Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard læknaður af samkynhneigðinni!

Kannski voru Haggard og Mike Jones voru ábyggilega bara að tala saman, Jones hefur sennilega viljað hlusta og skilið Haggard, og allt álagið sem hann var undir, aumingja maðurinnTed Haggard, fyrrverandi formaður landssambands evangelista og krossfari gegn samkynhneigð og annarri siðspillingu, hefur nú formlega verið læknaður af eigin samkynhneigð! Haggard fór, eins og frægt er orðið, í afhommunarmeðferð eftir að upp komst að hann hefði í mörg ár átt í sambandi við karlkyns "escort" (Haggard sagðist bara hafa fengið "nudd" frá þessum herramanni), og þar á ofan keypt af honum spítt! (Sjá fyrri færslur mínar um Haggard hér og hér, og tilraunir leiðtoga Repúblíkana og evangelista til að sverja aumingja Ted af sér hér.)

En nú er Haggard semsagt læknaður, og er "toootally hetero!" Jei!

The Rev. Ted Haggard emerged from three weeks of intensive counseling convinced he is "completely heterosexual" and told an oversight board that his sexual contact with men was limited to his accuser.

That is according to one of the disgraced pastor's overseers, who on Monday revealed new details about where Haggard has been and where he is headed.

The Rev. Tim Ralph of Larkspur also said the four-man oversight board strongly urged Haggard to go into secular work instead of Christian ministry if Haggard and his wife follow through on plans to earn master's degrees in psychology.

Haggard ætlar nefnilega ekki að fara aftur til Colorado Springs þar sem hann stjórnaði sinni eigin megakirkju, heldur ætlar í felur í Iowa, eða Missouri, þar sem hann og kona hans ætla að skrá sig í "online" háskóla og læra sálfræði. Þar sem Haggard segist ekki ætla að verða predikari aftur má gera ráð fyrir að hann geti, vopnaður gráðu í sálfræði, stofnað sitt eigið afhommunarkliník?

Og svo fyrst við erum að tala um Haggard - í þessu stutta myndskeiði sem er úr myndinni HBO myndinni Friends of God lýsir Haggard því hversu frábærir evangelistar séu í rúminu! "All these babies dont come from nowhere, you know!"

M


Gagnkynheigð pör verði skylduð til að eignast börn - ella verði hjónabandið dæmt ógilt...

Cheney fjölskyldan á kosningafundi - Mary Cheney fékk ekki að vera á myndinni...Í Bandaríkjunum hafa baráttumenn fyrir "helgi hjónabandsins" helst notað þau rök að það megi ekki leyfa samkynhneigðu fólki að giftast, eða búa í einhverskonar löglega viðurkenndri sambúð, vegna þess að hjónabandið sé fyrst og fremst til að búa til börn - frá alda öðli hafi hjónabandið gengið út á fjölgun mannkynsins.

Það eru góðar ástæður fyrir því að óvinir hjónabanda samkynhneigðra hafa valið þessi rök. Með því að skilgreina hjónabandið sem einhverskonar "barnaframleiðslustofnun" geta þeir nefnilega skákað talsmönnum jafnréttis sem halda því fram að samkynhneigt fólk stofni, eins og gangkynheigt fólk, til langtímasambanda og elski jafnvel hvort annað, og eigi, eins og annað fólk, að fá að staðfesta ást sína og samband með einhverjum formlegum hætti frammi fyrir samfélaginu og almættinu. Þessu geta "trúaðir" afturhaldsmenn þá svarað sem svo að "ást" og þesskonar hégómi skipti akkúrat engu í hjónabandinu.

Talsmenn fjölskyldugilda geta ekki heldur notað trúarleg rök því í Bandaríkjunum er ekki hægt að setja lög eða móta samfélagsmál eftir trúarlegum forsendum. Ekki að það sé ekki reynt - en allar atlögur "trúaðra" afturhaldsmanna gegn því sem þeim mislíkar þurfa að sigla undir fölskum flöggum. Áróðurinn gegn þróunarkenningunni er t.d. dulbúinn sem ást þeirra á "gagnrýninni vísindalegri umræðu" og margmenningarstefnu. Það eigi að bjóða börnum að læra sköpunarsögu biblíunnar í líffræði, því hún bjóði upp á annað "sjónarhorn", og nemendur eigi að fá að meta mismunandi sjónarhorn í skólanum...

Það er hins vegar einn galli á þessari "hjónabandið er til að búa til börn" röksemdafærslu: það eignast ekki allt gagnkynhneigt fólk börn, og sumt samkynhneigt fólk eignast börn, samanber Mary Cheney, dóttur varaforsetans.

Talsmenn réttinda samkynhneigðra í Washingtonfylki hafa lagt fram "ballot measure" - þ.e. lagabókstaf sem almenningur fái að greiða atkvæði um í kosningum, sem krefst þess að allt gift gagnkynhneigt fólk þurfi að eignast börn, ella verði hjónaband þeirra lýst ógilt! Skv. AP:

OLYMPIA, Wash. - Proponents of same-sex marriage have introduced a ballot measure that would require heterosexual couples to have a child within three years or have their marriages annulled.

The measure would require couples to prove they can have children to get a marriage license. Couples who do not have children within three years could have their marriages annulled.

The paperwork for the measure was submitted last month. Supporters must gather at least 224,800 signatures by July 6 to put it on the November ballot.

The group said the proposal was aimed at "social conservatives who have long screamed that marriage exists for the sole purpose of procreation."

Þetta er bæði klókt og lógískt útspil. Það var löngu kominn tími til að einhver afhjúpaði opinberlega fáránleika þessara "raka" að samkynhneigt fólk geti ekki fengið að giftast því hjónabandið gangi út á barneignir. Það sem þessi umræða þarfnast er nefnilega heiðarleiki: talsmenn "fjölskyldugilda" þurfa að koma hreint út og segja hvað séu raunverulegar ástæður þess að þeir telki að samkynhneigðir geti ekki fengið að giftast. Fólk á þá að fá að taka ákvörðun um hverskonar samfélagi það vill búa í.

M


Rubert Murdoch viðurkennir að Fox lagfæri fréttir til að styðja forsetann

Murdoch á bænÞetta eru svosem ekki fréttir fyrir neinn sem hefur horft á FOX "news", en það eru samt fréttir að eigandi stærstu kapalfréttastöðvar Bandaríkjanna skuli viðurkenna opinberlega að stefna stöðvarinnar hafi ekki verið að flytja fréttir, heldur að styðja stefnu forsetans. Murduch er staddur í Davos í Sviss, og var að tala um fjölmiðla og internetið við blaðamenn. Murdoch hélt því meðal annars fram að stóru fjölmiðlafyrirtækin hefðu litla stjórn á internetinu, og að blogg væru að breyta, ef ekki gerbreyta bæði fjölmiðlalandslaginu og því hvernig fólk nálgast fréttir af líðandi stundu.

Svo spurðu blaðamennirnir Murdoch hvort hann og Fox hefðu reynt að hafa áhrif á skoðanir almennings varðandi stríðið í Írak. Svarið var já!

Asked if his News Corp. managed to shape the agenda on the war in Iraq, Murdoch said: "No, I don't think so. We tried." Asked by Rose for further comment, he said: "We basically supported the Bush policy in the Middle East...but we have been very critical of his execution."

Murdoch viðurkennir þetta eins og ekkert sé. Það sem hann virðist ekki fatta er að fréttamiðlar hafa það hlutverk að segja fréttir - ekki styðja stefnu einhverra ákveðinna stjórnmálaflokka. Og það væri ekki heldur stórmál ef Fox styddi forsetann ef einkunnarorð sjónvarpsstöðvarinnar væru ekki "Fair and balanced".  

Ég er ekki búinn að sjá að neinn "alvöru" fjölmiðill flytji fréttir af þessari yfirlýsingu. Enn sem komið er er sýni google leitir engar niðurstöður fyrir þessa frétt, og ég hef bara séð hana á tveimur bloggsíðum og svo á Hollywood reporter. Kannski vegna þess að það eru ekki fréttir að segja frá því sem er augljóst? C&L segjast þó hafa farið á stúfana til að fá staðfestingu á að rétt sé haft eftir Murdoch.

M


Kynlíf selur kaffi betur en djúpsteikingarfita

coffee, tea, meÉg las tvær merkilegar greinar um kaffi-iðnaðinn í blöðunum um helgina. Og þó þær séu báðar áhugaverðar í sjálfu sér (hverjum finnst ekki merkilegt að geta keypt kaffibolla af fáklæddum konum!), verða þær eiginlega merkilegri ef þær eru lesnar saman. Báðar greinarnar birtust í LA Times: Fyrst var grein í laugardagsblaðinu sem sagði frá því að samkvæmt athugun Consumer Reports væri kaffi á McDonalds betra en kaffið á Starbucks. Að vísu virðist könnunin hafa verið mjög óvísindaleg og því full ástæða til að efast um niðurstöðuna. Seinustu sex árin hef ég drukkið nokkrar ámur af Starbucks kaffi, og get fullyrt að það sé ekki besta kaffi sem völ er á. Ef ég get valið reyni ég að kaupa kaffi á einhverjum af lókal keðjunum - Caribou Coffee, sem er Minnesota keðja, og næst stærsta kaffihúsakeðja Bandaríkjanna, er t.d. ágæt. Undanfarið hef ég aðallega drukkið Dunn Bros, sem er líka fínt. En það er bara mjög erfitt að forðast Starbucks: Þeir eru nokkurnveginn allstaðar.

Í því felst víst styrkur Starbucks: þeir hafa mettað markaðinn. Það er næstum sama í hvaða stórborg bandaríkjanna maður er staddur maður þarf ekki að ganga nema í fáeinar mínútur til að rekast á Starbucks kaffihús.

Starbucks er mjög snyrtilegt og aðgengilegt, og kaffið er alls ekki svo slæmt. Eins og grein LA Times bendir á er það t.d. betra en kaffið á Dunkin Doughnuts eða Burger King, sem báðir selja heitt brúnt vatn sem kaffi. En kaffið á McDonalds er líka allt í lagi. (Ég fór að drekka kaffið þeirra eftir að McDonalds á háskólakampusnum fór að gefa gestum og gangandi ókeypis kaffi.) Munurinn á McDonalds og Starbucks er samt aðallega andrúmsloftið: Það er ólíkt huggulegra að kaupa sér kaffi á Starbucks en McDonalds. Það er eitthvað við hvít og gul plastsæti og lykt af djúpsteikingarfitu sem ekki fer vel með kaffi.

Fleiri baristurStarbucks hafa fattað þetta - þeir vita fullvel að þeir eru ekki að selja kaffið í bollanum, heldur sjálfa athöfnina að kaupa. Maður borgar extra fyrir að fá að kaupa kaffi í sjoppu þar sem eru hægindastólar og "menningarlegt" andrúmsloft. Það er mjög plebbalegt að ganga um með kaffibolla frá Dunkin Doughnuts eða McDonalds. Skyndibitastaðir bera með sér mjög ákveðinn stéttastimpil í Bandaríkjunum. Og Starbucks mjólkar þetta. Þeir hafa látið prenta allskonar furðuleg spakmæli á bollana, og allt kaffið hjá þeim heitir óskiljanlegum ítölskum nöfnum. Stórt kaffi heitir "Venti", en ekki bara "large" - og venjulegt kaffi með fljóaðri mjólk, sem á öllum öðrum kaffihúsum heitir Cafe Au Lait heitir "Misto" eða eitthvað álíka á Starbucks. Öll þessi fancy útlensku orð eiga nefnilega að sannfæra neytandann um að hann sé ekki bara að kaupa sér kaffibolla heldur líka pinkulítinn bita af heimsmenningunni. Maðurinn með "Venti Latte" frá Starbucks er að segja öllum að hann sé maður með refíneraðan smekk - ekki einhverskonar ómenntaður undirmálsmaður sem "super sizar" "extra value máltíðina" sína. Starbucks er ekki super sized, Starbucks er "Venti"...

Seinni kaffifrétt helgarinnar fjallaði síðan um kaffihús í Seattle sem hefur líka fattað þetta: að kaffibissnessinn snýst ekki um kaffi, heldur ekkert síður um upplifunina að kaupa kaffið. Og hvað selur betur en "Venti-sized" faux menning Starbucks? Auðvitað Venti size brjóst og fáklæddar konur! Myndirnar eru af Baristum "Sweet Spot coffee" í Seattle. Þar er hægt að kaupa kaffi með undarlegum nöfnum eins og á Starbucks, en í staðinn fyrir ítölsku hafa öll kaffinöfnin á Sweet Spot og öðrum kaffihúsum sem gera út á brjóst og fáklæddar stelpur hafa eitthvað með kynlíf að gera:

Do you want a Wet Dream or the Sexual Mix today, honey?" asked barista Edie Smith, dressed in a tight-fitting yellow blouse that did a less than fully effective job of covering her cleavage. She leaned down in the window, perhaps all the closer to hear his order. He chose the first option: a coffee with white chocolate, milk and caramel sauce. ...

As long as breasts and buttocks are more or less covered, it's legal to serve coffee in a baby-doll negligee and chaps, as a barista was doing at a Cowgirls Espresso stand the other day.

"It's sort of like a Hooters for coffee," Urquhart explained. "It's not against the law. And the truth is, a lot of them are doing a land-office business."

enn fleiri baristurSweet Spot er með þemadaga: á miðvikudögum eru baristurnar t.d. í blautum stuttermabolum.

Það má vera að þetta sé dæmi um "klámvæðingu" samfélagsins, því vissulega eru viðskiftavinir Sweet Spot að borga fyrir að fá að glápa á brjóst og rassa meðan þeir eru að kaupa kaffið sitt, og geta þá gert það með sæmilega góðri samvisku og án þess að þurfa að skammast sín allt of mikið. Í sjálfu sér er Sweet Spot samt ekki að gera neitt sem Starbucks hefur ekki þegar gert: endurpakka fullkomlega hversdagslegri og hræódýrri neysluvöru. Neytandinn er hæst ánægður með að borga 2-4 dollara fyrir kaffibollann vegna þess að honum finnst eitthvað mjög kítlandi að fá að vera í návist einhvers sem hann skortir. Annaðhvort andrúmsloft stórborgarlegrar menningar eða fáklæddra kvenna.

M


Wikipedia drepur "google.com"

wikipediaÁhugavert viðtal við stofnanda Wikipedíu á 10 Zen Monkeys. - Wikipedía er einn merkilegasti og áhugaverðasti partur "the worldwide intertubes", og er (ásamt öðrum user generated open source fyrirbærum) tvímælalaust framtíðin!

Titill viðtalsins er að Wikipedía ætli að drepa "the google", og Wales, stofnandi Wikipedíu segist þessa dagana helga þessu þarfa verkefni alla krafta sína. Þó google sé ágætt er full ástæða til að þeir fái verðuga samkeppni - og auðvitað er Wiki lausnin!

M

Já, og btw. ég hef gert töluvert af því að vísa í Wikipedíu í færslum í þessu bloggi, og hef fengið athugasemdir frá lesendum sem hafa áhyggjur af því að það sé ekki hægt að "treysta öllu" sem maður lesi á Wikipedíu. Það er bara eitt við því að segja - sem fyrsta stopp til að nálgast sæmilega balanseraðar upplýsingar um nokkurveginn hvað sem er er Wikipedía langsamlega besti valkosturinn. Það kemur auðvitað fyrir að færslur innihaldi einhverjar villur, eða séu stundum með einhverri slagsíðu, en þar sem Wikipedía er bæði open source og user generated - og þar að auki lesin af milljónum manna - eru slíkar villur yfirleitt leiðréttar. Á wikipedíu ríkir nefnilega upplýst lýðræði, þar sem kosningaréttur fer eftir því hversu vel menn eru að sér um viðkomandi málefni. Hið fullkomna Platonska lýðræði semsagt? Sókrates hefði verið hrifinn af því hvernig Wikipedía er rekin! (Og sko, hér, sönnun úr Wikipedíu, hvaðan annarstaðan!)

En þess utan, það felst jafn mikið innsæi í að benda á að "maður eigi ekki að treysta öllu sem maður les á Wikipedíu" og að segja "það ætti ekki að treysta öllu sem maður les í blöðunum". Maður á ekki að lesa neitt með því ógagnrýna hugarfari að það innihaldi "sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann"...


Grein New York Times um stóriðjustefnu Íslendinga

Auðnin og framleiðninNew York Times í dag birtir grein um álbræðsluparadísina Ísland! Með greininni fylgja myndir af íslenskri náttúru með álverum - og ég verð að segja að snævi þaktir berangurslegir firðir með enn berangurslegri stóriðjuverum eru helvíti gott myndefni! Svona snæviþakið Mad Max andrúmsloft... Ef ég væri bandarískur túristi gæti ég alveg verið til í að heimsækja þennan undarlega stað þar sem orkufrekur og mengandi þungaiðnaður þrífst í faðmi kuldalegrar náttúru!

Greinin er líka frekar jákvæð, sem bendir til þess að við séum ekki búin að drepa alla góðvild með hvalveiðunum...

The basic issue of how to balance development and nature is the same here as in environmental fights everywhere. But the details are always slightly askew in Iceland, which sits temperamentally as well as geographically on its own, floating between Europe and America.

One of the most unspoiled places in the developed world, Iceland is slightly larger than Indiana, with a population of about 300,000 people (Indiana’s is 6.3 million). Two-thirds live in the capital, Reykjavik; the rest are spread across 39,800 square miles of volcanic rock, treeless tundra and scrubby plains. Seventy percent of the land is uninhabitable.

Icelanders tend to view their unpredictable environment — carved from volcanoes and ice and full of stunning waterfalls, geysers, fjords and glaciers — with respect and awe. The air is so pure that the Kyoto Protocol gave Iceland the right to increase its greenhouse emissions by 10 percent from 1990 levels.  ...

Ég var ánægður með að sjá að blaðamenn NYT skuli hafa tekið eftir sérstöðu okkar við Kyoto bókunina:

They are also allowed to pollute: another Kyoto exception gave power-intensive industries that use renewable energy in Iceland the right to emit an extra 1.6 million metric tons of carbon dioxide a year until 2012.

Í heildina sýnist mér að við komum út sem þjóð sem hefur áhyggjur af umhverfinu. Meira að segja byggðastefnan fær frekar jákvæða umfjöllun...

Ég verð að segja að þegar ég sá fyrirsögnina á fréttinni brá mér - því ég hef verið að kvíða fyrir því að NYT eða einhverjir aðrir fari að fjalla um Ísland og eyðileggi þá dagdraumamynd sem Bandaríkjamenn hafa af Íslandi sem einhverskonar alheilagri náttúrúparadís. Sérstaklega virðast bandaríkjamenn sem hafa áhuga á náttúruvernd vera haldnir ranghugmyndum um Ísland: Í þeirra huga er Ísland einhverskonar alheimsfyrirmynd um ábyrga nýtingu náttúruauðæfa og módel fyrir samlífi manns og náttúru. Þetta fólk hefur séð fréttir af vetnisstrætisvögnum í Reykjavík og heldur að á Íslandi höfum við einhvernveginn leyst olíuvandamálið og að Íslendingar séu þjóða fremstir í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttengunda...

M

ps. Ég hef engan áhuga á að fara að ræða umhverfisáhrif álbræðslu eða raforkuframleiðslu. Það sem ég hef áhuga á, í þessu sambandi, er ímynd Íslands, og hvaða áhrif stóriðjustefnan hefur á möguleika okkar að halda áfram að selja útlendingum þá hugmynd að við séum náttúruperla í norðurhöfum, eða hvað það nú var.


Kaflaskipti?

Skipulögð trúarbrögðNý könnun Gallup á trúarskoðunum Bandaríkjamanna bendir til að trúarofstækisaldan sem gengið hefur yfir landið seinustu ár sé í rénum. Hlutfall þeirra sem telja að "skipulögð trúarbröðg" eigi að leika stærra hlutverk í bandarísku þjóðlífi hefur síðan 2001 fækkað úr 30% í 27% aðspurðra, sem út af fyrir sig er ekki mjög dramatískt - en hlutur þeirra sem telur að skipulögð trúarbrögð eigi að hafa minni áhrif hefur fjölgað úr 22% í 32% aðspurðra. Þá er mikilvægt að hlutur þeirra sem ekki sjá neitt athugavert við ástandið eins og það er hefur fækkað.

Þetta eru góðar fréttir því bókstafstrú og allskonar trúarlegt rugl hefur ekki bara haft mjög skaðleg áhrif á stjórnmálaumræðu seinustu ára, heldur hafa evangelistar og fulltrúar þeirra í stjórn landsins kerfisbundið grafið undan vísindum. Kosningastretegía Karl Rove fóst t.d. mikið til í að æsa þann hóp kjósenda sem hafði heitar skoðanir á trúmálum til að mæta á kjörstað. Sú strategía kann að hafa haft þær ófyrirséðu afleiðingar að æ stærri hluti kjósenda tók að hafa áhyggjur af því að trúarofstæki réði lagasetningu en ekki skynsemi.

Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki skamvinn sveifla. Bandaríkin eiga betra skilið en að vera stjórnað af stjórnmálamönnum sem fá "100% rating" frá Family Research Council.

M


Punxsutawney Phil segir að gróðurhúsaáhrifin séu alvarlegt vandamál

Múrmeldýrið Phil fyrir miðri myndÞegar maður getur vísað bæði til Sameinuðu Þjóðanna og Múrmeldýrs sem heimilda fyrir því að skoðanir manns séu réttar er maður í góðum málum! Það er nefnilega hægt að halda því fram að allir ábyrgir vísindamenn sem fjalla um umhverfismál séu á mála hjá einhverskonar leynilegum kabal vinstrimanna og ofstækisfullra umhverfisverndarsinna - en það getur enginn haldið því fram að múrmeldýrið Phil sé leynilegur óvinur Exxon Mobil! Einhverjum dýrafræðing sem vantaði eitthvað klókt til að skrifa um datt nefnilega í hug að gera rannsókn á veðurspádómum Punxsatawney Phil, og komst auðvitað að því að múrmeldýr eru jafn klók að spá fyrir um veðrið og allir færustu vísindamenn heims...

Punxsutawney Phil may be smarter than we've given him credit for.

In addition to checking out his shadow to forecast the end of winter, he has been ahead of the curve in predicting global warming.

Dr. Doug Inkley, wildlife biologist with the National Wildlife Federation, has been pondering over Phil's forecasting track record.

He found that in the first 75 years of the 20th century, Phil cast no shadow only four times, which according to folklore meant an early end to winter.

But in just the last 25 years of the century, Phil cast no shadow fully eight times, alerting us that winter was coming to an early end, a six fold increase!

Nú skal það játað að þessi Dr. Inkley, sem framkvæmdi þessa múrmeldýra rannsókn vinnur fyrir National Wildlife Federation, svo kannski er þetta bara enn eitt dæmið um áróðursmaskínu umhverfisverndarsinna? Kannski ætti Exxon Mobil að bjóða 10.000 dollara í verðlaun fyrir þá sem geta hrakið kenningu Inkley - fyrst þeir (reyndar er það American Enterprise Institute sem mun afhenda ávisanirnar) eru að bjóða þá upphæð hverjum sem getur skrifað sæmilega læsilega fræðigrein sem grefur undan umhverfisskýrslu Sameinuðu þjóðanna?

M


mbl.is Múrmeldýr spáir vorkomu í Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hávaðasamur vindbelgur tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels!

Rush LimbaughSvo virðist sem hvaða skoffín sem er geti fengið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels. Að vísu skilst mér að það megi nokkurnveginn hver sem er tilnefna kandídata. Áhugafólk um loftslagsbreytingar í Bandaríkjunum er æft yfir nýjustu tilnefningunni, því seinasti kandídatinn til þessara verðlauna er nefnilega óþverrakarakterinn Rush Limbaugh!

Limbaugh er bandarískur útvarpsmaður sem hefur aflað sér frægðar með ógeðfelldum athugasemdum um minnihlutahópa og konur - og honum er líka sérlega í nöp við umhverfisverndarsinna. Þó hann sé ekki allra ógeðfelldasti fjölmiðlakarakterinn á hægrivængnum er hann þó sá allra þekktasti, og meðfram hraðbrautum má víða sjá auglýsingar um útvarpsþátt hans, "the Rush Limbaugh show", sem felst í því að Limbaugh lætur móðann mása um hversu vondir vinstrimenn séu, hversu ógeðslegt samkynhneigt fólk sé, hversu mikið demokratar hati Bandaríkin, og hversu heimskir, latir og skítugir innflytjendur séu. Þess á milli tekur Limbaugh við viðtölum frá hlustendum sem eru hjartanlega sammála honum. (sjá stutta kynningu Media Matters á Limbaugh)

National Review greindi frá því að "Landmark Legal Foundation" hafi tilnefnt Limbaugh til friðarverðlauna Nóbels:

We are offering this nomination for Mr. Limbaugh's nearly two decades of tireless efforts to promote liberty, equality and opportunity for all mankind, regardless of race, creed, economic stratum or national origin. We fervently believe that these are the only real cornerstones of just and lasting peace throughout the world.

Þessi tilnefning Landmark Legal Foundation er auðvitað ekkert annað en hlægilegt publicity stunt,  því "conservative public interest law firms" geta ekki tilnefnt einn né neinn til nóbelsverðlauna. (Sjá umfjöllun Atrios um þetta fáránlega mál.) Það verður forvitnilegt að sjá hvort og þá hvernig Limbaugh og hægripressan muni fjalla um þessa tilnefningu.

Að vísu gæti raunverulegur tilgangur tilnefningarinnar átt að vera einhverskonar pólítísk yfirlýsing, því hún kemur á sama tíma og Gore er tilnefndur - en Limbaugh er, ásamt öldungardeildarþingmanninum Jim Inhofe einn háværasti baráttumaðurinn gegn allri umræðu um gróðurhúsaáhrifin. 

M


Enn af útúrsnúninga og orðaleikjapólítík Repúblíkana: nú er röðin komin að "-ic"

Do you understand the words that are coming out of my mouth?Ég hef nokkrum sinnum skrifað um ást repúblíkanaflokksins og forsetaembættisins á orðaleikjum og útúrsnúningum. Af nýlegum orðskilgreiningarupphlaupum flokksins er æsingurinn yfir því hvað ætti að kalla átökin í Írak, borgarastríð eða eitthvað annað, auðvitað eftirminnilegstur. Þetta er sami stjórnmálaflokkur og hélt að væri verkefni stjórnmálamanna að endurskýra franskar kartöflur "frelsis-kartöflur" - og þetta er sami stjórnmálaflokkur og reyndi að fá sjálfsmorðsárásir endurskýrðar sem "morð-árásir": í stað "suicide bombers" tóku Fox news og talsmenn flokksins að tala um "homicide bombers"... þetta orðskrípi þeirra lifði í nokkrar vikur, kannski mánuði, áður en það var horfið úr almennri notkun. Fox "fréttastofan" notar þetta hugtak ennþá, samanber fréttir þeirra af seinustu sjálfsmorðsárásinni í Ísrael.*

Forsetinn og hans fólk virðist hafa meiri ást en aðrir á orðum og merkingu þeirra. Það var forsetinn sem tók fyrstur að nota "homicide bomber" um hryðjuverkamenn og sjálfsmorðsárásir.  Útúrsnúningar virðast reyndar vera eitthvað sem fylgir embættinu sjálfu, en ekki vera einskorðað við Bush, því Clinton, sællar minningar, reyndi að drepa umræðu um hálf aulalegt framhjáhald sitt á dreif með því ða fara að tala um merkingu orðsins "is".

Og nú virðist Bush vilja ögra demokrötum til að fara að rökræða merkingu viðskeytisins -ic:

Near the beginning of the speech last week, Bush congratulated "the Democrat majority" for its electoral victory, using a long-standing Republican formulation seen by many Democrats as a calculated insult. Some liberal bloggers and party strategists saw the president's omission of the last two letters of the party's proper name, Democratic, as a sign of insincerity in preaching bipartisanship.

Síðan þá hefur Bush haldið því fram að hann hafi alveg óvart vísað til Demokrataflokksins sem "the democrat party" en ekki "the democratic party". Í viðtali við NPR hélt forsetinn því fram að þetta hefði verið mismæli, hann væri hvort sem er mjög "lélegur í að bera fram orð"!

That was an oversight, ... I mean, I'm not trying to needle. Look, I went into the hall saying we can work together, and I was very sincere about it. I didn't even know I did it. ... -- gosh, it's probably Texas. Who knows what it is? But I'm not that good at pronouncing words anyway.

þessi vörn forsetans vakti reyndar næstum eins mikla athygli og -ic ummæli hans. Það er velkunn staðreynd að forsetinn á í erfiðleikum með orð. Það hefur vaxið upp heljarinnar iðnaður í kringum orðanotkun forsetans - dagatöl og skrítlubækur með kommentum eins og "rarely is it asked, is our children learning" og álíka.

En demokratar og liberal blogospherið hafa ekki látið segjast og hafa haldið úti nokkuð linnulítilli gagnrýni á forsetann og stuðningsmenn hans fyrir að "uppnefna" demokrataflokkinn. Carbetbagger Report hafði þetta að segja:

Now, as we’ve discussed more than once, “Democrat” is a noun; “Democratic” is an adjective. To congratulate the “Democrat majority” is to use the childish, sophomoric, and grammatically incorrect name Republicans prefer because, like a dimwitted schoolyard bully, they find it amusing to get it wrong. In the context of applauding Dems’ midterm victories, it seemed like a less-than-subtle jab — Bush was mocking Democrats while appearing to be gracious.

Þetta mál gæti allt virst hálf fáránlegt. Og það mætti kannski færa rök fyrir því að það væri mikilvægari hlutir að gerast í veröldinni en þetta. En það er þó alls ekki að ástæðulausu að fréttaskýrendur og áhugamenn um bandarísk stjórnmál hafa veitt þessu athygli. Það er löng hefð fyrir því meðal Repúblíkana að uppnefna demokrataflokkinn - en eins bent er á í ítarlegri grein The New Yorker hefur þetta orð "Democrat party" yfirleitt helst verið notað af ómerkilegri pólítíkusum og blaðurhönum Repúblíkana.

The history of “Democrat Party” is hard to pin down with any precision, though etymologists have traced its use to as far back as the Harding Administration. According to William Safire, it got a boost in 1940 from Harold Stassen, the Republican Convention keynoter that year, who used it to signify disapproval of such less than fully democratic Democratic machine bosses as Frank Hague of Jersey City and Tom Pendergast of Kansas City. Senator Joseph McCarthy made it a regular part of his arsenal of insults, which served to dampen its popularity for a while.

In the conservative media, the phenomenon feeds more voraciously the closer you get to the mucky, sludgy bottom. “Democrat Party” is standard jargon on right-wing talk radio and common on winger Web sites like NewsMax.com, which blue-pencils Associated Press dispatches to de-“ic” references to the Party of F.D.R. and J.F.K. (The resulting impression that “Democrat Party” is O.K. with the A.P. is as phony as a North Korean travel brochure.) The respectable conservative journals of opinion sprinkle the phrase around their Web sites but go light on it in their print editions.

Þó menn megi hafa sínar skoðanir á demokrötum er fráleitt að halda því fram að þeir séu "ólýðræðislegir". Útúrsnúningurinn "Democrat Party" er það polítískt hlaðinn að Þeir einu sem leyfa sér að nota það reglulega eru Fox news! Þegar forsetinn notar orðið "democrat party" frekar en "democratic party" er hann því að senda skilaboð til hlustanda Rush Limbaugh og Michael Savage, lesenda Ann Coultner og Insight Mag: "ég er ykkar maður". 

In days gone by, the anti-“ic” tic tended to be reined in at the Presidential level. Ronald Reagan never used it in polite company, and George Bush père was too well brought up to use the truncated version of the out party’s name more than sparingly.

En ekki Bush yngri. Eins og greinarhöfundur The New Yorker bendir á lofaði Bush að "breyta tóni stjórnmálaumræðunnar" þegar hann bauð sig fram til forseta 2000. Og flestir kjósendur töldu auðvitað að hann meinti að "til hins betra". Bush lofaði líka að "restore dignity" í Hvíta Húsinu - að hann myndi ekki ljúga svíkja og pretta kjósendur... Reyndin hefur þó orðið önnur.

*Varðandi fáránleika hugtaksins "homicide bombers" og samstarf forsetaembættisins og Fox news við að koma þessu orðskrípi í almenna notkun sjá þessa umfjöllun Media Matters. Andúð á hugtakinu er ekki einskorðuð við vinstrimenn - samanber þessa færslu á Volokh conspiracy - sem er libertarian/conservative blogg. Volokh eru meira að segja meðlimir "Pajamas Media", svo það verður seint hægt að ásaka þá um að vera vinstrimenn!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband