Líka bara í Bandaríkjunum: "only place in the world to offer everyday people a chance to Ride a World War II T-34/85 tank"

Ég er á leiðinni í hinn fullkomna helgarbíltúr, tímaferðalag eða heimsókn í alternatíve veruleika! Í Morristown Minnesota er nefnilega boðið upp á að keyra alvöru rússneskan T-34 skriðdreka, að vísu kostar þetta ævintýri mig um 400 dollara, en mér finnst það lítill peningur í skiptum fyrir once-in-a-lifetime upplifun! Það er ekki á hverjum degi sem maður getur fengið að keyra alvöru skriðdreka úr seinni heimsstyrjöldinni.

Ég hef ákveðið að réttlæta þetta fyrir mér með því að segja að þetta sé bara sagnfræðilegur áhugi minn, og löngun til að komast í fyskial snertingu við fortíðina, en satt best að segja held ég að alla stráka hafi einhverntímann dreymt um að keyra skriðdreka ;) Jú, og svo er ég auðvitað að gera þetta fyrir 9 ára son minn - hann er búinn að vera að hlakka til í margar vikur!

Á morgun ætla ég svo að segja fréttir af skriðdrekaævintýrinu!

Heimasíða Tank Ride er hér, fyrir þá sem hafa áhuga.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband