Olbermann hefur undanfarnar vikur og mánuði orðið stöðugt beinskeyttari í árásum sínum á Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn. Reyndar er ekki rétt að kalla umfjöllun Olbermann árásir, því það eina sem hann hefur gert er að benda á óþæilegar staðreyndir og segja það sem flest sæmilega skynsamt og heiðarlegt fólk hefur verið að segja í hljóði undanfarin fimm, sex ár.
Nýjasta dæmið er umfjöllun Olberman um nýja auglýsingu Repúblíkanaflokksins sem notar Al-Qaeda myndskeið til þess að hræða kjósendur til að kjósa repúblíkana í nóvember. Olbermann flettir upp í Websters og kemst að þeirri niðurstöðu að Repúblíkanaflokkurinn sé sjálfur sekur um terrorisma, og sé tvímælalaust "the leading terrorist group in this country".
Sjá myndbandið hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.