Enn víðtækari heimildir Bush stjórnarinnar til að njósna um eigin borgara

póstkassi.jpg

Rétt fyrir jólafrí skrifaði Bush bandaríkjaforseti undir ný póstlög. Þessi póstlög voru alls ekki mjög merkileg - áhugaverðasta atriði þeirra var víst að það einhver ákvæðum um auglýsinga- og ruslpóstsendingar var breytt: samkvæmt nýju lögunum er víst eitthvað ódýrara að senda út tilboð um ný kreditkort og tilboð um tímaritaáskriftir.

En þegar Bush skrifaði undir lögin bætti hann við einni af sínum alkunnu "signing statements" - en það er nokkurskonar "eftirmáli" þar sem forsetinn lýsir yfir hvaða skilning hann leggur í lögin. Bush hefur beitt slíkum "signing statements" mun meira en nokkur fyrirrennari hans - og það sem meira er, "signing statements" Bush hafa ofter en ekki gengið út á að lýsa því yfir að forsetinn hygðist ekki fara að lögum sem þingið hefur samþykkt.

Nýjasta dæmið eru fyrrnefnd póstlög. Aftan við póstlögin bætti forsetinn nefnilega við yfirlýsingu þess efnis að hann áskildi sér fullan rétt til þess að opna og lesa póst - án dómsúrskurðar! Það besta er að lögin sjálf ítreka að það megi ekki opna neinn póst án dómsúrskurðar!

Most of the Postal Accountability and Enhancement Act deals with mundane reform measures. But it also explicitly reinforced protections of first-class mail from searches without a court's approval.

Yet in his statement Bush said he will "construe" an exception, "which provides for opening of an item of a class of mail otherwise sealed against inspection in a manner consistent ... with the need to conduct searches in exigent circumstances."

"The [Bush] signing statement claims authority to open domestic mail without a warrant, and that would be new and quite alarming," said Kate Martin, director of the Center for National Security Studies in Washington.

"You have to be concerned," agreed a career senior U.S. official who reviewed the legal underpinnings of Bush's claim. "It takes Executive Branch authority beyond anything we've ever known."

Critics point out the administration could quickly get a warrant from a criminal court or a Foreign Intelligence Surveillance Court judge to search targeted mail, and the Postal Service could block delivery in the meantime.

Ég skil ósköp vel að yfirvöld þurfi stundum að opna og lesa póst, og mér finnst líka mjög eðlilegt að yfirvöld fái að njósna um eigin og annarra þjóða borgara. Slíkt verður enn mikilvægara þegar um er að ræða stórveldi eins og Bandaríkin. En það þurfa líka að vera einhverskonar takmörk á því hvernig þessháttar njósnir eru stundaðar, og það þarf líka að vera einhverskonar eftirlit með framkvæmdavaldinu. Til þess er þrískipting ríkisvaldsins!

Síðan á áttunda áratugnum hafa ströng lög gilt um rétt framkvæmdavaldsins til að opna og lesa póst almennings, en þá komst upp að öll eftirstríðsárin hafði bæði CIA og FBI kerfisbundið opnað og lesið póst þúsunda bandaríkjamanna. Skv Washington Post:

Among the targets were "large numbers of American dissidents, including those who challenged the condition of racial minorities and those who opposed the war in Vietnam," according to a report by the Senate panel, known as the Church committee. Also surveilled was "the mail of Senators, Congressmen, journalists, businessmen, and even a Presidential candidate," the report said.

Það er því ekki að ástæðulausu að sumir hafi áhyggjur af þessu nýjasta útspili forsetans! 

En þetta hefur kannski ekkert með virðingu, eða virðingarleysi, Bush stjórnarinnar fyrir lögum og rétti, en kannski meira með djúpstæða vænisýki stjórnarninnar, því á sama tíma og fréttir bárust af því að forsetinn vildi fá að opna og lesa sendibréf almennings fréttist að Hvíta Húsið hefði þegjandi og hljóðalaust ákveðið að loka listum yfir þá sem fá viðtal við forsetann: Fram til þessa hafði almenningur rétt á að vita hverjir hittu forseta landsins að máli, en núna eru þær upplýsingar leynilegar! Skv AP:

WASHINGTON - The White House and the Secret Service quietly signed an agreement last spring in the midst of the Jack Abramoff lobbying scandal declaring that records identifying visitors to the White House are not open to the public

The Bush administration didn't reveal the existence of the memorandum of understanding until last fall. The White House is using it to deal with a legal problem on a separate front, a ruling by a federal judge ordering the production of Secret Service logs identifying visitors to the office of Vice President

Þessi snilldarleikur kom í kjölfar þess að forsetinn var beðinn um upplýsingar um hversu oft Jack Abramoff hefði heimsótt Hvíta Húsið...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband