Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

McCain segist ekki sjá af hverju það ætti að hækka skatta til að borga fyrir stríðið í Írak

The GOP: The party of cutting and running.jpg

Það eru auðvitað ekki fréttir að núverandi stjórnvöld í Washington skuli halda að það sé ábyrg pólítík að lækka skatta, auka niðurgreiðslur til landbúnaðar og annarra atvinnugreina, bæta við nýjum "entitlement programs" og reka kostnaðarsamt stríð. Það er auðvitað augljóst má að repúblíkanar hafa sýnt mikla ábyrgð þegar kemur að ríkisfjármálum!

En nýjasta yfirlýsing McCain um að hann sjái enga ástæðu til að hækka skatta til að borga fyrir kostnaðinn af stríðinu í Írak er samt merkileg. McCain var spurður að því hvort það væri ástæða til að hækka skatta á allra auðugustu skattgreiðendur til að borga fyrir risavaxið atvinnubótavinnuprógramm í Írak sem Bush vonast til að geti eitthvað slegið á upplausnina í landinu. McCain Í viðtali við Bloomberg fyrr í dag:

HUNT: Why not ask some wealthy Americans to pay more?

MCCAIN: Uh, umm, I’m not sure that that’s connected. I think if we have to, we ought to make some choices in defense spending if we need to.

HUNT: So you would resist asking more affluent Americans to pay more taxes to help support this war?

MCCAIN: Yeah, because then… I’m not sure what the point would be. I would certainly ask Americans to serve. I would ask them to make other sacrifices, but I’m not sure I would want to raise their taxes just because we’re in a war.

Það hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir allt þetta rugl ef stjórnvöld hefðu kannski sest niður og skipulagt innrásina aðeins... Það hefði t.d. mátt gera einhver plön um hvernig ætti að friða landið? Þá hefði ekki þurft að koma til þess að Bandarískir skattgreiðendur þyrftu að borga risavaxin velferðarprógrömm í fjarlægum löndum! Og ef það á ekki að borga fyrir þetta írakska atvinnubótaverkefni með hærri sköttum, hvernig á þá að borga fyrir það?

Æ fleiri bandarískir fréttaskýrendur hafa bent á hversu óábyrg stefna Bush stjórnarinnar er - og að það sé ekki endalaust hægt að heyja stríð og reka ríkissjóð með svimandi halla. Í grein fyrir Washington Post í desember skrifaði E.J. Dionne:

It has always been true that the administration and its allies couldn't have it both ways. Their illogic has finally caught up with them. They claimed to be against big government so they could justify big tax cuts. But they were also for a big, activist foreign policy, especially after Sept. 11, 2001, which required a big military, and -- sorry to break it to you, guys -- a big military is a big part of big government. They were not willing to pay for a large enough military, and so now we, and especially our armed forces, are paying for their deficit in logic and courage.

Þessi ummæli McCain koma á sama tíma og skýrsla frá fjárlagaskrifstofu þingsins kemst að þeirri niðurstöðu að skattalækkanir Bush stjórnarinnar hafi fyrst og fremst gagnast fólki sem hefur meira en 1 milljón bandaríkjadala í árstekjur...  

M


Meira jesútengt grín við upphaf 110 löggjafarþings Bandaríkjanna!

Senator Byrd - sem er nánast tvífari Senator Palpatine!.jpg

Um daginn voru þingmenn 110 löggjafarþings Bandaríkjanna samankomnir í Washington til að sverja embættiseið. Við þessa athöfn var haldin einhverskonar bænastund, þar sem allir aðrir en heiðingjar og villutrúarmannenn í Demokrataflokknum tóku þátt. (Þeir söfnuðust sennilega allir saman í myrkri kjallarakompu og lögðu á ráðin um hvernig þeir gætu með áhrifaríkustum hætti grafið undan bandarískri siðmenningu...)

Til þess að vega upp á móti allri heiðninni og trúvillunni í flokksbræðrum sínum ákvað öldungadeildarþingmaðurinn Robert Byrd (D-WV), sem er 89 ára gamall, að standa prívat og persónulega fyrir einhverskonar vakningarsamkomu og gólaði viðstöðulaust upp úr eins manns hljóði "hallelúja" "í jesú nafni", "dýrð sé drottni í upphæðum" og eitthvað álíka!

Byrd was [...] in a mood to give praise, calling out "Yes, Lord" and "Praise Jesus" during the prayer that kicked off the Senate portion of the 110th Congress' opening.

Öll þessi hróp og köll höfðu eitthvað dregið úr honum mátt, því þegar Byrd átti að ganga fyrir varaforsetann Darth Cheney, hné hann niður. Og nú er ekki nema von að menn spyrji sig: Hlýtur ekki að vera eitthvað samband á milli þess að Byrd skuli hníga niður þegar hann nefndi frelsarann á nafn í návist Cheney? Sem betur fer var öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn - sem er fyrrverandi geimfari, hvorki meira né minna - staddur rétt við Byrd, og bjargaði Byrd:

He stumbled after coming forward with several other senators ... to take the oath of office from Vice President Dick Cheney.

"I wasn't thinking anything. I was standing right behind him. I was afraid he broke something," Glenn said, noting that Byrd's ankle appeared to twist. Other senators and Glenn helped Byrd get to his feet.

"Hallelujah!" Byrd proclaimed after steadying himself with the help of Glenn and other senators and walking back to join his colleagues, a cane in each hand. "Hallelujah!" He appeared to be uninjured.

Byrd er ekki bara þekktur fyrir að vera gamalmenni og eldheitur trúmaður: hann er líka fyrrverandi  meðlimur í ungmennafélaginu Ku-Klux-Klan, og þótti af Klan-bræðrum sínum vera svo duglegur við að hata negra og aðra minnihlutahópa að hann var fljótt gerður að "Exalted Cyclops" sem er æðsta staðan innan lókal Klan-hópsins. Nokkurnveginn sambærilegt því að vera Gauleiter í nasistaflokknum...

M


Nú vilja afturhaldssamir evangelistar líka að lög verði sett til að stöðva hjónaskilnaði

The Family Foundation vill meðal annars bjarga hjónabandi Marilyn Manson - rétt fyrir áramóti sótti Dita Von Teese, eiginkona hans um skilnað og kenndi "irreconcilable differences".jpg

Það hlaut að koma að því að "the moral majority" legði í að krefjast þess að það yrðu sett takmörk við rétti fólks til hjónaskilnaðar. Eftir að hafa unnið ötullega að því að takmarka rétt kvenna til fóstureyðinga, með þeim árangri að þó þær séu enn löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna er svo komið að það er nánast ógerlegt fyrir konur að komast til fóstureyðingalækna ef þær eru svo óheppnar að búa utan stórborga. Í Norður Dakóta er t.d. enginn læknir sem framkvæmir fóstureyðingar!

Þvínæst voru það samkynhneigðir - og þó sú barátta hafi ekki borið erindi sem árangur: Samkynhneigð hefur enn sem komið er ekki verið gerð ólögleg, eru fjölmörg fylki Bandaríkjanna búin að koma ákvæðum í stjórnarskrár sínar sem beinlínis banna hjónabönd samkynhneigðra.

Og nú er semsagt komið að hjónaskilnuðum. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að segja að við getum komið auga á mynstur: The Family Foundation vill að sett verði lög um sem mest af einkalífi fólks: Ríkið eigi að hafa eftirlit með því hvað fullorðið fólk gerir í sínu einkalífi, og það er deginum ljósara að The Family Foundation mun ekki ánægt fyrr en það er búið að banna hjónaskilnaði.

After its victory in last year's fight over a constitutional amendment banning same-sex marriage in Virginia, the Family Foundation of Virginia announced Thursday that it will push to change the state's divorce laws to make it more difficult for parents to end their marriage.

The Family Foundation, which opposes abortion and promotes socially conservative values, said it will lobby the General Assembly this year to amend the state's long-standing no-fault divorce law, which essentially allows a husband or wife to terminate a marriage without cause.

The foundation is advocating "mutual consent divorce" for couples with children, which would require a husband and wife to agree to divorce before a marriage can be legally terminated, except in certain instances, such as abuse or cruelty. The proposed legislation would not affect childless couples.

"Right now, one spouse can unilaterally end [the marriage], and not only is their spouse unable to stop the divorce, their abandonment does not preclude them from having custody of their child," said Victoria Cobb, president of the Family Foundation. "When we send a message that one can up and leave their family and have no consequence, the Old Dominion is encouraging divorce."

Ef það þarf samþykki beggja aðila til að slíta hjónabandi þarf ekki mjög fjörugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér aðstæður þar sem annar aðilinn getur kúgað hinn til að sitja í hjónabandi sem er ástlaust og ónýtt.

Það er auðvitað eitthvað til í því að það eigi að forðast hjónaskilnaði, en það er fráleitt að það verði gert með því að löggjafinn setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Eina útkoman verður að það fjölgar óhamingjusömum og misheppnuðum hjónaböndum! Og ég er ekki viss um að það sé verið að gera neinum greiða með því að láta fleiri börn alast upp á ástlausum heimilum.

Ef ríkið á að vera að vasast í einhverju er það ekki einkalíf fólks.

M


Enn víðtækari heimildir Bush stjórnarinnar til að njósna um eigin borgara

póstkassi.jpg

Rétt fyrir jólafrí skrifaði Bush bandaríkjaforseti undir ný póstlög. Þessi póstlög voru alls ekki mjög merkileg - áhugaverðasta atriði þeirra var víst að það einhver ákvæðum um auglýsinga- og ruslpóstsendingar var breytt: samkvæmt nýju lögunum er víst eitthvað ódýrara að senda út tilboð um ný kreditkort og tilboð um tímaritaáskriftir.

En þegar Bush skrifaði undir lögin bætti hann við einni af sínum alkunnu "signing statements" - en það er nokkurskonar "eftirmáli" þar sem forsetinn lýsir yfir hvaða skilning hann leggur í lögin. Bush hefur beitt slíkum "signing statements" mun meira en nokkur fyrirrennari hans - og það sem meira er, "signing statements" Bush hafa ofter en ekki gengið út á að lýsa því yfir að forsetinn hygðist ekki fara að lögum sem þingið hefur samþykkt.

Nýjasta dæmið eru fyrrnefnd póstlög. Aftan við póstlögin bætti forsetinn nefnilega við yfirlýsingu þess efnis að hann áskildi sér fullan rétt til þess að opna og lesa póst - án dómsúrskurðar! Það besta er að lögin sjálf ítreka að það megi ekki opna neinn póst án dómsúrskurðar!

Most of the Postal Accountability and Enhancement Act deals with mundane reform measures. But it also explicitly reinforced protections of first-class mail from searches without a court's approval.

Yet in his statement Bush said he will "construe" an exception, "which provides for opening of an item of a class of mail otherwise sealed against inspection in a manner consistent ... with the need to conduct searches in exigent circumstances."

"The [Bush] signing statement claims authority to open domestic mail without a warrant, and that would be new and quite alarming," said Kate Martin, director of the Center for National Security Studies in Washington.

"You have to be concerned," agreed a career senior U.S. official who reviewed the legal underpinnings of Bush's claim. "It takes Executive Branch authority beyond anything we've ever known."

Critics point out the administration could quickly get a warrant from a criminal court or a Foreign Intelligence Surveillance Court judge to search targeted mail, and the Postal Service could block delivery in the meantime.

Ég skil ósköp vel að yfirvöld þurfi stundum að opna og lesa póst, og mér finnst líka mjög eðlilegt að yfirvöld fái að njósna um eigin og annarra þjóða borgara. Slíkt verður enn mikilvægara þegar um er að ræða stórveldi eins og Bandaríkin. En það þurfa líka að vera einhverskonar takmörk á því hvernig þessháttar njósnir eru stundaðar, og það þarf líka að vera einhverskonar eftirlit með framkvæmdavaldinu. Til þess er þrískipting ríkisvaldsins!

Síðan á áttunda áratugnum hafa ströng lög gilt um rétt framkvæmdavaldsins til að opna og lesa póst almennings, en þá komst upp að öll eftirstríðsárin hafði bæði CIA og FBI kerfisbundið opnað og lesið póst þúsunda bandaríkjamanna. Skv Washington Post:

Among the targets were "large numbers of American dissidents, including those who challenged the condition of racial minorities and those who opposed the war in Vietnam," according to a report by the Senate panel, known as the Church committee. Also surveilled was "the mail of Senators, Congressmen, journalists, businessmen, and even a Presidential candidate," the report said.

Það er því ekki að ástæðulausu að sumir hafi áhyggjur af þessu nýjasta útspili forsetans! 

En þetta hefur kannski ekkert með virðingu, eða virðingarleysi, Bush stjórnarinnar fyrir lögum og rétti, en kannski meira með djúpstæða vænisýki stjórnarninnar, því á sama tíma og fréttir bárust af því að forsetinn vildi fá að opna og lesa sendibréf almennings fréttist að Hvíta Húsið hefði þegjandi og hljóðalaust ákveðið að loka listum yfir þá sem fá viðtal við forsetann: Fram til þessa hafði almenningur rétt á að vita hverjir hittu forseta landsins að máli, en núna eru þær upplýsingar leynilegar! Skv AP:

WASHINGTON - The White House and the Secret Service quietly signed an agreement last spring in the midst of the Jack Abramoff lobbying scandal declaring that records identifying visitors to the White House are not open to the public

The Bush administration didn't reveal the existence of the memorandum of understanding until last fall. The White House is using it to deal with a legal problem on a separate front, a ruling by a federal judge ordering the production of Secret Service logs identifying visitors to the office of Vice President

Þessi snilldarleikur kom í kjölfar þess að forsetinn var beðinn um upplýsingar um hversu oft Jack Abramoff hefði heimsótt Hvíta Húsið...

M


Bandaríkjamenn styðja hættulegan sósíalisma demokrataflokksins...

Rafvæðing sveitanna.jpg

Af fréttaflutningi mætti stundum ráða að Bandaríkjamenn væru almennt hjartanlega sammála hægrisinnuðum og íhaldssömum repúblíkönum - og óttuðust ekkert frekar en einhvern ímyndaðan Maóisma Demokrataflokksins. Vissulega eru margir Bandaríkjamenn frekar íhaldssamir, en langsamlega flestir Bandaríkjamenn, eins og Íslendingar og flest annað fólk eru sæmilega skynsamir, og styðja það sem segja mætti að séu common sense hagsmunamál fyrir venjulegt fólk. T.d. gerir flest fólk sér grein fyrir að það er munur á stofnfrumum og börnum - þrátt fyrir tilraunir bókstafstrúarmanna til að sannfæra fólk um að það jafngildi barnsmorði að stofnfrumur sem verða til við tæknifrjófgvanir séu notaðar við læknisfræðirannsóknir. Þingið, undir stjórn Repúblíkana, samþykkti reyndar lög sem hefðu leyft opinbera fjármögnun á slíkum rannsóknum, en Bush gerði sér lítið fyrir og neitaði að skrifa undir þau lög, en það er í eina skiptið sem hann hefur beitt neitunarvaldi sínu!

Það hefur ekki stoppað bandaríska fréttaskýrendur og stjórnmálaspekúlanta í að vara demokrataflokkinn í að vera ekki of radíkal, nú þegar þeir hafa tekið við stjórnartaumunum af Repúblíkönum - heldur eigi þeir að sigla einhverskonar milliveg og reyn að vera eins og Repúblíkanar. En samkvæmt nýrri könnun CNN (via Carpetbagger) virðist yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna vera fylgjandi helstu baráttumálum demokrata!

  • Allowing the government to negotiate with drug companies to attempt to lower the price of prescription drugs for some senior citizens: 87% support, 12% oppose
  • Raising the minimum wage: 85% support, 14% oppose
  • Cutting interest rates on federal loans to college students: 84% support, 15% oppose
  • Creating an independent panel to oversee ethics in Congress: 79% support, 19% oppose
  • Making significant changes in U.S. policy in Iraq: 77% support, 20% oppose
  • Reducing the amount of influence lobbyists have in congressional decisions: 75% support, 21% oppose
  • Implementing all of the anti-terrorism recommendations made by the 9/11 Commission: 64% support, 26% oppose
  • Maintaining the current Social Security system to prevent the creation of private investment accounts: 63% support, 32% oppose
  • Funding embryonic stem cell research: 62% support, 32% oppose

Aðeins tvö af helstu baráttumálum demokrata fá lítinn stuðning:

  • Reducing some federal tax breaks for oil companies: 49% support, 49% oppose
  • Changing the rules to allow Congress to create new spending programs only if taxes are raised or spending on other programs is cut: 41% support, 54% oppose

Það sem er merkilegast finnst mér er að yfirgnæfandi meirihluti almennings vill annað hvort að ríkið taki virkari þátt í rekstri almannatrygginga og er andsnúinn því að "einkavæða" þær nokkuð frekar. Sömuleiðis vill yfirgnæfandi meirihluti almennings að lög lægstlaunaðra hækki! Nei, reyndar lýg ég því. Það sem mér finnst merkilegast við þessa könnun er að það sé ekki meirihluti fyrir því að afnema ríkisstyrki og skattaívilnanir til olíufyrirtækja. Ég hélt nefnilega að af fyrirætlunum demokrata myndi þetta njóta mestrar hylli. En almenningur er semsagt ekki bara hlynntur almannatryggingar, heldur styður almenningur líka velferðargreiðslur til stórfyrirtækja!

M


Keith Ellison (jesúhatandi þingmaður MN) sver við kóraninn - Virgil Goode og Prager bíða í ofvæni heimsenda

Nancy Pelosi hlær og skríkir meðan Keith Ellison drepur Judeo-Kristna menningu Vesturlanda með því að halda á gamalli bók í fallegu skinnbandi.jpg

Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá fest á filmu alvarlegustu atlögu múslimskra hryðjuverkamanna að bandarískri siðmenningu! Í gær sór Keith Ellison embættiseið - ásamt öllum öðrum þingmönnum 110 löggjafarþings Bandaríkjanna. Svo seinna um daginn lét Ellison taka af sér einhverskonar hátíðarljósmynd - en það er hefð fyrir því að þingmenn haldi svona einkaseremóníur/photo-op þar sem þeir endurtaka embættiseiðinn. Ellison gerðist svo djarfur að hafa Kóran (í tveimur bindum, hvorki meira né minna!) með sér í myndinni.

Virgil Goode, þingmaður Virginíu og Dennis Prager, útvarpsmaður, höfðu heyrt af þessu alvarlega máli - þ.e. að þingmaður ætlaði að sitja fyrir á ljósmynd með bók. Prager sagði að þetta athæfi myndi það grafa undan bandarískri siðmenningu - jafnvel ganga að henni dauðri!

If Keith Ellison is allowed to change that, he will be doing more damage to the unity of America and to the value system that has formed this country than the terrorists of 9-11.

Goode fyrir sitt leyti krafðist þess að landamærum Bandaríkjanna yrði lokað, svo það fylltist ekki allt af mönnum eins og Ellison.

The Muslim representative from Minnesota was elected by the voters of that district and if American citizens don't wake up and adopt the Virgil Goode position on immigration there will likely be many more Muslims elected to office and demanding the use of the Koran.

Fyrir utan að hafa opinberað að þeir væru ekki með öllum mjalla - og augljóslega fullkomlega oblivious um hversu kjánalegt upphlaup þeirra var - höfðu Goode og Prager sýnt að þeir skildu ekki merkingu trúfrelsis og hefðu ekki áttað sig á að þeir búa í siðmenntuðu lýðræðisríki!

En talandi um ljósmyndir og aðrar myndir af stjórnmálamönnum! Á opinberu málverki Jeb Bush sem fylkisstjóra flórída, situr litlibróðir Bush fyrir með Blackberryið sitt! Sennilega til þess að sýna öllum hversu obboslega mikilvægur og upptekinn maður hann væri - að hann þyrfti að hafa Blackberryið sitt með alstaðar! Samkvæmt þessari flórídasjónvarpsstöð var það vegna þess að Jeb Bush fann upp internetið - eða eitthvað álíka klókt:

The BlackBerry made it into the portrait because Bush was said to have been the first "E-governor," receiving tens of thousands of e-mails and responding to many of them.  

M


Smá útskýring á þessum "fyrstu 100 klukkutímum" Demokrataflokksins

Steny Hoyer, leiðtogi demokrata í fulltrúadeild þingsins, var alltaf með tíu í stærðfræði .jpg

Það hefur ekki farið framhjá fréttamönnum og sumum bloggurum að Demokratar hafa tekið við völdum í Washington! Jibbííí! Nú verður þess skammt að bíða að þeir leysi öll vandamál Bandaríkjanna, hækki lágmarkslaun, bindi enda á spillingu og fjárlagahallann og endi stríðið í Írak! Jú, og svo þarf að dæma Bush fyrir landráð og embættisglöp svo varaforsetinn geti tekið við völdum!

Og allt þetta (eða eitthvað álíka metnaðarfullt) ætla demokratar að gera á fyrstu 100 klukkutímunum. Í einfeldni minni hélt ég alltaf að fyrstu 100 klukkutímarnir vísuðu annaðhvort til fyrtsu fjögurra daga þinghaldsins, eða að það væri bara einhverskonar orðatiltæki, og þýddi raunveruleaga "einhverntímann fyrir febrúarlok". En "fyrstu 100 klukkutímarnir" eru víst mun stærðfræðilegra hugtak. Demokratar eru nefnilega ekki bara metnaðarfullir, heldur kunna þeir líka að telja og eru alveg hreint meistarar í samlagningu! Washington Post útskýrir:

It sure sounds like a race against time. Democrats have given themselves a mere 100 hours to break the bonds between lobbyist and lawmaker, boost homeland security, raise the minimum wage, fund stem cell research, lower prescription drug prices, slash student loan interest rates and free the country from its dependence on international oil. ...

"We think we'll do it in less than a hundred hours," boasted incoming House Majority Leader Steny H. Hoyer (D-Md.) in a fit of bravado yesterday. "But," he added, "it all depends on how you're counting a hundred hours."

Og hvernig á að telja klukkutíma og mínútur ef þú ert demokrati?

To begin with, if you're a House Democrat, you don't start the clock running today, when the 110th Congress is sworn in and voting begins, or even tomorrow, when a package of measures reaches the floor to rein in fiscal profligacy. You fire the starting gun on Tuesday, six days into the 110th Congress. Now that's a head start.

Then you count only legislative hours, that is, the hours that the House is actually in session and voting. Forget the weekends, the night hours, Martin Luther King Day on Jan. 15, or, for that matter, the next day, when votes don't start until well after sundown.

If all goes according to plan, the House will get through its hundred-hour agenda in 15 days, or 360 hours, by standard definition.

Sem er nú samt helvíti gott - sérstaklega þegar haft er í huga að 109 löggjafarþing bandaríkjanna kom akkúrat engu í verk á 2 árum, enda voru þingmenn þess sannfærðir um að þeir væru líka í vinnunni þegar þeir voru heima hjá sér um helgar, sem samkvæmt þeirra stærðfræði voru fjórir dagar, og byrjuðu á hádegi á fimmtudögum og enduðu ekki fyrr en á þriðjudagsmorgnum...

M


110 löggjafarþing Bandaríkjanna það fjölbreytilegasta fyrr og síðar

Buddistar trúa ekki heldur á baby jesus, og svo virðast þeir líka vera öðruvísi á litinn en Virgil Goode... þarf ekki að setja lög til að stoppa þetta búddistaflóð allt?!.jpg

Keith Ellison hefur sætt mikilli gagnrýni frá sumum íhaldssömum repúblíkönum sem finnst alls ekki nógu gott mál að hann skuli ekki vera kristinn, eins og þeir sjálfir. En í æsingi sínum yfir trúvillu Ellison hefur þeim yfirsést að það eru fleiri þingmenn Demokrata sem hata Jesú. Því um daginn rakst ég á bloggfærslu sem benti á að það hefur næstum enginn tekið eftir því, eða séð ástæðu til að gera veður út af því að tveir þingmenn 110 þingsins verði Búddistar!

Mazie K. Hirono, og Hank Johnson. Hiromo er þingmaður demokrata fyrir Hawai, og Johnson er þingmaður demokrata fyrir Georgíu. En þetta er ekki allt - því það er líka fullt af heiðingjum á þingi: Hawai á tvo þingmenn á Bandaríkjaþingi, (báðir eru demokratar) Hiromo og Neil Abercrombie. Abercrombie gefur upp að hann sé ekki meðlimur í neinu trúfélagi (þó wikipedia segi hann "protestant") - svo hvorugur þingmanna Hawai er kristinn. (Senatorar Hawaii eru að vísu kristnir).

Samkvæmt úttekt "Americans for Religious Liberty" á trúfélögum þingmanna 110 bandaríkjaþings eru fimm aðrir þingmenn gefa upp að þeir séu ekki í neinu trúfélagi:

Demokratar hafa semsagt fyllt þingið af allskonar trúleysingjum og heiðingjum, og ljóst að Ellison er bara toppurinn á ísjakanum!

Þessi listi yfir trúfélög þingmanna er reyndar nokkuð forvitnilegur - t.d. kom mér á óvart hversu margir mormónar eru á þingi. En það meikar auðvitað fullkominn sens að allir þingmenn Utah séu mormónar. Listinn skýrir sig sjálfur, nema það eru nokkrar skamstafanir sem kannski eru ókunnuglegar, og Americans for Religious Liberty hafa ekki haft fyrir því að skýra þær:

  • LDS: Latter Day Saints (Mormónar)
  • AME: African Methodist Episcopal
  • UCC: United Church of Christ
  • SDA: Seventh Day Adventist

M


Bandaríkja-hatandi Keith Ellison - þingmaður Minnesota snýr á guð-elskandi Goode og Prager

Keith Ellison.jpg

Um daginn minntist ég eitthvað stuttlega á Keith Ellison - sem er demokrati og nýjasti þingmaður Minnesotabúa. Ellison er þingmaður fyrir 5 kjördæmi Minnesota, sem þekur Minneapolis, og er fyrsti Múslmininn sem kjörinn er á Bandaríkjaþing. Þetta þykir mörgum alvarlegar fréttir, því það vita allir að múslimar eru hættulegir villimenn og hata bæði Bandaríkin og vestræna siðmenningu - og þó sérstaklega baby-jesús og kristna trú... En það sem virðist hafa valdið sjálfskipuðum varðmönnum vestrænnar menningar og kristinna gilda mestum áhyggjum var að Ellison ætlaði að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið á morgun.

Útvarpsmaðurinn Dennis Prager blés til orustu í þessu máli, og hélt því fram að með því að nota kóraninn, en ekki biblíuna, væri Ellison að grafa undan bandarískum gildum! Og Prager krafðist þess að lögreglan skærist í leikinn ef Ellison vogaði sér að koma með kóraninn í þingsali:

He should not be allowed to do so -- not because of any American hostility to the Koran, but because the act undermines American civilization. ... Insofar as a member of Congress taking an oath to serve America and uphold its values is concerned, America is interested in only one book, the Bible. If you are incapable of taking an oath on that book, don't serve in Congress.

Því Prager finnst semsagt að það eigi að banna öllum sem ekki geta svarið á biblíunni að sitja á þingi! En það er ekki bara að Ellison sé hættulegur biblíuhatari - uppátæki hans myndi verða alvarlegri árás á Bandaríkin en árásir Al Qaeda, 11 september 2001!

If Keith Ellison is allowed to change that, he will be doing more damage to the unity of America and to the value system that has formed this country than the terrorists of 9-11.

Svona snilldarmálflutningur er auðvitað aðdáunarverður. Það að halda á kóraninum við ljósmyndauppákomu er alvarlegra mál en hryðjuverkaárásirnar 2001, og Ellison þar með alvarlegri hryðjuverkamaður en Osama Bin Laden?

Eina vandamálið við þessi "rök" Prager er að þau stangast beinlínis á við stjórnarskrá Bandaríkjanna - og eru, eins og það heitir á góðu máli: "un-american". Samkvæmt stjórnarskránni er óheimilt að setja nein "religious tests" fyrir þá sem eiga að taka "public office" - og krafa Prager er augljóslega "a religious test", og það að vera þingmaður flokkast sennilega sem "public office". Eftir að Prager var bent á þetta dró hann aðeins í land, fór að tala um að það væri löng hefð fyrir biblíunni, og að Ellison væri að grafa undan þessari mikilvægu hefð. Skiptir þá engu að margir þingmenn hafa sleppt því að hafa biblíuna með sér, og þess í stað látið sér nægja að lyfta annarri hendi, en láta hina hvíla á pontunni, eða bara hanga með síðu. Jæja. Prager fannst Ellison samt vera að grafa undan Bandaríkjunum...

Eftir að Prager dró athygli jólasveina Repúblíkanaflokksins að þessu máli tóku 'trúaðir' íhaldsmenn að krefjast þess að þingið setti lög sem kvæðu á um að það yrði að nota biblíuna við þessa athöfn, og svo kom þingmaður Virginíu, Virgil Goode, og lýsti því yfir að ef ekki væru sett strangari lög um innflytjendur myndi þingið bráðum fyllast af múslimum - og benti máli sínu til sönnunar á Ellison. Að vísu er Ellison bandaríkjamaður, og sömuleiðis foreldrar hans. Ellison getur víst rekið ættir sínar allt aftur til 1746, sennilega lengra aftur en margir aðrir.

En Ellison fann leið til að snúa á Prager: Á morgun ætlar hann að nota kóran úr bókasafni Thomas Jefferson! Það er sennilega ekki hægt að finna þjóðernissinnaðari, eða meira patriotic Kóran í öllum Bandaríkjunum - og Jefferson var á sínum tíma einn af helstu talsmönnum trúfrelsis. Það setur Prager og aðra sem trúa því að allt fólk eigi að vera eins og það, og hatar fjölbreytileika mannkynssins meira en pestina, í dálítinn vanda.

"Keith is paying respect not only to the founding fathers" belief in religious freedom but the Constitution itself," said Ellison spokesman Rick Jauert.

Því Bandaríkin voru ekki byggð á biblíunni, heldur stjórnarskrá, lögum, réttlæti og frelsi... Ellison sýnir með þessu að það er hann, en ekki Prager og Goode sem standa nær "the founding fathers". Þetta útspil er reyndar svo klókt að meira að segja Ham, einn af bloggurum Townhall (sem er eitt helsta blogg íhaldssamra repúblíkana) játar að Ellison hafi sennilega snúið á Prager og félaga!

M


Gleðilegt ár!

Hevenly Host - öll börn í kirkjunni, yngri en 8 ára fengu að vera englar, og það var einn endalaus englaskari sem marseraði inn kirkjugólfið á aðfangadag.jpg

Gleðilegt nýtt ár frá Minnesota! Ég ákvað að breyta út frá venju og láta nýársfærsluna snúast um mig og fjölskylduna. Mér finnst ágætt að halda sjálfum mér, konunni og börnunum fyrir utan bloggið (við eigum enga ketti, svo ég get hvort sem er ekki staðið í hefðbundnu kattabloggi!). Ég kann nefnilega einhvernveginn ekki við að börnin mín séu í félagsskap með Mark 'Maf54' Foley, og svo finnst mér einhvernveginn hálfpartinn óviðkunnanlegt að vera að blogga um hvað við höfðum í kvöldmatinn á sömu síðu og ég tala um grallaraskap og sprell George Allen með dádýrshöfuð...

Jólin í Minnesota voru semsagt alveg hreint stórfín. Okkur hjónunum var boðið í fancy jólapartí hjá nágrönnunum, þar sem ég lenti langri samræðu við kokkaskólakennara, sem sannfærði mig um að franskir kokkar væru betri en allra annarra þjóða kokkar, vegna þess að þeir kunna að elda með olíu og smjöri. Konan mín ákvað að hann yrði að koma með okkur heim að kjafta þegar partíið var búið, sem við og gerðum, og kokkurinn heimtaði að fá að sjá hvað við hefðum í ísskápnum. Hann var ánægður með að við versluðum í Whole Foods, og hrifinn af allri organíkinni - en mjög æstur yfir því að við gæfum börnunum Trix jógúrt... og svo eyddi hann afganginum af kvöldinu í að tala um umhverfisvernd (sem ég var mjög sammála - en hann of drukkinn til að geta lækkað sannfæringarhitann) og bissnesshugmynd sem hann er með um all-organic fast food keðju, sem við konan höfum oft talað um: Hvað væri betra í þynkunni en all organic hamborgarar?

Mamma kom í heimsókn til okkar yfir jólin. Við fórum og horfðum á dóttur mína í jólaleikriti kirkjunnar okkar sem fjölskyldan sækir á hverju einasta sunnudagsmorgni. (Þetta er The Unitarian Universalist Church, sem boðar ást og umburðarlyndi - og kirkjur og kirkjusókn hefur allt aðra merkingu hér í Bandaríkjunum en heima á Íslandi: það eru ekki allir sem sækja kirkjur "orthodox" eða bókstafstrúar mannhatarar, þó það virðist stundum þannig þegar maður fylgist með bandarískum trúmálum!) Hún lék "heavenly host" - myndin að ofan er af henni í leikbúningnum, og kórinn söng "Immanuel" (sem ég setti í tónlistarspilarann hér til hliðar í útsetningu Belle og Sebastian, sem er sennilega besta útsetningin á því lagi, þó Unitarian kórsins hafi líka verið mjög falleg. Ég bið fólk að afsaka Darryl Worley "Have you forgotten" - það er gott lag, og bæði svolítið disturbing og stórfyndið, en átti að vera með annarri færslu! Einhvernveginn hefur mogganum ekki tekist að setja þetta tónlistarspilarakerfi þannig upp að ég geti eytt mp3-files út... En Worley er fyndinn, og nei, "I have not forgotten!").

Við elduðum kalkún (aftur organískan - líka vegna þess að þeir eru margfalt betri á bragðið en hormónasprautuðu verksmiðjukalkúnarnir) á aðfangadag, sem ég missti af vegna þess að ég fékk hörmulega ælupest, sem síðan lagðist á hvern fjölskyldumeðlim á fætur öðrum! Börnin voru ánægð með jólagjafirnar, ég fékk Half Life 2 frá syni mínum sem við höfum síðan spilað saman. Ég held ég hafi ekki skemmt mér jafn vel yfir tölvuleik síðan ég spilaði Marathon fyrir mörgum árum. Reyndar eyddi ég einni heilli nótt rétt fyrir crucial Morfís keppni í að spila Marathon, frekar en að laga ræðuna mína - þó Friðjón hafi verið búinn að heimta styttingar hér og þar... en mig minnir að við höfum nú samt unnið). Síðan horfðum við á Lord Of The Rings extended versions, og svolítið Firefly (sem er besta Sci-Fi sem sögur fara af!).

Það versta við hátíðirnar hér í Minnesota er að flugeldar eru bannaðir í fylkinu. (Bandaríkjamenn elska nefnilega ekkert síður en íslendingar, sbr. hundana og bjórinn... að banna alla skapaða hluti!) Við urðum að láta okkur nægja að brenna litla goselda og blys. Sem var að vísu alveg nóg fyrir krakkana, því að þau hafa ekki séð flugeldavitfirringuna á Íslandi síðan þau voru lítil.

Og í tilefni áramótanna finnst mér viðeigandi að setja upp "Best of" lista - því "Best of" listar virðast vera orðnir fastur liður í vestrænni menningu: allir fjölmiðlar birta einhverskonar best of lista um áramótin. Og þar sem FreedomFries er einhverskonar fjölmiðill, fannst mér tilvalið að setja upp "best of" lista heimilisins (þ.e. það sem okkur fannst best af því sem við lásum eða hlustuðum eða horfðum á á árinu)

Bækur ársins:

  • Erik Larson, Devil in the White City (Sem er sagnfræði - en ekki síður spennusaga - um heimssýninguna í Chicago 1893 og fjöldamorðingja sem er fyrirrennari, eða fyrirmynd Hannibal Lecter)
  • Jeannette Walls, The Glass Castle (Fyrir alla sem lásu James Frey og fylltust skelfingu yfir lygaþvælunni - því allt sem Walls skrifar er raunverulega satt, og líka milljón sinnum betur skrifað!)
  • Julíus Sesar, Bellum Gallicum (Sem betur fer áttum við Gallastríðin uppi í hillu, svo þegar við vorum öll upprifin yfir að horfa á HBO sjónvarpsþættina Rome gátum við lesið okkur til um snilli Sesar. Konan mín tók bókina með á the Ahlmans compound, þar sem við keyrðum T-34 skriðdreka í haust, og skutum úr vélbyssum, (einhverra hluta vegna fannst henni það ekki alveg jafn spennandi og mér og syni mínum!) - og einn af starfsmönnunum spurði okkur hvort við værum frá Belgíu: "Nei, af hverju spyrðu" "Nú, af því að þið eruð að lesa bók um Belgíu" svaraði maðurinn. - Og ef einhver er á leið til Minnesota næsta sumar mæli ég eindregið með því að menn heimsæki Chris og Skriðdrekann - og skilið kveðju frá mér!
  • Sylvia Nasar, A Beautiful Mind (Ævisaga John Nash, sem fann upp leikjafræði, og nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, miklu betri en myndin - þó Crowe hafi verið flottur sem Gladiator!)
  • Andri Snær Magnason, Draumalandið (Sem pabbi gaf mér í vor þegar ég var í heimsókn á Íslandi - Ég hef alltaf haft mikla trú á Andra Snæ síðan við vorum saman í MS)
  • Walter Tevis, Maðurinn sem féll til jarðar (Þó hún sé hundgömul er hún allsendis profound og frábær!)
  • Andrew Solomon, The Noonday Demon, An Atlas of Depression (Fyrir þá sem þekkja eða hafa þekkt þunglynt fólk!)
  • Joshua Wolf Shenk, Lincoln's Melancholy (Sem er frábær stúdía um Lincoln, einn flóknasta og besta þjóðarleiðtoga fyrr og síðar)
  • TS Eliot, The Wasteland (Þó ekki nema vegna þess í partíi sem við héldum gaf konan mín kunningja okkar bókina, og stuttu seinna, í öðru partíi, játaði hann henni ódauðlega ást sína - sem hefði verið nógu dramatískt, svona eitt út af fyrir sig, hefði það það partí ekki verið steggjapartí hans... næstu helgi fórum við samt í brúðkaup hans og allt gekk að óskum. Það eru víst allskonar ástir og dramatísk örlög, upphlaup og tilfinningarót hjá doktorsnemum í sagnfræði!!! - og sú uppákoma var tvímælalaust partíuppákoma ársins. Will hefur séð okkur á sjöundu hæð Social Sciences Tower fyrir fullt umræðefnum undanfarin tvö ár - þartil hann ákvað að gifta sig og droppa út úr prógramminu.

Sjónvarpsþættir

  • Rome Season 1 (Áfram siðmenningin! Áfram Markús Antónius! - og eftir að hafa horft á Rome er Gladiator með Crowe milljón sinnum skemmtilegri.)
  • Deadwood season 2 (Al Sweringen er kannski ekki góður við konur - en hann er samt tvímælalaust best lesna og best máli farna íllmenni í bandarísku sjónvarpi.)
  • Firefly (sem er, eins og ég sagði reyndar rétt áðan, langsamlega besta sci-fi allra tíma! Því miður var bara gerð ein sería - en það var líka gerð kvikmynd Serenity - sem virkar eins og framhald á þættina. Núna er allt Sci-Fi community í Bandaríkjunum að bíða eftir að því það verði gerðar fleiri Firefly kvikmyndir.)
  • The Dave Chappelle Show (Dave Chapelle er comic genius! Þó ekki væri nema vegna Lil John eftirhermunnar: "WHAT? WHAT? WHAT? YEYYYYY!")
  • Og auðvitað South Park og Curb Your Enthusiasm.

Sjónvarpsþáttastjórnandi: 

  • Bill Maher (þó Colbert sé kannski fyndnari er Maher bara svo djöfullega klókur - og svo er hann líka Libertarian!)

Útvarpsþáttur:

  • This American Life (Eins og ég sagði um daginn - þá veitti Ira Glass, sem stýrir This American Life, mér alveg nýja sýn á þetta land, sem í búa 300 milljón manns, og það eru ekki allir kanar alslæmir!)

Útvarpsstöð:

  • RadioK (háskólaútvarp UofM, og langsamlega besta háskólaútvarp í Bandaríkjunum - samkvæmt Rolling Stone - og aðgengilegt á netinu. Þeir eru með ótrúlega gott og fjölbreytt tónlistarval. Ef maður hlustar á bandarískt gítarrokk, indíe og pönk, þ.e.)

Svo óska ég Pétri (hux) mági mínu innilega til hamingju með barnabarnið! Bestu kveðjur!

M

já - og ég uppfærði ljósmyndina af sjálfum mér undir færslunni "um höfundinn". Bæði konunni og mömmu fannst gamla myndin ómuguleg. Mömmu fannst ég líta út eins og "talibani" og Sollu eins og ég væri einhver marxískur tímaferðalangur, að bíða eftir að komast í rökræðu við Trotský...  en skeggið sem ég lét vaxa í sumar var orðið þreytt einhventímann í september!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband