Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
Þetta eru auðvitað jólin fyrir alla sem hafa áhuga á mannlegri eymd og niðurlægingu - og fyrir þá sem hafa gaman af því að horfa á sjálfskipaða siðgæðisverði afhjúpaða sem pöddurnar sem þeir eru - nú, sennilega líka jólin! Síðan Mark Foley komst í fréttirnar fyrir ósmekklegar tölvupóstsendingar sínar hafa fjölmiðlar hér vestra skemmt sér við að velta sér uppúr kynferðislegu óeðli þingmannsins. ABC news eru með bestu umfjöllunina, og þar eru líka tenglar á suma af mjög svo vafasömum tölvupóstunum og öðrum internetsamskiptum Foley. Eftirfarandi eru IM samskipti hans við ónefndan ungling:
Maf54: You in your boxers, too?
Teen: Nope, just got home. I had a college interview that went late.
Maf54: Well, strip down and get relaxed.Maf54: What ya wearing?
Teen: tshirt and shorts
Maf54: Love to slip them off of you.Maf54: Do I make you a little horny?
Teen: A little.
Maf54: Cool.
Foley var langt frá því að vera einhverskonar peð - hann var í forystuliði republikanaflokksins, deputy whip, sat í the ways and means committee, og var formaður nefndar um "Missing and exploited children" - og í framvarðasveit þeirra sem börðust fyrir harðari löggjöf til að stemma stigu við "klámvæðingu" internetsins.
Federal authorities say such messages could result in Foley's prosecution, under some of the same laws he helped to enact.
Ætli það væri ekki "poetic justice"?
Reyndar er það bara hálfur skandallinn að Foley sé pervert - hinn helmingurinn af skandalnum er sá að aðrir leiðtogar republikana í þinginu vissu fullvel af því hverskonar hneygðir Foley hafði, og höfðu fengið veður af tölvupóstum hans. Foley hafði meira að segja verið bannað að vera í sambandi við unglinga sem voru í sumarvinnu í þinginu. Og þó þetta hátterni Foley hafi verið öllum í flokksforystunni fullkunnugt voru fyrstu viðbrögð flokksins að kenna demokrötum um. Þetta væri alltsaman einhverskonar samsæri demokratans Tim Mahoney sem er í framboði gegn Foley. Það er mjög traustvekjandi að vita til þess að fyrstu viðbrögð flokksins - jafnvel þegar menn eins og Foley eiga í hlut - sé að ljúga og hylma yfir.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.10.2006 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 29.9.2006
Anti Defamation League skerst í leikinn Borat-Kasakstan deilunni: "Borat er dóni, og segir ljóta hluti"
Bandarísk blogg hafa verið að fjalla um þrjá hluti undanfarna tvo daga: 1) Macaca, 2) Foley, 3) Borat. Og fyrir vikið höfum við öll gleymt NIE skýrslunni - en það er nógur tími fram að kosningum til að velta því fyrir sér utanríkisstefna bandaríkjastjórnar og hversu hörmulega mislukkuð, og næstum fyndin hún er, þ.e. ef hún kostaði ekki milljarða í almannafé, og þúsundir mannslífa. Og svo eru það auðvitað fréttir af tengslum Karl Rove og Abramoff.
En svoleiðis alvörufréttir eru frekar depressing - og þessvegna hef ég hugsað mér að halda mig við Borat og Macaca í bili. Og það er af nógu að taka!
The Anti Defamation League, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með andsemítisma og árásum á gyðinga hefur séð ástæðu til þess að útskýra það fyrir Bandaríkjamönnum að Kasakstanski blaðamaðurinn Borat sé bara grín - hann sé EKKI TIL Í ALVÖRUNNI, og því engin ástæða til að vera að taka skoðanir hans á gyðingum of alvarlega. (Samkvæmt Borat ætti að skjóta gyðinga, því þeir eru vondir, með stór nef, gráðugir og almennt til ama). En ADL telur samt ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því hversu dónalegur Borat sé, og svo sé voða voða ljótt að gera grín að Kakakstan. ADL telur sig nefnilega líka vita hverngi best sé að gera grín: "It would have been better to have used a mythological country". Reyndar eru kaflar í fréttatilkynningu ADL sem eru frekar fyndnir:
"When approaching this film, one has to understand that there is absolutely no intent on the part of the filmmakers to offend, and no malevolence on the part of Sacha Baron Cohen, who is himself proudly Jewish. We hope that everyone who chooses to see the film understands Mr. Cohen's comedic technique, which is to use humor to unmask the absurd and irrational side of anti- Semitism and other phobias born of ignorance and fear.
"We are concerned, however, that one serious pitfall is that the audience may not always be sophisticated enough to get the joke, and that some may even find it reinforcing their bigotry.
"While Mr. Cohen's brand of humor may be tasteless and even offensive to some, we understand that the intent is to dash stereotypes, not to perpetuate them. It is our hope that everyone in the audience will come away with an understanding that some types of comedy that work well on screen do not necessarily translate well in the real world - especially when attempted on others through retelling or mimicry.
"It is unfortunate that Mr. Cohen chose to make jokes at the expense of Kazakhstan. It would have been better to have used a mythological country, rather than focus on a specific nation."
Fréttatilkynningu ADL má sjá hér. Reyndar held ég að flestir Bandaríkjamenn hefðu staðið í þeirri meiningu að Kasakstan væri "mythological made up country" - þ.e. ef landkynningarráðuneyti Kasakstan hefði ekki farið að draga athygli allra að því að Kasaktstan væri í alvörunni alvöru land.
M
Menning og listir | Breytt 30.9.2006 kl. 04:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er eignilega farinn að vorkenna Republikanaflokknum. Það líður varla sá dagur núorðið að það berist ekki fréttir af einhverskonar skuggalegri fortíð frambjóðenda þeirra, furðulegu hátterni, nú, eða að öll utanríkisstefna þeirra og stríðsrekstur sé fullkomlega mislukkaður og counterproductive (samanber NIE skýrsluna). Seinasta innleggið í þessa sorgarsögu eru tölvupóstar sem Mark Foley, sem er einn af þingmönnum flokksins í Florida. Foley hefur setið á þingi í ein tólf ár, bauð sig fram til öldungadeildarinnar í seinustu kosningum, en dró sig svo til baka eftir að orðrómur fór á kreik um að hann væri samkynhneigður. Foley þverneitaði þeim ásökunum.
En samkvæmt ABC news sendi Foley fjöldann allan af tölvupóstum til 16 ára starfsmanns þingsins, falaðist eftir ljósmyndum af piltinum, spurði hann hvað hann vildi fá í afmælisgjöf, og hvort það væri ekki "heitt og rakt" í Flórída...
Málið komst í hámæli eftir að pilturinn sýndi lögregluyfirvöldum póstinn, því honum fannst hann vera "creepy", og var ekki alveg viss um hvernig sér ætti að líða, eða hvað hann ætti til bragðs að taka. Foley hefur auglýst sjálfan sig sem sérstakan talsmann barna og ungmenna, og heldur því fram að þetta fjaðrafok allt sé einhverskonar andstyggileg lygaherferð á vegum pólítískra andstæðinga.
En svo hugsaði Foley sig aðeins um, og komst að því að sér væri sennilega ekki stætt að halda áfram í pólítík. Því þó kjósendur geti fyrirgefið frambjóðendum flest, eru samt sumar grensur sem menn geta varla stigið yfir - og að reyna að lokka börn og unglinga til fylgilags við sig er að flestra mati öfugum megin við þær grensur.
Fyrir vikið eru demokratar nokkurnveginn búnir að vinna sæti Foley - fyrr í haust voru republikanar taldir næstum öruggir um að halda sætinu - þó það væri talið "in play" var það talið eitt af öruggustu sætum republikana. Nafn Foley verður áfram á kjörseðlinum, en öll atkvæði greidd honum fara til frambjóðanda sem miðstjórn flokksins velur. Það er hins vegar mjög erfitt að halda úti effektívri kosningabaráttu undir svoleiðis kringumstæðum. Frambjóðandi demokrata, Tim Mahoney, þarf annaðhvort að gera eitthvað álíka hræðilegt of Foley - eða Republikanar að finna einhverja súperstjörnu sem getur snúið þessu klúðri við. Vandamálið er bara að flokkurinn í Flórída virðist vera í algjörri upplausn - og framboð Katherine Harris til öldungadeildarinnar fyrir hönd republikana virðist ætla að halda annars öruggum kjósendum republikana heima. Stjórnmálaskýrendur voru jafnvel farnir að spá því að demokratar ættu séns á að vinna kosningarnar til fylkisstjórna Flórída. Með þetta Foley hneyksli hefur hagur republíkana síst skánað!
Og það eru ennþá meira en mánuður til kosninga - ég get varla beðið efir næstu uppljóstrunum!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Matarmenning Bandaríkjanna er einstök. Í haust fór ég á Minnesota State Fair og keypti mér djúpsteiktan Snickers á priki, velt uppúr flórsykri - en þetta toppar það nú eiginlega. 'Jimmy Dean Chocolate Chip Pancakes & Sausage on a Stick'. Yummy!
fös. 29.9.2006
Meira að segja rasistarnir snúa bakinu við Allen
Sorgarsögu George "Macaca" Allen virðist ekki ætla að ljúka. Eftir að fólk fór að gera athugasemdir við orðbragð hans, og það komst í hámæli að hann hefði haft hengingaról til sýnis á skrifstofunni sinni, flaggað suðurríkjafánanum og almennt verið hinn dólgslegasti red-necked wonderbreadeating whiteboy, reyndi The Magnificent Macaca að draga í land. Nýlega sagðist hann meðal annars vera búinn að fatta að sumu fólki finnst suðurríkjafáninn vera svolítið óþægilegur, útaf einhverju veseni með the niggers, nei ég meina African Americans, og svona? En fyrir vikið tókst honum að móðga félagsskapinn "Sons of Confederate Veterans"! Samkvæmt Fox news:
The organization criticized the Republican for saying he had been slow to grasp the pain that Old South symbols like the Confederate flag cause black people.
"The denunciation of the flag to score political points is anathema to our organization," Brag Bowling, immediate past state commander of the SCV, told reporters near the state Capitol, once the Confederacy's seat of government
Allen campaign manager Dick Wadhams said Allen stands by his comments.
Ég er reyndar hálf tvístígandi í afstöðu minni til þessa alls. Á kommentakerfinu höfum við Friðjón Friðjónsson nokkrum sinnum ræðst við um þessa spurningu, nauðsyn þess að standa við það sem maður segir, en Friðjóni finnst mikið til Lieberman koma, meðal annars vegna þess að Lieberman stendur fast við sína sannfæringu varðandi stríðið í Írak, sama hvað tautar og raular. Og mér hefur fundist lítið til þeirrar röksemdafærslu koma. Því ef maður tekur rangar ákvarðanir um eitthvað er það síst af öllu til marks um karakter að neita að horfast í augu við hið augljósa. En Friðjón hefur töluvert til síns máls - það er frekar ömurlegt að horfa upp á fólk sem er eitt í dag, og svo annað á morgun. Fólk sem segir hluti sem það lítur út fyrir að meina, og gera helvítis rosa leikhús í kringum allar þær yfirlýsingar. Eins og Macaca Allen: Maðurinn er eitt allsherjar leikhús, og auðvitað keyptu kjósendur þennan pakka eins og hann lagði sig. Kúrekastigvélin, hatturinn, hesturinn, Suðurríkjafáninn og hengingarólin. Því verður ekki neitað að Allen hefur "a formidable presence", og það er auðvelt að falla fyrir svoleiðis!
En svo kemur Allen og þykist ekki hafa meint neitt af þessu, eða kannski sumt, en ekki allt, og hann sé núna með einhverja bakþanka, og líði hálf ílla yfir því að hafa sagt það sem hann sagði... þetta hafi nú kannski verið meira grín en alvara, hann hafi alls ekki verið með sjálfum sér, það var eitthvað mígreni sem var að þjá hann þarna í ágúst sem fékk hann til að kalla menn nöfnum, og svo finnist honum voða leiðinlegt að hafa sært tilfinningar einhverra, en það hafi nú ekki verið ætlun hans... en núna ætlar hann að meina það sem hann er að segja. Allur heimurinn skuli sko vita að hann sé maður mikillar sannfæringar.
Það eru sumir hlutir sem maður segir ekki nema maður meini þá. Og sumir hlutir sem maður gerir ekki nema maður meini þá. Og þegar maður hefur einusinni sagt þá getur maður ekki bara látið eins og maður hafi alls ekki gert það - eða eins og það skipti kannski engu máli. Maður þarf að vera það sem maður er, og "eiga" það sem maður segir. Ef maður hefur sagt og gert hluti sem maður sér einhverra hluta vegna eftir þarf maður þá líka að standa eins og fullorðinn maður fyrir máli sínu. Ef Allen er ekki rasisti lengur þarf hann að koma og útskýra það fyrir okkur - og ekki bara okkur, heldur líka fyrir fyrrum skoðanbræðrum sínum, því hann skuldar þeim líka útskýringu! Þeir héldu að Allen væri þeirra maður. Svo ég hef ákveðið að Allen hafi fallið enn frekar í áliti hjá mér eftir að hafa reynt að bakka með rasismann: Maður "flip-floppar" ekki með hluti eins og það!
En það er kannski ekki við öðru að búast af manni eins og Allen - leikhúsið í kringum karakter hans hefði svosem mátt segja kjósendum að hann væri ekkert annað en aðalstjarnan í sínum eigin söngleik, þar sem hann væri karl í krapinu, sjálfstæður og byði heiminum byrginn. Kúrekastígvélin og allt gettuppið á heima á manni sem veit ekkert betra en að augu heimsins hvíli á sér, og svoleiðis fólk hefur auðvitað engar alvöru skoðanir, meiningar eða sannfæringu. Meira að segja "The Sons of Confederate Veterans" kæra sig ekki um svoleiðis vindbelgi.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugamenn um utanríkismál fyrrum Mið-Asíulýðvelda Sovétríkjanna hafa undanfarna daga verið að fylgjast með samskiptum blaðamannsins Borat og Föðurlandsástarráðuneytis Kasakstan. Og nú rétt í þessu bárust okkur fréttir um veraldarvefina að Borat hafi haldið blaðamannafund í Washington, fyrir utan sendiráð Kasakstan, þar sem hann hélt því fram að Kasakar hafi misskilið þetta allt:
According to Borat, it turns out the Kazakh government loves Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.
Borat heldur því fram að auglýsingar í New York times séu lygar, "disgusting fabrication", sérstaklega staðhæfingar um að Kasakar komi vel fram við konur, og virði öll trúarbrögð. Þetta eru auðvitað lygar, og partur af
propaganda campaign against our country by evil nitwits, Usbekistan, who as we all know are evil wicked people with a bone in the middle of their brain
Utanríkismálaráðherra Kasakstan sé þess utan Usbekskur flugumaður, og Borat lofaði því að réttmæt stjórnvöld Kasakstan hefðu ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn vondu hálfvitunum í Usbekistan. Það er hægt að sjá vídeóupptöku af þessum blaðamannafundi á YouTube. Part I, Part II.
Að blaðamannafundinum loknum hélt Borat til Hvíta hússins, krafðist þess að hitta forsetann, en var vísað á brott af leyniþjónustunni. Bush ætlar hins vegar að hitta Nursultan A. Nazarbayev á morgun.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna um helgina var haldinn einhverskonar samkoma á vegum Family Research Council, "Value voters summit", og þar voru samankomnir allir helstu hugmyndasmiðir og lýðskrumarar þessa arms republikanaflokksins, Sean Hannity, Ann Coulter, Newt Gingrich, Bill Bennett, Fylikisstjórarnir Mitt Romney og Mike Huckabee, Senatorarnir George Allen og Sam Brownback, auk allskonar presta og predíkara. Í stuttu máli allir helstu talsmenn þess að ríkisvaldinu sé breytt í siðgæðisvörð.
Samkvæmt Marilyn Musgrave (R-CO), er alvarlegasta og mest áríðandi málið sem bandaríska þjóðin stendur frammi fyrir, ekki stríðið, hryðjuverk eða fjárlagahallinn, nei, það eru allir hommarnir! Þetta sagði hún um hjónabönd samkynhneigðra:
"This is the most important issue that we face today. She told the audience that when youre in a cultural war like this, you have to respond with equal and hopefully greater force if you want to win, and warned that the future is grim if gay marriage is not banned.
Aðrir fundargestir höfðu samskonar áhyggjur af samkynhneigð - sem er víst einhverskonar satanískt samsæri, kokkað upp í dýpstu pyttum vítis af lúsífer sjálfum... McKissic prestur við Cornerstone Baptist Church í Texas sagði að "the gay rights movement was inspired from the pit of hell itself, and has a satanic anointment. Það vantar ekki! Og þegar maður er að fást við svona andstæðinga dugar ekkert annað en guðlegur innblástur. Wellington Boone, sem er víst einhverskonar biskup í sinni eigin kirkju, "Wellington Boone Ministries":
I want the gays mad at me. Boone said that while the gays are saying a few things about him, theyre not coming at me strong. ... Back in the days when I was a kid, and we see guys that dont stand strong on principle, we call them faggots. [People] that dont stand up for whats right, we say, Youre sissified out! Youre a sissy! That means you dont stand up for principles.
Meðal gesta voru aðrir merkismenn, meðal annars George "Macaca" Allen, en í hans ungdæmi voru menn eins og Boon víst kallaðir surtir, og fengu afskorin dýrshöfuð í póstinum... (sjá þessa færslu mína fyrr í vikunni) En Allen og Boone geta ábyggilega verið sammála um andstyggilegheit samkynhneigðar? Þessi fagri félagsskapur mannvina telur sig vera fulltrúa hins þögla meirihluta siðprúðra og sannkristinna "value voters".
Þetta er orðinn gamall, og frekar leiðinlegur söngur. Ég hef lesið ótal greinar og bloggfærslur, og tekið þátt í óteljandi samræðum þar sem fárast er yfir því að republikönum detti aldrei neitt nýtt í hug: Helstu kosningamál þeirra séu alltaf þau sömu. Fánabrennur, hommaógnin hræðilega og fóstureyðingafaraldurinn. Og stundum hugsa ég með mér að blaðamenn og bloggarar hljóti að fá leið á því að skrifa um hversu furðulegt það sé að annar af stærstu stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna - flokkur sem nýtur stuðnings nærri helmings þjóðarinnar - skuli virkilega bjóða kjósendum upp á svona pólítík. Það er auðvelt að hrista hausinn og segja sem svo að þetta fólk sé ekki alveg í lagi í höfðinu, það sé of heimskt til að geta tekið þátt í samfélagi siðaðra manna, það sé leitt áfram af lýðskrumurum og eiginhagsmunapoturum á borð við Allen og Santorum.
Vandræði Allen í Virginíu og Santorum í Pennsylvaniu benda hins vegar til þess að það séu takmörk fyrir því hversu langt stjórnmálamenn komist á því að höfða einvörðungu til hómfóbískra trúarofstækismanna. Þó við sem fylgjumst með stjórnmálum vitum fullvel hvaða skoðanir Allen og Santorum hafa - virðist meðalkjósandinn hins vegar fullkomlega blindur. En viti menn, þegar dagblöð og sjónvarp byrjuðu að flytja fréttir af rasisma Allen tók fylgi hans að hríðfalla. Meðan hann gat haldið uppi einu andliti gagnvart venjulegum, óupplýstum kjósendum, og öðru gagnvart skítaelementinu í flokknum, var endurkjör hans nokkurnveginn tryggt.
Ég var eiginlega búinn að komast á þá skoðun að það væri tímaeyðsla að vera að velta sér uppúr hómófóbíu, rasisma og öðrum andstyggilegum skoðunum þingmanna republikana - því ég hafði látið blekkjast af áróðursmaskínu flokksins, sem heldur því fram að meirihluti bandarísku þjóðarinnar hefði velþóknun á svoleiðis tali, og hafi ekki áhuga á öðru en fóstureyðingum og samkynhneigð. Fylgistap Santorum, og nú Allen, virðist hins vegar benda til þess að bandarískum almenningi sé ekki alls varnað.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eða allavegana eru MBA nemar óheiðarlegri en aðrir háskólaborgarar. Þessar niðurstöður koma á sama tíma og Andrew Fastow er dæmdur í sex ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik Enron. Semsagt, samkvæmt smáfrétt í Washington Post spurðu tveir prófessorar við Rutgers 5000 MBA nema hvort þeir hefðu svindlað í skólanum einhverntímann seinasta árið - og 56% aðspurðra viðurkenndu að hafa svindlað að minnsta kosti einu sinni, sem er untalsvert hærra en meðaltal allra nemenda í doktors og MA prógrömmum - meðaltalið er 47%, meðan nemendur í félags og hugvísundum eru heiðarlegastir, aðeins 39% þeirra viðurkenndu að hafa svindlað á seinasta ári.
The researchers asked participants how often, if at all, they had engaged in 13 specific behaviors, including cheating on tests and exams, plagiarism, faking a bibliography or submitting work done by someone else.
Þetta virðist vera landlægt vandamál hjá nemendum sem ætla sér í bissness:
McCabe has studied cheating among undergraduates for more than 16 years. "On every study except one, business students come out on top," he said. "Their attitude seems to be "Hey, you have to -- everybody else does it." And business students already have developed a bottom-line mentality -- anything to get the job done, however you have to do it."
Þetta má túlka á þann veg að það sé sjálfval óheiðarlegra og undirförulla karaktera í viðskiptafræði. Gordon Gekko myndi vera sammála þessu, þ.e. að heiðarleiki sé karaktergalli sem geri menn að lélegum fjármálamönnum. (Á myndinni er Gekko að leggja Bud Fox (Charlie Sheen) lífsreglurnar).
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 27.9.2006
Htinar í kolunum í Kazakstan - Borat deilunni
Þetta Borat-Kasakstan mál hefur vitaskuld alls ekkert með bandarísk samfélags- eða stjórnmál að gera, nema kannski að Kasakstan er svo annt um hvað bandaríkjamönnum finnst um sig og sitt fallega land, að landkynningarráðuneytið hefur keypt upp heilar FJÓRAR blaðsíður af New York Times í dag til þess að auglýsa ágæti og fegurð landsins, gáfur og glæsileik þjóðarinnar, og mikilfengleik sögu og menningar. (Auglýsingarnar eru ekki aðgengilegar á netinu, því miður.) Allt vegna þess að forsprakkar Kasaka óttast hvað bandarískum kvikmyndahúsagestum muni finnast um Kasakstan eftir að hafa séð nýju Borat-myndina.
The costly ad supplement, which appears in the middle of the Times' first section, makes no mention of Borat or the movie. The government has also produced ads to be shown on U.S. television.
Reyndar finnst mér ólíklegt að margir af lesendum NYT hefðu farið að sjá Borat í bíó. Sérstaklega ef kasakstanska Áróðurs- og föðurlandsástarráðuneytið hefði ekki farið að draga athygli allra að þessari kvikmynd, því hvað á maður að halda, þegar morgunblaðið manns er alltíeinum með tveggja opnu auglýsingu frá einhverju landi sem maður var búinn að gleyma að væri til? Meðalbandaríkjamaðurinn hefur sennilega jafn litla hugmynd um hvar Kasakstan er á kortinu og Burkina Faso (sem ég hef svosem sjálfur enga hugmynd um hvar er, einhverstaðar fyrir sunnan miðbaug, sennilega?). Ég hugsa að Sasha Baron Cohen hefði ekki getað óskað sér betri auglýsingu.
M
Menning og listir | Breytt 28.9.2006 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í gær (tímamunurinn, sko) skrifaði færslu ég um sjónvarpskappræður Rick "Santorum" við ímyndaðan frambjóðanda - og í morgun rakst ég svo á fréttir af nýrri skoðanakönnun sem sýnir að Santorum sé nokkuð öruggur um að tapa í nóvember - hann er nú heilum 14% prósentustigum á eftir Casey, frambjóðanda demokrata. 40% kjósenda ætla að kjósa Santorum, 54% Casey, afgangurinn er enn óákveðinn.
Þessi kosningabarátta Casey og Santorum er sennilega (ásamt viðureign Sen. Macaca og Webb í Virginíu) áhugaverðasta kosningabarátta haustsins. Santorum er nefnilega einn af íhaldsömustu og sannkristnustu öldungardeildarþingmönnum Republikana. Ásamt Bill Frist var hann einn af forsprökkunum í baráttunni fyrir því að koma í veg fyrir að eiginmaður Terri Schiavo fengi að framfylgja óskum hennar um að deyja með reisn, hann hefur leitt baráttuna gegn réttindum samkynhneigðra, og yfirleitt gengið framfyrir skjöldu í að verja stjórnlausan vöxt ríkisvaldsins undir handleiðslu Bush stjórnarinnar.
Ef Santorum hverfur úr þinginu hafa sæmilega hógværir, skynsamir republikanar, þ.e. sá armur flokksins sem er "reality based", meiri séns á að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar. Það er löngu kominn tími til að afturhalds og "faith based" armar flokksins, sem hafa undanfarin fimm til sex ár stjórnað landinu, séu minntir á að þeir þiggi ekki vald sitt og embætti frá guði, og að þeir séu, þrátt fyrir allt, ábyrgir gagnvart kjósendum - öllum kjósendum, ekki bara þeim sem fara í kirkju alla sunnudagsmorgna.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)