Sjónvarpsþátturinn "24" og hryðjuverkaógnin

Jack Bauer sýnir einhverjum íllmennum hvar Davíð keypti ölið...Á War Room er forvitnileg færsla um þau áhrif sem sjónvarpsþátturinn 24 hefur haft á bandaríska hermenn: Svo virðist nefnilega sem hermenn horfi á 24 og haldi að þeir þurfi að tileinka sér starfshætti Jack Bauer, aðalhetju þáttanna, í baráttu sinni gegn terroristunum. Herinn hefur áhyggjur af því að hermenn haldi til dæmis að yfirheyrslutækni Bauer - en hann reiðir sig kerfisbundið á pyntingar og jafnvel morð til að ná fram upplýsingum - sé eitthvað til eftirbreytni. Herinn hefur reynt að funda með höfundum 24 til að fá þá til að sýna meiri ábyrgð, og hætta að reka áróður fyrir pyntingum og annarri vitfyrringu:

Gary Solis, who has taught a course on the law of war at West Point, tells Mayer that he once struggled to persuade his students that there was anything inappropriate about a scene in "24" in which Jack Bauer shoots one suspect and threatens to shoot another in order to extract information from them. "I tried to impress on them that this technique would open the wrong doors," Solis tells Mayer, "but it was like trying to stomp out an anthill."

One of the interrogators who participated in the "24" meeting was Tony Lagouranis, who served in the Army in Iraq. Mayer says he told the "24" crew that videos of the show circulate among the troops and that they sometimes take their lessons from it. "People watch the shows," Lagouranis says, "and then walk into the interrogation booths and do the same things they've just seen."

En það eru ekki bara 18 ára unglingsstrákar og óbreyttir hermenn sem eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því að 24 sé bara sjónvarp og Jack Bauer ímynduð persóna, því fréttaskýrendur Fox og útvarpsmenn á AM Talk Radio hafa hvað eftir annað notað 24 sem sönnun fyrir því hversu alvarleg terroristaógnin sé, og Jack Bauer sem sönnun fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt að leyfa bandaríkjaher að pynta fanga! 24 er reyndar eins og klæðskerasaumað fyrir "the war on terror" stefnu forsetans:

For all its fictional liberties, “24” depicts the fight against Islamist extremism much as the Bush Administration has defined it: as an all-consuming struggle for America’s survival that demands the toughest of tactics.

Höfundur þáttanna lýsir sjálfum sér sem "a right wing nut job". Þetta er afstaða hans til pyntinga:

Speaking of torture, he said, “Isn’t it obvious that if there was a nuke in New York City that was about to blow—or any other city in this country—that, even if you were going to go to jail, it would be the right thing to do?”

Það er því kannski skiljanlegt að vinir forsetans og áhugamenn um "the war on terror" séu hrifnir af 24. Eitt skemmtilegasta dæmið um notkun þeirra á 24 átti sér stað í þætti Neil Cavuto um miðjan janúar. Cavuto var að ræða við einn af "sérfræðingum" Fox um löggæslu og hryðjuverk, Richard "Bo" Dietl, sem er lögreglumaður á eftirlaunum - og augljóslega sérfræðingur um sjónvarpsþætti:

Dietl: The fact of the matter is -- I mean, you don't watch 24 on Fox TV? They're out there. They're out there. There are cells out there. We have to protect ourselves against it, as Americans, and you know something, if you're on a plane with me, Hassan, and you're sitting next to me, you'll be looked at a little careful -- more carefully than me. That's the facts of life. That's what we're living with today. I'm sorry to say, 9-11 changed our whole life.

Það að það sé fullt af hryðjuverkamönnum í sjónvarpinu er sönnun þess að það sé fullt af hryðjuverkamönnum "out there"? Það getur vel verið að 9-11 hafi "changed our whole life", en ég er ekki viss um að hryðjuverkaárásirnar hafi þurrkað út skilin milli raunveruleika og ímyndunar? Kannski urðu repúblíkanar og stuðningsmenn þeirra fyrir alvarlegri geðröskum sem gerir þeim ókleyft að gera greinarmun á grillum og ímyndun og svo þeim raunveruleika sem við búum í?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bara spyr: Af hverju eru menn sem halda að sjónvarpsþáttur sé dæmi um hvernig eigi að yfirheyra menn settir í það starf að yfirheyra grunaða hryðjuverkamenn??? Maður myndi halda að þetta myndi gera það að verkum að þeir væru óhæfir til svona starfa.

Marý (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er nokkuð að undra þótt menn sjái ekki skil milli ímyndunar og raunveruleika?  Nú ætla þeir í Íran.  Hversu súrrealistískt er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2007 kl. 03:57

3 Smámynd: FreedomFries

Ég held að Bandaríkjaher sé svo ílla settur með mannaráðningar að þeir séu sælir með alla þá sem þeir fá til að skrá sig... og samkvæmt fréttum af framferði hermanna í Írak fyrst eftir innrásina finnst mér næstum framför að þeir skuli þó allavegana nota sjónvarpsþætti sem handrit að yfirheyrslutækni. Ég get ekki munað hvar ég las að fyrst eftir innrásina hafi óbreyttir hermenn "yfirheyrt" íraka sem þeir handtóku, spurningarnar voru "hvar er Obama" "hvar er Saddam" og "af hveru hatarðu Jesú krist?"

En þetta er allt frekar furðulegur súrrealismi, og stjórnvöld virðast trúa á "sigur viljans"...

FreedomFries, 12.2.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband