Þingmaðurinn Steve Chabot - (R OH) borar í nefið í beinni útsendingu...

Glöggir áhorfendur að stefnuræðu Bush um daginn þóttust sjá að John McCain hefði dottað í beinni útsendingu. Þetta þótti auðvitað ekki mjög góð pólítík. Og fyrst John McCain - sem þykist ætla að verða næsti forseti Bandaríkjanna leyfir sér að sofna í þingsalnum meðan forsetinn er að flytja stefnuræðu sína, og allar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna eru með beina útsendingu, hlýtur maður að spyrja sig: Hvað eru þingmenn að gera við ómerkilegri tækifæri þegar færri myndavélar hvíla á þeim? Sennilega fara flestar meinlegar uppákomur í þingsalnum framhjá almenningi - því þó C-Span sendi linnulaust út allar ræður og þus sem fulltrúar fólksins standa fyrir, eru ekki nema fáeinir furðufuglar sem sitja yfir þessum útsendingum. En nú virðist sem YouTube hafi leyst þetta "vandamál"!

Þökk sé "citizen journalism" og blogospherinu er nú hægt að finna á YouTube C-Span upptöku af þingmanni demokrata frá Norður Karólínu að tala um einhver þrautleiðinleg nefndarmál - og í bakgrunninum má greinilega sjá einhvern kollega hans sitja og bora í nefið, sennilega af djúpstæðum leiðindum og þreytu á tilgangsleysi allra hluta. Þetta væri þó ekki svo agalegt ef myndavélin hefði verið tekin af þingmönnunum örlítið fyrr, því áhorfendur þurfa að sjá hvernig þessu nefbori öllu lýkur! Á YouTube er þessi maður ekki nafngreindur, en þetta virðist vera Steve Chabot, þingmaður Repúblíkana fyrir Ohio. Chabot gat sér meðal annars fræðgar fyrir frækilega framgöngu í krossferð flokksbræðra sinna gegn siðspillingu Clinton. Á heimasíðu hans segir:

As our Congressman, Steve Chabot shares and respects the values of our community -- and he's bringing those values and common sense to Washington.

Það er auðvitað "community value" og "common sense" að klína ekki hori í buxurnar sínar?

Jæja. Þetta er kannski ekki neitt "macaca-moment" - en þetta getur ekki verið gott publicity fyrir Chabot greyið! Seinast þegar ég gáði var þessi upptaka búin að fá 16.000 áhorfendur.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband