Bandaríkin eru í stríði við "vondu kallana"

vondir kallar.jpg

Eftir Íraks-ræðu forsetans um daginn tóku fréttaskýrendur og allra handa sérfræðingar að útskýra fyrir sjónvarpsáhorfendum hvað W hefði raunverulega verið að segja, og í hverju utanríkisstefna hans fælist, og allar sjónvarpsstöðvar eru líka með "Military Specialists" sem útskýra hernaðarhliðina á þessari snilldarstrategíu forsetans (sem er að reyna aðeins meira og aðeins lengur að gera nákvæmlega það sama og hann hefur verið að gera undanfarin ár - og hefur sannað sig að virkar ekki...)

Á bloggi Reason.com var bent á að allir þessir hernaðarsérfræðingar hafi lýst átökunum á sama hátt: við (Bandaríkin) værum í stríði við "vondu kallana" - og það þyrfti að senda fleiri hermenn til að gera út um alla "vondu kallana". Sem dæmi: Fyrrverandi Brigadier Gen., James "Spider" Marks, í viðtali við Anderson Cooper á CNN:

He talked about clearing and securing. He talked about protecting good guys, in the vernacular. And he talked about killing bad guys. And the U.S. has to help protect the good, and the Iraqis need to get about the business of killing the bad guys.

Sömu leiðis fyrrverandi Col., Jack Jacobs, í viðtali við Scarborough á MSNBC:

[It's a] relatively small number of troops going into some neighborhoods in Baghdad, in parts of al Anbar Province, they're going to kill some bad guys, capture some bad guys, pacify some areas and turn those areas over to some Iraqi troops.

Þetta er nefnilega mjög einfalt mál: Það eru vondir menn í Írak, og það er ekki búið að drepa eða handsama þá alla, svo þessvegna þurfum við að senda 20.000 hermenn í viðbót - sem heitir hjá forsetanum "surge", og hljómar ægilega stórkarlalega - en 20.000 er rétt 15% aukning á herstyrk Bandaríkjanna, sem er nú ekkert mjög dramatískt. Sérstaklega þegar haft er í huga að aðeins 4.000 af þeim eiga að fara til Anbar, sem er samkvæmt forsetanum og hans mönnum miðstöð Al-Qaeda í Írak. Við eigum semsagt að trúa því að 4.000 manns eigi að geta gengið milli bols og höfuðs á Al-Qaeda og innan við 20.000 manns "the insurgency" í Baghdad. Það hljómar satt best að segja jafn trúverðugt og þegar ný-íhaldsmennirnir og "haukarnir" héldu því fram að innrásin myndi vera "a cakewalk" og að Bandaríkjaher yrði fagnað með blómsveigum og skrúðgöngum.

En burt séð frá því hversu ólíklegt það er að þetta "surge" forsetans eigi eftir að virka, þá er þessi útskýring á átökunum í Írak athyglisverð. Og þetta eru ekki bara "hernaðarsérfræðingar" sjónvarpsstöðvanna sem halda að stríðið snúist um vonda og góða kalla. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur sömu skýringu á átökunum. Í viðtali við Fox:

Before we would go into a place, clear, and leave, and the insurgents and bad guys would move back in and take over.

Ég tek undir með Reason.com að þessi einföldun á átökunum sé ekki bara heimskuleg, hún sé líka hættuleg. Það er akkúrat svona hugsanagangur sem hefur komið Bandaríkjunum í þær ógöngur sem þau eru í í Írak, þessi trú á að það þyrfti bara að drepa eða handsama "vonda kalla" og þá myndi allt verða í himnalagi og lýðræðið blómstra. Ný-íhaldsmennirnir héldu að bara ef Saddam yrði steypt af stóli myndi Írak breytast í lýðræðisríki - og ekki bara Írak, heldur myndu lýðræðisöfl um öll Mið-Austurlönd tvíeflast. Hermenn í Írak fengu meira að segja spilastokk með myndum af öllum "vondu köllunum" í ríkisstjórn Saddam sem yrði að handsama. En þó Saddam, sem vissulega var "vondur karl" hafi verið steypt af stóli breyttist Írak ekki í friðsæla paradís. Og þó það sé stöðugt verið að drepa "vonda kalla" hafa stríðsátökin magnast frekar en hitt.

Ástæðan er auðvitað sú að forsetinn gerði engar áætlanir um hernám og uppbyggingu Íraks aðrar en að drepa vonda kalla.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband