Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

McCain óttast að stríðið í Írak verði óvinsælt... fréttaskýrendur óttast að McCain hafi tapað öllu raunveruleikaskyni

Hvað gerir maður ekki fyrir völd og áhrif?John McCain tapaði prófkjöri repúblíkanaflokksins árið 2000, þrátt fyrir að vera augljóslega skynsamari og ábyrgari en helsti mótframbjóðandinn, George Bush yngri. En skynsemi og yfirvegun máttu sín lítils gegn ófrægingarmaskínu Karl Rove og "the wingnut vote" sem Bush virðist hafa reytt sig á. En McCain er maður sem lærir af fyrri mistökum, og því virðist forsetaframboð hans 2008 eiga að snúast um 1) hræsni og svik við fyrri yfirlýsingar, 2) að sleikja upp vitfirringa á borð við Jerry Falwell, sem McCain hefur áður fordæmt, og mikilvægasti parturinn: 3) fullkominn flótta frá raunverulaikanum...

Og þó flipflop McCain séu skemmtileg (maðurinn hefur skift um skoðun á mikilvægum málum, eins og réttindum samkynhneigðra, tvisvar í einu sjónvarpsviðtali!), og þó nýfundin ást hans á trúarofstækismönnum sé svívirðileg er það raunveruleikaflótti McCain sem er eiginlega merkilegastur.

Í gær lýsti McCain því nefnilega yfir að hann óttaðist að Bandaríska þjóðin kynni að snúa bakinu við stríðinu í Írak!

"By the way, a lot of us are also very concerned about the possibility of a, quote, 'Tet Offensive.' You know, some large-scale tact that could then switch American public opinion the way that the Tet Offensive did," the Arizona senator said.

Nú hlýtur maður að spyrja, hvernig gæti almenningsálitið "snúist" þegar kemur að stríðinu? AP reynir að útskýra þennan sögulega referens McCain þannig:

Tet, a massive invasion in 1968 of South Vietnam by Communist North Vietnamese, inflicted enormous losses on U.S. and South Vietnamese troops and is regarded as a point where public sentiment turned sharply against the war.

Og það er þá von að maður spyrji: Getur almenningsálitið snúist "gegn" stríðinu í Írak? Það væri aðeins hægt ef almenningsálitið væri fyrst fylgjandi stríðini, ekki satt? Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er nefnilega andsnúinn stríðinu, og þvi hvernig ríkisstjórnin hefur kosið að há það. 63% Bandaríkjamanna vilja að ALLIR hermenn verði kallaðir aftur Í ÁR! Við erum ekki að tala um nauman meirihluta sem hafi efasemdir um stríðið og vilji að það verði fækkað í hernum í Írak - nei, yfirgnæfandi meirihluti alemennings vill að Bandaríkjaher geri akkúrat það sem Bandaríkin þurftu að gera í Vietnam: Viðurkenna ósigur og fara heim! 62% telja að það hafi verið mistök að ráðast í Írak til að byrja með!

Nú má vel vera að McCain hafi eitthvað annan skilning en við hin á því hver þessi "almenningur" sé, og hvert álit hans sé á stríðinu í Írak. Og kannski finnst honum að almenningsálitið ekki "sharply against the war"...

Og ef svo er getur vel verið að McCain sé klókari og í betri tengslum við raunveruleikann en virðist við fyrstu sýn, því þrátt fyrir allt hafa Bandaríkjamenn "bara" misst um 3000 manns í þessu fáránlega stríði sínu. Og ástandið gæti hæglega orðið verra. Meðan Bush virðist neita að horfast í augu við hversu slæmt ástandið er nú þegar orðið er McCain hugsanlega byrjaður að hafa áhyggjur af því að það sé um það bil að verða enn verra, því þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn stríðinu getur andstaðan orðið enn háværari.

Kannski er McCain ekki alveg eins vitfirrtur og sumir fréttaskýrendur og liberal bloggarar í Bandaríkjunum halda? En ef McCain er virkilega farinn að óttast að ástandið geti orðið enn verra ætti hann að reyna að sýna smá ábyrgðarkennd og koma hreint fram við kjósendur, frekar en að vera að eltast við stuðning veruleikafirrtustu kjósenda repúblíkanaflokksins, sem halda að það sé enn hægt að merja út einhverskonar "sigur" í Írak.

M


Íraksstríðið tapað... tími til að finna sér ný stríð!

OdomWilliam Odom, yfirmaður Þjóðaröryggisráðs Ronald Reagan skrifaði langa grein í sunnudagsútgáfu Washington Post þar sem hann bendir á að þar sem Bush sé búinn að skíttapa stríðinu í Írak sé kominn tími til að leita nýrra leiða. Grein Odom er bæði skynsamleg og vel skrifuð, og niðurstaða hans, að Bandaríkin þurfi að horfast í augu við að stríðið sé tapað, getur varla verið gleðifréttir fyrir forseta sem virðist ímynda sér að hann sé einhverskonar arftaki Reagan. Odom hrekur öll rök sem borin hafa verið á borð til að réttlæta áframhald stríðsins, og kallar á þingið að stöðva stríðsrekstur Bush. Það sé alls ekki nóg að samþykkja einhverjar "nonbinding resolutions".

The public awakened to the reality of failure in Iraq last year and turned the Republicans out of control of Congress to wake it up. But a majority of its members are still asleep, or only half-awake to their new writ to end the war soon.

Perhaps this is not surprising. Americans do not warm to defeat or failure, and our politicians are famously reluctant to admit their own responsibility for anything resembling those un-American outcomes. So they beat around the bush, wringing hands and debating "nonbinding resolutions" that oppose the president's plan to increase the number of U.S. troops in Iraq.

Odom heldur því fram að utanríkisstefna forsetans felist í "[a] relentless pursuit of defeat", og sé byggð á "illusions, not realities", sem ég held að sé einhver besta lýsing á þessari utanríkisstefnu sem ég hef séð. Odom svarar þvínæst helstu rökum þeirra sem halda að það sé góð hugmynd að halda áfram að sökkva skattfé og mannslífum í þetta tapaða stríð:

1) We must continue the war to prevent the terrible aftermath that will occur if our forces are withdrawn soon. Reflect on the double-think of this formulation. We are now fighting to prevent what our invasion made inevitable! Undoubtedly we will leave a mess -- the mess we created, which has become worse each year we have remained. Lawmakers gravely proclaim their opposition to the war, but in the next breath express fear that quitting it will leave a blood bath, a civil war, a terrorist haven, a "failed state," or some other horror. But this "aftermath" is already upon us; a prolonged U.S. occupation cannot prevent what already exists.

2) We must continue the war to prevent Iran's influence from growing in Iraq. This is another absurd notion. One of the president's initial war aims, the creation of a democracy in Iraq, ensured increased Iranian influence, both in Iraq and the region. Electoral democracy, predictably, would put Shiite groups in power -- groups supported by Iran since Saddam Hussein repressed them in 1991. Why are so many members of Congress swallowing the claim that prolonging the war is now supposed to prevent precisely what starting the war inexorably and predictably caused? Fear that Congress will confront this contradiction helps explain the administration and neocon drumbeat we now hear for expanding the war to Iran.

Here we see shades of the Nixon-Kissinger strategy in Vietnam: widen the war into Cambodia and Laos. Only this time, the adverse consequences would be far greater. Iran's ability to hurt U.S. forces in Iraq are not trivial. And the anti-American backlash in the region would be larger, and have more lasting consequences.

3) We must prevent the emergence of a new haven for al-Qaeda in Iraq. But it was the U.S. invasion that opened Iraq's doors to al-Qaeda. The longer U.S. forces have remained there, the stronger al-Qaeda has become. Yet its strength within the Kurdish and Shiite areas is trivial. After a U.S. withdrawal, it will probably play a continuing role in helping the Sunni groups against the Shiites and the Kurds. Whether such foreign elements could remain or thrive in Iraq after the resolution of civil war is open to question. Meanwhile, continuing the war will not push al-Qaeda outside Iraq. On the contrary, the American presence is the glue that holds al-Qaeda there now.

4) We must continue to fight in order to "support the troops." This argument effectively paralyzes almost all members of Congress. Lawmakers proclaim in grave tones a litany of problems in Iraq sufficient to justify a rapid pullout. Then they reject that logical conclusion, insisting we cannot do so because we must support the troops. Has anybody asked the troops?

During their first tours, most may well have favored "staying the course" -- whatever that meant to them -- but now in their second, third and fourth tours, many are changing their minds. We see evidence of that in the many news stories about unhappy troops being sent back to Iraq. Veterans groups are beginning to make public the case for bringing them home. Soldiers and officers in Iraq are speaking out critically to reporters on the ground.

But the strangest aspect of this rationale for continuing the war is the implication that the troops are somehow responsible for deciding to continue the president's course. That political and moral responsibility belongs to the president, not the troops. Did not President Harry S. Truman make it clear that "the buck stops" in the Oval Office? If the president keeps dodging it, where does it stop? With Congress?

En meðan Odom telur að lausnin á ófremdarástandinu fyrir botni Persaflóa sé að leita eftir samstarfi við önnur ríki á svæðinu virðast Cheney og Bush vera önnun kafnir við að undirbúa stríð við Íran! Odom heldur því fram að ef Bush sé annt um orðstír sinn ætti hann að stilla til friðar og draga herlið Bandaríkjanna heim:

If Bush truly wanted to rescue something of his historical legacy, he would seize the initiative to implement this kind of strategy. He would eventually be held up as a leader capable of reversing direction by turning an imminent, tragic defeat into strategic recovery.

Bush virðist hins vegar staðráðinn í að verða minnst sem allra lélegasta og forseta fyrr og síðar. Honum hefur þegar tekist að endurreisa orðstír Nixon, sem í samanburði við Bush virðist nánast holdgerfingur skynseminnar. Og til að tryggja þennan orðstír er eitt misheppnað stríð ekki nóg! Það þarf tvö!

M

ps - meðan ég var að leita að upplýsingum um Odom rakst ég á fyrirlestur sem hann flutti hjá The Watson Institute For International Studies, sem er helvíti góður. (Sjá hér - það er bæði hægt að hlusta á fyrirlesturinn í mp3 og horfa á upptöku af honum.) Odom færir nokkuð góð rök fyrir því að Bush sé langt kominn með að eyðileggja "The American Empire", sem Odom finnst auðvitað hið versta mál.


Obamamanía grípur þjóðina!

Barack the Beach BabeMerkilegustu fréttir helgarinnar voru auðvitað að "Barry" Obama tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta 2008. Reyndar lýg ég því að þetta hafi verið merkilegar fréttir - því þetta voru nefnilega alls engar fréttir! Það er búið að liggja ljóst fyrir í langan tíma að Obama myndi bjóða sig fram. Sumir demokratar eru auðvitað voða spenntir, því Obama þykir bráðglæsilegur og frambærilegur frambjóðandi. Þó hann sé svartur! Obama er reyndar svo glæsilegur að þegar hann fer úr að ofan verður uppi fótur og fit, samanber myndina hér til hliðar sem birtist í People.

Svo virðist sem helsti ókostur Obama (Fyrir utan að heita "Hussein") sé að hann skuli reykja. Sígarettur, þ.e. Það er fyrir löngu orðið frægt að hann hafi reykt aðrar plöntuafurðir á yngri árum, og það er til marks um þroska Bandaríkjamanna að þeir virðast hafa meiri áhyggjur af sígarettureykingum Obama en því að hann skuli hafa reykt gras á unglingsárum. Sígarettureykingar hafa nefnilega mjög sterka stéttatilvísun - menntaðir millistéttakanar reykja ekki. Grasreykingar hafa ekkert slíkt stéttastigma. Til að leysa þetta vandamál hefur Obama því lofað að hætta að reykja. Eða allavegana reyna!

Framboð Obama hefur auðvitað vakið mikla athygli, því hann er fyrsti svarti frambjóðandinn sem á virkilegan séns í að vinna tilnefningu annars stóru flokkanna - og á meira að segja alvöru séns í að ná kjöri sem forseti. (Þ.e. ef honum tekst að safna jafn mörg hundruð milljónum og Hillary Clinton og McCain... sem virðist ólíklegt). Joe Biden, annar frambjóðandi Demokrata, benti á þessa merkilegu furðu í seinustu viku. Ummæli Biden eru þegar orðin klassísk, enda hreinasta snilld! 

I mean, you got the first mainstream African-American who is articulate and bright and clean and a nice-looking guy. I mean, that’s a storybook, man.

Obama sem unglingur - þá hét hann augljóslega Barry...Hvern hefði grunað að það væru til greindir, sæmilega máli farnir og frambærilegir negrar? Og svo virðist þessi Obama meira að segja vera hreinn, hann baðar sig, og þvær sér meira að segja þvo sér bakvið eyrun! Biden hefur síðan haldið því fram að hann hafi ekki meint neitt ljótt með þessum ummælum, og fréttaskýrendur virðast hafa fyrirgefið honum, hvernig sem á því stendur. Útskýringar Biden hljóma í það minnsta sæmilega sannfærandi, og eftir því sem mér hefur skilist er Biden hvorki "Exalted Cyclops" í klaninu, né hefur hann gerst sekur um að troða afskornum dýrshausum í póstkassann hjá svörtum nágrönnum sínum. Kannsk átti þetta að vera einhverskonar hrós?

Jæja, hvað um það, því þó Joe Biden hafi eitthvað sérkennilegar hugmyndir um getu minnihlutahópa til að taka þátt í stjórnmálum, virðist meirihluti bandarísku þjóðarinnar tilbúinn til að kjósa hörundsdökkan mann sem forseta. Samkvæmt könnunum segir meirihluti þjóðarinnar að Bandaríkin séu tilbúin fyrir svartan forseta. Samkvæmt könnun CNN eru 62% aðspurðra sannfærð um að svartur maður gæti unnið kosningar.

M

 


Sjónvarpsþátturinn "24" og hryðjuverkaógnin

Jack Bauer sýnir einhverjum íllmennum hvar Davíð keypti ölið...Á War Room er forvitnileg færsla um þau áhrif sem sjónvarpsþátturinn 24 hefur haft á bandaríska hermenn: Svo virðist nefnilega sem hermenn horfi á 24 og haldi að þeir þurfi að tileinka sér starfshætti Jack Bauer, aðalhetju þáttanna, í baráttu sinni gegn terroristunum. Herinn hefur áhyggjur af því að hermenn haldi til dæmis að yfirheyrslutækni Bauer - en hann reiðir sig kerfisbundið á pyntingar og jafnvel morð til að ná fram upplýsingum - sé eitthvað til eftirbreytni. Herinn hefur reynt að funda með höfundum 24 til að fá þá til að sýna meiri ábyrgð, og hætta að reka áróður fyrir pyntingum og annarri vitfyrringu:

Gary Solis, who has taught a course on the law of war at West Point, tells Mayer that he once struggled to persuade his students that there was anything inappropriate about a scene in "24" in which Jack Bauer shoots one suspect and threatens to shoot another in order to extract information from them. "I tried to impress on them that this technique would open the wrong doors," Solis tells Mayer, "but it was like trying to stomp out an anthill."

One of the interrogators who participated in the "24" meeting was Tony Lagouranis, who served in the Army in Iraq. Mayer says he told the "24" crew that videos of the show circulate among the troops and that they sometimes take their lessons from it. "People watch the shows," Lagouranis says, "and then walk into the interrogation booths and do the same things they've just seen."

En það eru ekki bara 18 ára unglingsstrákar og óbreyttir hermenn sem eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því að 24 sé bara sjónvarp og Jack Bauer ímynduð persóna, því fréttaskýrendur Fox og útvarpsmenn á AM Talk Radio hafa hvað eftir annað notað 24 sem sönnun fyrir því hversu alvarleg terroristaógnin sé, og Jack Bauer sem sönnun fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt að leyfa bandaríkjaher að pynta fanga! 24 er reyndar eins og klæðskerasaumað fyrir "the war on terror" stefnu forsetans:

For all its fictional liberties, “24” depicts the fight against Islamist extremism much as the Bush Administration has defined it: as an all-consuming struggle for America’s survival that demands the toughest of tactics.

Höfundur þáttanna lýsir sjálfum sér sem "a right wing nut job". Þetta er afstaða hans til pyntinga:

Speaking of torture, he said, “Isn’t it obvious that if there was a nuke in New York City that was about to blow—or any other city in this country—that, even if you were going to go to jail, it would be the right thing to do?”

Það er því kannski skiljanlegt að vinir forsetans og áhugamenn um "the war on terror" séu hrifnir af 24. Eitt skemmtilegasta dæmið um notkun þeirra á 24 átti sér stað í þætti Neil Cavuto um miðjan janúar. Cavuto var að ræða við einn af "sérfræðingum" Fox um löggæslu og hryðjuverk, Richard "Bo" Dietl, sem er lögreglumaður á eftirlaunum - og augljóslega sérfræðingur um sjónvarpsþætti:

Dietl: The fact of the matter is -- I mean, you don't watch 24 on Fox TV? They're out there. They're out there. There are cells out there. We have to protect ourselves against it, as Americans, and you know something, if you're on a plane with me, Hassan, and you're sitting next to me, you'll be looked at a little careful -- more carefully than me. That's the facts of life. That's what we're living with today. I'm sorry to say, 9-11 changed our whole life.

Það að það sé fullt af hryðjuverkamönnum í sjónvarpinu er sönnun þess að það sé fullt af hryðjuverkamönnum "out there"? Það getur vel verið að 9-11 hafi "changed our whole life", en ég er ekki viss um að hryðjuverkaárásirnar hafi þurrkað út skilin milli raunveruleika og ímyndunar? Kannski urðu repúblíkanar og stuðningsmenn þeirra fyrir alvarlegri geðröskum sem gerir þeim ókleyft að gera greinarmun á grillum og ímyndun og svo þeim raunveruleika sem við búum í?

M


Cheney hafinn yfir lög: Embætti hans hvorki partur af framkvæmdavaldinu né löggjafarvaldinu?

Einusinni var Dick ungur og myndarlegur maður... Darth Cheney og Rumsfeld áður en þeir voru orðnir seníl og valdasjúk gamalemenniNokkrir bloggarar hér vestra hafa undanfarnar vikur verið að fjalla um varaforsetann Dick Cheney og undarlega ást hans á leynimakki. Svo virðist nefnilega sem Cheney haldi að skrifstofa hans sé einhvernveginn hafin yfir lög og rétt - hann þurfi ekki einu sinni að tilkynna neinum hversu margt fólk hans sé með í vinnu, hvað þá hvaða fólk þetta sé! Cheney er nefnilega þeirrar skoðunar að það komi andskotann engum við hvernig skrifstofa hans ver fé skattgreiðenda. Það sé hans einka og prívatmál hverja hann ráði í vinnu. Skiptir þá engu að þetta fólk séu opinberir starfsmenn í vinnu hjá ríkinu og þiggi laun sín frá ríkinu. Því ríkið, það er ég, segir Cheney! TPM hefur tekist að finna hversu margt fólk Cheney hafi verið með í vinnu 2004 - en engar tölur eða upplýsingar eru til um hvesu margir vinni fyrir hann núna... Þetta mál er reyndar svo fáránlegt að það er varla að maður trúi því. Hvernig í ósköpunum getur annar valdamesti maður lýðræðisríkis komist upp með að þverneita að veita fjölmiðlum upplýsingar um hversu margir vinni á skrifstofu sinni?!

En þetta mál er ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að það er partur af stærra mynstri: Varaforsetinn trúir því virkilega að hann sé hafinn yfir lög. Þetta furðulega viðhorf kom skýrt fram í fréttum um að hann neiti að veita neinar upplýsingar um hvað þetta starfsfólk allt gerir! Varaforsetinn hefur nefnilega vald til þess að lýsa upplýsingar "leynilegar" - í krafti embættis síns má maðurinn stimpla hvaða skjal sem honum sýnist "Classified" og þar með leyna það sjónum almennings. Þetta er auðvitað eðlilegt. Framkvæmdavaldið þarf stundum að halda viðkvæmum upplýsingum leynilegum. Það sem er merkilegt við Cheney er að hann þykist líka hafa vald til að halda því leyndu hversu mikið af skjölum hann hafi látið gera leynileg! Og það besta eru rökin fyrir þessu: Skrifstofa Cheney er hvorki partur af framkvæmdavaldinu né löggjafarvaldinu!!! Hann er keisari yfir einhverskonar fjórðu grein ríkisvaldsins, sem heyrir ekki undir einn né neinn!

An important legal ruling is pending over Vice President Cheney’s refusal to disclose statistics on document classification and declassification activity. The Information Security Oversight Office, which is responsible for the policy and oversight of the government’s security classification system, has asked Attorney General Alberto Gonzales to direct Cheney’s office to disclose these statistics.

Cheney’s office provided the information until 2002 but then stopped doing so, J. William Leonard, the director of ISOO, told U.S. News. At issue is whether the office of the vice president is an executive branch entity when it comes to supporting the activities of the president and the vice president. The reporting requirements for disclosing classification and declassification activity fall under a presidential executive order.

Basically the definition says that any entity of the executive branch that comes into possession of classified information is covered by the reporting requirements,” says Leonard. “I have my understanding of what the executive order requires, and I’m going to the attorney general to ascertain if my reading of the executive order is correct.”

However, Megan McGinn, Cheney’s deputy press secretary, says the vice president’s office is exempt.

“This matter has been thoroughly reviewed,” McGinn told U.S. News, “and it has been determined that reporting requirements do not apply to the office of the vice president, which has both legislative and executive functions.”

Það er enginn að krefjast þess að varaforsetinn sendi öll leyniskjöl sín í pakkapósti til Ahmadinejad. Fréttamenn vilja bara fá að vita hversu mörg skjöl varaforsetinn hafi gert leynileg! Ekki hvað í þeim stendur - heldur hversu mörg.

"No secrets would be revealed, only statistics," says Steven Aftergood of the Federation of American Scientists, who urged ISOO to obtain the compliance of the vice president's office last May. "But the office of the vice president is resisting even that minimal level of accountability."

Þetta er prinsippmál, því forsetinn og nú varaforsetinn, hafa hvað eftir annað haldið þvi fram að engar stofnanir, þingið eða dómstólar hafi neitt yfir þeim að segja - og að allt eftirlit með starfsemi þeirra sé bæði óþarft og óeðlilegt. Í lýðræðisríkjum er hins vegar hefð fyrir því að framkvæmdavaldið lúti eftirliti almennings. Í því felst lýðræðið... almenningur, kjósendur, hafi eitthvað yfir valdhöfunum að segja!

En það er reyndar löngu ljóst hvað Cheney og Bush finnst raunverulega um lýðræðið.

M


Þingmaðurinn Steve Chabot - (R OH) borar í nefið í beinni útsendingu...

Glöggir áhorfendur að stefnuræðu Bush um daginn þóttust sjá að John McCain hefði dottað í beinni útsendingu. Þetta þótti auðvitað ekki mjög góð pólítík. Og fyrst John McCain - sem þykist ætla að verða næsti forseti Bandaríkjanna leyfir sér að sofna í þingsalnum meðan forsetinn er að flytja stefnuræðu sína, og allar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna eru með beina útsendingu, hlýtur maður að spyrja sig: Hvað eru þingmenn að gera við ómerkilegri tækifæri þegar færri myndavélar hvíla á þeim? Sennilega fara flestar meinlegar uppákomur í þingsalnum framhjá almenningi - því þó C-Span sendi linnulaust út allar ræður og þus sem fulltrúar fólksins standa fyrir, eru ekki nema fáeinir furðufuglar sem sitja yfir þessum útsendingum. En nú virðist sem YouTube hafi leyst þetta "vandamál"!

Þökk sé "citizen journalism" og blogospherinu er nú hægt að finna á YouTube C-Span upptöku af þingmanni demokrata frá Norður Karólínu að tala um einhver þrautleiðinleg nefndarmál - og í bakgrunninum má greinilega sjá einhvern kollega hans sitja og bora í nefið, sennilega af djúpstæðum leiðindum og þreytu á tilgangsleysi allra hluta. Þetta væri þó ekki svo agalegt ef myndavélin hefði verið tekin af þingmönnunum örlítið fyrr, því áhorfendur þurfa að sjá hvernig þessu nefbori öllu lýkur! Á YouTube er þessi maður ekki nafngreindur, en þetta virðist vera Steve Chabot, þingmaður Repúblíkana fyrir Ohio. Chabot gat sér meðal annars fræðgar fyrir frækilega framgöngu í krossferð flokksbræðra sinna gegn siðspillingu Clinton. Á heimasíðu hans segir:

As our Congressman, Steve Chabot shares and respects the values of our community -- and he's bringing those values and common sense to Washington.

Það er auðvitað "community value" og "common sense" að klína ekki hori í buxurnar sínar?

Jæja. Þetta er kannski ekki neitt "macaca-moment" - en þetta getur ekki verið gott publicity fyrir Chabot greyið! Seinast þegar ég gáði var þessi upptaka búin að fá 16.000 áhorfendur.

M


Fréttir, Írak og Anna Nicole Smith

Fréttir og WMD'sEins og sennilega allir vita, lést Anna Nicole Smith, sem var tvímælalaust mjög tragískur karakter, í gær. Og þetta eru auðvitað merkilegustu fréttir dagsins, sem endurspeglast í þeim tíma sem sjónvarpsstöðvar og kapalstöðvar í Bandaríkjunum eyddu í að tala um Smith. Think Progress tók saman hversu oft kapalstöðvarnar hefðu minnst á Smith, og báru það saman við hversu oft þær minntust á Írak:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
CNN14127
FOX NEWS11233
MSNBC17024

 

Það er ekki eins og það hafi ekki verið mikilvægar fréttir frá Írak, eða um Írak: Eitt stykki þyrla skotin niður (sem bendir til þess að "the insurgents" séu orðnir áræðnari), fréttir að heilbrigðismálaráðherra landsins hafi fjármagnað og stjórnað mannránum og árásum hryðjuverkamanna, fréttir þess efnis að herinn sé þegjandi og hljóðalaust að búa sig undir að "the surge" misheppnist og stríðið í Írak sé tapað, fréttir þess efnis að leiðtogum repúblíkana í öldungadeildinni hafi snúist hugur, og þeir séu nú tilbúnir til að ræða rekstur stríðsins við Demokrata - þrátt fyrir að Hvíta Húsið hafi bannað þeim það, og svo auðvitað fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi sent 363 tonn af nýprentuðum peningaseðlum, samtals 8 miljarða dollara (Reuters segir 4, en heildarupphæðin var nær 9), til Írak - og hafi ekki hugmund um hvað hafi orðið af þessum peningum! (Sjá frábæra grein á Mother Jones um þessar peningasendingar*)

En ekkert af þessu fannst kapalstöðvunum jafn merkilegt og andlát sorglegrar konu. Eins og Lenin sagði, dauði eins er harmleikur, dauði þúsunda er statistík...

Sjónvarpsstöðvarnar voru þó balanseraðari:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
NBC3:130:14
CBS2:00

2:17

ABC2:212:58

 

Anna Nicole Smith og Írak fengu nokkurnveginn jafn mikið rými. Harry Shearer, sem bloggar á Huffingtonpost segir að dauði Smith sé dæmi um "weapons of mass distraction", sem eru ekki síður hættuleg en hin tegundin af WMD's.

M

* Þessa Mother Jones grein fann ég í tengli hjá Hit&Run, sem er fyndið, því H&R er vefútgáfa Reason magazine, sem er frjálshyggjurit - og mjög "pro-kapítalískt", meðan Mother Jones er eitt vinstrisinnaðasta vikuritið! Sannar að allt skynsamt fólk, hvorum megin það er á stjórnmálaskalanum hafi sömu skoðanir á spillingu, heimsku og getuleysi Bushco!


Hvíta Húsið mótmælir því að yfirmenn hersins styðji lýðræðislega umræðu!

Í morgun skrifaði ég færslu um vitnisburð Robert Gates og Peter Pace fyrir bandaríkjaþingi, þar sem þeir félagar héldu því fram að það væri fráleitt að halda því fram að þingmenn gætu einhvernveginn grafið undan sigurmöguleikum Bandaríkjamanna í Írak með því að ræða stríðið. Þetta þótti Hvíta Húsinu hið versta mál, því Bush og leiðtogar repúblíkana hafa ákveðið að eina lausnin á Íraksstríðinu sé einhverskonar Dolchstosslegende - stríðið sé að tapast vegna þess hversu vondir demokratarnir séu, að styðja ekki forsetann í blindni.

Talking Points Memo ber saman hvernig Hvíta Húsið og Varnarmálaráðuneytið túlka ummæli Pace og Gates. Fyrst er fréttatilkynning Hvíta hússins:

2007-02-08_WH_Iraq_Debate
 

 

Svo mynd af heimasíðu Varnarmálaráðuneytisins:

2007-02-08_DOD_Iraq_Debate

Það vekur athygli að Varnarmálaráðuneytið leggur áherslu á að lýðræðinu standi engin hætta af lýðræðislegri umræðu - og að aðalatriðið sé að herinn fái nauðsynlegar fjárveitingar, meðan Hvíta  Húsið leggur áherslu á "congressional support", sem er mun loðnara. Demokratar hafa margoft lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrúfa á fjárveitingar til hersins, heldur vilji þeir fá að ræða stríðsreksturinn. Forsetinn hefur hins vegar þvertekið fyrir allar slíkar umræður, undir því yfirskyni að umræður eða efasemdir um að hann viti hvað hann sé að gera séu til þess fallnar að "embolden the enemy".

M


Lýðræðisleg umræða hvetur ekki "hryðjuverkamennina til dáða" eins og Hvíta Húsið virðist halda...

Gates og PaceRíkisstjórn Bush hefur reynt, með öllum ráðum, að koma í veg fyrir að þingið geti samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af ástandi mála í Írak, og efasemdum um að það sé skynsamlegt að senda fleiri hermenn þangað. Dick Cheney hefur haldið því fram að slíkar yfirlýsingar mun "embolden the enemy" - hvetja hryðjuverkamennina til dáða! Leiðtogar Repúblíkanaflokksins (og seníli vingullinn Joe Loserman) hafa sungið sama söng: hryðjuverkamennirnir eru að hlusta á umræður í öldungadeild bandaríkjaþings - og munu tvíeflast ef það kemur í ljós að í lýðræðisríki skuli menn hafa ólíkar skoðanir, og jafnvel voga sér að tjá þær opinberlega!

Þetta er frekar ömurleg röksemdafærsla, og það var kominn tími til að vitibornir menn á hægrivængnum tjáðu sig opinberlega um hversu heimskuleg þessi rök væru. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bush mætti fyrir þingnefnd í gær og benti á hið augljósa:

Gates said troops understand members of Congress want to find the best way to win the war. "I think they're sophisticated enough to understand that that's what the debate's really about," he said.

Chairman of the Joint Chiefs of Staff, Peter Pace, bætti við:

"As long as this Congress continues to do what it has done, which is to provide the resources for the mission, the dialogue will be the dialogue, and the troops will feel supported," Pace told the House Armed Services Committee.

Ég hlustaði á Pace á NPR - og svör hans við ásökunum þingmanna repúblíkana að það gæti einhvernveginn "embolden the enemy" að leyfa þingmönnum að ræða utanríkisstefnu í lýðræðisríki - voru djöfulli góð.

"There's no doubt in my mind that the dialogue here in Washington strengthens our democracy. Period," Gen. Peter Pace, chairman of the Joint Chiefs of Staff, testified before the House Armed Services Committee. He added that potential enemies may take some comfort from the rancor but they "don't have a clue how democracy works."

Nei. Verst að leiðtogar annars stærsta stjórnmálaflokks landsis virðast ekki heldur fatta þetta. En Bush og Hvíta Húsið virðast ekki bera mikla virðingu fyrir "the troops", því þeir virðast halda að herinn sé svo nautheimskur að hann fatti ekki að stjórnmálamenn ræða stjórnmál - þeir séu ekki að gefa skít í herinn þó þeir vogi sér að ræða utanríkismál! Og Hvíta Húsið og leiðtogar Repúblíkana virðast líka halda að eina leiðin til að sigra trúarofstækismenn hinum megin á hnettinum sé að kæfa lýðræðislega umræðu heima. Það er gamall söngur að segja að Bush beri ekki mikla virðingu fyrir lýðræði eða frelsi, fyrst hann haldi að eina leiðin til að vernda lýðræði og frelsi sé að skerða frelsi og þagga niður lýðræðislega umræðu - en þessi söngur er samt enn í góðu gildi: Það þarf yfirmann hersins hersins til að benda þingmönnum repúblíkana á að lýðræðið styrkist af því að vera iðkað!

Hvort vingjarleg ábending Pace hafi haft einhver áhrif er óljóst, en það merkilega er að Repúblíkanar í senatinu virðist hafa fengið bakþanka yfir að hafa stöðvað umræður um tillögu Demokrata, og segjast núna ætla að leyfa áframhaldandi umræður. Ég er sérstaklega ánægður með að Norm Coleman, öldungadeildarþingmaður repúblíkana fyrir Minnesota, skuli styðja áframhaldandi umræður. En hann er sennilega skíthræddur við að tapa kosningunum 2008 - það væri virkilega ömurlegt að tapa kosningu gegn útvarpsfígúrunni Al Franken!

M

 


Gary Ackerman: lesbískar sérsveitir til Baghdad

AckermanÞað virðist enginn skortur á gay-themed "war-on-the-family" og núna "war-on-terror" fréttum! Gary Ackerman, sem er þingmaður demokrata fyrir New York, grínisti og baráttumaður fyrir jafnrétti hefur nefnilega lagt til að leysa megi þetta ófremdarástand í Baghdad með því að senda þangað lesbíur - helst lesbíur sem kunna arabísku. Hvernig þetta á að binda endi á borgarastríð Shia og Sunni múslima og svo allra hinna "Al Qaeda types, Baathists ot dead enders" sem Rumsfeld var í stríði við er hins vegar ekki alveg ljóst...

(AP) A New York congressman on Wednesday jokingly suggested the Bush administration may fear a "platoon of lesbians" more than terrorists in Baghdad, given the military's resistance to letting homosexuals openly serve.

"For some reason, the military seems more afraid of gay people than they are against terrorists. They're very brave with the terrorists, and if the terrorists ever got ahold of this information, they get a platoon of lesbians to chase us out of Baghdad," said Ackerman, prompting laughter in the hearing room.

"Can we marry up these two — or maybe that's not the right word. ... Can we have some kind of union of those two issues?" Ackerman asked, prompting a fresh outburst of laughter.

Ackerman beindi spurningu sinni til Condi Rice, sem var að gefa utanríkismálanefnd þingsins skýrslu. Þetta grín Ackerman er enn fyndnara, eða kannski aðeins meira óviðeigandi, því þær sögur ganga fjöllunum hærra að Rice sé lesbísk, og það má víst ekki minnast á lesbíur, eða barneignir, í návist Rice án þess að repúblíkanar fari að kveina - Samanber furðulegt upphlaup þeirra um daginn þegar Barbara Boxer sagði að Rice ætti ekki börn sem ættu á hættu að verða send til Írak - það þótti hægriressunni svo svívirðileg atlaga að karakter og persónu Rice að hvíta húsið sá ástæðu til að setja ofaní við Boxer! Það er eftir að sjá hvernig þessum vangaveltum Ackerman verður tekið. NY Post virðist allavegana ætla að tengja þessi tvö atviki saman, undir fyrirsögninni "Nutty Rep's "Gay" Gaffe"! (Fox ákvað hins vegar að snúa útur orðum Ackerman og hélt því fram að hann hefði verið að vara við því að terroristarnir myndu tefla fram lesbískum vígasveitum... fyrirsögnin var Rep. Ackerman Warns of Terrorist 'Platoon of Lesbians' sú frétt hvarf svo af síðu fox stuttu seinna.)

Ackerman var reyndar ekki bara að reyna að vera fyndinn eða að gera íllilegt grín að Rice, því hann var að benda á þá merkilegu staðreynd að herinn hefur rekið 300 málfræðinga á seinustu árum fyrir þann alvarlega glæp að vera samkynhneigðir, og það á tíma þegar herinn skortir fólk sem kann önnur tungumál en ensku. Hernum gengur þess utan mjög ílla að sannfæra sæmilega frambærilegt fólk til að skrá sig. Ackerman var því ósköp einfaldlega að benda á fáránleika þess að herinn skuli vanta hæfileikaríkt fólk í vinnu, og á sama tíma vera að reka fólk sem talar Farsi eða Arabísku fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Ackerman benti réttilega á að það herinn hefur ekki efni á að vera að heyja stríð á tveimur vígstöðvum í einu: gegn einhverjum íllaskilgreindum óvin í Írak, og svo samkynhneigð. Herinn yrði að gera það upp við sig hvort hlutverk hans væri að heyja stríð við "óvini Bandaríkjanna" eða heyja púrítanísk siðgæðisstríð fyrir talsmenn "fjölskyldugilda"...

M

Update: Think Progress er með upptöku af Ackerman á C-Span að útskýra þessa lesbíustrategíu sína, og þar segir hann líka að terroristarnir ættu að nota lesbíur gegn Bandaríkjaher, því herinn virðist hræddari við þær en venjulega araba.

I mean, if the terrorists ever got a hold of this information, they’d get a platoon of lesbians to chase us out of Baghdad.

Svo virðist því sem Fox hafi alls ekkert misskilið Ackerman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband