voru vinir Foggo.

Lam oversaw the investigation that led to the corruption conviction of then-Rep. Randy "Duke" Cunningham, R-Calif., who pleaded guilty in late 2005 to accepting $2.4 million in bribes. He was sentenced in March 2006 to eight years and four months in prison.

Þetta er allt einum of grunsamlegt til þess að hægt sé að láta sem svo að þetta sé bara röð tilviljana eða eitthvað. Þess utan hefur stjórnin fyrir löngu glatað allri tiltrú: Það er enginn tilbúinn til þess að leyfa þeim að njóta vafans. Bush og félagar hafa sýnt það nú þegar að þeim er trúandi til þess að spila eftir einhverjum allt öðrum reglum en sæmilega heiðarlegt fólk.

Democrats say they will investigate whether independent prosecutors were forced out for going after Republican corruption or ignoring pressure to prosecute Democrats in order to sway elections and are expected to seek testimony from Sampson and Kelley as well as Rove and Miers. The White House is scheduled to tell Congress on Tuesday whether it will allow the testimony or invoke executive privilege.

Við erum bara búin að sjá rétt topinn á þessu máli, og Gonzales verður líklega ekki sá eini sem mun liggja eftir í valnum - og við eigum vonandi eftir að heyra meira um "Dusty" Foggo næstu daga, þó ekki nema vegna þess að það er stórfenglegt að fylgjast með þessum Repúblíkönum sem hafa fáránleg viðurnefni "Scooter" "Dusty" "Duke" "The Hammer" og yfir þeim öllum ríkir "The Decider".

M


Rök Fox fyrir því að það sé allt í lagi að bandaríska dómsmálaráðuneytið stundi pólítískar hreinsanir

Gonzales er loyal bushie...Ef maður trúir því sem Karl Rove segir - eða horfir nógu mikið á Fox news gæti maður auðveldlega komist að þeirri niðurstöðu að þetta ríkissaksóknaramál allt séu einhverskonar pólítískar ofsóknir vinstrimanna eða fjölmiðlamoldvirði. En ef maður skoðar aðeins helstu rökin sem hafa verið í umferð á Fox undanfarna daga er merkilegt hversu haldlaus og hugmyndalaus þau eru.

  • Fox news hefur haldið því kerfisbundið fram að það séu bara Democrats, liberals, and far-lefties sem hafa krafist þess að Gonzales segi af sér. Ummælin hér að ofan, og sú staðreynd að fjórir þingmenn Repúblíkana hafa krafist þess opinberlega að Bush reki Gonzales eru þó augljós sönnun þess að þetta er ekki eitthvað "partisan" mál.
  • Hin aðalröksemdafærslan undanfarna daga hefur verið að halda því fram "Clinton gerði það líka". En, staðreynd málsins er að Clinton rak næstum alla 93 saksóknarana í upphafi kjörtímabils síns - alveg eins og Bush gerði þegar hann tók við völdum. Það sem er hins vegar algjörlega óheyrt, er að reka stóra hópa á miðjum kjörtímabilum - svo ekki sé talað um að það sé skjalfest (!) að það hafi verið gert af pólítísku undirlagi. - Á valdatíð Reagan, Bush eldri, og Clinton frá 1981 til 2000 voru bara 8 ríkissaksóknarar verið reknir eftir að Reagan var tekinn við völdum. Á 20 árum. Það að halda því fram að það sé einhverskonar fordæmi fyrir athæfi Gonzales er ósköp einfaldlega lýgi.
  • Svo hafa þeir líka verið uppteknir við að draga fram Whitewater mál Clinton - en Clinton var aldrei ákærður eða á sannfærandi hátt bendlaður spillingu í því máli. Það er grein eftir Joe Conason í The New York Observer tekur fjallar á skýran og greinargóðan hátt um Whitewater málið - en rannsóknin var ekki stöðvuð, þó alríkissaksóknarinn hafi verið rekinn, sem sannar að hann var ekki rekinn af pólítískum ástæðum - en Whitewater rannsóknin sjálf var hins vegar pólítískur tilbúningur sem settur var af stað af pabba Bush, í von um að geta sigrað Clinton í forsetakosningunum 92.

Það sem er kannski merkilegast við vörn Fox fyrir Gonzales, fyrir utan hversu léleg og hriplek hún er, er að hún virðist öll ganga út á Clinton - en margir harðir Repúblíkanar virðast hafa furðulega þráhyggju varðandi Bill Clinton. Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að þeir hafi í alvörunni einhvernveginn trámatíserast þegar Clinton var forseti. Hver sem ástæðan er, hafa Fox news og repúblíkanar talað furðulega mikið um Clinton undanfarna viku.

Það er líka annað sem er merkilegt við vörn Fox news og Repúblíkana - þeir hafa ekki reynt að spila 9/11 spilinu út. Gonzales er dómsmálaráðherra - og dómsmálaráðuneytið leikur lykilhlutverk í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Gonzales hefur t.d. staðið í stórfelldum innanríkisnjósnum, sem voru réttlættar með því að þær væru alveg lífsnauðsynlegar til að hægt væri að reka stríðið gegn hryðjuverkum.

Hvernig stendur því ekki á því að einhver í Hvíta Húsinu hafi ekki reynt að segja: "Gonzales hefur verið svo duglegur að verja Bandaríkin gegn hryðjuverkum, að við verðum að standa með þessari hetju!" - Af hverju hefur enginn talað um "Gonzales hefur staðið sig svo vel í starfi að Bandaríkin geta ekki án þjónustu hans verið"? Mig grunar að það séu þrjár ástæður:

  1. Gonzales hefur ekki staðið sig vel í embætti.
  2. Störf Gonzales eru í meira lagi umdeild - samanber símahleranamálið.
  3. Hvíta Húsið er búið að ofnota 9/11 og hryðjuverkaógnina svo mikið sem pólítískt slagorð, að þeir þora ekki að reyna að bjarga Gonzales úr snörunni með því að fara enn einu sinni að tala um 9/11 og "the war on terror".

Þetta mál hefur nefnilega ekki bara afhjúpað að Gonzales og Hvíta Húsið hafi beitt, eða reynt að beita alríkissaksóknurum sem pólítískum vikapiltum, heldur einnig hversu hörmulega vanhæf þessi stjórn er, og hversu litla tiltrún hún hefur meðal almennings. Það er nefnilega ekki bara Gonzales sem er að berjast fyrir pólítísku lífi sínu - það er búið að styttast ansi mikið í snærinu hjá Bush og Cheney.

M


Meirihluti Bandaríkjamanna telja Gonzales og Bush hafa gengið of langt

Alberto GonzalesSamkvæmt könnun Newsweek telur mikill meirihluti Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að brottrekstur alríkissaksóknaranna hafi verið pólítísk hreinsun.

Fifty-eight percent of those surveyed–including 45 percent of Republicans–say the ouster of the federal prosecutors was driven by political concerns. Those attitudes seem to reflect a broader view of the Bush administration’s approach. When asked if the administration has introduced politics into too many areas of government, 47 percent said they agree.

Innan repúblíkanaflokksins eru líka æ háværari kröfur um að Gonzales segi af sér og að forsetinn fari að reyna að sýna smá stjórnunarhæfileika. Fjórði þingmaður flokksins, Paul Gillmor (R-OH) hefur opinberlega lýst því yfir að Bush verði að reka dómsmálaráðherrann, sem hafi orðið

a lightning rod and has distracted from the mission of the Department of Justice

Heimildamenn CBS segja hins vegar að stjórnin glími þessa dagana við alvarlegri veruleikafirringu en venjulega, og að forsetinn ætli ekki að láta neinn segja sér fyrir verkum:

The fallout from the firings continues to grow in Washington, and sources tell CBS News that it looks like Attorney General Alberto Gonzales will take the fall.

Republicans close to the White House tell CBS News chief White House correspondent Jim Axelrod that President Bush is in “his usual posture: pugnacious, that no one is going to tell him who to fire.” But sources also said Gonzales’ firing is just a matter of time.

The White House is bracing for a weekend of criticism and more calls for Gonzales to go. One source tells CBS News he’s never seen the administration in such deep denial, and Republicans are growing increasingly restless for the president to take action.

M


Flokkurinn og ríkið - alríkissaksóknarar voru flokkaðir eftir því hvort þeir voru "loyal Bushies"

Gonzales og FlokkurinnUm daginn fengu fjölmiðlar og almenningur aðgang að tölvupóstsendingum sem sýndu aðdraganda þess að Alberto Gonzales rak 8 alríkissaksóknara fyrir engar sakir aðrar en að þeir höfðu ekki reynst nógu auðsveipir flokknum og forsetanum. Og það eru ekki ýkjur. Tölvupósturinn sýnir að starfsmenn hvíta hússins hafi byrjað að undirbúa saksóknarahreinsanirnar haustið 2005. Grundvöllur þessara hreinsana var listi sem Karl Rove og Harriet Miers, ásamt Kyle Simpson starfsmannastjóra Gonzales, virðast hafa samið, en á honum voru ríkissaksóknarar flokkaðir eftir því hvort þeir hefðu sýnt "hollustu" eða ekki. Skv Washington Post:

Sampson sent an e-mail to Miers in March 2005 that ranked all 93 U.S. attorneys. Strong performers "exhibited loyalty" to the administration; low performers were "weak U.S. attorneys who have been ineffectual managers and prosecutors, chafed against Administration initiatives, etc." A third group merited no opinion.

At least a dozen prosecutors were on a "target list" to be fired at one time or another, the e-mails show.

Fyrir utan að það sé óheyrt að forsetar séu að reka ríkissaksóknara í stórum stíl í seinna kjörtímabili sínu, að forsendur þess að þeir eru reknir séu vægast sagt grunsamlegar, og að það sé í hæsta máta óeðlilegt að flokka ríkissaksóknara eftir því hvort þeir sýni "hollustu" - frekar en hvort þeir sinni starfi sínu -  eru tvö atriði sem koma upp í þessu máli. Annarsvegar er það alríkið og hins vegar flokkurinn.

Síðan árslok 2005 hefur forsetinn nefnilega heimild í lögum (The Patriot Act) til að skipa saksóknara án þess að leita eftir samþykki þingsins. Áður fyrr þurfti forsetinn að leyfa þingmönnum að segja skoðun sína á skipun saksóknara. Fyrir vikið var tryggt að þingmenn og almenningur gætu spurt forsetann hvort hann væri að tilnefna hæfa eða vanhæfa menn. En þessi forseti kærir sig ekki um að útskýra eitt né neitt fyrir einum né neinum. Sérstaklega ekki fulltrúum kjósenda.

En þetta er ekki bara spurning um flutning valds frá öldungadeildinni til alríkisins - því svo virðist sem starfsmenn Hvíta Hússins geri sér ekki alveg ljóst hvar skilin á milli flokksins og ríkisins liggi. Sumar af tölvupóstsendingum Hvíta Hússins vegna brottrekstrar saksóknaranna komu nefnilega ekki frá póstföngum Hvíta Hússins, heldur póstföngum repúblíkanaflokksins. Skv Washington Post:

One curious aspect of yesterday's document dump is that it shows e-mails from J. Scott Jennings, who is Karl Rove's deputy at the White House, coming from an e-mail address at gwb43.com -- a domain owned by the Republican National Committee.

It makes some sense that White House officials might have and use such accounts when they conduct party business, rather than White House business. But the distinction between party and government business seems to have been forgotten here -- which I guess is exactly the point.

Út af fyrir sig er það kannski ekki mjög merkilegt að einhverjir skrifstofudrengir skuli ekki skilja að þeir séu í vinnu hjá ríkinu, en ekki flokknum. Ástæða þess að bloggarar hér vestra hafa orðið mjög æstir yfir þessu er auðvitað að þetta virðist hluti mun stærra og alvarlegra mynsturs, þ.e. Bush og ríkisstjórn hans virðist ekki skilja að það á að gera greinarmun á þessu tvennu, ríkinu og flokknum.

Þetta mál snýst nefnilega ekki um hægri eða vinstri, eða eitthvað ólógískt Bush hatur. Þetta mál snýst um að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipulagði pólítíska hreinsun

Og tölvupóstsendingarnar sanna þetta atriði. ABC News (sem getur ekki talist til "the liberal media") fjallaði um hlut Karl Rove í þessu máli, og fjallaði meðal annars um tölvupóst sem bar titilinn "RE: Questions from Karl Rove" (Dómsmálaráðuneytið hefur gefið aðgang að þessu skjali - það er hægt að lesa það á TPM). Þar er talað um "performance evaluations", og að það þurfi að reka um 15-20% saksóknaranna, það sé í lagi með afganginn, og svo strax á eftir kemur þessi gullmoli:

80-85 percent, I would guess, are doing a great job, are loyal Bushies, etc.

Svona vinnubrögð eru óverjandi.

M


Pólítísk líkvaka yfir Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush

Hér eru þeir afturNokkurnveginn allir bandarískir fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur hafa lýst Alberto Gonzales "finished". Gonzales sjálfur virðist þó ekki vera alveg tilbúinn til að gefast upp og hverfa yfir móðuna miklu, sem í tilfelli háttsettra repúblíkana þýðir yfirleitt vel launuð störf á "K-Street" sem lobbýistar. En þangað til það gerist hafa demokratar hvatt til að stjórnin losi sig við Gonzales. Sennilega vegna þess að bandarískir vinstrimenn eru margir talsmenn "the right to die", samanber Terri Schiavo, og finnst óþægilegt að horfa á langdregið dauðastríð í sjónvarpi?

Chuck Schumer, öldungadeildarþingmaður demokrata frá New York, lýsti því yfir á blaðamannafundi að Hvíta Húsið væri að "ræða" afsögn Gonzales:

Schumer told reporters, “I know, from other sources, that there is an active and avid discussion in the White House whether [Gonzales] should stay or not,” adding that “the odds are very high that he will no longer be the attorney general.”

Hvíta Húsið hefur hins vegar reynt að segja sem minnst um hvað verði um Gonzales - sennilega vegna þess að stjórnin er í "crisis mode". Í millitíðinni hafa þrir repúblíkanar krafist þess að Gonzales segi af sér. Einn þingmaður Dana Rohrabacher (R-CA), og tveir öldungadeildarþingmenn, Gordon Smith (R-OR) og John Sununu (R-NH). Allir þrír er vel þekktir. Þar að auki hefur fjöldi repúblíkana lýst opinberlega yfir að þeir hafi "áhyggjur" af framtíð Gonzales eða að hann hafi "misst tiltrú þjóðarinnar".

Við þurfum sennilega ekki að bíða nema einn eða tvo daga eftir því að Gonzales verði látinn fjúka - og Demokratar og fjölmiðlar eru þegar farnir að beina spjótum sínum að Karl Rove, sem virðist hafa verið potturinn og pannan í þessu saksóknaramáli. Og það er alveg ljóst að valdatíð Bush lýkur ef annaðhvort Rove eða Cheney falla. Þá er betra að fórna Gonzales.

M


Ríkissaksóknaramálið og Gonzales

Foringinn og Blondie á góðri stunduMikilvægasta málið í Bandarískum fjölmiðlum þessa dagana er tvímælalaust ríkissaksóknarabrottrekstur Bush stjórnarinnar. Úr fjarlægð lítur þetta mál afspyrnu óspennandi út. Og Gonzales og Bush hafa líka gert sitt besta til að láta líta svo út sem þetta sé eitthvað minniháttar mál eða allsherjar pólítískt fjaðrafok. Ein helsta lína forsetans og repúblíkana hefur verið að alríkissaksóknarar séu pólítískt skipaðir, og forsetinn hafi því fullan rétt til að reka þá eins og honum sýndist.

Að vísu viðurkenndi í gær að hann hefði "staðið ílla" að brottrekstrinum - en stjórnin heldur enn í meginatriðum við þá afsökun að saksóknararnir hafi verið reknir vegna þess að þeir hafi fengið slæm starfsmöt. Enn önnur skýring birtist í Morgunblaðinu um daginn, nefnilega að þeir hefðu verið reknir eftr að kvartanir "hefðu borist yfir því að þeir hefðu ekki fylgt nægilega eftir rannsóknum á kosningasvindli". Sú skýring kom víst frá einhverjum blaðafulltrúa Hvíta Hússins.

Þetta virðist því vera frekar einfalt "open and shut case". Saksóknararnir sem voru reknir voru einhverskonar skúnkar, og forsetinn hafði fullan lagalegan rétt til að reka þá?

Vissulega er það rétt að alríkissaksóknarar eru pólítískt skipaðir, og fyrri forsetar hafa rekið saksóknara sem þeim líkaði ekki við. En afgangurinn af þessu máli öllu lyktar mjög grunsamlega. Í fyrsta lagi hefur enginn fyrrverandi forseti rekið marga sakskóknara á miðju kjörtímabili. Forsetar hafa skipt út saksóknurum þegar þeir taka við embætti, en eftir það eiga saksóknarar að vera nokkuð sjálfstæðir frá pólítískum þrýstingi - því þótt þeir séu pólítískt skipaðir eru embætti þeirra ekki pólítískt í sama skilningi og t.d. embætti dómsmálaráðherra. Hlutverk þeirra er að rannsaka glæpi og sækja glæpamenn til saka - ekki að reka pólítík.

Þess utan höfðu allir saksóknararnir sem voru reknir fengið góð og afbragðsgóð starfsmöt skömmu áður en þeir voru reknir! Og á sama tíma berast fréttir af því að Karl Rove og þingmenn Repúblíkana hafi hist og rætt hvaða saksóknarar væru ekki nógu auðsveipir Flokknum.

Því það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni: Bush og Alberto Gonzales hafa kerfisbundið unnið að því að ná pólítískum völdum yfir dómskerfinu, og því hefur kerfisbundið verið beitt til þess að ofsækja demokrata. Allir saksóknararnir sem voru reknir höfðu neitað að láta undan pólítískum þrýstingi að hefja rannsóknir á demokrötum sem ógnuðu endurkjöri þingmanna repúblíkana, eða þeir höfðu verið að rannsaka þingmenn og öldungadeildarþingmenn repúblíkanaflokksins. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem dómsmálaráðuneytið er staðið að því að reka saksóknara sem fara að snuðra í kringum spillta repúblíkana.

Þetta mál snýst nefnilega um annað og meira en að Bush hafi rekið nokkra saksóknara, eða að Alberto Gonzales hafi staðið ílla að brottrekstri þeirra. Það snýst um að hulunni hefur verið svipt af kerfisbundinni tilraun Bush til að vernda spillta repúblíkana og ofsækja pólítíska andstæðinga. 

Og, jú, þetta er sami Gonzales og hélt því fram að það væri allt í lagi að pynta fanga, varði ólöglegar innanríkisnjósnir forsetans, og hélt því fram að stjórnarskráin verði borgarana ekki gegn órökstuddri fangelsun... Og nú seinast er hann staðinn að því að reka ríkissaksóknara sem marsera ekki lock step í snyrtilegri röð á eftir foringjanum. Ég held að það sé seint hægt að segja að Gonzales sé ötull varðmaður lýðræðis, réttarríkisins og persónufrelsis. 

M


Háttsettir repúblíkanar farnir að tala um að ákæra Bush fyrir lygar og embættisglöp

Hagel lítur líka sæmilega forsetalega út...Impeachment! Seinast þegar þetta orð var notað af stjórnmálamönnum var það þegar repúblíkanaflokkurinn efndi til nornaveiða gegn Bill Clinton fyrir að hafa logið undir eið um hvort samband hans og Móníku hafi verið kynferðislegt. Það hefur auðvitað fjöldi fólks bent, og það réttilega, á að það ætti að ákæra Bush fyrir embættisglöp (því tilgangslaus og ílla skipulögð stríð sem kosta þúsundir mannslífa geta sennilega fallist undir embættisglöp...) og fyrir að hafa logið að þjóðinni í undirbúningi stríðsins. Fram til þessa hafa samt engir stjórnmálamenn gengið svo langt að leggja til að Bush verði ákærður - að þingið "impeachi" forsetann. Þar til núna.

Samkvæmt annarri grein, lið fjögur, í stjórnarskrá Bandaríkjanna:

The President, Vice President and all civil Officers of the United States, shall be removed from Office on Impeachment for, and Conviction of, Treason, Bribery, or other high Crimes and Misdemeanors

Chuck Hegel, sem er einn af háttsettustu öldungardeildarþingmönnum Repúblíkana, stríðshetja frá Víetnam, og eitilharður íhaldsmaður, hefur nú nefnt möguleikann á því að þingið ákæri Bush. Þetta eru mjög merkilegar fréttir - þó Hegel hafi ekki sagst sjálfur ætla að leiða slíka atlögu, heldur bara gefið í skyn að "einhver" kynni að gera það, er ljóst að andstaðan við Bush innan Repúblíkanaflokksins er komin á nýtt og alvarlegra stig.

Í viðtali við Esquire, sem út kemur í næstu viku, gefur Hagel í skyn að Bush kynni að standa frammi fyrir impeachement hearings ef stríðið í Írak haldi áfram:

"The president says, 'I don't care.' He's not accountable anymore," Hagel says, measuring his words by the syllable and his syllables almost by the letter. "He's not accountable anymore, which isn't totally true. You can impeach him, and before this is over, you might see calls for his impeachment. I don't know. It depends how this goes."

The conversation beaches itself for a moment on that word -- impeachment -- spoken by a conservative Republican from a safe Senate seat in a reddish state. It's barely even whispered among the serious set in Washington, and it rings like a gong in the middle of the sentence, even though it flowed quite naturally out of the conversation he was having about how everybody had abandoned their responsibility to the country, and now there was a war going bad because of it.

"Congress abdicated its oversight responsibility," he says. "The press abdicated its responsibility, and the American people abdicated their responsibilities. Terror was on the minds of everyone, and nobody questioned anything, quite frankly."


Hagel er sönnun þess að það eru líka sæmilega skynsamir menn í Repúblíkanaflokknum: menn sem gera sér grein fyrir því að Bush er langt kominn með að eyðileggja ekki bara Bandaríkin, heldur líka sinn eigin sttjórnmálaflokk. Hið fyrra hljóta að vera svik við kjósendur, en hið síðara eru svik við flokkinn, og fram til þessa hafa flokksbræður Bush sýnt honum ótrúlegt langlundargeð. Þjóðin er fyrir löngu búin að missa alla trú á forsetanum, en fram til þessa hefur flokkurinn enn treyst "the decider". Flestir nánast í blindni.

Og jú, auðvitað er líka annar vínkill á þessu máli: Samkvæmt háværum orðrómum er Hagel að íhuga forsetaframboð. Hagel er alvöru íhaldsmaður.

M


Bush og repúblíkanaflokkurinn svíkja bandaríkjaher

Eaton hjá MaherPaul D. Eaton, sem sá um þjálfun Írakska hersins árin 2002-3, hefur verið mjög harðorður í garð ríkisstjórnar Bush og skammerlegrar óstjórnar hennar. Eaton, sem er hreinræktaður "military man" skilur að stríð þarf að undirbúa, og að það þarf að koma sæmilega sómasamlega fram við hermenn - í fyrsta lagi á ekki að senda þá út í opinn dauðann til að heyja tilgangslaus stríð, og í öðru lagi á að sýna þeim lágmarks virðingu þegar þeir koma til baka. Sú virðing á að felast í einhverju öðru og meiru en að kyrja "support the troops" en senda þá síðan á spítala sem eru þéttsetnir af rottum og kakkalökkum...

Bill Maher tók viðtal við Eaton á föstudaginn, og Eaton var ekki að skafa utan af skoðunum sínum:

"We've got this thing that so many military believe that Republican administrations are good for the military.  That is rarely the case.  And, we have to get a message through to every soldier, every family member, every friend of soldiers that the Republican party, the Republican dominated Congress has absolutely been the worst thing that's happened to the United States Army and the United States Marine Corps."

Óháð því hvaða skoðanir menn hafa á stríði og "heimsvaldastefnu" Bandaríkjanna verður ekki horft framhjá því að öll stórveldi halda úti herjum - og þessir herir eru mannaðir alvöru fólki, og þetta fólk trúir flest í hreinni einlægni á að það sé að þjóna fósturjörð sinni. Fólk sem skráir sig í herinn gerir það á þeim forsendum að það muni "verja fósturjörðina", og lýsir sig tilbúið til að deyja í þeirri þjónustu. Það hlýtur því að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau standi við sinn hluta samningsins. En Repúblíkanaflokkurinn undir handleiðslu Bush virðist hafa sömu afstöðu til óbreyttra hermanna og þeir hafa til afgangsins af bandarísku þjóðinni.

Ég mæli með viðtalinu. Það er hægt að horfa á upptöku af því hér. (það tekur smá tíma að hlaðast inn...)

M


Bandaríkjastjórn bannar vísindamönnum að tala um gróðurhúsaáhrifin

Ísbirnir eru nefnilega eldfimt umræðuefni!New York Times skýrir frá því að Fiski- og náttúrlífsstofnun Bandaríkjanna (The Fish and Wildlife Service) bannar vísindamönnum sem ferðast á vegum stofnunarinnar að tala um gróðurhúsaáhrifin. Þetta mál komst í hámæli á fimmtudaginn þegar upp komst að vísindamenn sem voru á leið á ráðstefnur í Noregi og Rússlandi á vegum stofnunarinnar fengu fyrirmæli um að tala ekki um 1) gróðurhúsaáhrifin, 2) ísbirni, 3) hafís...

The stipulations that the employees “will not be speaking on or responding to” questions about climate change, polar bears and sea ice are “consistent with staying with our commitment to the other countries to talk about only what’s on the agenda,” said the director of the agency, H. Dale Hall.

Innanríkisráðuneytið hefur útskýrt þessi fyrirmæli nánar, en í viðtali við New York Times segir talsmaður Innanríkisráðuneytisins að vísindamenn megi tala um gróðurhúsaáhrifin, en bara þegar þeir eru í glasi!

Tina Kreisher, a spokeswoman for the Interior Department, parent of the wildlife service, said the memorandum did not prohibit Ms. Hohn from talking about climate change “over a beer” but indicated that climate was “not the subject of the agenda.”

Það sem er kannski fyndnast við þetta er að annar vísindamannanna sem fékk fyrirmælin er sérfræðingur í ísbjörnum, en hinn var á leiðinni á fund til að ræða hvernig vernda mætti lífríki norðurskautsins... Þetta er samt alls ekki í fyrsta skiptið sem Bush stjórnin reynir að segja vísindamönnum fyrir verkum:

Top-down control of government scientists’ discussions of climate change heated up as an issue last year, after appointees at the National Aeronautics and Space Administration kept journalists from interviewing climate scientists and discouraged news releases on global warming.

The NASA administrator, Michael D. Griffin, ordered a review of policies, culminating in a decision that scientists could speak on science and policy as long as they did not say they spoke for the agency.

Því þessir fjárans vísindamenn með allar sínar leiðinlegu "staðreyndir" og "rannsóknir" sem stangast á við bjargfasta sannfæringu okkar að allt sé í besta lagi. Þeir ljúga líka að okkur um "þróunarkenninguna" og segja að guð hafi ekki skapað jörðina á sjö dögum fyrir nokkur þúsund árum eða svo, eins og biblían segir. Það er þó heppilegt að það fara saman, hagsmunir olíufyritækja og ranghugmyndir kristinna bókstafstrúarmanna!

M


Bush getur ekki náðað Libby, skv sínum eigin reglum

Á fox er búið að spinna fréttir af Libby í þrjá hringi... núna snýst málið víst um að Libbyréttarhöldin hafi afhjúpað leynilegt samsæri leyniþjónustunnar gegn Bush...Nánast um leið og Irve Lewis Libby var fundinn sekur á mánudaginn byrjuðu hægrimenn að krefjast þess að forsetinn náðaði hann. En samkvæmt Michael Isikoff og Mark Hosenball hjá Newsweek getur forsetinn ekki náðað Libby - nema hann brjóti sínar eigin reglur um hverja má náða og hvernig!

Following the furor over President Bill Clinton’s last-minute pardon of fugitive financier Marc Rich (among others), Bush made it clear he wasn’t interested in granting many pardons. “We were basically told [by then White House counsel and now Attorney General Alberto Gonzales] that  there weren’t going to be pardons—or if there were, there would be very few,” recalls one former White House lawyer who asked not to be identified talking about internal matters.

Því forsetinn þykist nefnilega vera "tough on crime" og því þurfa allar náðanir að fylgja mjög ströngum reglum:

Those regulations, which are discussed on the Justice Department Web site at www.usdoj.gov/pardon, would seem to make a Libby pardon a nonstarter in George W. Bush’s White House. They “require a petitioner to wait a period of at least five years after conviction or release from confinement (whichever is later) before filing a pardon application,”  according to the Justice Web site.

Moreover, in weighing whether to recommend a pardon, U.S. attorneys are supposed to consider whether an applicant is remorseful. “The extent to which a petitioner has accepted responsibility for his or her criminal conduct and made restitution to ... victims are important considerations. A petitioner should be genuinely desirous of forgiveness rather than vindication,” the Justice Web site states.

En auðvitað mun forsetinn ekki fara eftir þessum reglum - og það er ekki nema hann bæði hann og Cheney verði neyddir til að segja af sér áður en þeir hafa tíma til að náða Libby, að Libby þurfi að sitja af sér dóminn. En þangað til munu Libby og lögfræðingarnir reyna að fá dóminum hnekkt. Libby og lögfræðingarnir segja sjálfir að þeir vilji frekar að dóminum sé hnekkt en að forsetinn þurfi að grípa til þess að náða Libby. Skv NYT:

"We all think a new trial and an acquittal would be most desirable,” said Richard W. Carlson, a member of the defense fund’s board and vice chairman of the Foundation for the Defense of Democracies, a policy institute. “But ultimately, if it’s necessary, I would hope the president would pardon him."

Og það er eitt merkilegt í sambandi við það ferli: Samkvæmt Washington Post:

Libby's defense team intends to seek a new trial and possibly appeal his conviction on four felony counts. U.S. District Judge Reggie B. Walton has scheduled sentencing for June 5, when many lawyers expect him to allow Libby to remain out of prison pending appeals that could last through late 2008.

Semsagt, mjög hentuglega í tæka tíð fyrir forsetann að náða Libby eftir að forsetakosningarnar 2008 er búnar og áður en Bush þarf að rým skrifstofuna sína fyrir Obama og Clinton!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband