Cheney hafinn yfir lög: Embætti hans hvorki partur af framkvæmdavaldinu né löggjafarvaldinu?

Einusinni var Dick ungur og myndarlegur maður... Darth Cheney og Rumsfeld áður en þeir voru orðnir seníl og valdasjúk gamalemenniNokkrir bloggarar hér vestra hafa undanfarnar vikur verið að fjalla um varaforsetann Dick Cheney og undarlega ást hans á leynimakki. Svo virðist nefnilega sem Cheney haldi að skrifstofa hans sé einhvernveginn hafin yfir lög og rétt - hann þurfi ekki einu sinni að tilkynna neinum hversu margt fólk hans sé með í vinnu, hvað þá hvaða fólk þetta sé! Cheney er nefnilega þeirrar skoðunar að það komi andskotann engum við hvernig skrifstofa hans ver fé skattgreiðenda. Það sé hans einka og prívatmál hverja hann ráði í vinnu. Skiptir þá engu að þetta fólk séu opinberir starfsmenn í vinnu hjá ríkinu og þiggi laun sín frá ríkinu. Því ríkið, það er ég, segir Cheney! TPM hefur tekist að finna hversu margt fólk Cheney hafi verið með í vinnu 2004 - en engar tölur eða upplýsingar eru til um hvesu margir vinni fyrir hann núna... Þetta mál er reyndar svo fáránlegt að það er varla að maður trúi því. Hvernig í ósköpunum getur annar valdamesti maður lýðræðisríkis komist upp með að þverneita að veita fjölmiðlum upplýsingar um hversu margir vinni á skrifstofu sinni?!

En þetta mál er ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að það er partur af stærra mynstri: Varaforsetinn trúir því virkilega að hann sé hafinn yfir lög. Þetta furðulega viðhorf kom skýrt fram í fréttum um að hann neiti að veita neinar upplýsingar um hvað þetta starfsfólk allt gerir! Varaforsetinn hefur nefnilega vald til þess að lýsa upplýsingar "leynilegar" - í krafti embættis síns má maðurinn stimpla hvaða skjal sem honum sýnist "Classified" og þar með leyna það sjónum almennings. Þetta er auðvitað eðlilegt. Framkvæmdavaldið þarf stundum að halda viðkvæmum upplýsingum leynilegum. Það sem er merkilegt við Cheney er að hann þykist líka hafa vald til að halda því leyndu hversu mikið af skjölum hann hafi látið gera leynileg! Og það besta eru rökin fyrir þessu: Skrifstofa Cheney er hvorki partur af framkvæmdavaldinu né löggjafarvaldinu!!! Hann er keisari yfir einhverskonar fjórðu grein ríkisvaldsins, sem heyrir ekki undir einn né neinn!

An important legal ruling is pending over Vice President Cheney’s refusal to disclose statistics on document classification and declassification activity. The Information Security Oversight Office, which is responsible for the policy and oversight of the government’s security classification system, has asked Attorney General Alberto Gonzales to direct Cheney’s office to disclose these statistics.

Cheney’s office provided the information until 2002 but then stopped doing so, J. William Leonard, the director of ISOO, told U.S. News. At issue is whether the office of the vice president is an executive branch entity when it comes to supporting the activities of the president and the vice president. The reporting requirements for disclosing classification and declassification activity fall under a presidential executive order.

Basically the definition says that any entity of the executive branch that comes into possession of classified information is covered by the reporting requirements,” says Leonard. “I have my understanding of what the executive order requires, and I’m going to the attorney general to ascertain if my reading of the executive order is correct.”

However, Megan McGinn, Cheney’s deputy press secretary, says the vice president’s office is exempt.

“This matter has been thoroughly reviewed,” McGinn told U.S. News, “and it has been determined that reporting requirements do not apply to the office of the vice president, which has both legislative and executive functions.”

Það er enginn að krefjast þess að varaforsetinn sendi öll leyniskjöl sín í pakkapósti til Ahmadinejad. Fréttamenn vilja bara fá að vita hversu mörg skjöl varaforsetinn hafi gert leynileg! Ekki hvað í þeim stendur - heldur hversu mörg.

"No secrets would be revealed, only statistics," says Steven Aftergood of the Federation of American Scientists, who urged ISOO to obtain the compliance of the vice president's office last May. "But the office of the vice president is resisting even that minimal level of accountability."

Þetta er prinsippmál, því forsetinn og nú varaforsetinn, hafa hvað eftir annað haldið þvi fram að engar stofnanir, þingið eða dómstólar hafi neitt yfir þeim að segja - og að allt eftirlit með starfsemi þeirra sé bæði óþarft og óeðlilegt. Í lýðræðisríkjum er hins vegar hefð fyrir því að framkvæmdavaldið lúti eftirliti almennings. Í því felst lýðræðið... almenningur, kjósendur, hafi eitthvað yfir valdhöfunum að segja!

En það er reyndar löngu ljóst hvað Cheney og Bush finnst raunverulega um lýðræðið.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver skildi það vera sem lagði þessa mannleysu í einelti í skóla, sem var valdandi þessari biturð og mannfyrirlitningu, sem hann geymir? Hvernig getur svona æxli vaxið hömlulaust í heila ameríska arnarins,án þess að nokkurt afl fá losnað við það?

Völd eru sannanlega fíkniefni og þessi maður er krónískur róni í því samhengi. Er það ekki einhverjum málum blandið hvort þarna ríki lýðræði? 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 05:58

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Alltaf gaman að lesa pistla þína um bandarísk stjórnmál!

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.2.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband