Færsluflokkur: Bush

Trent Lott segir að repúblíkanar sem hafi efasemdir um stríðið í Írak eigi að halda kjafti

Trent Lott sýnir okkur hversu lítill hann vill að repúblíkanaflokkurinn verðiÁ þriðjudaginn fór hópur "hófsamra" repúblíkana á fund forsetans og bar honum þær fréttir að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur íraksstefnu hans, og að þeir hefðu áhyggjur af því að ná ekki endurkjöri í næstu kosningum ef þátttöku Bandaríkjahers í stríðinu í Írak færi ekki að ljúka, takk fyrir. Þessir þingmenn áttu allir sameiginlegt að koma frá kjördæmum þar sem hlutfall demokrata og óflokksbundinna kjósenda er hátt, og þeir þurfa því að sýna kjósendum sínum að þeir hafi einhverskonar sjálfstæða hugsun og fylgi ekki foringjanum og flokkslínunni í einu og öllu.

The message from the lawmakers was "we're all with you now, but we have concerns about where we will be next year," a House GOP leadership aide said.

Einn þingmannanna var Ray LaHood (R-IL) og hann lýsti fundi sínum með forsetanum á CNN þannig:

“He listened very carefully. I think he was a little — I don’t know if surprised is the right word, probably maybe sobered, ... The fact is that, I don’t know if he’s gotten that kind of opinion before in such a frank and no holds barred way but he was very sober about it and he listened very intently.”

Hefur enginn sagt forsetanum að hann og utanríkisstefna hans sé óvinsæl meðal almennings? Eða að flokknum sé að blæða út vegna stuðnings við tapað stríð? Greinilega ekki. Skýringin er auðvitað að í Repúblíkanaflokknum virðist öll gagnrýni bönnuð. Það er allavegana erfitt að túlka viðbrögð Trent Lott, sem er "minority whip", við fundinum og fréttum af honum. Í viðtali við CNN fyrir nokkrum klukkutímum sagðist Lott hafa áhyggjur af þessum fundi, og sérstaklega að þeir skyldu hafa farið að blaðra um þennan fund við fjölmiðla (og kjósendur sína):

“they broke one of the cardinal rules, in my opinion. If they’d have kept their mouths shut, their value of speaking candidly would have been worth a lot more.

Ég veit ekki hvort að Lott gerir sér grein fyrir kaldhæðninni í þessari heimskulegu yfirlýsingu. Ástæða þess hversu ílla er komið fyrir flokknum er einmitt að flokksmenn hafa fram til þessa ekki verið tilbúnir til að láta í sér heyra heldur treyst leiðtogum flokksins og ríkisstjórn til þess að móta stefnu, og þó allt hafi bent til þess að forsetinn og foringjalið flokksins (Lott þar með talinn) væru að taka heimskulegar ákvarðanir, ákváðu þingmenn að þegja og fylgja eftir. Ég efast nefnilega ekki um að í röðum repúblíkana séu, og hafi alla tíð, verið stór hópur manna sem höfðu efasemdir um leiðtogahæfileika forsetans og ágæti ákvarðana hans, sérstaklega þegar kom að utanríkisstefnu. Þessir menn, og konur, hefðu átt að láta í sér heyra. En betra seint en aldrei.

Þar fyrir utan er augljóst að þessi fundur með forsetanum var tilraun þessara "hófsömu" repúblíkana til að sýna kjósendum heima í kjördæmi að þeir ættu enn erindi á þing - ef þeir færu að ráðum Lott myndu þeir ekki gera neitt annað en að tryggja að þeir muni tapa næstu kosningum. Kannski væri það samt best? Þá gætu Lott og aðrir taglhnýtingar Bush setið eftir í "hreinum" repúblíkanaflokki sem í væru eintómir jámenn?

M


Bush: "I'm the commander guy"

Þetta var víst eitthvað málum blandið, en forsetinn virðist loksins vera búinn að átta sig á því hvað hann á að vera að gera í vinnunni: hann er "the commander guy"...! Og ég sem hélt að hann væri "the decider"? Sjá upptöku (af Youtube, nb. sennilega plantað þar af samsærissveitum marxískra googleverja?):

Þessi fleygu orð féllu í ræðu sem forsetinn flutti í gærmorgun í Washington. Samkvæmt uppskrift Hvíta hússins:

And that’s what we do. We put in more troops to get to a position where we can be in some other place. The question is, who ought to make that decision? The Congress or the commanders? And as you know, my position is clear — I’m the commander guy.

M


Karl Rove og Richard Nixon

Undanfarnar vikur hafa fréttaskýrendur og bloggarar verið duglegir við að nefna nöfn Nixon og Bush í sömu andrá. Aumingja Bush, sem hélt að hann væri einhverskonar endurholdgerfingur Ronald Reagan virðist hins vegar ætla að verða minnst í sömu andrá og Richard Nixon. Það er því kannski ekki skýtið að við heyrum fréttir af því að hann æði um gólf í Hvíta Húsin, í veruleikafirrtri vænisýki, tuðandi um leynileg samsæri og að allir séu á móti sér, enginn skilji sig...

En í þessu, eins og öllu öðru, virðist sem þræðirnir leiði inn á skrifstofu Karl Rove, því áður en Rove varð "the brain" á bak við það ævintýralega fíaskó sem ríkisstjórn George Bush hefur verið, var hann ungur luralegur piltur og eyddi dögum sínum í kjallaranum á kosningaskrifstofu Richard Nixon. Eftirfarandi myndskeið sýnir Dan Rather segja fréttir af kosningabaráttu Nixon 1972. Rove birtist þegar ca 4 mínútur eru búnar:

  

Það er ekkert merkilegt við þetta myndband, annað en að Rove var jafn hallærislegur og allir ungir menn í upphafi áttunda áratugarins, með sítt hár og barta. En það meikar samt einhvernveginn fullkominn sens að Rove hafi fengið pólítískt uppeldi sitt í kjallaranum hjá Nixon.

David Greenberg skrifar um Nixon-Rove tengslin í NYT í dag:

In my own research on Nixon, I discovered that during Watergate itself, Rove used a phony grassroots organization to try to rally Americans to the president’s defense against what he called “the lynch-mob atmosphere created” by “the Nixon-hating media.” And according to Nixon’s former counsel John Dean, the Watergate prosecutor’s office took an interest in Rove’s underhanded activities before deciding “they had bigger fish to fry.”

 

En smáseiðin vaxa síðan upp og verða sjálf að stórum fiskum.

M


Katarína, New Orleans, Nígería og Jeb Bush

Jeb að heilsa sjálfboðaliðum frá Flórída meðan hjálparstarfi vegna Katarína stóð yfirSumar spillingarfréttir eru svo fáránlegar að þær gætu hægast verið lygasögur. Frétt AP frá í gær um kaup bandaríkjastjórnar á gölluðum dælum fyrir New Orleans. Forsaga málsins er auðvitað að New Orleans sökk þegar fellibylurinn Katarína gekk yfir. Í kjölfarið fór stjórnin af stað og keypti nýjar dælur fyrir flóðgarðana, og eins og lög gera ráð fyrir, var verkið boðið út. Þegar blaðamenn athuguðu útboðslýsinguna kom hins vegar í ljós að hún var kópíeruð, orðrétt, úr auglýsingabæklingi þess fyrirtækis sem fékk verkefnið:

NEW ORLEANS - When the Army Corps of Engineers solicited bids for drainage pumps for New Orleans, it copied the specifications — typos and all — from the catalog of the manufacturer that ultimately won the $32 million contract, a review of documents by The Associated Press found.

The pumps, supplied by Moving Water Industries Corp. of Deerfield Beach, Fla., and installed at canals before the start of the 2006 hurricane season, proved to be defective, as the AP reported in March. The matter is under investigation by the Government Accountability Office,  the investigative arm of Congress. ...

The specifications were so similar that an erroneous phrase in MWI catalogs — "the discharge tube and head assembly shall be abrasive resistance steel" — also appears in the Corps specifications. The phrase should say "abrasion resistant steel." An incorrect reference to the type of steel that would be required apparently was also lifted.

Þetta þykir auðvitað ekki mjög gott:

While it may not be a violation of federal regulations to adopt a company's technical specifications, it is frowned on, especially for large jobs like the MWI contract, because it could give the impression the job was rigged for the benefit of a certain company, contractors familiar with Corps practices say.

Þetta er það sem heitir "understatement". Það kemur auðvitað engum á óvart að yfirmenn MWI voru rausnarlegir í fjárframlögum sínum til Repúblíkanaflokksins. En það sem meira er, Jeb Bush vann fyrir MWI áður en hann varð fylkisstjóri Flórída, meðal annars við að selja umræddar dælur...

Í lok fréttarinnar leyndist síðan þessi gullmoli:

Purcell, a former MWI employee, is a plaintiff in a federal whistleblower lawsuit accusing MWI of fraudulently helping Nigeria obtain $74 million in taxpayer-backed loans for overpriced and unnecessary pumping equipment. The U.S. Justice Department has joined the suit as a plaintiff.

Ríkisstjórnin keypti ónýtar dælur í útboði sem var klæðskerasaumað fyrir fyrirtæki sem hafði áður haft bróður forsetans á launum við að selja umræddar dælur, fyrirtæki sem hefur hjálpað nígerískum svikahröppum að svíkja tugi milljóna út úr bandarískum skattgreiðendum?

M


Forsetinn vælir yfir því að enginn skilji sig, sjái ekki hversu stórkostlegur leiðtogi hann sé

BushÍ dag rakst ég á eina af þessum stórkríngilegu fréttum - það er reyndar alveg á mörkunum að hægt sé að kalla þetta frétt. Ef aðalleikarinn í þessu kómíska drama væri ekki forseti Bandaríkjanna væri sennilega ekki hægt að kalla þetta frétt. Kannski nær þetta því að teljast slúður. Og þar sem ég hef alltaf haft gaman af íllgjörnu slúðri finnst mér full ástæða til að dreifa þessari sögu víðar! Semsagt:

Nelson Report, sem er fréttablað í Washington, sagði frá því að einhverjir auðmenn frá Texas hefði verið boðið í heimsókn í Hvíta Húsið til að hitta forsetann: (Nelson krefst áskriftar, sem ég augljóslega tími ekki að borga. Því byggi ég alfarið á endurbirtingu bloggarans Sean-Paul á Huffington Post)

Sometimes insider gossip seems to confirm what all us outsiders think we're seeing, so, for what it's worth...we're hearing that some big money players up from Texas recently paid a visit to their friend in the White House. The story goes that they got out exactly one question, and the rest of the meeting consisted of The President in an extended whine, a rant, actually, about [how] no one understands him, [how] the critics are all messed up, [and that] if only people would see what he's doing things would be OK...etc., etc.

Samkvæmt þessu á forsetinn að hafa haldið einhverskonar sjálfsvorkunar-einræðu yfir gestunum. Það eru auðvitað tvær hliðar á þessu máli - annarsvegar er það merkilegt að forsetinn skuli væla og finnast að allir miskilji sig. Það er reyndar ekki frétt, því það hefur verið ljóst í langan tíma að forsetinn ímyndaði sér að hann væri einhverskonar misskilinn stjórnsnillingur. Hin hliðin á þessu máli er að þessari sögu hafi verið lekið. Nelson Report heldur áfram:

This is called a "bunker mentality" and it's not attractive when a friend does it. When the friend is the President of the United States, it can be downright dangerous. Apparently the Texas friends were suitably appalled, hence the story now in circulation.

Með öðrum orðum: Forsetinn hélt að hann væri meðal "vina" og gæti því "let out some steam", og vælt og grenjað, öruggur um að viðmælendurnir myndu hugga hann og segja honum hversu vondir demokratarnir væru, og hversu frábærlega hann stæði sig. En það er semsagt það ílla komið fyrir forsetanum að meira að segja auðmenn frá Texas er ofboðið. Og það eru þó fréttir. Fyrir ári síðan er útilokað að saga á borð við þessa hefði farið af stað - Bush hefði getað treyst á þagmælsku flokksbræðra sinna, sem hafa umborið verri lesti í honum en sjálfsvorkun, og ekið undir ranghugmyndir hans (þ.e. að hann væri einhverskonar "leiðtogi" en ekki brjóstumkennanlegur einfeldningur), og svo hefðu flokksbræður hans sennilega verið sammála vælukjóanum: þar til fyrir skemstu deildu flestir repúblíkanar og fréttaskýrendur þessari sömu ranghugmynd.

Carpetbagger Report bendir líka á varhugaverðar sögulegar hliðstæður:

...if the insights from the Nelson Report are right, the president has reached full self-pity mode. Bush is more aware of current events than he lets on, and for all of his rhetoric about disinterest in the polls, he’s at least tacitly familiar with his stunning lack of public approval.

A mature, sensible leader might become introspective, wondering how best to get back on track. Bush has apparently taken to whining about how unappreciated he his. As I recall, Nixon started talking the same way, right before he was driven from office.

This isn’t encouraging. In fact, if Bush starts wondering what he can do to prove everyone wrong about his greatness, this kind of thinking could get scary.

Íran? 

M


"Mission Accomplished" dagurinn haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum

Mission Accomplished my ... expletive deletedFyrir fjórum árum lauk stríðinu í Írak með sigri Bandaríkjamanna. Við hátíðlega athöfn um borð í USS Abraham Lincoln lýsti forsetinn því yfir að "major combat operations have ended. In the battle of Iraq, the United States and our allies have prevailed." Það er full ástæða til að rifja þessi sögulegu ummæli upp nú, fjórum árum síðar. Ekki af einhverri íllgirni eða langrækni, eða "órökréttu Bush-hatri", heldur vegna þess að maðurinn lét þessi orð falla í alvörunni. Hann stóð, undir borða sem á stóð "Mission Accomplished" og hélt því blákalt fram að stríðinu væri lokið með sigri Bandaríkjanna.

Því miður var stríðinu engan veginn lokið, og því miður eru engar líkur lengur til þess að því ljúki með sigri Bandaríkjamanna. Ég segi það vegna þess að ég vil ekkert frekar en að Bandaríkjamenn sigri þetta stríð, en líkt og yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna tel ég að það sé best að horfast í augu við hið óumflýjanlega. Það má vel vera að einhverstaðar leynist fólk sem finnist það einhvernveginn mátulegt á Bandaríkin að tapa stríðinu í Írak, Bandaríkin eigi það einhvernveginn skilið að fá rasskellingu, því það þurfi að lækka í þeim rostann, en ég get ekki talið mig í þeim flokki. Afhroð Bandaríkjanna í þessu stríði - sem var óþarft, en sem forsetinn steypti þjóðinni engu að síður út í - hefur skaðað orðstír Bandaríkjanna, sólundað lífi bæði bandarískra hermanna, írakskrar alþýðu, skattfé Bandaríkjamanna og lagt eitt land hinum megin á hnettinum í rúst. Bandaríkin eiga ekkert af þessu skilið, en það verður ekki hægt að byrja að bæta skaðann fyrr en Bush og félagar viðurkenna þann óumflýjanlega sannleik að þeir hafi haft á röngu að standa, og að vanhugsuð og heimskuleg utanríkisstefna þeirra hafi steypt þjóðinni út í þær ógöngur sem hún er í dag.

Í tilefni dagsins skulum við rifja upp afrek forsetans og afrakstur stríðsins (Think Progress tók tölurnar saman):

Í tilefni þess að dagurinn í dag er líka alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins (og nb. eftir byltinguna mun ég sjá til þess að hver sá sem kallar 1. maí göngu "skrúðgöngu" en ekki kröfugöngu verði sendur upp að veggnum!), gætum við talað um "heimsvaldastefnu", "auðvald" og "olíustríð", en þó stríðið í Írak sé hörmulegt og utanríkisstefna Bandaríkjanna ámælisverð má ekki gleyma því að Bandaríkin, og bandarísk menning, eru miklu meira en Bush og Írak. Svo, ég vil biðja alla þá sem syngja Ísland úr NATO og herinn á brott, eða Internasjónalinn í tilefni dagsins, hvort sem það er af gömlum vana eða af nýfundnum vinstrigrænum innblæstri, að biðja með bandarísku þjóðinni fyrir því að "major combat operations" í Írak ljúki sem allra fyrst, svo við getum hætt að hugsa um bandaríkin og tilgangslaus stríð og óstjórn í sömu andrá. Bandaríkin eiga betra skilið.

M


Karl Rove undir rannsókn OSC vegna umfangsmikillar pólítískrar spillingar

Rove enn og aftur að sýna blaðaljósmyndurum hvað hann kann í fingramáli...The Office of Special Councel er embætti sem sér um rannsóknir á lögbrotum og yfirsjónum ríkisstarfsmanna, sérstaklega brot á lögum sem banna bandarískum ríkisstarfsmönnum að nota embætti sín eða aðstöðu til að reka erindi eins stjórnmálaflokks frekar en annars. Það fer yfirleitt mjög lítið fyrir þessari skrifstofu, og fjölmiðlar hér vestra lýsa henni sem "an obscure federal investigative unit", aðallega vegna þess að embættið lætur háttsetta embættismenn yfirleitt í friði.

Það vekur því óneitanlega athygli að OSC skuli hafa hafið rannsókn á embættisfærslum og umsvifum Karl Rove! Skv. LA Times:

...the Office of Special Counsel is preparing to jump into one of the most sensitive and potentially explosive issues in Washington, launching a broad investigation into key elements of the White House political operations that for more than six years have been headed by chief strategist Karl Rove.

The new investigation, which will examine the firing of at least one U.S. attorney, missing White House e-mails, and White House efforts to keep presidential appointees attuned to Republican political priorities, could create a substantial new problem for the Bush White House. 

First, the inquiry comes from inside the administration, not from Democrats in Congress. Second, unlike the splintered inquiries being pressed on Capitol Hill, it is expected to be a unified investigation covering many facets of the political operation in which Rove played a leading part.

Ástæða rannsóknarinnar er vitaskuld að nafn Karl Rove hefur komið óeðlilega oft upp í tengslum við grunsamlegar embættisfærslur. Það er einfaldlega of margt sem bendir til þess að Rove hafi beitt áhrifum sínum innan Hvíta Hússins til þess að þrýsta á ríkisstarfsmenn til að taka pólítískar ákvarðanir, eða haga embættisfærslu sinni með þeim hætti að það þjónaði hagsmunum Repúblíkanaflokksins.

The question of improper political influence over government decision-making is at the heart of the controversy over the firing of U.S. attorneys and the ongoing congressional investigation of the special e-mail system installed in the White House and other government offices by the Republican National Committee. 

All administrations are political, but this White House has systematically brought electoral concerns to Cabinet agencies in a way unseen previously.

For example, Rove and his top aides met each year with presidential appointees throughout the government, using PowerPoint presentations to review polling data and describe high-priority congressional and other campaigns around the country.

Some officials have said they understood that they were expected to seek opportunities to help Republicans in these races, through federal grants, policy decisions or in other ways.

Þó sum lönd, eins og Kína og Norður Kórea, geri engan greinarmun á flokknum og ríkinu er ákveðin hefð fyrir því í lýðræðislegum réttarríkjum að skilja hér á milli - ríkið og stofnanir þess eru ekki herfang þess flokks sem sigrar kosningar, og það er ekki eðlilegt að stjórnmálamenn beiti ríkinu og stofnunum þess til þess að klekkja á pólítískum andstæðingum. Karl Rove hefur kerfisbundið unnið gegn þessari grundvallarhugmynd.

Bloch said the new investigation grew from two narrower inquiries his staff had begun in recent weeks.

One involved the fired U.S. attorney from New Mexico, David C. Iglesias.

The other centered on a PowerPoint presentation that a Rove aide, J. Scott Jennings, made at the General Services Administration this year.

That presentation listed recent polls and the outlook for battleground House and Senate races in 2008. After the presentation, GSA Administrator Lorita Doan encouraged agency managers to "support our candidates," according to half a dozen witnesses. Doan said she could not recall making such comments.

Nei, því starfsmenn Hvíta Hússins eru allir minnislausir þorskar? Ósvífni Rove er reyndar ansi merkileg - því hann sat sjálfur yfir fjölda funda, og það er því fjöldi vitna að þessum umsvifum hans öllum. Rove, og talsmenn Hvíta Hússins, hafa bent á að það sé ekkert óeðlilegt við að ríkisstarfsmenn og pólítískt skipaðir embættismenn, sitji fyrirlestra þar sem rætt sé um stjórnmál. Það vekur hins vegar grunsemdir hversu oft þessir fundir voru haldnir, og efni þeirra, og skilaboð - að verkefni allra ríkisstarfsmanna væri að tryggja áframhaldandi valdasetu repúblíkana - eru hins vegar frekar vafasöm:

During such presentations, employees said they got a not-so-subtle message about helping endangered Republicans. ... Whether legal or not, the multiple presentations revealed how widely and systematically the White House sought to deliver its list of electoral priorities.

---

OSC, undir stjórn Scott J. Bloch, verður seint sökuð um að vera einhverskonar handbendi demokrataflokksins - Bloch var skipaður af Bush fyrir þremur árum, og hafði fram til þess verið í dómsmálaráðuneytinu, þar sem hann vann fyrir "the Task Force for Faith-based and Community Initiatives". Bloch virðist líka vera fanatískur siðapostuli - hann hefur ofsótt samkynhneigða undirmenn og bannað kvenkyns starfsmönnum að ganga í of stuttum pilsum... Þó það séu ekki öll kurl komin til grafar virðist þetta mál því varla afskrifað sem einhverjar "liberal" ofsóknir.

UPDATE:

Þeir sem efast um pólítískt inntak þessara fyrirlestra er bent á C-Span upptöku af þingyfirheyrslu yfir General Services Administration Chief Lurita Doan fyrir nokkrum vikum síðan. Aðstoðarmaður Rove hélt einn af fyrirlestrum sínum á skrifstofu Doan, sem þykist ekki muna eftir fundinum... Bruce Braley, þingmaður demokrata, sýnir Powerpoint skyggnur fyrirlestrarins, en Doan getur ekki gefið neinar skynsamlegar skýringar á því af hverju "saklaus" fyrirlestur um stjórnmálaástand snúist allur um kosningarnar 2008, hvaða kjördæmi séu "House Targets", hver "Senate Targets", í hvaða fylkjum séu tækifæri fyrir "Republican Offense," eða "Republican Defense." Samkvæmt vitnum á fundinum á Doan að hafa spurt hvernig skrifstofa hennar gæti "hjálpað okkar frambjóðendum".

Alltsaman afskaplega saklaust?

M


Svar Bush við kröfum um að Gonzales segi af sér: "Screw you"

Karl Rove flips the North American birdEftir hörmulega frammistöðu Dómsmálaráðherra Bush, Alberto Gonzales fyrir þingnefnd hafa bandarískir fjölmiðlar nokkurnveginn allir komist að sömu niðurstöðu: Það sé bara tímaspursmál hvenær dómsmálaráðherran verði látinn fjúka. Fjölmiðlar benda á að Gonzales eigi nánast enga stuðningsmenn innan Repúblíkanaflokksins - aðeins einn repúblíkani í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur lýst yfir stuðningi við Gonzales, meðan aðrir hafa krafist þess opinberlega að hann segi af sér. Skv. New York Times:

Not a single Republican, with the possible exception of Senator Orrin G. Hatch of Utah, came to Mr. Gonzales's defense — not even his old Texas friend Senator John Cornyn. And Mr. Gonzales did not help himself with his testimony that while he took full responsibility for removing federal prosecutors, he did not have a clear idea of why he had done so in some cases until he reviewed paperwork after the dismissals.

Áhrifamiklir íhaldsmenn í Repúblíkanaflokknum hafa krafist þess að Gonzales segi af sér, þeirra á meðal Tom Coburn:

On Thursday, one did: Senator Tom Coburn of Oklahoma, who told Mr. Gonzales pointedly that he should resign. "I believe you ought to suffer the consequences that these others have suffered," the senator said, referring to the United States attorneys who had been forced out. Mr. Coburn added that he believed "the best way to put this behind us is your resignation."

Íhaldsmenn innan flokksins hafa reyndar alltaf haft horn í síðu Gonzales, og fréttaskýrendur hafa bent á að hann hafi raunverulega aldrei notið nens stuðnings innan flokksins - "bakland" dómsmálaráðherrans hefur alla tíð verið forsetinn, hvorki þingflokkurinn né kjósendalið flokksins. 

Það skiptir því öllu máli að hann nýturenn stuðnings forsetans. Forsetinn var fljótur að lýsa yfir stuðningi við Gonzales eftir yfirheyrsluna, og hefur síðan þá ítrekað stuðning sinn. En sá stuðningur snýst þó meira um pólítík en hæfileika ráðherrans og getu til að sinna starfi sínu. Samkvæmt heimildamanni Newsweek í Hvíta Húsinu:

One White House adviser (who asked not to be ID’ed talking about sensitive issues) said the support reflected Bush’s own view that a Gonzales resignation would embolden the Dems to go after other targets — like Karl Rove. “This is about Bush saying, ‘Screw you’,” said the adviser, conceding that a Gonzales resignation might still be inevitable. The trick, said the adviser, would be to find a graceful exit strategy for Bush’s old friend.

Repúblíkanar standa nefnilega frammi fyrir mjög erfiðu vali, því þeir hafa ekki viljað viðurkenna að hér sé neinn "alvöru" skandall á ferð, heldur sé þetta dæmi um einhverskonar nornaveiðar. En eftir frammistöðu Gonzales í seinustu viku er öllu sæmilega vitibornu fólki orðið ljóst að hann er óhæfur sem stjórnandi. Frammistaða hans í saksóknaramálinu er það léleg að hann ætti að missa starf sitt fyrir það eitt - algjörlega óháð því hvort pólítísk hreinsun á saksóknurum (sem á sér ekkert fordæmi) sé skandall eða ekki. Afsakanir og útskýringar Gonzales hafa ekki slegið á gagnrýni, heldur kynt undir grunsemdum. Og undir eðlilegum kringumstæðum ætti ráðherra, ég tala nú ekki um dómsmálaráðherra, sem grefur undan tiltrú almennings á heiðarleika stjórnvalda, ríkisins og forsetaembættisins, að láta af störfum.

Allt þetta mál er hins vegar það skrýtið og grunsamlegt að maður þarf ekki að vera einhverskonar vænisjúkur samsæriskenningafræðingur til þess að gruna að það sé eitthvað meira á seyði. Af hverju, t.d. þykist Gonzales ekki muna hver samdi listann yfir hvaða saksóknara ætti að reka?! Maðurinn rekur 8 saksóknara - og þykist ekki geta munað af hverju, né hver ákvað hvaða saksóknara ætti að reka?

Annað hvort samdi Gonzales þennan lista sjálfur, og vill núna ekki kannast við það - eða, einhver annar samdi listann og Gonzales var einvörðungu að fylgja skipunum. Og hver getur skipað dómsmálaráðherranum að ráða eða reka fólk?

Í ljósi þess hversu oft nafn Karl Rove kemur upp í tölvupóstsendingum dómsmálaráðuneytisins og skjölum, virðist eðlilegt að menn gruni að Rove hafi verið eitthvað viðriðinn saksóknarahreinsunina. Framangreind ummæli heimildamanns Newsweek benda enda í þessa átt: Forsetinn vill ekki reka Gonzales, því það myndi "embolden the Dems to go after other targets — like Karl Rove."

M


Samtök bandarískra íhaldsmanna vilja Gonzales burt

Gonzales brosir á sinn alkunna og greindarlega máta...Þegar fjallað er um saksóknarahreinsunina og hneykslismál Alberto Gonzales vill það oft gleymast að gagnrýni á hann er ekki flokkspólítískt mál: gagnrýni á embættisfærslur hans eru ekki allar eða einvörðungu úr herbúðum "vinstrimanna" eða Demokrata. Framburður Gonzales, og allur málatilbúnaður dómsmálaráðuneytisins - svo ég tali nú ekki um fyrri árásir Gonzales á persónufrelsi og stjórnarskrárvarin réttindi almennings gagnvart ofríki ríkisins og lögregluyfirvalda - gera að verkum að allir sem hafa áhuga á lögum og rétti, réttarríkinu og frelsi, hafa ókyrrst mjög...

Seinasta sönnun þess að það eru ekki bara "vinstrimenn" sem hafa áhyggjur af lögum og rétti er bréf American Freedom Agenda - sem er félagsskapur stofnaður til framdráttar "conservative legal principles". Skv. Time, sem fjallaði í gær um bréfið og mikilvægi þess:

In what could prove an embarrassing new setback for embattled Attorney General Alberto Gonzales on the eve of his testimony before the Senate Judiciary Committee, a group of influential conservatives and longtime Bush supporters has written a letter to the White House to call for his resignation.

Bréfritarar telja upp marga glæpi Gonzales: 

"Mr. Gonzales has presided over an unprecedented crippling of the Constitution's time-honored checks and balances," it declares. "He has brought rule of law into disrepute, and debased honesty as the coin of the realm." Alluding to ongoing scandal, it notes: "He has engendered the suspicion that partisan politics trumps evenhanded law enforcement in the Department of Justice."

Að þeirra viti gerir þetta allt að verkum að Gonzales geti ekki setið sem "the chief law enforcement officer" - nú, vegna þess að hann hefur grafið undan trausti almennings á lögunum, löggæsluyfirvöldum, og stjórnvöldum almennt.

The letter concludes by saying, "Attorney General Gonzales has proven an unsuitable steward of the law and should resign for the good of the country... The President should accept the resignation, and set a standard to which the wise and honest might repair in nominating a successor..."

Og bréfritarar eru allir bona-fide íhaldsmenn og harðir repúblíkanar:

It is the first public demand by a group of conservatives for Gonzales' firing. Signatories to the letter include Bruce Fein, a former senior official in the Reagan Justice Department, who has worked frequently with current Administration and the Republican National Committee to promote Bush's court nominees; David Keene, chairman of the influential American Conservative Union, one of the nation's oldest and largest grassroots conservative groups; Richard Viguerie, a well-known G.O.P. direct mail expert and fundraiser; and Bob Barr, the former Republican Congressman from Georgia and free speech advocate, as well as John Whitehead, head of the Rutherford Institute, a conservative non-profit active in fighting for what it calls religious freedoms.

Fein, speaking for the signatories, told TIME that Gonzales' planned testimony to Congress tomorrow, the text of which has been released by the Justice Department, was a "terrible disappointment" that left unanswered key questions on which his job may now depend. "Gonzales' testimony before the Judiciary Committee resorts to a truly Clintonesque defense of his own previous false statements," says Fein. "In fact," he says, "Gonzales' latest declarations really do call into question the forthrightness and honesty indispensable for America's chief law enforcement officer."

Í kosningunum 2000 hélt Bush því fram að hann ætlaði að "restore dignity to the White House". Margir, sérstaklega í röðum íhaldsmanna, trúðu þessu loforði hans. Því verður ekki neitað að margir Bandaríkjamenn höfðu á tilfinningunni að Clinton hefði einhvernveginn "brought shame on the White House" með aulalegum framhjáhaldstilburðum og "Clintónískum" útúrsnúningum. Þó ég sé persónulega þeirrar skoðunar að glæpir hans og afsakanir séu varla stórmál - í það minnsta ekki efni í þingrannsóknir á kostnað skattgreiðenda - ætla ég ekki að gera lítið úr siðferðislegu sjokki margra Bandaríkjamanna. (Það að leiðtogar Repúblíkana í þeirri siðferðiskrossferð hafi sjálfir verið ómerkilegir hræsnarar er allt annað mál).

Bush hefur hins vegar tekist að ganga mun lengra í að rýja Hvíta Húsið trausti, virðingu og tiltrú þjóðarinnar. Þegar íhaldsmenn eru farnir að lýsa málatilbúnaði ráðherra Bush sem "Clintonesque" er ljóst að stjórnin hefur sokkið heldur djúpt.

M


150 nemendur úr "háskóla" ofstækismannsins Pat Robertson vinna fyrir Bush stjórnina...

Regent háskóli er tilvalinn fyrir þá sem bæði hata homma og komast ekki inn í alvöru háskóla...Síðan Monica Goodling komst í fréttirnar í tengslum við saksóknarahreinsunina hafa bandarískir fjölmiðlar töluvert fjallað um "Regent University", en Goodling er útskrifuð úr þessum "háskóla". Goodling var þriðja hæst setta manneskjan innan Dómsmálaráðuneytisins, og hafði meðal annars umsjón með brottrekstri saksóknaranna og vali á nýjum saksóknurum, og í ljósi þess að Gonzales og Goodling hafa haldið því fram að hafænismat eitt hafi ráðið ferðinni þegar menn voru reknir eða ráðnir í vinnu sem ríkissaksóknarar er ekki úr vegi að fjölmiðlar hafi áhuga á menntun og forsendum Goodling.

"Regent University" er rekinn af Pat Robertson - já, sama Pat Robertson og sagði að hryðjuverkaárásirnar í september 2001 hafi verið refsing guðs fyrir samkynhneigð og fóstureyðingar Bandaríkjamanna. Það er kannski enginn höfuðglæpur að sækja háskóla sem er rekinn af vitfirrtum jólasveini, en það er spurning hversu góða menntun slíkur skóli býður upp á.

Samkvæmt nýjustu úttekt USA News, sem metur gæði háskóla, kemst Regent ekki einu sinni á blað - hann er "unranked", líkt og bréfaskólar og sumar ómerkilegustu "diploma mills" sem veita fólki háskólagráður fyrir það eitt að að kunna að skrifa undir ávísun, jú, og eiga innistæðu á bankareikning eða aðgang að námslánum. Samkvæmt eldri úttekt þeirra, frá 2004, er lagaskóli Regent (Sem Goodling er úskrifuð frá) metinn með lélegustu lagaskólum allra Bandaríkjanna - hann er í fjórða flokki. Goodling er því ekki útskrifuð úr annars flokks háskóla, heldur fjórða flokks háskóla!

Það sem gerir þetta samt merkilegra er að þar til fyrir skemstu montaði Regent sig af því að yfir 150 starfsmenn Bush stjórnarinnar væru útskrifaðir úr skólanum! Þessi tala vakti að vonum athygli: Bush stjórnin leitar að fólki til að stjórna Bandaríkjunum í skóla, sem er svo lélegur að hann kemst varla á blað? 150 starfsmenn stjórnarinnar eru með próf úr "skóla" sem er rekinn af sjónvarpspredíkara? Öll þessi athygli hefur hins vegar farið eitthvað fyrir brjóstið á skólanum - því "About Us" síðu skólans var breytt til að fjarlægja þessa staðhæfingu. Nú spyrja menn: hvað veldur? Skammast skólinn sín fyrir að vera bendlaður við Bush stjórnina, eða skammast Bush stjórnin sín fyrir að vera bendluð við skólann? (Google geymir gamlar útgáfur af heimasíðum, sjá eldri útgáfu síðu Regent hér - og svo síðuna eins og hún er í dag).

Tengslin milli Regent University og Bush stjórnarinnar eru langt í frá lítil - því fyrrum nemendur skólans og starfsmenn virðast hafa ratað í margar mjög valdamiklar stöður innan stjórnarinnar. Kay Coles James, fyrrum rektor "Regent's Robertson School of Government" var skipaður The Director of the Office of Personnel Management, sem er yfirmaður allra ríkisstarfsmanna. DOPM er eitt mikilvægasta embætti framkvæmdavaldsins. Þess má svo geta að John Aschroft sem var dómsmálaráðherra Bush á fyrsta kjörtímabilinu er nú prófessor í Regent. Kannski getur Gonzales líka fengið vinnu hjá Regent eftir að hann segir af sér?

Það er kannski ekki skrýtið að Bush stjórnin hafi ratað í núverandi vandræði fyrst þeir reiða sig á fólk með menntun úr fjórða flokks "háskólum" sem eru reknir af sjónvarpsfígúrum?

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband