Bandaríkjaher hefur ekki heldur trú á að forsetinn viti hvað hann er að gera

Military Times.gif

Í gær skrifaði Friðjón um fréttaflutning ríkissjónvarpsins af "áföllum" fyrir Bush - og ég er hjartanlega sammála Friðjóni. Það er hálf kjánalegt að vera að fiska upp fréttir, þar sem engar eru, og halda því fram að það sé "áfall" fyrir forsetann að andstæðingar hans séu á móti honum. Ekki að ég held að forsetinn verði varla fyrir "áfalli" þegar upp kemst að fólk úti í bæ skuli ekki styðja hann og stefnu hans - Bush virðist fullkomlega ónæmur fyrir því hvað fólki finnst um sig og utanríkisstefnu sína. Þá finnst mér miklu merkilegra að flytja fréttir af því að menn, sem enginn hefur heyrt á minnst (ég þurfti sjálfur að fletta Paul Craig Roberts upp - ekki kannaðist ég við hann!), skuli segja að forsetinn líkist frægum evrópskum herstjórnendum á fimmta áratugnum.

En það hlýtur að geta flokkast sem áhyggjuefni fyrir forsetann að herinn skuli vera búinn að missa trúna. Því forsetinn hefur lagt mikið upp úr því að vera einhverskonar stríðsforseti og hefur fram til þessa sótt fylgi til hersins. (Ég viðurkenni að þessi frétt er nokkurra daga gömul - en ég gleymdi að skrifa um þetta þegar fréttirnar bárust - enda var það rétt fyrir áramót.)

Samkvæmt könnun dagblaða bandaríkjahers, Army Times, Navy Times, AirForce Times og Marine Times hefur herinn enga trú á getu forsetans til að leiða þá til sigurs í Írak, og er meira að segja mjög efins um að forsetinn hafi, eða hafi haft, hagsmuni hersins eða þjóðarinnar að leiðarljósi þegar hann fyrirskipaði innrásina!

Herinn er mjög á báðum áttum með það hvort innrásin hafi verið réttlætanleg:

Should the U.S. have gone to war in Iraq?

Yes
41%
No
37%
No opinion/no answer
9%
Decline to answer/no answer
11%

 

 

 

 

 

Meirihluti er ósáttur við hvernig forsetinn hefur staðið sig þegar kemur að Írak:

Do you approve or disapprove of the way George W. Bush is handling the situation with Iraq?

Approve
35%
Disapprove
42%
No opinion
10%
Decline to answer
12%

 

 

 

 

 

Og meirihluti Bandarískra hermanna er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að fjölga hermönnum í Írak - aðeins 38% telja að það þurfi að fjölga hermönnum í Írak, 26% telja að það eigi að fækka hermönnum og 13% að núverandi fjöldi sé ásættanlegur.

We currently have 145,000 troops in Iraq and Kuwait. How many troops do you think we should have there?

Zero
13%
0-50,000
7%
50,000-144,000
6%
145,000
13%
146,000-200,000
22%
200,000+
16%
No opinion/Don't know
23%
 

 

 

 

 

 

 

 

Herinn hefur ekki sérstaklega mikla trú á því að stríðið muni vinnast, 50% hafa einhverja von um að stríðinu ljúki með einhveskonar "sigri", meðan 41% eru þeirrar skoðunar að sigur sé ósennilegur:

Regardless of whether you think the U.S. should have gone to war, how likely is the U.S. to succeed?

Very likely to succeed
13%
Somewhat likely to succeed
37%
Not very likely to succeed
31%
Not at all likely to succeed
10%
No opinion/no answer
8%

 

 

 

 

 

 

Og herinn hefur enga trú á að stríðinu muni ljúka einhvertímann á næstu árum, 56% hermanna telja að bandaríkjamenn séu fastir í Írak um fyrirsjáanlega framtíð:

How long do you think the U.S. will need to stay in Iraq to reach its goals?

Less than a year
2%
1-2 years
8%
3-5 years
26%
5-10 years
31%
More than 10 years
23%
No opinion/no answer
8%

 

 

 

 

 

 

Áfall eða ekki, álit manna á forsetanum hefur fallið töluvert síðan 2001. 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband