Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Martin Luther King dagurinn

Martin Luther King.jpg

Washingtn Post fjallar um hörmulega söguþekkingu bandarískra háskólanema í tilefni MLK dagsins, en samkvæmt könnum vita heil 81% að Martin Luther King hafi verið að tala um réttlæti og bræðralag ólíkra kynþátta í "I have a dream" ræðu sinni. Af afganginum, 19% háskólanema, höfðu flestir einhverjar hugmyndirum hver hann væri, og flestir töldu að hann hefði barist fyrir afnámi þrælahalds. Þetta er merkilegra í ljósi þess að MLK dagurinn er opinber frídagur og öll börn fá frí úr skóla á þessum degi.

Many of the 10 federal holidays have become little more than days off school or work, even if they are dedicated to significant Americans, such as Abraham Lincoln and George Washington. Many people have no idea what Labor Day commemorates, educators say.

"Honestly, I never knew what Veterans Day was until last year," said Taneisha Rodney, 14, a ninth-grader at William E. Doar Jr. Public Charter School for the Performing Arts in Northeast Washington.

In many schools across the country, teachers say social studies has taken a back seat under the federal No Child Left Behind law, which stresses math and reading. Squeezing history into the curriculum can be difficult, educators say, and taking time out of a scheduled lesson to use a federal holiday -- even King's -- as a teaching moment can be tough.

Þetta er merkilegt í ljósi þess að saga hefur líka verið á undanhaldi í íslenskum skólum og greinar á borð við "lífsleikni" og kjarnagreinar, íslenska og stærðfræði, fá meira vægi. Mín eigin reynsla af því að kenna bandarískum háskólanemum evrópu og mannkynssögu er að það er yfirleitt um fimmtungur sem er algjörlega úti á þekju...


Fyrrverandi frambjóðandi Demokrata eltir uppi skemmdarvaga, vopnaður vélbyssu

Hackett.jpg

Paul Hackett bauð sig fram í Ágúst 2005 fyrir hönd demokrataflokksins í sérstökum aukakosningum til eins af þingsætum Ohio. Hackett tapaði naumlega fyrir "Mean" Jean Schmidt, og naumur sigur Schmidt var talinn til marks um hversu tæpt Repúblíkanaflokkurinn stæði, því kjördæmi þeirra Hackett og Schmidt er eitt af öruggustu kjördæmum repúblíkana í Ohio.

Á sínum tíma var Hackett talinn ein af björtustu vonum flokksins af mörgum Demokrötum - hann hafði barist í Írak, og eins og Jim Webb og aðrir "harðjaxlar" í flokknum var fánaberi hins nýja demokrataflokks sem er bæði skynsamari og meira "tough" en repúblíkanar. Með fyrrverandi hermenn eins og Hackett innan sinna raða vildu demokratar sýna bandarískum kjósendum að þeim væri betur treystandi til að stjórna Bandaríkjunum og utanríkisstefnu þeirra, reka "the war on terror" og almennt taka ábyrgar og skynsamlegar ákvarðanir. Og þó Hackett hafi tapað naumlega vann flokkurinn yfirburðasigur ári seinna.

En þó Hackett hefði hætt í pólítík hætti hann ekki að vera harðjaxl sem tekur málin í sínar eigin hendur og lætur skúrka og skítalabba ekki vaða yfir sig! Stuttu eftir seinustu kosningar vaknaði Hackett nefnilega upp við einhver læti. (Það er fyrst núna tveimur mánuðum seinna að fréttir af þessu atviki birtast...)

Police were called to Hackett's Indian Hill house after Fee failed to make a curve and ran into a fence at the home on Given Road, according to the police report.

When [Ranger Paul] White arrived at the house, Hackett's wife, Suzi, told him that her husband had called her to say he had stopped the men on Keller Road.

Hackett hafði nefnilega, einn og óstuddur rokið út í pikkuppinn sinn, vopnaður vélbyssu, til að elta uppi þessa villimenn! Eltingaleikur hans og glæpamannanna varð ekki mjög langur, því Hackett er þrautþjálfaður í að króa af "insurgents" og araba á götum Baghdad:

White called for backup. He arrived at a driveway in the 8700 block of Keller Road to find the three men lying face down near their small, black car and Hackett's pickup truck. With a flashlight, White saw a strap on Hackett's right shoulder and "what appeared to be an assault rifle hanging along his right side," White's report said.

White told Hackett to put away the rifle and "not take things into his own hands."

Hackett lýsti því hvað hafði gerst:

"He told the boys to 'Get the ---- out of the car and get on the ground.' ... He said he did not touch the vehicle with the rifle and maintained his distance. 'I knew they saw I was armed,' he said. He said he had done this about 200 times in Iraq, but this time there was not a translation problem," the Indian Hill police report said.

Ökumaður og farþegar bílsins sem Hackett yfirbugaði eins síns liðs voru handteknir fyrir umferðarlagabrotið, og fyrir að keyra án ökuréttinda, og svo fyrir að vera með "a concealed weapon" - einn var með hnúajárn í vasanum. Hackett sætir hins vegar rannsókn fyrir framferði sitt, því það er jú ekki ætlast til þess að prívatborgarar taki lögin í eigin hendur, vopnaðir vélbyssum...

M

 


Bandaríkin eru í stríði við "vondu kallana"

vondir kallar.jpg

Eftir Íraks-ræðu forsetans um daginn tóku fréttaskýrendur og allra handa sérfræðingar að útskýra fyrir sjónvarpsáhorfendum hvað W hefði raunverulega verið að segja, og í hverju utanríkisstefna hans fælist, og allar sjónvarpsstöðvar eru líka með "Military Specialists" sem útskýra hernaðarhliðina á þessari snilldarstrategíu forsetans (sem er að reyna aðeins meira og aðeins lengur að gera nákvæmlega það sama og hann hefur verið að gera undanfarin ár - og hefur sannað sig að virkar ekki...)

Á bloggi Reason.com var bent á að allir þessir hernaðarsérfræðingar hafi lýst átökunum á sama hátt: við (Bandaríkin) værum í stríði við "vondu kallana" - og það þyrfti að senda fleiri hermenn til að gera út um alla "vondu kallana". Sem dæmi: Fyrrverandi Brigadier Gen., James "Spider" Marks, í viðtali við Anderson Cooper á CNN:

He talked about clearing and securing. He talked about protecting good guys, in the vernacular. And he talked about killing bad guys. And the U.S. has to help protect the good, and the Iraqis need to get about the business of killing the bad guys.

Sömu leiðis fyrrverandi Col., Jack Jacobs, í viðtali við Scarborough á MSNBC:

[It's a] relatively small number of troops going into some neighborhoods in Baghdad, in parts of al Anbar Province, they're going to kill some bad guys, capture some bad guys, pacify some areas and turn those areas over to some Iraqi troops.

Þetta er nefnilega mjög einfalt mál: Það eru vondir menn í Írak, og það er ekki búið að drepa eða handsama þá alla, svo þessvegna þurfum við að senda 20.000 hermenn í viðbót - sem heitir hjá forsetanum "surge", og hljómar ægilega stórkarlalega - en 20.000 er rétt 15% aukning á herstyrk Bandaríkjanna, sem er nú ekkert mjög dramatískt. Sérstaklega þegar haft er í huga að aðeins 4.000 af þeim eiga að fara til Anbar, sem er samkvæmt forsetanum og hans mönnum miðstöð Al-Qaeda í Írak. Við eigum semsagt að trúa því að 4.000 manns eigi að geta gengið milli bols og höfuðs á Al-Qaeda og innan við 20.000 manns "the insurgency" í Baghdad. Það hljómar satt best að segja jafn trúverðugt og þegar ný-íhaldsmennirnir og "haukarnir" héldu því fram að innrásin myndi vera "a cakewalk" og að Bandaríkjaher yrði fagnað með blómsveigum og skrúðgöngum.

En burt séð frá því hversu ólíklegt það er að þetta "surge" forsetans eigi eftir að virka, þá er þessi útskýring á átökunum í Írak athyglisverð. Og þetta eru ekki bara "hernaðarsérfræðingar" sjónvarpsstöðvanna sem halda að stríðið snúist um vonda og góða kalla. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur sömu skýringu á átökunum. Í viðtali við Fox:

Before we would go into a place, clear, and leave, and the insurgents and bad guys would move back in and take over.

Ég tek undir með Reason.com að þessi einföldun á átökunum sé ekki bara heimskuleg, hún sé líka hættuleg. Það er akkúrat svona hugsanagangur sem hefur komið Bandaríkjunum í þær ógöngur sem þau eru í í Írak, þessi trú á að það þyrfti bara að drepa eða handsama "vonda kalla" og þá myndi allt verða í himnalagi og lýðræðið blómstra. Ný-íhaldsmennirnir héldu að bara ef Saddam yrði steypt af stóli myndi Írak breytast í lýðræðisríki - og ekki bara Írak, heldur myndu lýðræðisöfl um öll Mið-Austurlönd tvíeflast. Hermenn í Írak fengu meira að segja spilastokk með myndum af öllum "vondu köllunum" í ríkisstjórn Saddam sem yrði að handsama. En þó Saddam, sem vissulega var "vondur karl" hafi verið steypt af stóli breyttist Írak ekki í friðsæla paradís. Og þó það sé stöðugt verið að drepa "vonda kalla" hafa stríðsátökin magnast frekar en hitt.

Ástæðan er auðvitað sú að forsetinn gerði engar áætlanir um hernám og uppbyggingu Íraks aðrar en að drepa vonda kalla.

M


David Wu (D-Or): Bush bandaríkjaforseta er stjórnað af Klingonum...

David Wu, þingmaður demokrata frá Oregon, kvaddi sér hljóðs um daginn í sal fulltrúadeildarinnar og lýsti því yfir að Forseta bandaríkjanna væri stjórnað að "Faux Klingons" - þykjustu klingonum. Fyrir þá sem ekki þekkja til, eru klingonar ein af helstu þjóðflokkum Star Trek. Og Wu finnst það mjög alvarlegt mál að Hvíta húsinu sé stjórnað af Klingonum, en ekki tildæmis Vulkönum - en vulkanir eru geimverurnar sem eru með oddmjó eyru - frægasti Vulkaninn er auðvitað Spock. En hvað Vulkanar og Klingonar koma Bush og Hvíta húsinu við er hins vegar nokkuð óvíst. Eftir að hafa horft á Wu í nokkur skifti útskýra þessa stórfurðulegu samlíkingu á Sci-Fi og DC stjórnmála er ég eiginlega enn jafn áttavilltur. En semsagt, upptaka af Wu á YouTube:

Það er margt athugavert við þessa samlíkingu Wu. Til að byrja með þarf sennilega að útskýra þetta með "vúlkanina": Condoleezza Rice og nokkrir af helstu ráðgjöfum forsetans hafa verið kallaðir "Vúlkanir" - og á það að vísa til guðsins Vulkan, sem var rómverskur guð og sá um að smíða vopn og herklæði fyrir guðina, og er því sennilega verndari The Military-Industrial Complex. Vulkan var líka giftur "a trophy wife", því hann og Venus voru par. En þó Condoleezza og vúlkanirnir hafi haft einhver völd innan Hvíta hússins voru þau þó aldrei ráðandi rödd: Rumsfeld var t.d. aldrei einn af vúlkönunum, og vúlkanarnir og Nýíhaldsmennirnir voru sömuleiðis á sitt hvorri blaðsíðunni. Margir þeirra hafa þess utan hrökklast úr þjónustu forsetans, samanber Colinn Powell sem var einn af helstu vúlkönunum. Eini vúlkaninn sem er enn í áhrifastöðu innan stjórnar Bush er Rice.

Það kom mér því á óvart að Wu væri að reyna að halda því fram að segði að Hvíta Húsinu væri stjórnað af vúlkönum. Það meikar samt smá sens. En hvaðan hann fær það að þeir sem ráði ríkjum þykist vera Klingonar er mér algjörlega hulin ráðgáta - þá hefði verið nær lagi að halda því fram að það væru Romúlar sem hefðu náð völdum í Washington, því Rómular eru frændur Vúlkananna. Eða kannski hefði verið lógískt að halda því fram að Bush og félagar væru Kardassar? Það hefði þá allavegana verið eitthvað fútt í þeirri samlíkingu! Menning Klingona byggist á karlmennsku og heiðri, þeim er ílla við undirferli og leynimakk. Klingonarnir eru einhverskonar Mongólskir-Forngermanir eða eitthvað álíka, meðan Kardassarnir eru bæði siðlausir og svikulir. (Kardassarnir komu reyndar frekar lítið fyrir fyrr en í Deep Space-9, og kannski hefur David Wu aldrei horft á aðrar Star-trek seríur en "Star Trek: The original Series"?) Klingonarnir eru þess utan bandamenn The Federation og okkar jarðarbúa, meðan bæði Rómularnir og Kardassarnir neita að skilja að öll dýrin í skóginum þurfa að vera vinir! (Og ef einhver er í vafa um að The Federation sé ekki stjórnað af repúblíkönum, þá eru höfuðborgir þess tvær: San Fransisco og Paris!)

En hvað sem öðru líður er ég sammála Wu um að við hljótum að geta verið sammála um að þykjustuklingonar (ekkert frekar en þykjustukúrekar) eiga ekki að stjórna ríkjum!

Wu er ekki fyrsti þingmaðurinn til að reyna að tengja role-play nördisma við stjórnmálaskýringar: Rick Santorum vakti verðskuldaða athygli þegar hann hélt því fram að stríðið í Írak væri "eins og" Hringadróttinssaga, og að hann væri alveg hræðilega hræddur við að "auga Sauron" myndi skína á Bandaríkin.

M


Donald Trump styður loftárásir á Íran!

Hárkollan er sko skaphundur

Donald Trump, sem er af fréttaskýrendum talinn einn kjánalegasti þykjustu-miljarðamæringur okkar tíma hefur lýst því yfir að hann sé sko alveg fullkomlega fylgjandi hótunum forsetans um loftárásir á Íran! Trump í símaviðtali við Imus á MSNBC:

You know, the one thing I sorta liked was what they were saying about Iran. I believe you have to go in and strike Iran — not with soldiers. You know, it’s not a world of soldiers anymore. It’s a world of air. It’s a world of different kinds of, you know, we’ve changed.

Þetta er mikilvægt innlegg í umræðuna...

M


Bandaríkjaher hefur ekki heldur trú á að forsetinn viti hvað hann er að gera

Military Times.gif

Í gær skrifaði Friðjón um fréttaflutning ríkissjónvarpsins af "áföllum" fyrir Bush - og ég er hjartanlega sammála Friðjóni. Það er hálf kjánalegt að vera að fiska upp fréttir, þar sem engar eru, og halda því fram að það sé "áfall" fyrir forsetann að andstæðingar hans séu á móti honum. Ekki að ég held að forsetinn verði varla fyrir "áfalli" þegar upp kemst að fólk úti í bæ skuli ekki styðja hann og stefnu hans - Bush virðist fullkomlega ónæmur fyrir því hvað fólki finnst um sig og utanríkisstefnu sína. Þá finnst mér miklu merkilegra að flytja fréttir af því að menn, sem enginn hefur heyrt á minnst (ég þurfti sjálfur að fletta Paul Craig Roberts upp - ekki kannaðist ég við hann!), skuli segja að forsetinn líkist frægum evrópskum herstjórnendum á fimmta áratugnum.

En það hlýtur að geta flokkast sem áhyggjuefni fyrir forsetann að herinn skuli vera búinn að missa trúna. Því forsetinn hefur lagt mikið upp úr því að vera einhverskonar stríðsforseti og hefur fram til þessa sótt fylgi til hersins. (Ég viðurkenni að þessi frétt er nokkurra daga gömul - en ég gleymdi að skrifa um þetta þegar fréttirnar bárust - enda var það rétt fyrir áramót.)

Samkvæmt könnun dagblaða bandaríkjahers, Army Times, Navy Times, AirForce Times og Marine Times hefur herinn enga trú á getu forsetans til að leiða þá til sigurs í Írak, og er meira að segja mjög efins um að forsetinn hafi, eða hafi haft, hagsmuni hersins eða þjóðarinnar að leiðarljósi þegar hann fyrirskipaði innrásina!

Herinn er mjög á báðum áttum með það hvort innrásin hafi verið réttlætanleg:

Should the U.S. have gone to war in Iraq?

Yes
41%
No
37%
No opinion/no answer
9%
Decline to answer/no answer
11%

 

 

 

 

 

Meirihluti er ósáttur við hvernig forsetinn hefur staðið sig þegar kemur að Írak:

Do you approve or disapprove of the way George W. Bush is handling the situation with Iraq?

Approve
35%
Disapprove
42%
No opinion
10%
Decline to answer
12%

 

 

 

 

 

Og meirihluti Bandarískra hermanna er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að fjölga hermönnum í Írak - aðeins 38% telja að það þurfi að fjölga hermönnum í Írak, 26% telja að það eigi að fækka hermönnum og 13% að núverandi fjöldi sé ásættanlegur.

We currently have 145,000 troops in Iraq and Kuwait. How many troops do you think we should have there?

Zero
13%
0-50,000
7%
50,000-144,000
6%
145,000
13%
146,000-200,000
22%
200,000+
16%
No opinion/Don't know
23%
 

 

 

 

 

 

 

 

Herinn hefur ekki sérstaklega mikla trú á því að stríðið muni vinnast, 50% hafa einhverja von um að stríðinu ljúki með einhveskonar "sigri", meðan 41% eru þeirrar skoðunar að sigur sé ósennilegur:

Regardless of whether you think the U.S. should have gone to war, how likely is the U.S. to succeed?

Very likely to succeed
13%
Somewhat likely to succeed
37%
Not very likely to succeed
31%
Not at all likely to succeed
10%
No opinion/no answer
8%

 

 

 

 

 

 

Og herinn hefur enga trú á að stríðinu muni ljúka einhvertímann á næstu árum, 56% hermanna telja að bandaríkjamenn séu fastir í Írak um fyrirsjáanlega framtíð:

How long do you think the U.S. will need to stay in Iraq to reach its goals?

Less than a year
2%
1-2 years
8%
3-5 years
26%
5-10 years
31%
More than 10 years
23%
No opinion/no answer
8%

 

 

 

 

 

 

Áfall eða ekki, álit manna á forsetanum hefur fallið töluvert síðan 2001. 

M


Bush flytur ræðu - og gerir innrás í Íran í leiðinni

Kannski einhverntímann.jpg

Íraksræða forsetans í gær kom ekkert sérstaklega á óvart. Öll aðalatriði ræðunnar voru löngu kunn: 1) "Surge", 2) "Benchmarks" - og svo var viðbúið að forsetinn myndi tala um mikilvægi lýðræðis og þess að Bandaríjunum takist ætlunarverk sitt, að Írak verði stabílt og lýðræðislegt. Svo var líka fyrirséð að forsetinn myndi reyna að sýnast voðalega skilningsríkur og bi-partisan.

Og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum þegar ég kveikti á sjónvarpinu í gærkvöld. Ræðan var mjög vel skrifuð og Bush var upp á sitt allra besta - kom vel fyrir og talaði sæmilega hratt, tafsaði ekkert og var ekki með neitt of stórkarlalegt glott. Eftir að hafa hlustað á hann í um 15 mínútur eða svo var ég eiginlega orðinn honum hjartanlega sammála: nú þurfum við öll að standa saman og styðja við bakið á forsetanum sem ætlar ser - nei, mun - að bjarga Írak frá glötun.

Eða eitthvað þannig. Í það minnsta var ræðan miklu áheyrilegri en ég bjóst við. Ég gat ekki alveg gert það upp við mig hvort hann væri að reyna að líta út fyrir að vera umburðarlyndur og ábyrgur, áhyggjufullur yfir öllu stríðinu eða hvort hann væri taugaveiklaður og stressaður og fyndist óþægilegt að sitja svona frammi fyrir þjóðinni og reyna að sannfæra fólk um eitthvað sem það hefur enga trú á.

Fyrsta útspil forsetans í ræðunni var að halda því fram að allt hafi verið í besta lagi - og allar áætlanir hans og stjórnar hans hafi verið að svínvirka, alveg þar til einhverntímann fyrir einu og hálfu ári, eða svo. Þá hafi Íranir og Al-Qaeda farið að grafa undan stöðugleika í landinu og kynt undir "sectarian violence" ofbeldi og upplausn. Og þegar allt var komið á kaf í ofbeldi og upplausn fóru allar góðu áætlanirnar út um þúfur... Írakski herinn var of lítill og Bandaríkjamenn og Írakar gátu ekki tryggt frið í borgarhverfum og landssvæðum þar sem óeirðaseggirnir búa. Nú, og lógísk niðurstaða er því að senda fleiri hermenn til Írak - enda var það næsta atriði sem forsetinn minntist á. Og forsetinn hélt því fram að allir sem hann hefði talað við væru nokkurnveginn sammála þessari snilldaráætlun. Hermennirnir yrðu sendir til þess að styðja írköksku ríkisstjórnina sem þyrfti að mæta allskonar skilyrðum og ná einhverjum "benchmarks" um framfarir etc...

Fyrir mitt leyti óska ég forsetanum alls hins versta - en ég hlýt að vona að þessi áætlun hans virki. Ef það getur stillt til friðar í Írak að senda þangað fleiri hermenn væri það hið besta mál. Flestir bandarískir þingmenn sem ég hef heyrt tjá sig um þetta mál eru enda sömu skoðunar: Þeir lýsa sig í grundvallaratriðum ósammála því að senda fleiri hermenn til Írak, og lýsa sig andsnúna stríðinu, en bæta líka við að þeir muni ekki stoðva áætlun forsetans sem þeir voni að muni virka. Það er sömuleiðis ljóst að ef þetta "surge" virkar ekki mun stuðningur við stríðið minnka enn frekar.

En það var ekki allt þetta Írakstal sem var merkilegast í ræðu forsetans, heldur hitt, að hann bætti við nokkrum lítt duldum hótunum í garð Íran. Samkvæmt New York Times:

In some of his sharpest words of warning to Iran, Mr. Bush accused the Iranian government of “providing material support for attacks on American troops” and vowed to “seek out and destroy the networks providing advanced weaponry and training to our enemies.”

He left deliberately vague the question of whether those operations would be limited to Iraq or conducted elsewhere, and said he had ordered the deployment of a new aircraft carrier strike group to the region, where it is in easy reach of Iranian territory.

Þetta fannst mér merkilegt, því svo bætti forsetinn við:

“I recently ordered the deployment of an additional carrier strike group to the region.” 

Það er vitað mál að freigátur og flugvélamóðurskip eru nokkuð gagnslaus þegar kemur að því að elta skæruliða hús úr húsi - og ég get ekki alveg séð hvernig flotinn getur hjálpað til við að finna "Improvised Explosive Devices, IED's". Hins vegar eru flugvélamóðurskip og flugher flotans mjög gagnleg þegar kemur að því að hafa í hótunum við ríki sem búa yfir alvöru herjum, og hafa skotmörk sem hægt er að gera loftárásir á! Enda hafa margir liberal bloggarar í Bandaríkjunum allir stokkið á þetta atriði. Sjá Carpetbagger, Americablog, Think Progress, Crooks and Liars.

Og svona til að sýna að honum er fúlasta alvara gerði Bush árás á Íran í gær

Iraqi officials said Thursday that multinational forces detained as many as six Iranians in an overnight raid on Tehran's diplomatic mission in the northern city of Irbil....

The forces stormed the Iranian mission at about 3 a.m., detaining the five staffers and confiscating computers and documents, two senior local Kurdish officials said, speaking on condition of anonymity because of the sensitivity of the information....

A resident living near the mission said the foreign force used stun bombs in the raid and brought down an Iranian flag that was on the roof of the two-story yellow house. 

Í alþjóðasamskiftum er yfirleitt litið hornauga á innrásir í sendiráð annarra ríkja.

  • Umfjöllun New York Times um ræðu forsetans, hér, hér og hér.
  • Umfjöllun á Washington Post um ræðuna hér og hér, og LA Times hér og hér.


Fyrrverandi meðlimur ríkisstjórnar Ronald Reagan segir að Bush "sé eins og Hitler"

Paul Craig Roberts.gif

Ummæli Paul Craig Roberts, sem var aðstoðarfjármálaráðherra hjá Ronald Reagan eru til marks um hversu algjörlega George W. Bush hefur misst tiltrú bandarísku þjóðarinnar - ekki bara vinstri og miðjumanna, heldur líka repúblíkana og hægrimanna. Roberts er reyndar einhverstaðar á milli þess að vera klassískur íhaldsmaður og frjálshyggjumaður, frekar en "compassionate conservative" eins og Bush þykist vera - en það þýðir á mannamáli að hann sé "íhaldsmaður sem sé andsnúinn sköttum, aðhyllist ofvaxið ríkisbákn og vilji stórkarlalega utanríkisstefnu". (Roberts hefur ýmist verið flokkaður sem "Reagan conservative" og "paleo-conservative")

Í grein sem hann skrifar á AntiWar.com, líkti Roberts herstórnartækni og veruleikafirringu Bush við foringjann: (Greinina alla má lesa hér.)

Bush is like Hitler. He blames defeats on his military commanders, not on his own insane policy. Like Hitler, he protects himself from reality with delusion. In his last hours, Hitler was ordering non-existent German armies to drive the Russians from Berlin.

Roberts finnst líka óásættanlegt að "the surge" sem Bush heldur núna að eigi eftir að redda stríðinu í Írak skuli ekki virðast styðjast við neitt annað en óskhyggju - eða það sem verra er, það eigi að fjölga í herliði Bandaríkjanna í Írak af pólítískum ástæðum:

When word leaked that Bush was inclined toward the "surge option" of committing more troops by keeping existing troops deployed in Iraq after their replacements had arrived, NBC News reported that an administration official "admitted to us today that this surge option is more of a political decision than a military one." It is a clear sign of exasperation with Bush when an administration official admits that Bush is willing to sacrifice American troops and Iraqi civilians in order to protect his own delusions.

Mér hefur alltaf fundist hálf hallærislegt að líkja Bush við Hitler - eða repúblíkönum við nasista eða fasista. Bush er ekki Hitler, og Repúblíkanaflokkurinn er ekki fasistaflokkur. Að halda slíku fram gerir lítið úr raunverulegum glæpum Hitlers og fasistaflokka millistríðsáranna - meira að segja raunverulegir ný-nasistar og ný-fasistar í samtímanum eru ekki "eins og" nasistar eða fasistar millistríðsáranna. Að líkja Bush við Hitler er álíka klókt og að kalla alla vinstrimenn stalínista eða ásaka þá um ást á Sovétríkjunum eða Pol Pot. Svoleiðis hundalógík hefur alltaf farið í taugarnar á mér.

En Roberts passar sig á því að halda sér réttu megin við strikið í þessum pistli sínum - hann segir ekki að Bush reki nasíska innanríkispólítík, eða sé einhverskonar nútíma Hitler. Það sem hann segir er að herstjórn Bush og herstjórn Hitler sé óþægilega lík: Bush, líkt og Hitler á sínum tíma, neitar að horfast í augu við raunveruleikann, og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um þær ógöngur sem misheppnuð utanríkispólítík hans er komin í. Og líkt og Hitler heldur Bush að það sé hægt að tefla fram og til baka ímynduðum stórfylkjum ímyndaðra hermanna - því Bandaríkjaher býr ekki yfir öllum þessum tugþúsundum hermanna sem á að senda til Írak! Hernum hefur tekist að ná markmiðum um nýskráningar með því að taka við mönnum sem áður voru dæmdir óhæfir: menn sem hafa fallið úr grunnskóla, menn með sakaskrá - og hámarksaldur nýskráðra hermanna hefur verið hækkaður upp í 43 ár! Sérfræðingar í málefnum hersins segja að "military recruiters" séu "scraping the bottom of the barrel", og að það muni taka mörg ár að endurmanna herinn almennilegu og hæfu fólki og þjálfa alla þá nýliða.

M

 

AntiWar.com talar fyrir klassískri einangrunarstefnu, og er mjög "libertarian-leaning" en mjög margir bandarískir frjálshyggumenn eru einangrunarsinnar. Enda er það fullkomlega ósamrýmanlegt sannri frjálshyggju að styðja risavaxna ríkisrekna heri sem borgað er fyrir með skattlagningu!

This site is devoted to the cause of non-interventionism and is read by libertarians, pacifists, leftists, "greens," and independents alike, as well as many on the Right who agree with our opposition to imperialism. Our initial project was to fight for the case of non-intervention in the Balkans under the Clinton presidency...


Trúvillingurinn Pat Roberts og bandarískir evangelistar

Trúvillingurinn Pat Robertson.jpg

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með bandarískum samfélagsmálum að sjónvarpspredikarinn Pat Robertson talar við guð. Á undanförnum árum hefur Robertson hvað eftir annað kveðið sér hljóðs í fjölmiðlum og þóst hafa átt í prívatsamtali við almættið um yfirvofandi heimsendi eða syndafall. Sá guð sem Robertson talar við hefur nefnilega ekki áhuga á neinu nema samkynhneigð og fóstureyðingum - jú, og svo því að refsa mannkyninu.

Frægasta yfirlýsing Robertson er vafalaust staðhæfing hans að hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 hafi verið refsing fyrir femínisma og samkynhneigð Bandaríkjamanna:

"I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU*, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'"

Síðan einhverntímann snemma á níunda áratugnum hefur Robertson, nokkurnveginn árlega, spáð fyrir um heimsendi rétt hanan við hornið, nú, eða einhverjar mjög stórkostlegar hörmungar aðrar.  Árleg heimsendaspá Robertson fyrir 2007 (sjá líka hér) er reyndar nokkuð niðurvötnuð. Ekkert um endurkomu frelsarans, eða syndaflóð (heimsendaspáin fyrir 2006 gerði ráð fyrir syndaflóði...). Bara nokkur milljón manns, en guð var ekki með það á hreinu hvort það yrði í kjarnorkuárásum, eða einhverskonar öðrum hamförum:

Well, the other thing I felt was that evil men -- evil people -- are going to try to do evil things to us and to others during the last part of this year. I don't know whether it'll be in the fall or September or later on, but it will be the second half, somehow, of 2007. There will be some very serious terrorist attacks. The evil people will come after this country and there's a possibility that -- not a possibility, a definite certainty -- that chaos is going to rule and the Lord said the politicians will not have any solutions for it. There's just going to be chaos.

but it's going to happen, and I'm not saying necessarily nuclear -- the Lord didn't say nuclear -- but I do believe it'll be something like that -- they'll be a mass killing, possibly millions of people -- major cities injured.

Þessar stöðugu yfirlýsingar Robertson eru farnar að valda mörgum trúuðum Bandaríkjamönnum áhyggjum, því þær fá ómælda athygli í fjölmiðlum, og gera ekkert til að auka tiltrú sæmilega vitiborins fólks á evangelistum. Um helgina birti San Fransisco Chronicle grein um vaxandi gremju evangelista:

"It's downright embarrassing," said Todd Spitzer, pastor at Regeneration in Oakland and Dolores Park Church in San Francisco. "When he makes these statements and ties God's name to it, he's like the self-proclaimed spokesman for God and evangelical Christianity. It's an obstacle to us when we want to present a reasonable faith."

The more outrageous or quirky the comment, the quicker it zips into newspapers and television news programs and floods the Web. The result, evangelical ministers say, is that sincere believers get tarnished in the process.

... Evangelical ministers said they are constantly battling stereotypes of evangelicals as uncritical thinkers who are "marching lockstep to some leader." They said Robertson's comments only strengthen those misperceptions.

Vandamálið er að þeir sem tala opinberlega fyrir trúaða bandaríkjamenn og evangelista eru nánast allt skoffín á borð við Robertson: Seníl gamalmenni sem halda að þeir séu málpípur guðs - og sá guð er yfirleitt aðallega upptekinn af því að deila út eldi og brennisteini. Nú, eða þá hræsnarar á borð við Ted Haggard, sem hrökklaðist frá sem formaður Landssamtaka bandarískra evangelista eftir að í ljós kom að hann var hafði átt í löngu sambandi við karlkyns "escort" og keypt af honum spítt. (sjá nokkrar af færslum mínum um Haggard hér og hér) Meðan evangelistar leyfa svona mönnum að vera talsmenn sína er ekki von nema vitiborið og skynsamt fólk hafi efasemdir um hversu "reasonable" eða "sincere" trú þeirra er.

Bandarískir evangelistar eru líka margir byrjaðir að átta sig á því að femínismi, fóstureyðingar og samkynhneigð eru ekki alvarlegustu "vandamálin" sem mannkynið stendur frammi fyrir, og byrjaðir að beina sjónum sínum að raunverulegum vandamálum - eins og fátækt, félagslegu óréttlæti og umhverfisvernd. Umhverfisvernd heitir þá "creation care" - því það hlýtur að vera skylda okkar að fara vel um sköpunarverkið? Og það vita allir hvað nýja testamentið segir um fátækt og ríkidæmi.

Það skemmtilegasta við greinina í SFChronicle var að margir evangelistar eru ekki bara að missa þolinmæðina, þeir eru farnir að ásaka Robertson um trúvillu!

Several Bay Area evangelical ministers said Robertson's purported divine prophecies are heretical because the statements presume that he can add to the inerrant word of God, as written in the Bible.

"He's going beyond the authority of Scripture," said Lee. "He's walking out on his own plank."

Undanfarin tvö ár hef ég við og við rekist á greinar í bandarískum blöðum um kynslóðaskipti í flokki evangelista, og í ljósi þess hversu mikilvægur stuðningur þeirra er fyrir Repúblíkanaflokkinn, gæti breyting á hugmyndafræði og í leiðtogaliði "the moral majority" haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál.

M

*ACLU - the American Civil Liberties Union stendur vörð um stjórnarskrárvarin réttindi bandaríkjamanna, m.a. til trúfrelsis og málfrelsis. Maður þarf að vera andskoti afundinn afturhaldssinni, eða hafa mjög vonda samvisku, til að halda að ACLU sé einhverveginn and-amerískt. 


Sjónvarpsmaðurinn og spjátrungurinn Geraldo Rivera og Keith Olberman

Rivera með yfirvaraskeggið.jpg

Geraldo Rivera er sennilega einn tilgerðarlegasti og kjánalegasti fréttamaðurinn í bandarísku sjónvarpi. Rivera var lengi vel NBC og CNBC, en flutti sig til Fox News haustið 2001. Rivera varð m.a. frægur fyrir langt viðtal við Michael Jackson - en sjónvarpsframi Rivera hefur fyrst og fremst byggt á frekar ómerkilegum fréttaflutningi af slúðurmálum og "exposes". Spjátrungslegt yfirvaraskeggið fer mjög vel með fréttaflutningi af klæðskiftingum og börnum sem eru föst oní brunni einhverstaðar í Kansas.

En Rivera hefur aðrar hugmyndir um sjálfan sig. Honum finnst hann nefnilega vera mikið karlmenni - og sér sjálfan sig sem óttalausan stríðsfréttaritara. Og eftir að hann fékk vinnu hjá Fox fékk Rivera útrás fyrir karlmennskudrauma sína: Fox sendi hann bæði til Afghanistan og Írak. Rivera varð svo upprifinn af allri þessari stríðsreynslu sinni að honum fannst fullkomlega eðlilegt að halda því fram að hann hefði meiri reynslu af stríði en John Kerry - sem barðist í Vietnam. Í spjallþætti í sumar með Bill O'Reilly sagði Rivera orðrétt:

...in the last 35 years, I've seen a hell of a lot more combat than John Kerry

Því Rivera telur sig hafa "seen combat" þegar hann var fréttaritari í Afghanistan og Írak - og séð svo mikið af bardögum að hann væri einhvernveginn alveg jafn sjóaður í hermennsku og John Kerry. Það að "seen combat" geti haft tvær merkingar í ensku er engin afsökun - því Rivera var að leggja það að jöfnu að horfa á bardaga og taka þátt í þeim. Ég hef líka séð fullt af stríði - ég sá Predator með Swartzenegger þrisva... Og í framhaldi af því gat Rivera því sett sig á háan hest og sagt að tal Kerry um að það þyrfti að setja einhver tímatakmörk á hersetu Bandaríkjamanna í Írak væri einhverskonar landráð: Kerry væri "aiding and abetting the enemy". Það sem gerði þessa furðulegu yfirlýsingu Rivera eiginlega enn fáránlegri er að vorið 2003 gerði Bandaríkjaher hann brottrækan frá Írak fyrir að sjónvarpa leynilegum hernaðaráætlunum!

Víkur þá sögunni að Keith Olbermann. Olbermann er þáttastjórnandi á MSNBC, og þykir frekar frjálslyndur - hann hefur t.d. verið óhræddur við að gagnrýna Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn, sem er, þrátt fyrir allt píp um "the liberal media" mjög sjaldgæft í kapalsjónvarpi. Í lok hvers þáttar tilnefnir Olbermann "worst person in the world" fyrir ósvífnustu eða andstyggilegustu ummæli dagsins. Bill O'Reilly hefur nokkuð oft verið þess heiðurs aðnjótandi - og í kjölfar þessara undarlegu Kerry ummæla fékk Rivera að vera "worst person in the world". Síðan þá hefur Rivera verið ílla við Olberman.

Fram til þessa hefur Rivera látið sér nægja að kalla Olbermann íllum nöfnum - en fyrir jól mætti Rivera í útvarpsviðtal í Orlando þar sem hann lofaði að láta Olbermann vita hvar Davíð keypti ölið. (Skv. Scott Maxwell, sem er víst einhverskonar blaðamaður og bloggari á Orlando Sentinel):

Geraldo was visiting with 104.1 FM's Monsters just before Christmas, when they asked him about the time he made international headline for disclosing too much information about troops in Iraq. Geraldo claimed the incident was blown out of proportion, largely by NBC -- and specifically Olbermann. Geraldo then began mumbling semi-audible names, seemingly meant to describe Olbermann: "midget ... punk ... slimeball."

But then, with the Monsters helpful prodding, Geraldo went a step further, leaving no doubt about what he was saying. He called Olbermann a coward -- specifically a "[female part of the anatomy] who wouldn't walk across the street against the red light."

He then said he was ready to fight him, saying: "I would make a pizza out of him."

Oh, and before leaving the topic, Geraldo offered an example of a TV talker who's a "real man" ... that would apparently be Montel Williams.

Það meikar auðvitað fullkominn sens að Montel Williams sé "alvöru karlmaður" í augum spjátrungsins Rievera - markhópur Montel eru frústreraðar húsmæður sem eru komnar yfir breytingarskeyðið...

M

(Ég skal viðurkenna að Montel er ekki alslæmur - yfirleitt hafa þættirnir hans frekar jákvæð skilaboð.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband