Harry Potter í uppáhaldi í Gitmo

Á Kúbu skilst mér að sé einhverskonar herstöð, og fangabúðir, þar sem Bandaríkjastjórn geymir einhverskonar hryðjuverkamenn og aðra hörundsdökka menn sem litu grunsamlega út þegar Afghanistan var frelsað úr höndum Talibananna. Og til þess að sanna fyrir heiminum að það sé ekki farið ílla með þessa menn hefur Bandaríkjastjórn gefið út fréttatilkynningu: "Ten [fun] facts about Guantanamo". Fréttatilkynningasmiðir fangabúðadeildar bandaríkjahers virðast vera þeirrar skoðunar að okkur óbreyttum borgurum langi ekkert frekar en að vita hvaða spil og leiki fangar í Guantanamo skemmti sér við, hvað þeir fái að borða og hvað þeir lesi. Kannski hafa þeir haldið að stuðningur almennings við skipulagða lögleysu Bandaríkjastjórnar aukist, bara ef fólk vissi hversu gaman það er að vera haldið án dóms og laga í mörg ár.

Það besta er að Harry Potter bækurnar eru vinsælustu bækurnar í bókasafninu í Guantanamo. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en ég neita að trúa því að það geti staðist að hættulegir hryðjuverkamenn elski Harry Potter.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband