Þetta er það allra vitlausasta: Frambjóðandi breytir um nafn, heitir "Pro-Life Richardson"

pro-life-richardson.gif

Þetta er eiginlega svo fullkomlega vitlaust og brilliant á sama tíma að ég veit ekki alveg hvort ég á að hlæja eða falla í stafi yfir pólítískum klókindum mr Richardson, sem hét áður Marvin, en heitir núna Pro-Life! Richardson er í framboði til fylkisstjóra Idaho, fyrir 'The Constitution Party', sem er frekar sorglegur pólítískur félagsskapur sem berst fyrir sérkennliegum graut af íhaldssömum lausnum á þessum klassísku abortion, gun control, immigration, málum.

Í viðtali við CBS í Idaho sagði Mr Pro-Life eftirfarandi: "It seems like only a nut would do something like that, but I'm not a nutty kind of person at all" Richardson vildi fyrst fá að setja 'pro-life' inní nafn sitt á kjörseðlinum, en stjórnvöld bönnuðu það, svo hann ákvað að breyta nafninu, og segist núna ætla að bjóða sig fram í hverjum kosningum þar til hann nær kjöri.

Aumingja kona Mr Pro-Life Richardson er ennþá að jafna sig á umskiptunum - "My wife, she's not into calling me Pro-Life yet," segir Richardson, konan, sem hét áður Kirsten Faith Richardson er að velta því fyrir sér að breyta sínu nafni í Kirsten Faith Pro-Life. Richardson gerði sér lítið fyrir og breytti nafni 10 ára sonar síns í leiðinni - sá heitir núna Grant Pro-Life Richardson.

Ef þetta er ekki pólítískt fjölskylduveldi í uppsiglingu veit ég ekki hvað!

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þegar fjallað er um nafnabreytingar pólitíkusa þá má

ekki gleyma Byron Low Tax Looper sem situr nú í fangelsi í Tennessee fyrir að skjóta og drepa mótframbjóðanda sinn. Low Tax hafði komist að því að kosningalög Tennessee voru þannig að ef frambjóðandi lést innan ákveðinna tímamarka þá væri nafn hans tekið af kjörseðlinum og ekkert nafn kæmi í staðinn. Þannig yrði Low Tax einn á seðlinum og ynni örugglega kosninguna. Þetta plan gekk ekki alveg upp.

Ekkjan sigraði í "write-in" kosningu. þetta mál var eitthvað í fréttum árið 2000 þegar John Ashcroft tapaði fyrir látnum manni og ekkjan tók sætið.

Það er allt um málið á wiki

http://en.wikipedia.org/wiki/Byron_Looper

kv.frf

Friðjón R. Friðjónsson, 21.9.2006 kl. 01:40

2 Smámynd: FreedomFries

Ég hef alveg misst af þessum Byron Low Tax! Hann og hans saga er tvímælalaust fáránlegri en Pro-Life. Þeir tveir ættu reyndar að fara í framboð saman? Þá vantar bara Joe "pro-gun" Shmoe og Chris "Kick the Immigrants Out" Olsson!

mbt

Magnús

FreedomFries, 21.9.2006 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband